Dagur - 13.02.1998, Qupperneq 12

Dagur - 13.02.1998, Qupperneq 12
12- FÖSTUDAGUR 1 3.FEBRÚAR 1998 ÍÞRÓTTIR NAGANO 19 9 8 QQ9 Fékk gullið að nýju Kanadíski snjóbrettakappinn Ross Rebagliati, sem sigraði í stórsvigi, féll á lyfjaprófi sem kunnugt er og var gert að skila verðlaunapeningnum, þegar í ljós kom við rannsókn að hann hafði neytt marijuana. Akveðið hefur verið að Kanadamaðurinn fái að halda verðlaunum sínum eftir að áfiýjunarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hefði verið að Ieita að marijuana í blóði keppenda. Forráðamenn alþjóða skíðasambandsins sögð- ust í gær vera ánægðir með úr- skurð nefndarinnar. Rekinn fyrir veisluhöld Útlagaímynd hefur lengi loðað við keppendur á snjóbrettum, en kannski er hægt að segja að keppendur í þeim greinum séu lífsglaðari en aðrir. Sum uppá- tækin vekja þó litla hrifningu og bjórveisla sem Martin Freina- demetz, keppandi í austurríska hópnum, stóð fýrir á hóteli þvf sem snjóbrettamenn gista á í fyrrakvöld, var í þeim flokki. Freinademetz varð það á að skemma fullkomið símaskipti- borð og hann hefur nú verið rek- inn úr hópnum og er á heimleið. Enn er frestað Það virðist ætla að ganga erfið- lega fyrir mótshaldara í Nagano að halda brunkeppni karla, en keppninni var frestað í þriðja sinn í gær. Astæðan fyrir því var lítið skyggni, sem helgaðist af slyddu og þokuslæðingi. Keppn- in hefur verið sett á næstu nótt. Dæhlie á spjöld söguimar Norðmaðurinn Björn Dæhlie komst á spjöld sögunnar í fyrra- dag, þegar hann varð fyrsti karl- maðurinn til að vinna sex gull- verðlaun á vetrarólympíuleikum. Dæhlie hreppti gullið í tíu kíló- metra göngu með hefðbundinni aðferð, en hann sigraði einnig í þeirri grein í Lillehammer. Tvær konur hafa hlotið sex gullverð- laun á vetrarólympíuleikum, en það eru þær Lydia Skoblikova í skautahlaupi og skíðagöngukon- an Lyubov Egorova. INNLENT Breytmgar hjá Keflavík Knattspyrnudeild Ungmennafé- Iags Keflavíkur heldur aðalfund sinn um helgina. Reiknað er með að töluverðar breytingar verði á stjórn deildarinnar. Jó- hannes Ellertsson, formaður deildarinnar, ætlar að hætta for- mennskunni og snúa sér að öðr- um störfum fyrir félagið, m.a. að uppbyggingu á hinu stórglæsi- lega íþróttasvæði á Iðavöllum. Þá mun Kjartan Másson hætta sem framkvæmdastjóri knatt- spyrnudeildarinnar og snúa sér að öðrum störfum fyrir félagið. Ingvar Guðmundsson, íþrótta- kennari í Njarðvík, hefur verið fenginn til að taka við af honum. Mikill hugur er í forráða- mönnum knattspyrnudeildar- innar þrátt fyrir að hafa misst marga góða leikmenn frá síð- ustu Ieiktíð. Þeir eru nú í óða önn að stoppa upp í götin, með aðkomumönnum og ekki síður með heimastrákum sem hafa staðið sig mjög vel í yngri flokk- unum á síðustu árum. — GÞÖ Viallitekur við Chelsea Áskrífendur að bikarúrslituni Stjórnarmenn enska úrvalsdeild- arliðsins Chelsea ákváðu í gær- kvöld að slíta samstarfi sínu við Ruud Gullit, framkvæmdastjóra félagsins, og ráða Italann Gí- anluca Vialli í hans stað. Ohætt er að segja að uppsögn Gullit hafi komið mjög á óvart, en grip- ið var til hennar, þegar ljóst var að Gullit, sem var samnings- bundinn til vors, mundi ekki samþykkja tilboð Chelsea um nýjan samning. „Þegar Ijóst var að Ruud yrði ekki með okkur á næsta tímabili, ákváðum við að hætta frekara samstarfi og Gianluca Vialli er nýr spilandi stjóri hjá félaginu," sagði Colin Hutchinson, stjórn- armaður hjá Lundúnaliðinu, þegar hann tilkynnti um breyt- inguna. Viðræður enska félagsins við Gullit um nýjan samning, stóðu í nokkra mánuði en þær strönd- uðu á launakröfum Hollendings- ins, auk þess sem enska félagið vildi gera lengri samning en til tveggja ára og að GuIIit hætti að spila og einbeitti sér að þjálfun- inni. „Við teljum að sá samningur sem við höfðum upp á að bjóða, hefði gert Ruud að tekjuhæsta framkvæmdastjóra úrvalsdeildar- innar, en við vorum ekki tilbúnir til að verða við kröfum hans. Bil- ið var of breitt til að hægt væri að halda áfram tilgangslausum samningaviðræðum og okkur var ljóst að við þyrftum að leita að eftirmanni hans. Gianluca var boðið starfið í gærkvöld og hann tók tilboði okkar, eftir fimm mín- útna umhugsunarfrest," sagði Hutchison og bætti því við að hann hefði trú á því að Vialli yrði frábær þjálfari. „Við höfum feng- ið að kynnast honum og skoðun- um hans á knattspyrnu á síðast- liðnum átján mánuðum." Gullit verður á launaskrá Chelsea, þar til samningur hans rennur út þann 30. júní, en Vi- alli, sem er 33 ára og kom til Chelsea frá Juventus, er með