Dagur - 06.02.1998, Blaðsíða 13

Dagur - 06.02.1998, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGVR 6. FEBRÚAR 199 8 - 13 Xfc^MT ÍÞRÓTTIR Fjögur gul, eitt rautt og tap íslenska landsliðið í knatt- spyrnu mætti Iiði Slóvena í vináttulandsleik á alþjóðlegu móti sem fram fer á Kýpur um þessar mundir. Það var heldur betur tekið á í leikn- um. þvf fjórir leikmenn Is- lands fengu gult spjald og Arnar Gunnlaugsson fékk það rauða þegar um 10 mín- útur voru eftir af leiknum. Það voru hins vegar Slóvenar sem fögnuðu 3:2 sigri en staðan í hálfleik var jöfn 1:1. Slóvenar komust fyrst yfir um miðjan fyrri hálfleik en Ríkliarður Daðason jafnaði Ieikinn úr vítaspyrnu 5 mín- útum síðar. Slóvenar skor- uðu síðan tvö mörk á þriggja mínútna kafla um miðjan síðari hálfleik og gerðu út um leikinn. Það var svo Þórður Guðjónsson sem minnkaði muninn rétt fyrir leikslok og þar við sat. Islendingar fengu dæmdar á sig tvær vítaspyrnur í gær og það um sæti á mótinu á mánudaginn. Guðjón Þórðarson, lands- liðsþjálfari, skipti fjórum mönnum inn á í gær og er augljóst að kappinn er að skoða ýmsa léikmenn. Tvennir bræður voru að spila fyrir íslenska liðið, það voru tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir og svo að sjálfsögðu synir Guð- jóns, þeir Bjarni og Þórður. Islenska liðið var sldpað eftirtöldum Ieikmönnum: Kristján Finnbogason - Sig- urður Jónsson - Pétur Mart- einsson - Ejjólfur Sverrisson (Lárus Orri Sigurðsson 63. mfn.) - Helgi Kolviðsson - Hermann Hreiðarsson - Arn- ar Grétarsson (Bjarki Gunn- laugsson 55. mín.) - Brynjar Gunnarsson (Steinar Adolfs- son 71. mín.) - Þórður Guð- jónsson - Ríkharður Daðason (Bjarni Guðjónsson 71. mín.) - Arnar Gunnlaugsson. Ríkharður Daðason skoraði fyrra mark Islendinga í gær. þótti leikurinn mjög fast leikinn. Islenska liðið spilar við lið Slóvaka á Iaugardaginn, kl. 13.00 að íslenskum tíma og svo leikur Landsliósþj átfarar spá jöfniun leikjiun Markverðirnir Guðmundur Hrafnkelsson og Þór Björnsson eru fyrirliðar Vals og Fram sem mætast í úrslitum bikarsins á morgun. - mvnd: pjetur Bikarúrslitaleikir karla og kvenna í handknattleik fara fram á morgun í Laugardalshöll. Kvennalið Stjörnunnar og Vík- ings hefja Ieik klukkan 13:30 og þremur klukkustundum síðar mætast Reykjavíkurliðin Frani og Valur í karlaflokki. Þorbjörn Jensson, landsliðs- þjálfari karla, treysti sér ekki til þess að spá um það hvort liðið færi með sigur af hólm í karla- leiknum. „Ég spái jafntefli eftir venjulegan leiktíma, en síðan má sjá til hvað gerist í framlenging- unni,“ sagði Þorbjörn á fundi sem bikarliðin fjögur gengust fyrir í fyrradag, ásamt styrktarað- ila keppninnar sem er Sláturfé- lag Suðurlands og HSÍ. Reykjavíkurslagur „Mér finnst það gleðilegt að það skuli loksins verða félög frá Reykjavík sent taka þátt í keppn- inni, því Reykjavíkurliðin hafa verið á undanhaldi. Framarar spila mjög öfluga 6-0 vörn og hafa verið á uppleið að undan- förnu, Valsmenn eru á svipuðu róli og þeir hafa verið á í allan vetur en það er ómögulegt að spá um úrslitin,“ sagði Þorbjörn og bætti því við að hann vissi að bikarskjálfti væri hjá báðum lið- um. Bæði félögin hefðu til að mynda sóst eftir æfingatíma í Laugardalshöllinni, - og fengið inni, en Þorbjörn hafði ekki mikla trú á því að það skipti miklu. Stjarnau er