Dagur - 07.02.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 07.02.1998, Blaðsíða 8
8- LAUGARDAGUK 7. FEBRÚAR 1998 Thypr X>gfu- FRÉTTASKÝRING Tekist á um auölintlir SIGUR DÓR SIGURDÓRS SON SKRIFAR Nú er komið að auð- lindum í og á jörðu. Þar er um að ræða jarðhita, vatusfoll og öunur verðmæti svo sem námur hverskon- ar og aunað slikt. Sig- hvatur Björgvinsson segir að þetta mál sé jafn stórt mál fyrir ís- lensku þjóðina og stjóm fiskveiða og lögin þar uin em. Segja má að umræðurnar á Al- þingi um eignarhald og nýtingu á auðlindum í og á jörðu, sem þram fóru á fimmtudag, endurspegli þær deilur sem verið hafa uppi um kvótakerfið í sjávarútvegi, veiðileyfagjaldið og hverjir eigi fiskistofnana við Island. Allir þekkja 1. grein laganna um stjórn fiskveiða. Þar segir að fiskistofn- anir séu sameign þjóðarinnar. Síðan kemur kvótinn sem færir útgerðarmönnum frían aðgang að veiðunum og þjóðin fær ekkert fyrir sinn snúð. Ahugamenn um að tekið verði upp veiðileyfagjald eru margir og svo virtist sem fleiri og fleir séu að snúast á þeirra sveif. Og nú er komið að auðlindum í og á jörðu. Þar er um að ræða jarðhita, vatnsföll og önnur verð- mæti svo sem námur hversko'nar og annað slíkt. Sighvatur Björg- vinsson segir að þetta mál sé jafn stórt fyrir íslensku þjóðina og stjórn fiskveiða og lögin þar um eru. Pétur H. Blöndal aiþingis- maður segir að með þessum frumvörpum sé verið að frarn- kvæma mesta eignarnám og þjóð- nýtingu Islandssögunnar. Fyrir Alþingi liggja átta frumvörp sem tengjast þessu með einum eða öðrum hætti. Sæmileg sátt l)m frumvarp forsætisráðherra um þjóðlendur virðist ríkja sæmi- leg sátt meðal alþingismanna. I því frumvarpi er verið að skil- greina hvað er eignaland, þjóð- lenda og afrétti. Þjóðlenda er landsvæði utan eignalanda, þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarrétt- indi. Ríkið er eigandi þess lands sem fellur undir þjóðlendur. Af- réttur er landsvæði utan byggðar sem að staðaldri hefur verið not- að til sumarbeitar fyrir sauðfé. Og til að skera úr um hvað sé þjóðlenda skal skiðpuð óbyggða- nefd og skipi hana lögfræðingar. Um þetta frumvarp er sæmileg sátt á Alþingi. En lengra nær samkomulagið um hálendið og auðæfi þess ekki. I frumvarjji Páls Péturssonar félagsmálaráðherra um sveitar- stjórnarlög er gert ráð fyrir því að sveitarfélögin fari með stjórnun- arvald á hálendinu. Þar er um að ræða að 40 sveitarfélög, með 4% íbúa þjóðarinnar, fari með stjórn hálendisins. Um þetta er miklar deilur á þingi. Meira að segja samflokksmenn Páls, eins og Siv Friðleifsdóttir, Hjálmar Arnason og Ólafur Örn Haraldsson sætta sig ekki við þetta. Gera má ráð fyrir að þessu atriði í frumvarpi til sveitarstjórnarlaga verði breytt. Pétur H. Blöndal al- þingismaður segir að með þessnm frum- vörpum sé verið að framkvæma mesta eignamám og þjóðnýt- ingu íslandssöguimar. Átaka niálin Þá er komið að stjórnarfrumvarp- inu um eignarhald og nýtingu á auðlindum í jörðu, frumvarpi krata, Kvennalista og Kristínar Astgeirsdóttur um eignarhald á virkjunarrétti vatnsfalla, og gjald fyrir nýtingu og frumvarpi Hjör- leifs Guttormssonar sama eðlis og þessi tvö, þar sem gert er ráð fyrir að þjóðin eigi allan