Dagur - 07.02.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 07.02.1998, Blaðsíða 10
1 10 -LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 ÞJÓÐMÁL Jámbrautarslys! 0JÁLMAR ARNASON ALÞINCISMAÐUR SKRIFAR Merkileg orð hafa fallið í kjölfar prófkjörs R-listans. I sjálfu sér er ekkert nýtt við að athugasemdir heyrist eftir harða keppni. Kjarni málsins er e.t.v. sá að þátttaka í prófkjörinu var einstaklega góð og hlýtur að auka aðstandendum listans bjartsýni fyrir komandi kosningar. Yfirlýsingar tals- manna krata vekja þó upp hugs- anir. R-listinn er kosningabanda- lag fjögurra stjórnmálaflokka eða hreyfinga. Grundvöllur listans er samkomulag þess efnis að flokk- arnir snúi bökum saman á grundvelli ákveðinna Ieikreglna. Markmiðið er aðeins eitt: Að R- listinn haldi áfram um stjórnar- tauma borgarinnar. Flokkarnir hafa m.ö.o. orðið ásáttir um þetta eina markmið - það er for- senda framboðsins. Þess vegna skjóta skökku við yfirlýsingar talsmanna krata strax við lok prófkjörsins. I raun eru þær svo alvarlegar að jaðrar við óheilindi. Hér skulu nefnd nokkur dæmi. Formaður Alþýðuflokksins, sem og nokkrir málsmetandi kratar, sáu litla ástæðu til að fagna góðri þátttöku í prófkjör- inu né heldur til að lýsa bjartsýni sinni með gengi listans í slagn- um framundan - sem þó er til- efni prófkjörsins. Yfirlýsingar þeirra fjölluðu að mestu leyti um mikilvægi sameiningar A-flokk- anna á landsvísu, jafnt til þings sem sveitarstjórna. Þá Iögðu þeir þunga áherslu á forystuhlutverk krata í því ferli öllu: „Lestin verður ekki stöðvTjð." Skyndilega var sem sameiningarbröltið væri orðið meginatriði en árangur R- listans í sjálfu sér tittlingaskítur. Nú er engin ástæða til að amast „En einmitt vegna þess aö R-listinn er samkomulag um kosningabandalag sem bundlð er við sveitarstjórnarkosningar í borg- inni einni þá er það i raun ósvífni af forystu kratanna að blanda þessu tvennu saman, “ segir Hjálmar m.a. í gre/n sinni og vill ekki blanda saman R-lista og sameiningu jafnaðarmanna. yfir þessari skoðun kratanna enda rembast þeir sem rjúpa við staur með draum sinn að vopni. Það sem vekur furðu og um- hugsun eru skilaboðin til sam- starfsaðila. Verið með á miðjimni Framsóknarflokkurinn er einn samstarfsaðila - reyndar næst stærstur á eftir Alþýðubandalagi samkvæmt prófkjörinu. Fram- sókn er ekki þátttakandi í brölti kratanna á landsvísu enda sldl- greinir flokkurinn sig á miðju ís- lenskra stjórnmála. Vert er að benda á þá staðreynd að íslensk pólitík er á fleygiferð inn á miðj- una - einmitt þar sem Framsókn stendur. Hins vegar hefur flokk- urinn hvorki óskað eftir né verið boðið að taka þátt í bræðingn- um. Við bendum hins vegar kjós- endum á að gott svigrúm er inn- an Framsóknarflokksins fyrir frjálslynt fólk sem vill starfa í pólitík. En einmitt vegna þess að R-listinn er samkomulag um kosningabandalag sem bundið er við sveitarstjórnarkosningar í borginni einni þá er það í raun ósvífni af forystu kratanna að blanda þessu tvennu saman. Mér finnst það ekki vera heilla- vænleg byrjun á kosningabaráttu R-Iistans. Þetta framferði felur nefnilega í sér þá hættu að skapa tortryggni sem hlýtur að draga mátt úr þeirri einlægni sem nauðsynleg er í samstarfi margra aðila. Stóri-Kroppur Annað merkilegt atriði kom fram í yfirlýsingastraumi krata þessa sömu helgi. Nefnilega það að þeir hefðu með prófkjörinu sýnt að kratar v'æru hið leiðandi afl í bræðingi A-flokka. Ekki ætla ég að blanda mér í þá keppni. En tvennt vekur þó athygli í þessum þætti yfirlýsinganna. Annars veg- ar skilaboðin til allaballa - við leiðum og þið komið á eftir. Sannarlega ekki traustvekjandi grunnur til bræðings og vekur upp þá spurningu hvort tilgang- ur krata sé í raun að bræða sam- an flokka eða sprengja. Alltént er ekki mikill hljómur trausts og al- úðar í þessum þætti. Þá vekur ekki síður athygli hvaða skeyti hinir gömlu og dyggu eðalkratar fá frá formanni sínum og öðrum úr forystunni. Gömlu kratarnir hlutu vissulega heldur dapra útreið í prófkjör- inp. Forystan sá hins vegar enga ástæðu til að minnast á