Dagur - 06.02.1998, Side 4

Dagur - 06.02.1998, Side 4
20-FÖSTUDAGUK 6.FEBRÚAR 1998 UMBÚÐALAUST Bókvitið er komið íaskana „íslendingar vilja alltaf vera að djöflast eitthvað. Álver fellur vel að þeirri lyndiseinkunn þjóðarinnar; kannski Kári Stefánsson gæti reyndar fundið það gen sem stendur fyrir þessu, “ segir lllugi m.a. í pistii sínum. Það er nánast eins og Guð sé kominn heim; dálítið sposkur á svip, örlítið framandlegur með vel snyrt skegg og ber sig heims- mannslega. Eg á við Kára Stef- ánsson sem sneri heim frá Bandaríkjunum fyrir örfáum misserum og virðist á ótrúlega skömmum tíma hafa byggt upp risafyrirtæki á sviði erfðagrein- ingar; risafyrirtæki á okkar mæli- kvarða hér á Islandi og jafnvel þótt víðar væri leitað í veröldinni að fyrirtækjum á því sviði þar sem hann er að hasla sér völl. Það er kunnara en frá þurfi að segja að sá samningur sem Kári gerði nú fyrir fáeinum dögum við alþjóðlegt lyfjafyrirtæki um rannsóknir á orsökum tiltekinna sjúkdóma - sem einhverra hluta vegna hefur reyndar aldrei fylgt sögunni hverjir eru - sá samning- ur er víst ígildi loðnuvertíðar eða álvers. Og því skyldi engan undra þótt Kári sé í miklum met- um á landi hér. Eg hef vissulega ekkert á móti loðnuvertíðum og mín vegna mættu þær vera margar á ári, því loðnan er ljótur fiskur, en hitt væri til mikillar fyrirmyndar ef dugnaðurinn í Is- lenskri erfðagreiningu gæti orðið til þess að við slyppum við eins og eitt álver. Vaxtarbroddur í atvmnulífiim En þrátt fyrir að Kári Stefánsson hafi nú sýnt og sannað svo ekki verður um villst að bókvitið verður svo sannarlega í askana látið, og þeir askar munu fara stækkandi á næstunni, þá er ég smeykur um að hann þurfi samt að gera nokkra fleiri slíka samn- inga áður en rennur upp ljós fyr- ir Islendingum - sem sé það að starfsemi af hans tagi, byggð á menntun, þekkingu og nútíma- vísindum, ætti að vera vaxtar- broddurinn f íslensku atvinnu- lífi, en ekki stóriðja. Þrátt fyrir að allir elski nú Kára Stefánsson og séu smátt og smátt að átta sig á því að starfsemi hans er ekki dund og hobbí fyrir nokkra sprenglærða prófessora, heldur arðvænlegur bissniss, sem þjóð- in öll getur og mun græða á og það á miklu fleiri sviðum en ennþá liggur fyrir, þá er ,ég smeykur um að það sé samt sem áður nokkuð langt í land að við getum fyllilega skilið að há- tæknistarfsemi af þessu tagi, þar sem að baki liggur fyrst og fremst menntun starfsfólksins, að slík starfsemi geti til Iengdar verið ígildi atvinnu og velmeg- unar fyrir fjölda manns. Það er nefnilega ekki djöflast nóg hjá Islenskri erfðagreiningu. Vanræksla í inennlakeríimi Islendingar vilja alltaf vera að djöflast eitthvað. Alver fellur vel að þeirri lyndiseinkunn þjóðar- innar; kannski Kári Stefánsson gæti reyndar fundið það gen sem stendur fyrir þessu. Til að Islendingum finnist eitthvað vera á seyði, eitthvað vera að gerast, þá þarf helst að grafa stóra holu, fylla hana af steypu og djöflast svo við að byggja hús, svo er hægt að djöflast upp á fjöllum við að reisa virkjanir og háspennumöstur og þegar öllu þessu er lokið, þá getum við hallað okkur aftur á bak í góð- um hægingastól og dæst yfir því hvað við höfum nú djöflast mik- ið og vel og þarna er árang- urinn kominn; þetta skínandi fína álver, til dæmis. Við höfum Iát- ið menntakerfið okkar drabbast niður á undan- förnum áratugum, svo meirað segja krakki sem kemur frá hinni stríðshrjáðu gömlu Júgóslavíu getur ekki annað en brosað þegar spurt er hvernig hafi gengið að byrja í íslenskum skóla eftir að fjölskyldan kom hingað sem flóttamenn; það var ekkert mál að byrja