Dagur - 13.02.1998, Page 7

Dagur - 13.02.1998, Page 7
Ttyfir FÖSTVDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 - 7 ÞJÓÐMÁL Sviptingar og fram- farir í Ólafsfirði BJORN VJLIJK GISLASON BÆJARFULLTRÚI ÚLAFS- FIRÐI SKRIFAR Líklegt þykir mér að nýliðið ár 1997, muhi verða Olafsfirðing- um lengi minnisstætt. Að mínu mati hafa aldrei orðið aðrar eins sviptingar í því byggðarlagi ef horft er til atvinnumála, með sameiningu fyrirtækja og til- komu nýrra og \ast að enginn hefur séð þær breytingar fyrir í upphafi síðasta árs. A sl. ári komst Olafsfjörður í hóp skuld- ugustu sveitarfélaga landsins ef ekki það verst setta og ekki séð hvernig menn ætla að klóra sig fram úr því. Þessu til viðbótar fór svo efsta og að menn héldu traustasta stofnun bæjarins, Sparisjóður Olafsfjarðar, á hausinn og var það bæjarbúum mikið áfall. Ekki er enn séð fyrir endann á því máli sem teygir sig út um víðan völl og er að skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum. Eg ætla á næstunni að fjalla um þessi mál og fleiri sem ég tel mikilvægt að Ólafsfirðingar ræði opinskátt. Sameming fyrirtækja I marsmánuði 1997 var tilkynnt um sameiningu fyrirtækjanna Sæbergs hf. í Olafsfirði og Þor- móðs Ramma hf. á Siglufirði. Ohætt er að segja að sú samein- ing hafi komið mönnum á óvart, þrátt fyrir að mikið samstarf hafi verið með þessum fyrirtækjum á sl. árum. I kjölfar þessa kom svo sameining Magnúsar Gamalíels- sonar hf. við hið nýja fyrirtæki sem þá þegar var orðið eitt af þrem stærstu sjávarútvegsfyrir- tækjum Iandsins, með mjög ster- ka kvótastöðu í bolfiski og rækju Verulegar sviptingar urðu í atvinnumálum í Ólafsfirði á síðasta ári, segir greinarhöfundur. Fyrirtæki voru sameinuð, skip seld og sparisjóðurinn fór á hausinn. og öfluga fjárhagsstöðu. Þetta sameiningarferli hefur síðan leitt af sér ýmsar breyting- ar í rekstri hér í Olafsfirði og sýnist sitt hverjum um það eins og vonlegt er. Stærsta breytingin og sú sýnilegasta fyrir Olafsfirð- inga er sú að tveir togarar, Sól- berg ÓF-12 og Múlaberg ÓF-32, eru nú gerðir út til rækjuveiða frá Siglufirði og keyptur var stór frystitogari til Ólafsfjarðar, Eng- ey RE-1, sem nú hefur fengið nafnið Kleifaberg ÓF-2. Sólberg og Múlaberg hafa verið gerðir út frá Ólafsfirði frá upphafi eða í nærri aldarfjórðung enda smíð- aðir fyrir Ólafsfirðinga á sínum tíma. Utgerð þeirra hefur alla tíð verið burðarásinn í fiskvinnslu í Ólafsfirði og afkoma byggðar- Iagsins stóð og féll með því fram- an af að þessar útgerðir skiluðu sínu sem þær og gerðu. Sólberg ÓF-12 hefur frá upp- hafi verið gert út með miklum sóma og á árinu 1990 keypti út- gerð skipsins, Sæberg hf., togar- ann Ólaf Bekk (síðar Múlaberg) af Útgerðarfélagi Ólafsfjarðar en sú útgerð hafði lengi staðið höll- um fæti og fór að lokum á koll- inn. Magnús Gamalíelsson hf. hafði í áratugi verið einn stærsti atvinnurekandi í Ólafsfirði með útgerð og fiskvinnslu og gerði út togarann Sigurbjörgu ÓF-12 og Snæbjörgu ÓF-4, 50 tonna bát. Nú mynda þessi tvö fyrirtæki, Sæberg hf. og Magnús Gamalí- elsson hf., ásamt Þormóði Ramma hf. á Siglufirði eins og áður segir eitt stærsta sjávarút- vegsfyrirtæki landsins sem nú gerir út 10 