sína gömlu félaga, sem orðið höfðu undir sameiningarlest Sighvats, hvorki til skýringa eða hug- hreystinga. Fleiri dæmi mætti nefna en ég læt hér staðar numið. Eftir stendur í mínum huga að í póli- tík sem annars staðar þar sem fólk starfar saman er grundvall- aratriði að vera heiðarlegur og trúr því sámstarfi sem myndar hóp eða fylkingu. Sáttagjörð byggir á tilslökun allra aðila en svo fæst niðurstaða. Spurningin snýst um að vera þeirri niður- stöðu trúr. Mér finnst kratar hafa gert sig seka um pínulítið framhjáhald við R-listann og grundvöll hans. Það veldur mér áhyggjum. Framferði krata í bræðingnum minnir helst á tvo félaga. Annar er hrumur og veiklulegur eftir óheilsusamlegt líferni meðan hinn er öllu betur á sig kominn líkamlega. Sá hrumi býður þeim hressa að þeir sameinist í einum kroppi. „Eg fæ lifur, Iungu og hjartað úr þér en svo skulum við saman lifa góðu lífi.“ Atkvæ d agrei ð sl umark - ómark ÞORSTEINN H. GUNNARSSON BÚFRÆÐIKANDIDAT SKRIFAR Framkvæmdastjóri Bændasam- taka Islands Sigurgeir, vinur minn fjallar um afgreiðslu bú- vörusamnings í Degi 4. febrúar. Viðbrögð hans koma ekki á óvart og skal ég lána púður ef hann skortir. Málið snýst ekki um hvort svínabændur eigi að ákveða kjör kúabænda. Málið fjallar um samningsumboð, at- kvæðagreiðslu og framsal á.lög- vörðum samningsrétti Bænda- samtaka Islands. Það er öllum frjálst að fram- leiða svínakjöt. Kúabændur hafa aftur á móti ríkisstyrkta einok- unaraðstöðu á hrámjólkurfram- leiðslu í skjóli ríkisverndar. Það er ekki sjálfgefið að svínabændur eða aðrír félagsmenn í bænda- samtökunum séu reiðubúnir að afhenda einum markhóp í bændastétt samningsréttinn. Kúabændur selja nautgripaaf- urðir inn á kjötmarkað, það hef- ur áhrif á kjör svínabænda. Landbúnaðarráðherra getur lögum samkvæmt viðurkennt einstök landssamtök framleið-. enda búvara, að fengnu sam- þykki Bændasamtaka Islands. Með einhverjum skýrum hætti verður slík samþykkt að verða til og Iiggja fyrir. Ekkert slíkt mál hefur verið lagt fram til sam- þykktar eða synjunar f hreppa- búnaðarfélögum Iandsins sem eru hornsteinar að opnu lýðræð- islegu félagskerfis bænda. Þar og einungis þar liggur hið lögvernd- aða samningsumboð og réttur. Hann verður ekki frá bændun- um skilinn nema með þeirra samþykki. A sínum tíma var kvótakerfið vandræða fyrirkomu- lag sem bændur urðu að sætta sig við í erfiðri stöðu. Nú eru nýir tímar og bændaforystan verður að svara kalli tímans. Um alllangt skeið höfum við nokkrir bændur haldið því fram að kvótakerfi í Iandbúnaði stang- aðist á við stjórnarskrá. Þessi skoðun okkar hefur styrkst við útkomu bókar Sigurðar Líndals Iagaprófessors, sem heitir Stjórnkerfi búvöruframleiðsl- unnar og stjórnskipan Islands. Hagsmunir af mjólkurfram- leiðslu varða fleiri en þá sem nú ganga reglulega til mjalta. Riðu- bóndi sem búinn er að tví- eða þrískera fjárstofn sinn getur haft hagsmuna að gæta. Ungir bænd- ur og jarðeigendur sem eru lagn- ir við kýr gætu haft hagsmuni að verja. Landsmönnum ber að deila kjörum f þessu landi. Sú aðferð sem uppi er nú um atkvæðagreiðslu um málefni bænda er að mínu mati ekki í samræmi við samþykktir Bænda- samtakanna. Það er ólýðræðis- legt að þurfa að eiga kvóta til að geta greitt atkvæði um eigin fé- lagsréttindi og hafa áhrif á gang mála. Stjórnmálafræðingar mundu væntanlega kalla slíkt kerfi lénsveldi. Slíkt kosningafyT- irkomulag var uppi hér á Iandi um 1843 en þá urðu bændur að eiga 10 hundraða jörð og leigu- liðar að hafa á Ieigu 20 hund- raða jörð til að hafa atkvæðisrétt. Kjarni málsins er þessi: Það er búið að ryðja bændastéttina nægjanlega svo óhætt er að hafa atkvæðagreiðslu í hluta stéttar- innar. Samningurinn verður samþykktur og verður talinn merki- um mikla samstöðu og ánægju í bændastétt. Atkvæða- greiðslan er ólýðræðisleg og ósamboðin jafn ágætum samtök- um og Bændasamtökum íslands „Atkvæðagreiðslan er ólýðræðisleg og ósamboðin jafn ágætum samtökum og Bændasamtökum íslands, “ segir gre/narhöfundur. Myndin sýn/r aðsetur samtakanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.