í skólanum þótt krakkarnir kynnu enga ís- lensku því námsefnið voru þau júgóslavnesku öll búin með fyrir að minnsta kosti þremur árum. Þau höfðu þess vegna nógan tíma til að aðlagast umhverfinu í ró og næði meðan skólinn var ekki annað en létt upprifjun á hlutum sem þau voru löngu búin með. Afleiðingar þeirrar vanrækslu sem við höfum af einhverjum dularfullum ástæðum sýnt menntakerfi landsins, þær hafa nú verið að koma í Ijós undan- farin ár - ýmsar helstu mennta- stéttir landsins eru orðnar nán- ast að láglaunastörfum, háskól- inn má hafa sig allan við að halda í horfinu hvað gæðastaðla snertir og tekst það varla; hann verður að reiða sig á spilafíkn í fyllibyttum til að borga laun kennara sinna. Og margir best menntuðu og hæfustu menntamenn Iandsins ílend- ast í útlöndum af því þar geta þeir fengið mannsæmandi laun. Við hér á Islandi erum önnum kafin við að djöflast við að byggja álver og nú er meirað segja farið að tala í alvöru um olíuhreinsunarstöð í Skagafirði. Happdrættisvinningar Það fordæmi sem Kári Stefáns- son og Islensk erfðagreining hafa sýnt sanna okkur á hinn bóginn að það er fleira matur en feitt kjet, en við skulum samt ekki nota tækifærið og telja okk- ur trú um að bara af því sú starfsemi sem hann stundar hentar sérstaklega vel á Islandi og þess vegna hafi hann komið heim, þá þýði það að hér sé nú allt í þessu fína. A öllum mögu- legum sviðum mennta, vísinda og tækni liggja tækifærin í fram- tíðinni og við getum ekki treyst á marga happdrættisvinninga eins og Islenska erfðagreiningu án þess að hér verði til frambúð- ar gert skurk í menntamálum þjóðarinnar og hugmyndaríkum fræðimönnum á öllum sviðum sköpuð mannsæmandi skilyrði til að láta eitthvað verða úr sér og til að framkvæma hugmynd- irnar hér á landi. Það þarf ekki endilega að djöflast við að grafa holu og steypa eitthvað til að ná árangri, það getur verið nóg að hafa tveggja metra breitt skrif- borð, elns og einn starfsmaður Islenskrar erfðagreiningar komst að orði í Morgunblaðinu í gær. Og ef við berum gæfu til að draga réttar ályktanir af vel- gengni Kára Stefánssonar þá þurfum við kannski ekki í frajn- tíðinni að niðurlægja ojtkur þannig að við komum betlandi á alþjóðlegar ráðstefnur, berjandi okkur á brjóst og grátbiðjum urh undanþágu frá alþjóðasamning- um svo við getum mengað svo- lítið meira með nýju álverunum okkar, og í leiðinni eyðilagt fleiri sjóndeildarhringi með há- spennulínum. RykfaHnir karlar Hitt er svo einna skemmtilegast við uppátæki Kára Stefánssonar með Islenskri erfðagreiningu að þar skuli nú búið að stofna sér- staka ættfræðideild til að rekja hin hvikulu gen fram og til baka og þó nokkrir ættfræðingar komnir þar til starfa á því há- tæknisviði sem erfðagreining er; ættfræðingar hafa um skeið ver- ið taldir hálfgerðir kverúlantar, rykfallnir skrýtnir kallar sem gaman er að eiga að þegar rekja þarf ættir okkar til höbbðingja en í alla staði ópraktískir, enda þurfa þeir ekkert að grafa holu til að sinna sínu starfi. Nú er réttast að ég flýti mér að taka fram að ég hef síður en svo nokkuð á móti þeim mönnum sem grafa holur, ég ber fulla og djúpa virðingu fyrir mönnum sem grafa holur, en það er bara ekki oní holu sem framtíð okkar liggur. Þegar slíkir menn sem ættfræðingar eru orðnir vopn í búri nýjustu tækni og vísinda þarf ekki lengur að fara í graf- götur með að víst verður bókvit- ið í askana látið. Pistill Illuga var fluttur í morgunútvarpi Rúsar 2 í gærmorgun. Ýmsarhelstu mennta- stéttir landsins eru orðnarnánast að lág- launastörfum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.