Dagur - 07.02.1998, Blaðsíða 11
LAUGARDAGVR 7. FEBRÚAR 1998 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Þrautin þyngri að
losna við Saddam
HEIMURINN
frakar lýsa studningi við forseta sinn. Margir Bandaríkjamenn sjá enga aöra iausn
en að steypa honum afstóli.
Þær raddir í Banda-
ríkjununt hafa orðið
sífellt háværari uud-
anfarið sem vilja fara
„einföldu“ leiðina og
koma Saddam
Ifussein frá völdum.
Fjölmargir helstu þingmenn í
Bandaríkjunum eru með hávær-
ar kröfur um að það engin önnur
lausn sé á deilunni við Irak en að
steypa Saddam Hussein af stóli,
og jafnt hægri- sem vinstrisinn-
aðir pistlahöfundar í fjölmiðlun-
um taka í sama streng.
Skoðanakannanir sýna auk
þess að almenningur í Banda-
ríkjunum er á sama máli - nærri
80% vilja að Bandaríkin geri árás
á Irak, ekki bara til þess að neyða
Saddam Hussein til að fara að
kröfum Sameinuðu þjóðanna
um vopnaeftirlit heldur með það
markmið beinlínis að leiðarljósi
að koma honum frá völdum.
Stærsta hindrunin í vegi fyrir
því að Bandaríkin haldi í stríð til
þess beinlínis að steypa Saddam
af stóli er að umboð Sameinuðu
þjóðanna skortir. „Sameinuðu
þjóðirnar hafa ekki veitt okkur
heimild til þess,“ sagði Clinton á
fimmtudaginn.
Það sem er bannað
Frá því Irak réðst inn í Kúveit
árið 1990 hafa Bandaríkin og
bandamenn þeirra ásamt stjórn-
arandstöðunni í írak skoðað
fimm ólíkar aðferðir til þess að
Iosna við Saddam Hussein - og
reynt sumar þeirra.
En allar eru þær miklum vand-
kvæðum bundnar:
Fyrsti möguleikinn væri hrein-
Iega að ráða hann af dögum. En
það væri greinilega brot á Iögum
sem Gerald Ford, þáverandi for-
seti Bandaríkjanna, setti árið
1976. Þar segir: „Enginn sem
starfar fyrir eða í umboði rfkis-
stjórnar Bandaríkjanna skal taka
þátt í, eða undirbúa þátttöku í,
launmorði." Þetta stutta og skýra
ákvæði var sett eftir að fram kom
í skýrslu frá CIA að fj'órir banda-
rískir forsetar, Eisenhower,
Kennedy, Johnson og Nixon, hafi
átt hlut að máli í valdaránum eða
samsærum gegn átta erlendum
þjóðhöfðingjum. Embættismenn
við bandaríska þingið viðruðu á
fimmtudag hugmyndir um að
breyta þessu ákvæði. En jafnvel
andstæðingar Husseins í írak -
sem ekki eru bundnir af neinum
ákvæðum af þessu tagi - hafa
ekki átt neitt auðveldara með að
koma honum fyrir kattarnef
þrátt fyrir að hafa gert íjölmarg-
ar tilraunir til þess.
Hvað með leyniþjónustuna?
Annar möguleiki væri innrás í
Irak. Þetta væri dýrkeyptasti
kosturinn sem Bandaríkjunum
stæði til boða - bæði í mannslíf-
um og fjármunum. Ef koma ætti
Hussein frá völdum með her-
valdi þá þyrfti hundruð þúsunda
hermanna á jörðu niðri ásamt
þvílíkum flugafla að viðbúnaður-
inn í Flóabardagunum árið 1991
myndi blikna í samanburðinum.
Og sennilega myndu Bandaríkin
mæta ein til leiks að þessu sinni,
og myndu að öllum líkindum
lækka verulega í áliti hjá flestum
ríkjum heims.
Þriðji möguleikinn væri að
beita leyniþjónustunni, CIA.
Þetta væri sennilega álitlegasti
kosturinn, en afar tvísýnt um ár-
angur. Stærstu verkefni CIA frá
því í Afganistanstríðinu voru ein-
mitt aðgerðir í Irak. Um sex ára
skeið var tugmilljónum dollara
dælt á hverju einasta ári til
bandalags Kúrda og Múslima í
norðurhluta landsins. Markmið
þeirra var að grafa undan og
helst kollvarpa stjórn Husseins.
Sömuleiðis var CIA með stóra
bækistöð í Norður-írak, og stud-
di dyggilega áform manna innan
sérsveita Husseins um að steypa
honum af stóli eins og upplýst
var 1996. Eini árangurinn af
þeim áformum var lítil sprengja
sem sprakk í einni af forsetahöll-
unum - nokkrum mínútum eftir
að Hussein fór þaðan.
Kærður fyrir stríðsglæpi?
Fjórði möguleikinn væri að and-
stæðingar Hussein í Irak gerðu
uppreisn. Sá kostur kæmi
Bandaríkjamönnum tvímæla-
laust best. Nokkrum dögum eftir
að Flóabardaga lauk gerðu Kúrd-
ar í norðurhluta landsins og Sjít-
ar í suðurhlutanum uppreisn
samtímis. Irakar brutu uppreisn-
ina á bak aftur með flugflota sín-
um, en Bandamenn gerðu ekkert
til þess að koma í veg fyrir það,
ekki síst af ótta við klofning
Iandsins í þrennt sem gæti haft
ófyrirsjáanlegar afleiðingar um
allan þennan heimshluta.