skip hér við land. Skiptar skoðanir Töluverðar umræður hafa verið um það í Ólafsfirði hvort þessi umskipti í atvinnulífinu hafi orð- ið eða muni verða Ólafsfirðing- um til góðs. Benda margir á brotthvarf Sólbergs og Múla- bergs úr byggðarlaginu því til sönnunar að Ölafsfirðingar hafi borið skarðan hlut frá borði í þessum sameiningum. Þeir hinir sömu benda líka á það að störf- um sjómanna í Ólafsfirði hafi fækkað við þessar breytingar og telja þeim allt til foráttu. Eg er annarrar skoðunar. Auð- vitað þykir mörgum og þar á meðal mér eftirsjá í þeim skipum sem hafa verið gerð út frá Ólafs- firði svo lengi sem Sólbergið og Múlabergið voru. Þau skip eru hinsvegar hvergi farin og munu án efa eiga eftir að skila sínu áfram til byggðarlagsins eins og áður. Kleifabergið mun verða gert út frá Ólafsfirði og fyllir ríf- lega upp í það skarð sem hin skipin skildu eftir sig. I áhöfn Kleifabergs eru 26 menn að langmestu leyti Ólafsfirðingar. Þeim til viðbótar eru svo u.þ.b. 10 afleysingamenn í fastri vinnu við skipið, allt Ólafsfirðingar. Á Sólbergi og Múlabergi voru alls 30 störf utan afleysingastarfa. Á þeim skipum er stór hluti áhafna enn frá Ólafsfirði þannig að þvert gegn því sem haldið hefur verið fram hefur sjómannstörf- um í Ólafsfirði líklega fjölgað eftir sameiningu fyrirtækjanna og að auki eru þau betur launuð en áður. Þormóður Rammi - Sæ- berg hf. gerir nú út 3 bolfisk- frystitogara frá Ólafsfirði, skip sem hafa úr meiri kvóta að moða en gengur og gerist hjá öðrum skipum og munu því skila áhöfn- um, fyrirtækinu og byggðarlag- inu meiri tekjum en áður hefur þekkst í Ólafsfirði. Lítuni til framtiðar Menn mega ekki fara á taug- um þó svo að í augnablikinu sé einhverjir sjómenn í landi og jafnvel á atvinnuleysisskrá. Fyrir því er augljós ástæða þar sem eitt skipanna Sigurbjörg ÓF-1 hefur sl. Ijóra mánuði verið í umtalsverðri klössun, sem reyndar Iá fyrir að yrði áður en skipið var lagt í sameininguna miklu. Viðhald og endurbætur skipa er alltaf nauðsynlegt og mun vonandi halda áfram sem hingað til. Að framansögðu þykir mér ljóst að til framtíðar litið munu þessar breytingar koma okkur Ólafsfirðingum sem og Siglfirð- ingum til góða. Þetta mun hins- vegar að öllum líkindum hafa sína vaxtarverki á meðan að menn eru að koma rekstrinum í endanlegt horf. Fólk verður hinsvegar að halda ró sinni og ætla ekki þeim Ólafsfirðingum sem rekið hafa Sæberg hf. og M.G. hf. í áratugi það að ætla að koma sinni heimabyggð á vonar- völ með þessum breytingum. Slfkt þykir mér ijarri öllu lagi. Got og óðagot á Alþmgi HÍIMIR MAR PETURSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI ALÞÝÐUBANDALAGSINS SKRIFAR A dögunum komu þeir til Alþing- is formenn stjórnarflokkanna með fyrrverandi formann Sjálf- stæðisflokksins í aftursætinu og vildu fá að gjóta með hraði lög- um sem útgerðarmenn höfðu sáð fyrir í kollum þeirra. Eins og konur sem komnar eru á steypir- inn var dálítill gassagangur á þeim. Þeim lá mikið á að lögin fæddust og engar refjar. Það varðaði þjóðarhag. Eftir sex daga verkfall sjómanna varð að koma þeim á sjó í hasti annars töpuð- ust mikilvægir milljarðar. Það er auðvitað margt og mik- ið að athuga