Dagur - 06.02.1998, Blaðsíða 7
X^MT'
FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1998 - 7
ÞJÓÐMÁL
Já, en Lesley...
OGMUNDUR
JONASSON
ALÞINGISMAÐUR,
í haust, þriðja árið í
röð, har Stemgrímiir
J. Sigfússon alþingis
inaðiir fram tillögu
uin það á Alþiugi að
refsiaðgerðunum
gegn írak verði hætt
þegar í stað - og í
þriðja skiptið hefur
tillaga haus og sam-
íliiíiiiiigsiiiaima,
Kristínar Ástgeirs-
dóttur og Össurar
Skarphéðiussonar,
verið svæfð í nefnd.
Margir hafa bundið mildar vonir
við Sameinuðu þjóðirnar og gera
enn; ætlast til að þar sé vettvang-
ur til að taka á vandamálum sam-
tímans og, ef því er að skipta,
takast á um mannréttindabrot,
ofbeldi, yfirgang, einræði; finna
leiðir til að setja mönnum á borð
við einræðisherrann Saddam
Hussein stólinn fyrir dyrnar og
koma í veg fyrir sýkla- og efna-
hernað sem ríkisstjórn hans hefur
orðið uppvís að. Við sem eigum
þessa hugsjón um Sameinuðu
þjóðirnar, eigum öðrum fremur
að vera vakandi um hvernig þess-
um alheimssamtökum þjóðanna
er beitt og þegar þeim er misbeitt,
þegar þær brjóta eigin sam-
þykktir um mannréttindi, gerast
handbendi hernaðarstórveldis,
níðast á saklausu fólki, misnota
það traust sem þær njóta og leyfa
að framin séu óhæfuverk í þeirra
nafni, þá ber okkur skylda til að
rísa upp og mótmæla.
Varlega með orð
Auðvitað eigum við að gera það af
yfirvegun og við eigum að fara
varlega með orð. En eftir því sem
ég hef kafað dýpra í þetta mál-
efni, lesið fleiri skýrslur og skoð-
að gögn baráttumanna fyrir
mannréttindum, lækna, Iögfræð-
inga, fulltrúa alþjóðastofnana,
allra þeirra sem reynt hafa að
kynna sér aðstæður írösku þjóð-
arinnar og þær afleiðingar sem
refsiaðgerðirnar hafa haft á hana
- allra þeirra sem hafa brotist í
gegnum þagnarmúr fjömiðlanna
eða af eigin raun kynnst veruleika
þessarar þjóðar sem í rúm sjö ár
hefur verið svipt lífsnauðsynjum
og það sem meira er öllum mögu-
leikum til sjálfsbjargar - eftir því
sem myndin skýrðist hefur hún
tekið á sig óhugnanlegra yfir-
bragð, og sá veruleiki sem við
blasti kallaði á sterkari orð, kröft-
ugri mótmæli. Þjóð sem áður bjó
við nokkra velsæld og dafnandi
þjóðlíf, býr nú við sult og ómælda
erfiðleika og þjáningar. Fyrir við-
skiptabannið seldu Irakar olíu
fyrir 20 milljarða dollara á ári. Nú
fá þeir fyrir náð og miskunn að
selja fyrir 4 milljarða og aðeins
brot af þeirri upphæð rennur til
sveltandi alþýðu, þess fólks sem
er þurfandi. Menntafólk sem get-
ur selt vinnuafl sitt á erlendri
grundu hefur hundruðum þús-
undum saman flúið land en sjálf
valdastéttin blómstrar sem aldrei
fyrr.
„Veistu ekki Lesley?“
Og vil ég nú víkja að sjónvarpsvið-
tali við Madeleine Albright, nú-
verandi utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, þáverandi fulltrúa
Bandaríkjastjórnar hjá Samein-
uðu þjóðunum þar, sem Ijallað
var um viðskiptabannið.
þrælakisturnar voru opnaðar arð-
ræningjum til frjálsra afnota.
- Og það er h'ka rétt að Saddam
Hussein reisir stórar hallir og
íburðarmiklar og hann siglir á
fínum lystisnekkjum, eldd síður
fínum en auðkýfingar Vestur-
landa spóka sig á.
- Og það er rétt hjá Madeleine
Albright að Saddam Hussein hef-
ur ranga forgangsröð, en þegar
hún bætir því við að sín eigin
stjórn, sú sem stendur fyrir refsi-
aðgerðunum gegn írösku þjóðinni
- að hún kunni á forganginn, að
hún hafi réttlætið í fyrirrúmi, þá
ingar í nafni kærleikans. Þvert á
móti eru þeir fullvaxta og fjarvist-
arsöhnun þeirra er fullkomin.