Fimmti möguleikinn væri svo
að kæra Hussein fyrir stríðs-
glæpi, en sá möguleiki er afar
langsóttur. Bandaríska hermála-
ráðuneytið hóf í kjölfar Flóabar-
daga að safna sönnunargögnum
um allt frá einstökum mannrétt-
indabrotum til brota á alþjóða-
samningum, ef til þess kæmi að
kært yrði fyrir stríðsglæpi. Gífur-
Iegs magns af skýrslum, viðtöl-
um og öðrum sönnunargögnun-
um var aflað, en ríkisstjórn Bush
taldi málsókn samt ekki raun-
hæfa og lagði málið í salt. Þótt
hugsanlega væri hægt að nota
þessi skjöl til þess að ná taki á
Hussein þá yrði sennilega enn
erfiðara að reka málið nú, þegar
nærri átta ár eru liðin.
Saddam yrði dýrkeyptari
en Noriega
Bandarískir þingmenn viður-
kenndu á fimmtudag hvílíkum
erfiðleikum það væri bundið að
steypa Hussein af stóli. Allar til-
raunir til að koma honum frá
yrðu miklu erfiðari en innrásin í
Panama árið 1989 þegar Manuel
Noriega, forseti landsins, var
handtekinn og færður til Banda-
ríkjanna.
Sú aðgerð tók Ijóra daga, en
það þurfti 24 þúsund bandaríska
hermenn til þess að framkvæma
hana og hún kostaði 4.000
óbreytta borgara í Panama lífið
(þótt bandarísk stjórnvöld segi
fjöldann hafa verið 500), og
rúmlega 20 bandaríska hermenn
sömuleiðis.
— Los Angeles Times
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Mánudaginn 9. febrúar 1998
kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarn-
ir Oddur H. Halldórsson og
Sigurður J. Sigurðsson til við-
tals á skrifstofu bæjarstjóra að
Geislagötu 9, 2. hæð.
Bæjarfulltrúarnir munu svara
símaviðtölum eftir því sem að-
stæður leyfa.
Síminn er 462 1000.
Jarðskjálfti varð 4.000 manns að
rjortjom
AFGANISTAN - Mikill jarðskjálfti varð í vikunni í norðurhluta
Afganistans, og mældist hann 6,1 stig á Richterkvarða. Talið er að
a.m.k. 4 þúsund manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum, og að
minnsta kosti 1 5 þúsund manns hafi misst heimili sitt. Mestur skað-
inn varð í borg sem heitir Rostak og er nálægt landamærunum að
Tadsjíkistan, en borgarastyrjöldin í landinu gerir erfitt um vik að
komast þangað.
Menntamálaráðuneytið
Styrkveiting úr Próunar-
sjóði leikskóla 1998
Auglýst er eftir umsóknum í
Þróunarsjóð leikskóla.
Tilgangur sjóðsins er að stuðla að þróunarverkefnum í leik-
skólum. Með þróunarverkefnum er átt við nýjungar, tilraun-
ir og nýbreytni í uppeldisstarfi. Um styrk geta sótt sveitar-
stjórnir / leikskólastjórar / leikskólakennarar. Sækja má um
styrk til nýrra verkefna og verkefna sem þegar eru hafin.
Umsókn skal fylgja umsögn viðkomandi rekstraraðila leik-
skóla.
Styrkumsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu fyrir
15. mars næstkomandi á þar til gerðum eyðublöðum sem
liggja frammi í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölv-
hólsgötu 4, 150 Reykjavík.
Umsóknareyðublaðið er einnig að finna á vefsíðu mennta-
málaráðuneytisins: http://frodi.stjr.is/mrn/uppl/dofinni/.
Menntamálaráðuneytið, 5. febrúar 1998.
Auglýsing
um styrki úr Fræðslusjóði
brunamála
í samræmi við reglugerð nr. 138/1993, skv. 24. gr. laga nr.
41/1992, er hér með auglýst eftir umsóknum um styrki úr
Fræðslusjóði brunamála.
Fræðslusjóður brunamála starfar innan Brunamálastofnunar rík-
isins. Markmið sjóðsins er að veita þeim sem starfa að brunamálum
styrki til náms á sviði brunamála. Sjóðurinn greiðir styrki til rannsók-
na- og þróunarverkefna, námskeiðsgjöld, ferða- og dvalarstyrki,
laun á námsleyfistíma og styrki vegna námskeiða og endurmenntu-
nar.
Auk styrkja til stakra verkefna mun sjóðurinn á þessu ári styrkja yfir-
menn slökkviliða til að sækja námskeið sem Brunamálastofnun
skipuleggur í samvinnu við þjálfunarmiðstöðvar slökkviliða erlendis.
Styrkir til námskeiðanna verða veittir viðkomandi slökkviliðum og
skulu slökkviliðsstjórar sækja um fyrir hönd þeirra manna sem þeir
hyggjast senda á námskeiðin.
Umsóknir um styrki skal senda Brunamálastofnun ríkisins,
Laugavegi 59, 101 Reykjavík fyrir 7. mars 1998.
Nánari upplýsingar um styrkveitingar og starfsemi sjóðsins veitir
Steinar Harðarson verkfræðingur. Upplýsingar um yfirman-
nanámskeiðin veitir Guðmundur Haraldsson skólastjóri.
Sími Brunamálastofnunar er 552-5350.
Reykjavík, 7. febrúar 1998.
Stjórn Brunamálastofnunar ríkisins.
Kjorstjorn
Reykjavíku rl ista ns
þakkar starfsfólki prófkjörsins 31. janúar sl. fyrir vel unnin
störf og kjósendum þátttökuna.
Atli Gíslason,
Hulda Ólafsdóttir,
Ástráður Haraldsson,
Guðmundur Haraldsson,
Sævar Þ. Sigurgeirsson.