sigurstranglegri Theódór Guðfinnsson er Iands- liðsþjálfari kvenna og hann er ekki í vafa um að viðureign Stjörnunnar og Víkinga verði spennandi, þrátt fyrir að staða liðanna sé misjöfn í deildinni. „Stjarnan er sigurstranglegri, en ég mundi segja að breiddin væri meiri hjá Víkingum, þær eru með sterkari einstaklinga á bekknum, þó byrjunarlið Stjörn- unnar sé sterkara en Víkings," sagði Theodór. Ragnheiður alltaf drjúg gegn Víkingi Víkingsliðið hefur verið að spila 6-0 varnarleik sem Inga Lára hefur útfært með sínu lagi og hefur verið að styrkjast, eftir þvf sem liðið hefur á veturinn. Það verður meginhlutverk þeirra að rewa að stöðva Ragheiði Steph- ensen, en einhverra hluta vegna nær hún alltaf að skora fleiri mörk gegn Víkingi, en gegn öðr- um liðum deildarinnar. Þá er Herdís Sigurbergsdóttir í feikna- góðu formi um þessar mundir og hefur Ieikið best allra í deildinni í vetur og til að mynda er hún geysisterk í „senterstöðunni" í 5- 1 vörn Stjörnunnar. Þær Herdís og Ragnheiður vinna vel með Ingu Fríðu á línunni og þessa pósta þurfa Víkingar að byggja fyrir," sagði Theodór. Helstu veikleikar Víkinga hafa verið hægri vængurinn, sem lítil ógnun hefur verið í og þá hefur markvarslan ekki verið góð það sem af er vetrar. Liðið byggir helst til of mikið á Höllu Maríu Helgadóttur, sem verið hefur langatkvæðamest Víkinga í vet- ur,“ sagði landsliðsþjálfarinn og spáði eins marks sigri Stjörn- unnar. Menntamálaráðuneytið íslenski dansflokkurinn Staða framkvæmdastjóra Staða framkvæmdastjóra íslenska dansflokksins er laus til umsóknar. Starfið felur í sér fjármálastjórn, starfsmanna- hald og yfirumsjón markaðsmála vegna sýninga dans- flokksins. Æskilegt er að umsækjendur hafi viðskipta- menntun og áhuga á sviðslistum. Peir þurfa að hafa gott vald á íslensku og ensku. Menntamálaráðherra skipar í starfið til ákveðins tíma, sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Um launa- kjör fer samkvæmt ákvörðun kjaranefndar. Sá sem veitt verður staðan þaf að geta hafið störf 1. maí nk. til að vinna með fráfarandi framkvæmdastjóra, en gert er ráð fyrir að skipað verði í stöðuna frá 1. september nk. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og starfsferil, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 28. febrúar 1998. Menntamálaráðuneytið, 5. febrúar 1998. LETTIR b Framhaldsaðalfundur Framhaldsaðalfundur Hestamannafélagsins Léttis verður haldinn í Skeifunni sunnudaginn 15. febrúar næstkom- andi og hefst kl. 16. Fundarefni: 1. Lagabreytingar. 2. Sameiningarmál Léttis og ÍDL. 3. Kosningar. 4. Önnur mál. Félagar, nú er nauðsyn að sem flestir mæti. Fjölmennum. Stjórnin. Framsóknarflokkurinn Norður Þingeyjarsýsla - Húsavík Almennir stjórnmálafundir verða haldnir sem hér segir: Hótel Norðurljós, Raufarhöfn, þriðjudaginn 10. feb. kl. 17 Félagsheimilið Þórsver, Þórshöfn, þriðjudaginn 10. feb. kl. 21 Kaffistofa Fjallalambs, Kópaskeri, miðvikudaginn 11. feb. kl. 12 Félagsheimili Húsavíkur (2. hæð), miðvikudaginn 11. feb. kl. 17 Sérstakur gestur fundanna verður Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Guðmundur Bjarnason landbúnaðar- og umhverfisráðherra og Valgerður Svemsdóttir alþingismaður verða einnig á fundunum. Allir velkomnir Framsóknarflokkurinn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.