Dagur - 13.02.1998, Qupperneq 1

Dagur - 13.02.1998, Qupperneq 1
Valþór ekki með á Kópavogslista Flosi Eiríksson verð- ur í fyrsta sæti Kópa- vogslistans. Valþór Hlöðversson, liæjar fulltrúi Alþýðnbanda- lagsins, verður bæjar- stjóraefni listans, en ekki í framboði sjálf- ur. Gengið var frá lista sameiginlegs framboðs Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks, Kvennalista og óháðra í Kópavogi í gærkvöld og vekur athygli að Valþór Hlöðversson, bæjarfulltrúi Al- þýðubandalagsins, er ekki á list- anum. Það þýðir hins vegar ekki að hann sé að hætta afskiptum af bæjarmálum því á fundinum í gærkvöld samþykktu flokkarnir að bjóða Valþór fram sem bæjar- stjóraefni Kópavogslistans. „Við vildum gjarnan hleypa nýju fólki að og erum ekki sann- færð um að það sé gott að bæjar- stjórinn sé jafnframt bæjarfull- trúi,“ segir Flosi Eiríksson, húsa- smiður og nemi, sem verður í fyrsta sæti Kópavogslistans. Alþýðubandalagið á fyrsta og fjórða sæti listans, kratar 2. og 5. sæti, Kvennalistinn það þriðja og óháðir sjötta sætið. Flokkarnir tilnefndu hins vegar ekki sjálfir fólk í þessi sæti heldur gékk sameiginleg uppstillingarnefnd frá tillögum sem samþykktar voru á fundinum í gærkvöld. „Það hélt enginn fast í sitt. Nefndin reyndi að koma saman lista sem væri spennandi val- kostur. Það var líka eitt af mark- miðunum að fjölga konum og það tókst,“ segir Flosi. Jafnt kynjaMutfall Hlutfall kynja í efstu sætum er jafnt. Kristín Jónsdóttir arkitekt Kópavogslistinn stefnir á meirihluta í næstu kosningum, segir Fiosi Eiriksson sem veröur í fyrsta sæti á iistanum. er í 2. sæti á listanum, Sigrún Jónsdóttir, stjórnmálafræðingur í 3. sæti, Birna Bjamadóttir, bæj- arfulltrúi Alþýðubandalagsins, í 4., Guðmundur Oddsson, bæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins, í 5., Vilmar Pétursson í 6., Magnús Norðdahl lögfræðingur í 7., Birna Sigurjónsdóttir aðstoðar- skólastjóri í 8., Yr Gunnlaugs- dóttir verslunarmaður í 9., Berg- ur Sigfússon menntaskólanemi í 10., Helga Jónsdóttir leikskóla- stjóri í 11. og Garðar Vilhjálms- son, skrifstofustjóri Iðju, verður í 12. sæti. Sjálfstæðismenn eru með 5 bæjarfulltrúa í Kópavogi og Framsókn einn og mynda þeir meirihluta í bæjarstjórn. Félags- hyggjuflokkarnir hafa 5 fulltrúa samanlagt, en Flosi segir að Kópavogslistinn stefni á meiri- hluta í kosningunum í vor. „Það eru verulegar líkur á að það tak- ist að snúa við blaðinu hér í Kópavogi," segir Flosi Eiríksson, oddviti Kópavogslistans. - vj Gefa Færey- ing uiii eíni í skóg Nemendur í Grandaskóla voru fúsir til að leggja sitt af mörkum til að Færeyingar geti eignast skógarlundi sér til skjóls og ánægju. Trjágróður er afar lítill á eyjunum. Undir handleiðslu starfsmanna Garðyrkjustjórans í Reykjavík notuðu níu ára krakk- ar í Grandaskóla hádegishléið sitt í gær til að klippa græðlinga af alaskavíði á skólalóðinni, sem ætlunin er að senda Færeying- um, að þeirra ósk. Að sögn Guð- rúnar Benediktsdóttur Iangar Færeyinga til að búa sér til úti- vistarskóga, eitthvað í líkingu við þann sem Reykvíkingar eiga f Óskjuhlíðinni. Þeir hafi áður fengið prufu af alaskavíði og hann hafi reynst vel í Færeyjum. Og alaskavíðirinn hefur líka þann góða kost að vera fljót- sprottinn. Guðrún segir það í ágætu lagi að taka græðlinga um þetta leyti árs, enda hafi tíðin verið ágæt í vetur. - HEI Wwl* I | Æ l : fkMm \ [ W: . /'A F,Wk u ) MM Þær báru sig fagmanniega að í gær þessar stúlkur úr Grandaskóla, sem ásamt skólafélögum sínum kiipptu græðlinga í skóg handa Færeyingum. - mynd: bg BiamiP. 8 mán- aða dóm Bia fékk Bjami P. Magn- ússon, fyrrver- andi sveitarstjóri Reykhólahrepps, var í gær dæmd- ur í átta mánaða fangelsi af Hæstarétti fyrir Ijárdrátt. Hæsti- réttur vísaði hins vegar frá dómi ákæru um að Bjarni hefði sem sveitarstjóri dregið sér Iífeyrissjóðsiðgjald af launum sínum og eiginkonu, vegna þess hversu óskýr ákærulið- urinn þótti. I undirrétti var Bjarni sakfelld- ur fyrir að hafa dregið sér andvirði tveggja skuldabréfalána Bygginga- sjóðs verkamanna til Reykhóla- hrepps, samtals upp á 5,8 milljón- ir króna. Greiðslur hreppsins vegna lánsins voru 6,8 milljónir, en 1995 endurgreiddi Bjarni hreppnum 6,2 milljónir. Bjarni var einnig sakfelldur fyrir að halda ekki eftir af launum sínum hjá hreppnum opinberum gjöld- um upp á 618 þúsund krónur og hefur hann ekki gert skil á þeim íjármunum. Hæstiréttur leit til þess að brotin voru fleiri en eitt og öll framin í opinberu starfi. Þá herðir Hæstiréttur refsingu und- irréttar með því að hafa fangelsis- dóminn allan óskilorðsbundinn og er Bjarna gert að greiða allan málskostnað. - FÞG Töpuðu Möðrufells- málinu Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli hreppsnefndar Eyjaíjarðar- sveitar gegn þeim Matthíasi Eiðs- syni og Hermínu Valgarðsdóttur og fleirum. Hreppsnefndin hafði krafist þess að úrskurður land- búnaðarráðuneytis frá því í okó- ber sl. um að neyta forkaupsréttar að jörðinni Möðrufelli í Eyjafjarð- arsveit yrði felldur úr gildi, svo og ákvörðun ráðuneytis að sveitar- stjórn hafi glatað rétti sinum að neyta forkaupsréttar. Hæstiréttur dæmdi hreppsnefndina til að greiða hinum stefndu 500 þús. kr. í málskostnað. Hjörtur Torfason hæstaréttardómari skilaði sérat- kvæði og sagði að ýmsa galla væri að finna á málsmeðferð hrepps- nefndar. - SBS/GG GabrioW (höggdeyfar) varahlutir Hamarshöfða 1-112 Reykjavík Sími 567 6744-Fax 567 3703 Premium miöiarar wuol Perfecta o Neysluvatnsdælur SINDRI % ÉUUfl -sterkur í verki SIMI S62 7222 • BREFASIMf 562 1024

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.