jarðhita undir 100 m. dýpi sem og vatns- föll í landinu. Einmitt þarna er komið að átakapunktinum í þessum mál- um. Ríkisstjórnin vill að landeig- endur eigi allar auðlindir sem í landi þeirra finnast, hverju nafni sem þær nefnast og komi gjald fyrir til þeirra ef ríkið eða aðrir aðilar ætla að nýta þær. I frumvarpi krata og Kvenna- lista og Kristínar Ástgeitsdóttur er gert ráð fyrir að tekið verði gjald (auðlindagjald) fyrir afnot af auðlindum sem er sameign þjóð- arinnar. I frumvarpi Hjörleifs Gutt- ormssonar um sama efni er lagt til að allur jarðhiti sé sameign þjóðarinnar undir 100 m dýpi, hvar sem hann finnst. Sömuleið- is séu öll vatnsföll sameign þjóð- arinnar. Mesta eignatilfærsla íslandssögunnar Sighvatur Björgvinsson segir að þegar ákveðið verður hvað sé einkaland og hvað þjóðlendur fari fram mesta eignatilfærsla Is- landssögunnar. Hann ræddi um öll frumvörpin sem fyrir liggja og snerta þetta mál. Hann gagn- rýndi frumvarp ríkisstjórnarinnar nokkuð og sagði það ekki nægi- lega vel ígrundað. Hann sagði málið svo stórt að hann legði til að skipuð yrði sér- stök þingnefnd sem tæki þessi mál til sérstakrar skoðunar, færi yfir öll frumvörpin og afgreiddi þau. Annars myndu fjórar þing- nefndir þurfa að taka þessi mál til afgreiðslu. Hann benti á að eignaskipting lands á hálendinu hefði verið til umræðu innan Al- þingis með einum eða öðrum hætti frá árinu 1919 að hrossa- málið svokallaða kom upp. Það snerist um beit hrossa á afrétti. Til miðju jarðar Ragnar Arnalds, flytur frumvarp til stjórnarskrárbreytinga um sama efni og er í frumvarpi Hjör- leifs Guttormssonar. Hann sagði að það vera sína skoðun að land- eigandi eigi að eiga jarðhita og aðrar auðlindir í jörðu niður á 100 m dýpi. Auðlindir sem væru þar undir ættu að vera almenn- Út í hött að ætla að gefa landeigendum yfjrráðrétt yfir land- inu alveg niður til miðju jarðar. ingseign. Þetta þyrfti að lögfesta í stjórnarskrá. Hann sagði það út í hött að ætla að gefa landeigend- um yfirráðrétt yfir landinu alveg niður til miðju jarðar. Hann benti á að hann hefði fyrst flutt frum- varp um þetta mál árið 1965. Margir hefðu síðar flutt frumvörp um málið en þau hefðu ekki hlot- ið afgreiðslu. Guðný Guðbjörnsdóttir sagði að gjaldtalvan, sem gert er ráð fyrir í frumvarp karta, Kvenna- lista og Kristínar Astgeirsdóttur væri alveg sama eðlis og gjald- taka í sjávarútvegi, veiði- leyfagjaldið. Hún benti réttilega á að þrjú aðal frumvörpin um málið endurspegluðu grundvallar ágreining í hálendismálinu, það hvernig lara eigi með afrakstur- inn af auðlindum landsins. Hún sagði að um það væri fyrst og fremst tekist á. Yflrklór Siv Friðleifsdóttir hefur áður gagnrýnt frumvarp félagsmála- ráðherra um sveitarstjórnarlög og ákvæðin um hálendið í því. Hún styður það ekki. Hún endurtók þessa gagnrýni sína sl. fimmtu- dag og tók fram að hún hefði fyr- irvara lfka á ýmsu í frumvarpi rík- isstjórnarinnar, sem flokksbróðir hennar Finnur Ingólfsson iðnað- arráðherra flytur. Hjörleifur Guttormsson gagn- rýndi bæði frumvarp fjórtán- menninganna og frumvarp rílds- stjórnarinnar eins og fram kom í viðtali við hann í Degi á fimmtu- daginn. Hann sagði frumvarp fjórtánmenninganna