Dagur - 13.02.1998, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR13. FEBRÚAR19 9 8 - 3
í>&ptr±
FRÉTTIR
Vill vera í efstu sæt-
iiin eða ekki með
Framsóknarmenn á Akureyri viröast vera sáttir viö að Jakob bæjarstjóri leiði lista
þeirra, en það er alls ekki sátt um hverjir eigi að vera í hinum efstu sætunum.
Oddur bæjarfuUtrúi
Framsóknar á Akur
eyri krefst þess að
skipa eitt af þremur
efstu sætuuum á
framboðslista flokks-
ins. Ef ekki, verður
hann ekki með.
Skipuð var í haust uppstillingar-
nefnd til að gera tillögu um
framboðslista Framsóknarflokks-
ins, en ekki er eining um tillögur
hennar. Framsóknarmenn eiga
5 bæjarfulltrúa og tók Oddur
Helgi Halldórsson við sæti Guð-
mundar Stefánssonar á síðasta
ári, en hann hafði verið í 6. sæti
í síðustu bæjarstjórnarkosning-
um.
Fulltrúaráð Framsóknarfélags
Akureyrar hefur enn ekki verið
boðað á fund til að fjalla um til-
lögu uppstillingarnefndar, en
Oddur Helgi hefur tilkynnt
nefndinni að hann geri kröfu til
þess að skipa eitt af þremur efstu
sætum Iistans. Að öðrum kosti
verði hann alls ekki á listanum.
„Eg kæri mig ekkert um að
vera aftar á Iistanum en sumir
þeir sem ég hef unnið með í bæj-
arpólitíkinni síðustu fjögur ár.
Verði ekki fallist á þetta mun ég
alvarlega íhuga sérframboð. Eg
hef kannað jarðveginn fyrir slíku
framboði og hann er frjósamur.
Þetta verður ekki neitt BB-fram-
boð, því það er einfaldlega
spurning um hvort ég er nokkur
framsóknarmaður, eða þá félagar
mínir í bæjarstjórnarflokknum,
þegar ég er á öndverðri skoðun
við þá. Eg virðist koma úr öðru
umhverfi og auk þess sjálfsagt
mun róttækari,“ segir Oddur
Helgi Halldórsson.
Áttu þú ekki frekar samleið
með Akureyrarlistanum?
“Alls ekki, ég hef ekki orðið var
við það að Alþýðubandalagið
væri til vinstri. Þó ég reki fyrir-
tæki í dag var ég alinn upp sem
róttækur verkamaður, kannski í
sósíalísku umhverfi. Ég er mikill
jafnaðarmaður en spurning
hvort ég sé nokkur krati. Ég hef
verið spurður, aðallega af utan-
flokkafólki, hvort ég muni fara f
sérframboð, og ég hef ekki tekið
því Ijarri ef ekki verður hlustað á
mig í Framsóknarflokknum, en
það verður undir merkjum
óháðra, ekki háð neinum stjórn-
málaflokki. Undir þeim merkjum
mundi ég setja byggðamál á odd-
inn, þ.e. Eyjafjarðarsvæðið gegn
Reykjavík. Ég hef sett fram þá
skoðun að rétt væri að gera allt
svæðið frá Hrútafirði austur að
Vopnafirði að einu sveitarfélagi,
og það er langt frá þvf að vera
óskynsamlegt, mun sterkara
mótvægi við Reykjavík." — GG
Þorsteinn Pálsson.
Áfall íyrir
lögreglima
Þorsteinn Pálsson dómsmála-
ráðherra segir það áfall fyrir lög-
regluna í ReykjaHk að starfs-
maður hennar skuli hafa tjáð sig
opinberlega um aðdragandann
að reynslulausn Franklins
Steiner 1991.
Sturla Þórðarson, sem var lög-
fræðingur fíkniefnadeildarinnar
þegar Franklin var veitt reynslu-
lausn, sagði í DV í gær að hann
og þáverandi yfirmaður deildar-
innar hefðu beðið dómsmála-
ráðherra um að láta Franklin
lausan gegn upplýsingum um 2
stór fíkniefnamál.
Þorsteinn sagði í Utvarpinu í
gær að hann hefði tekið á sig
pólitíska erfiðleika til að varð-
veita trúnaðarsamband lögregl-
unnar. Það væri áfall að starfs-
menn hennar teldu sig geta rof-
ið slíkan trúnað og hann óttaðist
afleiðingarnar fyrir baráttuna
gegn fíkniefnum.
Tekist á um GuUin-
brú í Grafarvogi
Árni Sigfússon sagði á blaðamannafundi I gær að það þyrfti umhverfismat fyrir
breikkun Gullinbrúar. Það eitt út af fyrir sig mundi tefja framkvæmd verksins um
2-3 mánuði. Borgarstjóri segir brúna ekki matsskylda samkvæmt staðfestu
aðalskipulagi. - mynd: þök
Skiptar skoðanir
hvort umhverfismat
þurfi fyrir breikkun
GuIIinbrúar. Sjálf-
stæðismenn telja svo
vera en borgin ekki.
„Ég er löngu hætt að skilja hvað
þessum mönnum gengur til.
Mér sýnist að sjálfstæðismenn á
Alþingi, í ríkisstjórn og borgar-
stjórn séu með öllum tiltækum
ráðum að reyna að þvælast fyrir
þessari framkvæmd," segir Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri.
