Dagur - 06.02.1998, Qupperneq 5

Dagur - 06.02.1998, Qupperneq 5
FÖ STUDAGUR 6.FEBRÚAR 1998 - 21 LÍFIÐ í LANDINU Frá æfingu á óperunni Ástardrykknum. LEIKHÚS KVIKMYNDIR TÓNLIST SKEMMTANIR Operan, ástinog Diddú Óperan Ástardrykkurinn erfjörleg og skemmtileg ástarsaga. BergþórPálsson ferá kostum í hlutverki Dulcamara og Sigrún Hjálmtýsdóttir er hin glæsilega Adina. Operan Astardrykkurinn eftir Donizetti er komin í ný- stárlegan búning, stílfærð og látin gerast á sjöunda ára- tug þessarar aldar. Frumsýningargestir Islensku óper- unnar sjá hana í kvöld, en fyrst var hún sýnd í Mílanó árið 1832 - og hefur áreiðanlega litið öðruvísi út þá en nú. Sýningin er mjög viðamikil, sungið er á ítölsku en ís- lenskur texti á textaskjá jafnóðum og sungið er. „Leikstjórinn er danskur og heitir Kasper Holten,“ seg- ir Margrét Bóasdóttir hjá Islensku óperunni. „Hann er mjög ungur, aðeins 24 ára gamall og það sést m.a. á því að sviðsetningin er nýstárleg og leikurinn er tímasettur á sjöunda áratugnum - „in the sixties" eins og slett er. Hann setur hlutverk Dulcmaros í ákaflega kátlegan búning og getur Bergþór farið á kostum í hlutverkinu vegna þessa. Svo rná ekki gleyma hinum unga og glæsi- lega ítalska tenór, sem er rós í hnappagatið, með ákaf- lega fallega ítalska rödd. Það er gaman lý'rír alla, bæði söngvara og aðra að hlusta á hann.“ Ást til sölu Operufræðingar hafa sagt að þessi ópera sé í efsta klassa vegna þess hve gott jafnvægi er í henni af húmor og góðri dramatík. Með hinum fallegu og grípandi laglínum verður blandan svo nánast ómótstæðileg. „Sagan er stórskemmtileg," segir Margrét. „Þetta er ástarsaga, þar sem kemur \ið sögu fátækur listmálari, sem elskar hina glæsilegu Adinu, en hann fær keppinaut þegar Belcore Iiðsforingi kemur til bæjarins með Iúðra- þeyturum sínum. Sölumaðurinn Dulcamara hefur undrameðal, ástardrykk á boðstólum, sem hann selur listmálaranum til að auðvelda honum að ná ástum Ad- inu. Leikurinn fer svo auðvitað vel að lokum, allir sigra á einn eða annan veg.“ I aðalhlutverkum eru þau Sigrún Hjálmtýsdóttir, Ro- berto Juliano/Björn Jónsson, Bergþór Pálsson, Loftur Erlingsson og Hrafnhildur Björnsdóttir. Stjórnandi kórs og hljómsveitar er Robin Stapleton. HELGIN FRAMUNDAN HVAÐ ER I BOÐI? fslenski dans- flokkur- inní Borgar- leiknús- inu Verkiö „Tvístígandi sinnaskipti“ var samið áriö 1986 fyrir ísienska dansflokkinn og fékk menningarverðiaun DV. Nú hefur það verið tekið til sýningar að nýju i endurbættri útgáfu. Á Iaugardag frumsýnir íslenski dansflokkurínn þijú verk í Borgarleikhúsinu, tvö eru eftir Ed Wubbe og eitt eftir Richard Werlock. „Dansflokkurinn á 25 ára afmæli á þessi ári og þessi sýning er upphaf á afmælisdagskránni," segir Katrín Hall, Iistdanstjóri Islenska dansflokksins. „Þetta er mjög skemmtileg sýning, verkin þrjú eru misjöfn og spanna allt frá klassík yfir í leikhúsverk og allt þar á milli.“ Verkið „Tvístígandi sinnaskipti" var samið af Ed Wubbe árið 1986, fyrir Islenska dansflokkinn og fékk hann menningarverðlaun DV fyrir það. Verkið hefur síðan verið sýnt í endurunninni útgáfu víða í Evrópu og er hér í þeirri útgáfu. „Við sýnum líka „Otlagann" etir Wubbe, en það er eitt þekktasta verk hans,“ segir Katrín. „Ennfremur verldð „Curver“ sem er eftir Richard Werlock sem var útnefndur efnilegasti danshöfundur ársins árin 1982 og 1984 af tveimur þýskum tímaritum." Sýningar verða fáar, aðeins sjö talsins, en það er vegna ferðar Dansflokksins til Riga og Vilnius á næstunni. Feitir meim í pilsum Á miðvikudagskvöid var frum- sýnt leikritið „Feitir menn í pils- um“ í Borgarleikhúsinu. Leikrit- ið er eftir Nicky Silver sem er bandarískur leikritahöfundur af gyðingaættum. Höfundur varð þess snemma áskynja að hann var neðarlega í goggunarröðinni, of feitur, samkynhneigður og þar að auki gyðingur. Hann varð snemma hrifinn af leikhúsum og hafa verk hans slegið í gegn í Bandaríkjunum undanfarin ár. Nicky Silver er ungur, fæddur árið 1960. Hann leggur sérstaka áherslu á fjölskyldutengsl í verk- um sínum og er ekkert að eltast við að gera persónurnar sérlega viðfelldnar. Hann var fyrstur manna til að gera leikrit, þar sem sjúkdómur- inn AIDS er sýndur í gaman- verki og var það frumsýnt árið 1994. Leikritið „Feitir menn í pilsum" fjallar um mæðgin sem lenda í flugslysi og hafna ein á eyðieyju. Þau verða að halda lífi og til þess grípa þau til aðgerða sem þykja heldur ógeðfelldar. Leikritið „Feitir menn i pilsum" er áhrifa- mikið verk sem gefur innsýn íþað hvern- ig hörð lífsbarátta við fjandsamlegar að- stæður getur breytt mönnum. Þegar þeim er svo bjargað, hefur drengurinn breyst í nokkurs konar ófreskju af völdum lífsbar- áttunnar sem þau hafa orðið að heyja ein. Leikendur eru þar. Eggert Þorleifsson, Halklóra Geirharðsdóttir, Hanna Marí. Karlsdóttir og Jóhann C. Jó- hannsson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.