Hún heitir heimspeki og hana má
nota til að teygja og toga, líka
sannleikann, jafnvel breyta morð-
ingjum í dómara."
Já en Lesley...
sveltandi þjóð
A meðan stríðsherrarnir deila
sveltur þjóðin. Ramsey Clark
fyrrverandi dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna og einn ötulasti
baráttumaður gegn refsiaðgerð-
um Sameinuðu þjóðanna, sagði
„Víðskiptabannið á írak bitnar ekki á Saddam Hussein.. Það jafnvel styrkir hann i sessi, “ segir Ögmundur Jónasson m.a. í grein
Madeleine Albright var spurð
hvort það væri réttlætanlegt að
grípa til refsiaðgerða sem hefðu
valdið dauða yfir hálfrar milljónar
barna. Það var Lesley Stahl,
fréttamaður bandarísku sjón-
varpsstöðvarinnar CBS, sem
spurði og fréttamaðurinn fékk
hreinskilin svör - „mín ábyrgð
Lesley, er fyrst og fremst að gæta
hagsmuna Bandaríkjamanna,
bandaríska hersins, að sjá til þess
að hann þurfi ekki að fara í ann-
an Flóabardaga."
Og síðan gerðist sendiherrann
meyr og velti heimspekilega vöng-
um. Veistu ekki Lesley, spurði
talsmaður Bandaríkjastjórnar,
veistu ekki Lesley, að hann,
Saddam Hussein hefur ranga for-
gangsröð, hann eyðir því sem
þjóðinni áskotnast í hallir, mun-
aðarvörur og vopn'?
Hussein og tungur tvær
Þetta er rétt. Þetta gerir Saddam
Hussein.
- Og það er líka rétt, að
Hussein er böðull sem hefur
heitt eiturvopnum og hefur orðið
u]ipvís að sýklahernaði.
- Og það er rétt að hann talar
tungum tveim um vígbúnað eins
og reyndar Bandaríkjamenn gera
sjálfir því þeir hafa streist gegn
banni við jarðsprengjum á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna eða
Frakkar sem tala um afvopnun en
sprengja sjálfir kjarnorkusprengj-
ur á fiskimiðum Kyrrahafsbúa, að
ekki sé minnst á Kfnverja með
sínar kjarnorkusprengjur og stút-
full fangelsi en heilbrigðisvottorð
auðvaldsins upp á vasann eftir að
koma upp í hugann upphafsorð
franska rithöfundarins Albert
Camus í bók hans um uppreisn-
armanninn, L'Homme Révolté,
sem skrifuð var um miðja öldina
en á ekki síður erindi nú. Orð
Camus eru á þessa leið:
Hin fuUkomna fjarvistar-
söimun
„Til eru tvær tegundir glæpa;
ástríðuglæpir og glæpir sem
framdir eru af yfirvegun. Refsi-
löggjöfin greinir auðveldlega á
milli þeirra með því að spyrja
hvor bafi haft yfirburði, sá sem
„Madeleine Albright
var spurð hvort það
væri réttlætanlegt að
grípa til refsiaðgerða
sem hefðu valdið
dauða yfir hálfrar
milljónar hama. Það
var Lesley Stahl,
fréttamaður bandar-
ísku sjónvarpsstöðv-
arinuar CBS, sem
spurði og fréttamað-
iiriiiii fékk hreinskil-
in svör.“
verknaðinn framdi eða hinn sem
fyrir honum varð. Við lifum á
óskastund valdniðslunnar," segir
Camus. „Hinir brotlegu eru ekki
lengur börn sem biðjast fyrirgefn-
að þegar hann kom til íraks fyrir
tveimur árum hafi 6 þúsund
manns dáið bara í þeirri viku, vik-
unni sem hann kom til landsins;
fólkið dó úr meltingartruflunum,
niðurgangi og uppköstum, vegna
eitrunar í dn'kkjarvatni. Þetta er
dæmi af handahófi, en þetta er
dæmi sem þessi baráttumaður
tók um það ofbeldi sem við beit-
um írösku þjóðina.
Minnumst þeirrar hluttekn-
ingar sem stundum grípur al-
menning, bæði hér á landi og
annars staðar, þegar hungurvofan
hefur farið um ríki Afríku eða
aðra heimshluta. Stundum eru
orsakir hungursneyðar þurrkar,
stundum eru orsakirnar aðrar.