samning við Lundúnaliðið til vors á næsta ári. Keflavík eða ÍS hafa tekið þátt í 19 af 23 bikanLrslitaleikjiun frá upphafi bikar- keppni kvenua. Þau mætast í fyrsta sinn í úrslitum á laugardag- inn. Keflavík hefur unnið hikarinn átta sinnum. Stúdínur hafa hampað bikarn- um fímm sinnum. Bikarúrslita- leikur Keflavík- ur og IS er merkilegur við- burður. I hon- um mætast þau lið, í fyrsta skipti, sem oft- ast hafa unnið sér rétt til að Ieika til úrslita. ÍS lék fyrst til úrslita 1978 en Keflv'íkingar stigu fyrst á fjalir Hallarinn- ar árið 1987. Saga þessara liða hefur ekki átt mikla sam- leið á undan- förnum árum. Keflavík hefur verið með yfir- burðalið í kvennakörfunni hér á landi síðasta áratuginn. A þeim tíma hefur gengið á ýmsu hjá Stúdínunum en nú lítur út fyrir að þær séu að koma upp með gott lið sem ætti að geta velgt þeim bestu vel undir uggum næstu árin. Leikur áxsins Bikarúrslitaleikur er að sjálf- sögðu stærsta hátíð allra íþrótta- greina. Keflvíkingar, sem verið hafa áskrifendur að titlum í kvennaflokki svo lengi sem elstu menn muna, eru orðnar hagvan- ar í Höllinni. Hvort ætli þær leggi meira upp úr að vinna bik- arinn eða verða Islandsmeistar- ar? „Það er náttúrulega rosalega gaman að vinna báða þessa titla,“ sagði Anna María Sveins- dóttir, þjálfari og einn besti mað- ur Keflvíkinga síðastliðin fjórtán ár. „Það er meiri vinna sem ligg- ur að baki því að verða Islands- meistarar. Þar kemur til úrslita- keppnin. Það er samt alltaf viss stemmning að verða bikarmeist- ari. Það er ótrúlega skemmtilegt að koma í Höllina og sjá og finna stemmninguna. Það er ekkert eins skemmtilegt og að vinna bikarinn enda er þetta stærsti leikur hvers keppnistímabils," sagði Anna María og Erla Reyn- isdóttir tók undir hvert orð með þjálfara sínum. Haukamaðurinn Pétur Ingv- arsson þjálfar Stúdínurnar. Hann sagði að sitt lið mætti vel stemmt til leiks. Allir leikmenn væru heilir og nú væri verið að æfa hvernig ætti að fagna í leiks- lok. Það lítur því út fyrir að laugar- dagurinn verði mikil körfubolta- veisla. Leikur IS og Keflavíkur hefst klukkan 15:00 og að hon- um loknum stíga Isfirðingar og Grindvíkingar á fjalirnar og berj- ast til úrslita í karlaflokki. — GÞÖ Hverjir sigra í bikarúrslitaleik Grindavíkur og KFÍ á laugardaginn? Guniiar Sverrisson, þjálfari Þórs: „Eg á von á ein- um skemmti- legasta úrslita- leik í bikar- keppni í mörg ár. Margír há- vaxnir og sterk- ir leikmenn verða á vellinum eins og David Bevis, Friðrik Stefánsson og Grikkinn Tsartsaris. Einnig eru til staðar margar góðar skyttur í báðum liðum og þessi blanda ætti ekki að klikka. Eg tel samt sem áður að á endan- um muni Grindavíkurliðið hampa bikarnum en það er helst vegna þess að Darryl Wilson kannast við þessa „stóru“ Ieiki og ætti að vera vel stemmdur á laug- ardag.“ ITiðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvxkur: „Ég hallast að því að Grinda- víkurliðið sigri. Það spilar hins vegar margt inn í t.d. heppni, dagsformið og byrjunin. Grindavíkurliðið er með sterkasta bakvarðapar deild- arinnar, Wilson og Helga Jónas. Það er hins vegar Grikkinn há- vaxni sem hefur verið að gera út- slagið í leikjum þeirra hingað til. KFI á tvo mjög sterka leikmenn, Friðrik Stefánsson og David Bev- is, en lykillinn þeirra er Guðni Guðnason, þjálfari. Hann þarf að spila 20-25 mínútur í leiknum til að þeir eigi von og geri hann það ætti leikurinn að verða hin mesta skemmtun." Guðjón Skúlason, leikmaður Kellavíkur: „Grindavík ætti að taka þetta. Síðan verðum við að átta okk- ur á því að Isa- fjörður er að spila í höllinni í lyrsta sinn og það skiptir miklu máli. Helgi Jónas og Darryl Wil- son eru þeir sem eiga eftir að gera útslagið í leiknum. Bakverð- ir ísafjarðar verða í miklum vand- ræðum með þá og því ættu þeir að standa uppi sem sigurvegarar. Samt má ekki gleyma David Bev- is hjá ísafirði en verði hann í ham þá gætu Grindvíkingar Ient í vandræðum. Ég á hins vegar von á mjög skemmtilegum leik enda tvö Iið með nokkra frábæra leik- menn innanborðs að mætast.“ Linda Stefáns- dóttir, landsliðskona úrKR: „Ég á von á frá- bærri skemmt- un í höllinni á laugardag. Það er gaman að nýtt lið sé komið inn í þetta og verður gaman að fylgjast með því. Leikurinn á eftir að verða æsispennandi og úrslitin ráðast vonandi ekki fyrr en á síðustu mínútunni og vonandi fáum við framlengingu. Ég tel hins vegar að lið Grindavíkur hafi þetta á endanum en allt getur gerst enda bikarúrslitaleikur." -jj

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.