við þessar fæðingar- hríðir fóstbræðranna. Fyrst ber að halda því til haga að það er ekki þeirra að fæða af sér lög, a.m.k. ekki þegar þeir bera ráð- herrahattana sína. Enda fór það svo að móðir Iaganna, Alþingi, taldi ekki ráðlegt að lög sem þessi fæddust með hraði. Ráð- herrunum voru gefnar róandi ræður og sagt að slappa af. Enda töldu þeir sem ætlað var að fós- tra afkvæmið, þ.e.a.s. sjómenn, að þetta væri afleitur krói sem myndi svipta þá réttinum til að beijast fyrir kröfum sínum og kjörum. Viljalaust vcrktæri Á undanförnum árum hefur margt orðið til þess að veikja stöðu Alþingis gagnvart fram- kvæmdavaldinu (ríkisstjórn). Ekki hefur bætt úr skák að nú- verandi stjórnarflokkar hafa mik- inn meirihluta á löggjafarsam- komunni. Þeim hættir því til að líta á Alþingi sem afgreiðslu- stofnun eða viljalaust verkfæri í höndum sér. Það hefur tíðkast allt of lengi að litið sé á stjórnarfrumvörp sem merkilegri frumvörp en þingmannafrumvörp. Að vísu er það oftast þannig að stjórnar- frumvörp njóta stuðnings meiri- hluta þingmanna og þess vegna eru þau líklegri til að verða að lögum en frumvörp stjórnarand- stöðunnar. En sá meirihluti er oft þvingaður fram með flokks- hollustu og hlýðni við leiðtog- ana. Þess vegna eru stjórnar- frumvörp ekkert merkilegri en önnur frumvörp á Alþingi. I fyrstu atrennu njóta frum- vörp aðeins stuðnings flutnings- manna sinna og síðan leiðir þingræðisleg vinna fram niður- stöðuna. Það þýðir ekki fyrir ráð- herra að bruna á fákum sínum upp að Alþingi eins og hverri annarri lúgusjoppu og panta eitt stykki lög með túmat, sinnepi og hráum. Orinar í eyrum Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði einhveiju sinni að það væri hægt að hlusta svo mikið á gras- rótina að maður fengi orma í eyrun. I þetta skipti hlustaði hann svo mikið á Grátkórinn að hann fékk hringorma í eyrun. Hann hefði betur hvílt sig aðeins á óratóríu Kristjáns Ragnarsson- ar og hlýtt um stundarkorn á sjó- menn sem hafa fyrir daufum eyrum verið að krefjast þess að staðið sé við lög og samninga. Þá hefðu landsfaðirinn og meðreið- arsveinar hans komist hjá því óðagoti að rjúka með andfælum niður á Alþingi til að heimta að verkfallsrétturinn yrði tekinn af sjómönnum. Það er augljóslega þjóðarhagur að fiskur sé borinn að landi. En það er engu minni þjóðarhagur að staðið sé við Iög og samninga um kjör sjómanna. Komist menn upp með að bijóta ein lög og einn samning er aldrei að vita hvar það endar. Þegar þeir félag- ar brunuðu niður á þing með króann sinn var varla hægt að tala um að verkfall sjómanna væri farið að hafa áhrif nema þá á skjálftamælum á skrifstofu LIÚ. Það var því engin neyð á ferðinni en ríkisstjórnin hefði getað liðkað til fyrir samningum með þeirri sjálfsögðu kurteisi að tala við sjómennina sjálfa. Það er síðan alger öfugsnún- ingur hjá stjórnarherrunum að tala um ofbeldi stjórnarandstöð- unnar f þessu máli þegar hún kom í veg fyrir óðagot þeirra. Með slíkum málflutningi eru fulltrúar framkvæmdavaldsins í raun að segja að það sé ofb ;k!: gagnvart þeim að hafa löggjmúr- vald. Það sjá allir hvers kimr lýðskrum felst f slíku tali.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.