Skortui af maiina völduin
I Irak er hungursneyð og skortur
af mannavöldum. A yfirvegaðan
hátt hefur vcrið tekin ákvörðun
um að svelta þjóðina og koma í
veg fyrir að hún fái reist sig, keypt
varahluti í sjúkrabíla og vatnsdæl-
ur, gert við rafmagnsstöðvar, vegi
og brýr, keypt matvæli og lyf. Eða
skyldu menn almennt vita að af
þeim íjórum milljörðum dollara
sem Irökum er heimilað að selja
olíu fyrir árlega er þeim skylt að
Iáta þriðjunginn í stríðsskaðabæt-
ur til Kuvvait, að tíunda hluta
skuli varið til að standa straum af
kostnaði Sameinuðu þjóðanna í
Irak en aðeins 1,6 milljarðar,
minna en helmingur af þessu
naumt skammtaða fé, rennur til
matar- og lyfjakaupa fyrir al-
menning, 18 milljóna einstak-
linga. Að mati sérfræðinga Sam-
einuðu þjóðanna þyrfti þessi upp-
hæð að vera margföld til þess eins
að standa straum af kostnaði við
nauðþurftir, hvað þá til að reisa
landið úr rúst. Arið 1991 áætluðu
sérfræðingar Sameinuðu þjóð-
anna að tuttugu og tvo milljarða
dollara þyTÍti í fjárfestingar til
þess að reisa við innra stoðkerfi
samfélagsins. Þessara fjármuna
er írösku þjóðinni meinað að afla
- og fyrst koma stríðsskaðabæt-
urnar - þá tilkostnaður Samein-
uðu þjóðanna, eftirlitskostnaður-
inn, og síðan - langt þar á eftir,
koma hinir sjúku og þá hinir
hungruðu, alþýða íraks.
Já, Lesley, það erum við sem
kunnum skil á réttu og röngu.
Það erum við sem kunnum að
forgangsraða.
Bannið styrkir Hussein
í sessi
Viðskiptabannið á Irak bitnar
ekki á Saddam Hussein. Það jafn-
vel styrkir hann í sessi.
Og það styrkir alla þá sem með
valdið fara í heiminum - sú refs-
ing sem íraska þjóðin er beitt er
víti til varnaðar alþýðu manna um
heim allan. Hún sýnir svo ekki
verður um villst hvað hendir ef
auðvaldinu er ógnað.
Þá eru helgustu mannréttindi
einskis virt.
Og ekki er hikað við að mis-
beita sjálfum Sameinuðu þjóðun-
um.
Og séð er til þess að ákall um
að við höldum vöku okkar nái
aldrei eyrum heimsins.
Varnaðarorð frá SÞ
Hvað skyldi Boutros Boutros
Ghali, fyrrverandi aðalritari Sam-
einuðu þjóðanna, hafa átt við
þegar hann sagði árið 1995 að á
það skorti að heimsbyggðin hefði
reynt að svara hinni siðferðilegu
spurningu hvort refsiaðgerðir
sem yllu þjáningum viðkvæmra
hópa gætu verið réttlætanlegar
þegar vitað væri að þeir stjórn-
málaleiðtogar sem ætti að reyna
að hafa áhrif á létu sig hlutskipti
þjóðar sinnar litlu, jafnvel engu
varða? Skömmu eftir að Boutros
Boutros Ghali lét þessi orð falla
hætti hann sem aðalritari Sam-
einuðu þjóðanna. Það er altalað
að það gerði hann vegna þrýstings
Bandaríkjastjórnar.
Við sem hér erum saman kom-
in höfum svarað þeirri spurningu
sem Boutros Boutros Ghali bar
fram.
Refsiaðgerðirnar gegn írösku
þjóðinni eru siðferðilega rangar
og brot á mannréttindum og við
krefjumst þess að þeim verði hætt
þegar í stað.
Siðferði væri góð hugmynd
Að mínurn dómi eiga Islendingar
að byrja á þvl að bera upp tillögu
þessa efnis hjá Sameinuðu þjóð-
unum, og síðan eigum við að
segja okkur frá þessum ofbeldis-
aðgerðum.
Mahadma Ghandi var ein-
hverju sinni spurður þegar hann
kom til Lundúna, miðstöðvar
breska heimsveldisins, hvað hon-
um þætti um breska menningu
og vestrænt siðferði. „Jú,“ svaraði
frelsishetja Indverja að bragði,
„siðferði og menning hér á bæ
væri góð hugmynd."
(Byggt ó ræðu sem varjluit í
Rúðhúsi Reykjavíkur á alþjóöieg-
um baráttudegi gegn viðshi pia-
banni á Irak, nokkttð stvttj.