Arni Sigfússon, oddviti sjálf-
stæðismanna í borgarstjórn,
boðaði til blaðamannafundar í
gær þar sem fram kom að breikk-
un GuIIinbrúar í Grafarvogi yrði
að fara í umhverfismat áður en
hægt væri ráðast í þá fram-
kvæmd. Það muni seinka verk-
inu um allt að 2-3 mánuði. Þá sé
ekki heldur búið að hanna
breikkun brúarinnar. Af þessum
sökum séu það hrein ósannindi
hjá stjórnendum borgarinnar að
breikkun brúarinnar sé forgangs-
mál hjá þeim en ekki náð fram
að ganga vegna andstöðu sam-
gönguráðherra.
Borgarstjóri bendir m.a. á að í
samþykktu aðalskipulagi borgar-
innar fram til ársins 2016, sem
staðfest hefur verið bæði af um-
hverfisráðherra og skipulagi rík-
isins, er Gullinbrú ekki meðal
þeirra framkvæmda sem eru
matsskyldar. Á meðan annað
kemur ekki í Ijós sé það skoðun
borgaryfirvalda að það þurfi ekki
að setja breikkun brúarinnar í
umhverfismat.
Ingibjörg Sólrún segir ekki úti-
Iokað að þessi uppákoma sjálf-
stæðismanna í borgarstjórn leiði
til þess að krafist verði umhverf-
ismats á breikkun brúarinnar.
Það gæti orðið til þess að tefja
málið. A meðan það kemur ekki
í ljós munu borgaryfirvöld halda
ótrauð sínu striki til hagsbóta
fyrir íbúa Grafarvogs. — GRH
Jákvæðir í Karphúsinu
„Þetta var ágætlega jákvæður
fundur og viðmót nianna allt
annað og betra en áöur,“ segir
Helgi Laxdal, formaður Vél-
stjórafélags Islands, en í gær var
fyrsti sáttafundur á rnilli útvegs-
manna og vélstjóra eftir að verk-
falli sjómanna var frestað.
Formaður vélstjóra segir að það
hafi verið minna um nei hjá út-
vegsmönnum en menn hafa átt
að venjast á liðnum sáttafund-
um. Hann segir ljóst af viðbrögð-
um þeirra að þeir séu tilbúnir að
ræða efnislegar um kröfur vél-
stjóra. Þá eru vélstjórar einnig
til viðræðu um kröfur útvegs-
manna á hendur þeim, sem eru í
sjö liðum. Þar er m.a. krafan um
að útgjöld útgerða hækki ekki
samfara fækkun í áhöfn. — GRH
Sýknuð af ákæru uui fjárdrátt
Fyrrverandi afgreiðslukona hjá Kaupfélagi Suðurnesja var í gær sýkn-
uð í Hæstarétti af ákæru um að hafa dregið sér 717 þúsund krónur
hjá KS.
Konan hafði starfað hjá KS f tvo mánuði og vann aðeins endrum og
sinnum við sjóðsvél þá sem peningarnir eiga að hafa horfið úr.
Ákærða neitaði með öllu sök í málinu. Engin vitni sáu konuna taka
fé úr sjóðsvélinni og rannsókn á fjárhag konunnar styrkti ekki grun
um að hún hafi dregið sér fé. Hæstiréttur taldi auk þess útilokað að
slá því föstu hvenær fé hafi horfið úr vélinni og þá hvort það var þeg-
ar konan var við störf eða ekki. Þess má geta að Hæstarétti þótti skýr-
ingar konunnar um mikilvægt atriði ótrúverðugar, en taldi að ekkert
hefði nægjanlega sannast á konuna. Ekki bætti úr skák að engin gögn
lágu fyrir um notkun sjóðsvélarinnar þá daga sem hún vann ein í
versluninni, hvorki kassauppgjör né innri strimlar. — FÞG
Hjördís kærir
„Það er rétt að ég hef ákveðið að kæra veitingu
dómsmálaráðherra á embætti ríkislögreglustjóra til
kærunefndar jafnréttismála, sem og greinargerð
sem ég óskaði eftir og fékk frá honum vegna emb-
ættisveitingarinnar," sagði Hjördís Hákonardóttir
héraðsdómari í samtali við Dag í gær.
Hún segist kæra vegna þess að hún telji að
menntun og starfsreynsla sín sé ekki metin eins og
vera ber við veitingu embættisins, sem hún sótti
um við þriðja mann. Haraldur Johannessen var
skipaður ríkislögreglustjóri. — S.DÓR
KEA-Nettó fyrirtæki ársins
Atvinnumálanefnd Akureyrar
útnefndi í gær KEA-Nettó
fyrirtæki ársins og er það í
þriðja sinn sem þessi útnefn-
ing fer fram. Aður hafa Sam-
herji og Höldur hlotið viður-
kenningu. Tilgangurinn er að
vekja athygli á árangri akur-
eyrskra fyrirtækja, á Akureyri
sem athafnabæ og mikilvægi Hannes Karlsson, deildarstjóri matvöruverslun-
nýsköpunar í framleiðslu og ar KEA, Júlíus Guðmundsson verslunarstjóri
þjónustu. — GG °g Magnús Gauti Gautason kaupfélagsstjóri
stoltir yfir viðurkenningunni. - mynd: bös