Dagur - 13.02.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 13.02.1998, Blaðsíða 4
4-FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 rDwpur FRÉTTIR L Frystigeta Búlandstinds auidn Frystigeta Búlandstinds hf. hefur verið aukin umtalsvert, bæði á Djúpavogi og Breiðdalsvík, og geta frystihúsin nú fryst um 100 tonn á sólarhring hvort um sig. Settir hafa verið upp tveir nýir flokkarar og kostar sú framkvæmd um 25 milljónir króna. Megináherslan hef- ur þó verið á bræðsluna en afkastageta hennar hefur verið aukin úr 350 tonn- um í 600 tonn og að fara úr eldþurrkun í gufuþurrkun. Eldþurrkunin hentar ekki lengur vegna aukinna krafna í umhverfismálum, en hún er mjög mengandi. Að meðtalinni stækkun á hráefnistönkum og nýjum löndunarbúnaði nemur kostn- aðurinn um 400 milljónum króna. FlygiU í DjúpavogsMrkiu Vígður hefur verið nýr flygill í Djúpavogskirkju og voru haldnir sér- stakir tónleikar nýverið af því tilefni. A flygilinn léku við það tækifæri Daníel Arason, Agúst Ármann og Guðný Gréta Eyþórsdóttir, kirkjukórar Djúpavogs- og Norðfjarðarkirkju sungu. Kirkjukór Djúpavogskirkju stendur að kaupunum á flyglinum sem kostar lið- lega eina milljón króna. Djúpavogskirkja hefur fengið viðurkenningu fagfólks sem mjög gott tónleikahús. Grískur bragur á Samkór Suðurfjarða Samkór SuðurQarða, sem telur um 50 manns, hefur sungið inn á geisladisk níu Iög eftir gríska tónskáldið Teodorakis, allt lög sem ekki hafa verið flutt áður hérlendis af blönduðum kór. Einnig verða á diskinum norsk og íslensk þjóðlög, dægurlög, rokklög og tvö frum- samin lög eftir þá Thorvald Gerde og Garðar Harðarson. Allir frum- samdir textar á diskinum eru eftir heimamenn og einsöng á diskin- um annast einnig heimamenn, þau Helga Geirsdóttir, Olafur Egg- ertsson og Garðar Harðarson. Kórfélagar koma frá svæðinu frá Þernunesi í Reyðarfirði suður að Starmýri í Alftafirði, en milli stað- anna eru 180 km. i 4 Frá Djúpavogi. Hótel BláfeH höfðar til laxveiðiuiauua Unnið er að stækkun Hótels Bláfells á Breiðdalsvík og verður reist 430 fermetra bjálkahús á einni hæð frá Finnlandi eða Eistlandi sem mun hýsa koníaksstofu, matsal, gufubað auk 10 tveggja manna gisti- herbergja og verður þá hægt að taka á móti 47 manns. Kostnaður er áætlaður 30 milljónir króna. Hótelstjórinn segir að þessi viðbót sé ekki síst hugsuð með erlenda laxveiðimenn í huga, markaðurinn sé vaxandi en Vihjálmur Waltersson hótelstjóri og Þröstur Elliðason hafa Ieigt ána til sjö ára. Ami Isleifsson hlaut „Þorraun66 Arni ísleifsson hlaut Þorrann, sem er viðurkenning til þeirra sem hafa skarað fram úr í atvinnulífi Egilsstaðabúa. Árni fær viðurkenninguna fyrir að halda úti Djasshátíð Egilsstaða sl. 10 ár. Þetta er í Ijórða sinn sem viðurkenningin er veitt. Arni segir það vafamál hvað verði um Þorrann, þegar nýtt sveitarfélag hefur séð dagsins Ijós, kannski dagi verðlaunagripurinn bara uppi hjá honum. — GG Arni ísleifsson. Aðgerðir á ári hafsius Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur starfshóps sjávarútvegsráðherra um hvað gert skuli hér á landi í tilefni þess að árið 1998 er ár hafs- ins hjá Sameinuðu þjóðunum. Tillögurnar miða að því að fá sem flesta til að horfa til hafs og velta tyrir sér mikilvægi þess í umhverfi okkar. Mikilvægt þykir að vekja áhuga barna og unglinga á hafinu og hefur verið samþykkt að 12. september nk. verði sérstaklega helgað- ur hafínu. Tilmælum er beint til fyrirtækja sem tengjast hafinu að hafa þá opið hús fyrir almenning. VerðmerMugum áhótavant Samstarfsverkefni ASÍ, BSRB og Neyt- endasamtakanna krefst úrbóta í verð- merkingum á vörum. Verðmerkingum