vera yfirklór krata vega EES-samningsins, sem þeir hefðu barið í gegn á sínum tíma. Þeir væru að reyna að bjar- ga því að útlendingar gætu ekki eignast þær auðlindir í jörðu sem þeir sæktust eftir. Siv Friðleifsdóttir tók fram að hún hefði fyr- irvara líka á ýmsu í frumvarpi ríkisstjóm- arinnar, sem flokks- hróðir hennar Finiiur Ingólfsson iðnaðar- ráðherra flytiir. Mesta ríMsvæding frá siðbót Pétur H. Blöndal hélt mikla eld- messu yfir þingheimi þegar þjóð- lendufrumvarpið var til umræðu. Hann kallaði það mestu rfkisvæð- ingu frá siðhót. Verið væri að færa 40% af Iandinu til ríkisins. Land sem enginn átti væri nú allt í einu komið í eigu ríkisins. Hann sagði að hraða ætti einkavæðingu hvar sem því yrði komið við til mótvæg- is við þessa ríkisvæðingu. Pétur sagðist hins vegar ekki vita skárri Ieið til lausnar þessu máli en þjóðlendufrumvaqúð og því myndi hann styðja það. Hann sagði að ekki væri sama þjóð og ríki og því ætti að kalla þetta ríkislendur. Hver á Surtsey? Olafur Þ. Þórðarson, sem nú situr á þingi í forföllum Gunnlaugs Sig- mundssonar, benti mönnum á að margt af því sem í þjóðlendufrum- varpinu er að finna væri í Grágás, þeirri gömlu lögbók, og hefði aldrei verið tekið úr lögum. Þar stæði að öllum væri heimilt að ferðast um af- rétti og öræfi, veiða sér þar til mat- ar og beita hestum sínum. Hann benti líka að inn í þjóðlendufrum- varpið vantaði eyjar. Hann spurði, hver á Surtsey eða hver á Kolbeins- ey? Eignahald á eyjum þyrfti að komast þarna inn. Eins og af þessu má sjá er hér um að ræða málefni sem skiptir þjóðina miklu máli. Þjóðlendufrumvarpið mun eflaust renna í gegn, eins og sagt er. Hins vegar er enginn vafi á því að mikil átök munu eiga sér stað um hin frumvörpin. HÁSKÓLINN A AKUREYRI LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 - 9 Gáfu lyftu Kiwanismenn f Borgarnesi gáfu á dögunum lyftu í sundlaugina í bænum. Hún gerir fötluðu og hreyfihömluðu fólki auð- veldara að komast í sund- laugina. A myndinni er Ingimundur Ingimundar- son forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Borgar- Úr sundlauginni í Borgarnesi. ness að hífa Ragnar Ol- - mynd: jún guðmundsson. geirsson, formann Félags eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni, úr sundlauginni. Níu skip HB&Co við bryggiu I'1:;. , .----------------- Níu skip I Tvö af niu skipum HB&Co á Akranesi sem liggja bundin við bryggju. - mynd: ohr um jól og áramót. Það er verið að vinna höldum við áfram að greiða laun,“ segir hann. skip frá Haraldi Böðv- arssyni hf. liggja bundin við bryggju á meðan á verkfalli sjómanna stend- ur. Vinnsla er í gangi út þessa viku á meðal lokið var við það sem togararnir komu með að landi. Stur- laugur Sturlaugsson að- stoðarframkvæmdastjóri vonast til að starfsfólk þurfi ekki að hópast í at- vinnuleysisskráningu, „þetta verði í þeim takti sem það hefur verið í kring þeim málum. Eins og er Sextán keraiarar veikir Sextán af rúmlega fimmtíu kennurum við Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi voru frá kennslu vegna veikinda á dögunum. „Þetta var mjög slæmt í tvo daga, sérstaklega. Eg er búinn að vera hérna lengi og ég man ekki eftir svona mörgum í einu fyrr,“ segir