er víða ábótavant og á það við um flest- ar tegundir verslunar og þjónustu skv. könnunum aðila. Kvartanir vegna skorts á mælieiningarverði eru sérlega tíðar, t.d. á hárgreiðslustofum. Rekstri meðferdarheimilis fyrir unglinga á Bakkaflöt f Skagafirði verður hætt I vor, en Barnaverndarstofa hefur samið um byggingu nýs heimilis i iandi Garðhúsa skammt frá Varmahiið. Nýtt meðferðar- heimili í Skagafirði Frá og með vorinii leggst starfsemi Bamavemdarstofu af á Bakkaflöt í Skaga- firði. Nýtt og öflugra meðferðarheimili senu tekið í notkuu skammt frá Varma- hlíð. Nýtt meðferðarheimili verður tekið í notkun í september í landi Garðhúsa skammt frá Varmahlíð í Skagafirði. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, segir að búið sé að gera samning við Héraðs- nefnd Skagfirðinga um byggingu á heimilinu og mun þá starfsem- in sem verið hefur að Bakkaflöt í Lýtingsstaðahreppi verða flutt. Fram til þessa hefur Barna- verndarstofa leigt af eigendum Bakkaflatar en þeir ætla frá og með vorinu alfarið að snúa sér að ferðaþjónustu. „Við erum af- skaplega glöð með þann velvilja sem heimamenn sýna þessari starfsemi," segir Bragi. Kcrfið sprangið AUs verða 6 rými á nýja heimil- inu en starfið verður öflugra en á Bakkflöt að sögn Braga, enda er nauðsynlegt að mæta þeim breyttu þörfum sem hækkun sjálfræðisaldursins kallar á. „Kerfið okkar er í raun sprungið en áhrifin kom þó ekki að fullu fram fyrr en á næstu tveimur árum þannig að að við höfum smá aðlögunartíma,“ segir Bragi. Móðurstöð Barnaverndarstofu er Stuðlar í Grafarvogi og þar fer greining fram á þeim börnum og unglingum sem eiga í erfiðleik- um. Síðan eru sum barnanna send út um landið þar sem þau fá viðhlítandi meðferð. Mót- þróafyllstu einstaklingarnir munu verða í Skagafirði áfram eins og verið hefur. Auk Bakka- flatar eru meðferðarheimili í Ár- bót í Aðaldal, Varpholti í Eyja- fírði, eitt í Biskupstungum og annað á Rangarvöllum þar sem börn yngri en 12 ára eru vistuð. Nýtt heimili mun svo bætast við fyrir árslok. Staðsetningin er ekki endanlega ákveðin en \áð höfum skoðað bæði hús í Borg- arfírði og vestur á fjörðum. Með nýrri fjárveitingu vonumst \ið til að geta hafið rekstur nýs heimil- is í lok ársins,“ segir Bragi. — BÞ Vildi fara í haráttusætíð Sigurður J. Sigurðs- son, oddviti sjálfstæð- ismaima á Akureyri, segist hafa átt fruui- kvæðið að þvi að skipa 4. sætið á lista flokksius í kosniug- luiuui í vor. „Þetta er að mínu mati og margra annarra sú staða sem er sterkust fyrir okkur sjálfstæðis- menn á Akureyri," segir Sigurður J. Sigurðsson, sem skipar 4. sæt- ið á lista Sjálfstæðisflokksins í næstu bæjarstjómarkosningum, en hann hefur leitt Iistann und- anfarin ár. I fyrsta sætinu verður sem kunnugt er Kristján Þór Júl- íusson, fyrrverandi bæjarstjóri á Isafirði. „Við munum leggja of- urkapp á það að ná fjórða sæt- inu, og ég mun leggja mitt af mörkum til þess að það gangi eftir." Sigurður segir að í próíjöri fyr- ir síðustu kosningar hafi fáar konur tekið þátt og m.a. þess vegna hafi verið ákveðið að hafa ekki prófkjör nú. „Við vildum reyna að ná til fólks sem sýndi málum áhuga en var ekki tilbúið að fara í prófkjörsslag. Það tókst vel og þannig náðuin við m.a. að auka hlut kvenna. Eg er þó ekki viss um að þetta sé dauðadómur yfir prófkjörum þó þeim hafí fylgt ýmsir fylgikvillar sem hafa komið illa við okkur.“ Sigurður segir að nauðsynlegt sé að breyta um stjórnarhætti á Akureyri „og það gerist ekki nema við Sjálfstæðismenn myndum meirihluta með Akur- eyrarlista eða Framsóknarflokki næsta kjörtímabil." — GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.