Hörður Helgason aðstoðarskólameistari. Framsóknarflokkurinn Norður Þingeyjarsýsla - Húsavík Almennir stjórnmálafundir verða haldnir sem hér segir: Hótel Norðurljós, Raufarhöfn, þriðjudaginn 10. feb. kl. 17 Félagsheimilið Þórsver, Þórshöfn, þriðjudaginn 10. feb. kl. 21 Kaffistofa Fjallalambs, Kópaskeri, miðvikudaginn 11. feb. kl. 12 Félagsheimili Húsavíkur (2. hæð), miðvikudaginn 11. feb. kl. 17 Sérstakur gestur fundanna verður Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Guðmundur Bjarnason landbúnaðar- og umhverfisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður verða einnig á fundunum. Allir velkomnir F ramsóknarflokkurinn Barnaverndarstofa Fósturforeldrar óskast Barnaverndarstofa óskar eftir að komast í samband við fólk sem hefur áhuga á að taka að sér börn í fóstur, bæði til skemmri og lengri tíma. Um er að ræða börn sem af ein- hverjum ástæðum geta ekki verið hjá fjölskyldu sinni. Verið er að leita að fólki sem getur hugsað sér að ganga þessum börnum í foreldra stað og að leggja heilmikið á sig til þess að það geti gengið. Sérstaklega er verið að leita að fólki sem er tilbúið að taka að sér stálpuð börn. Flest barnanna eiga við einhverja erfiðleika að stríða sem vinna þarf með. Um er að ræða krefjandi og gefandi verkefni. Upplýsingar veitir Hildur Sveinsdóttir, Barnaverndarstofu í síma 552 4100. Þorrablót Þorrablót í Saurbæjarhreppi hinum forna verður haldið í Sólgarði nk. laugardag 14. febrúar. Húsið opnað kl. 19.45 og borðhald hefst stundvíslega kl. 20.30. Dúettinn Cantabil með þeim Gunnari Tryggvasyni og Herdísi Ármannsdóttur sér um fjörið að loknum skemmtiatriðum og fjöldasöng. Brottfluttir sveitungar boðnir velkomnir. Miðaverð aðeins kr. 2.500. Miðapantanir og upplýsingar í símum 463 1296 og 463 1260. Miðar verða seldir í Sólgarði miðvikudaginn 11. febrúar klukkan 20.30-23.00. Sjáumst hress og kát. Nefndin. Löggildingarnámskeið í fótaaðgerðafræðum Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, í samvinnu við menntamálaráðuneytið og Fjölbrautaskólann við Ármúla, ráðgerir að halda löggildingarnámskeið í fótaaðgerðafraeð- um laugardaginn 14. mars 1998 - föstud. 20. mars 1998. Rétt til að taka þátt í ofannefndu námskeiði eiga þeir sem lokið höfðu námi í fótaaðgerð fyrir gildistöku reglugerðar nr. 184, 17. apríl 1991 útgefinni af heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, um menntun, réttindi og skyldur fótaað- gerðafræðinga, enda hafi þeir eigi áður hlotið starfsleyfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. F>eir sem áhuga hafa og telja sig eiga rétt á að taka þátt í þessu námskeiði láti skrá sig á skrifstofu Fjölbrautaskólans við Ármúla s. 581 4022, fyrir 20. febrúar 1998. Þátttöku- gjald kr. 20.000. Heilbrigðis- og tryggingamáiaráðuneytið. OPIÐ HÚS í Háskólanum á Akureyri að Sólborg laugardaginn 7. febrúar 1998. Deildir háskólans, bókasafn og samstarfs- stofnanir kynna starfsemi sína. 200.000 naglbítar leika í sundlauginni að Sólborg kl. 12, 14 og 16. Ræðukeppni milli framhaldsskóla á Akureyri og í Reykjavík í gagnvirku sjónvarpi kl. 11. Opið hús stendur frá kl. 11 til 17. ALLIR ERU VELKOMNIR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.