Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 7
LAUGARDAGVR 21. FERRÚAR 1998 - 7 RITSTJÓRNARSPJALL Island, Danmörk, Kína, írak, ást og óþj ál tólg Það var ástarvellu þáttur hér í danska sjónvarpinu næst á und- an fréttunum um daginn. Þar var verið að fjalla um brostin hjörtu og kulnaðar ástir. Þessi þáttur minnti mig á speki sem ég fór stundum með í mennta- skóla á viðeigandi stundum þeg- ar æskuástir manna kulnuðu með dramatískum hætti. Þessi speki hljóðaði einhvern veginn svona: „Astin er eins og ham- satólg. Oþjál þegar hún kólnar." Svo komu fréttirnar. Þau eru kunnugleg vandamálin sem frændur okkar Danir standa frammi fyrir þessa dagana í tengslum við utanríkispólitík. Annars vegar ræða menn um samskiptin við Kína og hins veg- ar um mál málanna, þátttöku í bandalaginu gegn einræðis- herrranum Saddam Hussein. I báðum tilfellum eru siðfræðileg- ar spurningar í forgrunni um- ræðunnar, sem gera hana til- finningaþrungnari en annars væri. En tilfinningahitinn, eins og ástin, hefur tilhneigingu til að kólna þegar frá líður. Það kostaði talsverða fyrirhöfn að koma samskiptum íslands og Kína í samt lag á eftir heimsókn varaforseta Tæwan til landsins- hin kínverska hamsatóig var svo sannar- lega óþjál þegar hún kólnaði. Eiga Kmveijar að ráða Varaforseti Kína hefur verið í opnberri heimsókn í Danaríki, sem eru augljós liður í því að koma samskiptum ríkjanna aftur í eðlilegt horf, eftir að Danir reyndu að safna fylgi við tillögu um mannréttinndi í Kína á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna í fyrra. Samhliða því að hinn hátt- setti kínverski gestur kemur til landsins kemur fram fyrirspurn um hvort dönsk stjórnvöld muni taka á móti þekktum andófs- manni, sem koma mun til Dan- merkur í mars. Nils Helveg Pet- ersen, utanríkisráðherra, neitaði að taka af skarið um það hvort tekið verði á móti andófsmann- inum, enda ljóst að með því væri hann að stefna £ hættu hugsan- legum árangri af heimsókn vara- forsetans. Og gagnrýnin hefur ekki látið á sér standa - blöð, út- varp og sjónvarp eru uppfull af vandlætingarfullum athuga- semdum frá fólki sem spyr hvort stjórnvöld í Beijing eigi að ráða því hverjir heimsæki Dan- mörku? Gagnrýnendur tala um mannréttindabrot í Kína og lág- kúrulegan undirlægjuhátt dans- ka utanríkisráðherrans. injóntar kiutnuglega Allt hljómar þetta frekar kunn- uglega í íslenskum eyrum, enda að verulegu leyti sama umræðan og fór fram þegar Tævanirnir heimsóttu Island í haust. Þá var um óopinbera heimsókn að ræða, sem þó var farin að minna mikið á opinbera heimsókn eftir að Davíð Oddsson hafði tekið að sér hlutverk gestgjafans. I hita leiksins stóð forsætisráðherrann keikur og ætlaði ekki að láta Kínverja segja sér fyrir verkum. Það kostaði líka talsverða fyrir- höfn að koma samskiptum Is- lands og Kína í samt lag á eftir - hin kínverska hamsatólg var svo sannarlega óþjál þegar hún kólnaði. Það kom svo í hlut Halldórs Asgrímssonar að vinna úr því máli. Brærtrajij óðirnar Þegar til lengri tíma er litið virð- ist niðurstaðan þó vera nokkurn veginn sú sarna hjá frændþjóð- unum Dönum og Islendingum. Frekar en að hrópa slagorð á torgum um mannréttindabrot, velja menn þá leið að halda vin- samlegum samskiptum við Kín- verja, en beita sér í mannrétt- indamálum í beinum viðræðum. Stóru skrefin fram á við í mann- réttindamálum í Kína felast þó í þvf að samskipti og viðskipti við vesturveldin verði sem mest, þannig að þetta fjölmennasta ríki veraldar opnist. Það er ekki endilega alltaf sá sem hæst læt- ur sem hefur sterkasta siðferði- lega málstaðinn. SamfylMng gegn Saddam Hitt stóra málið sem menn ræða hér í Danmörku - eins og raunar á Islandi og svo víða um heim - er samfylkingin gegn Saddam. Mikill meirihluti Dana vill taka þátt í hugsanlegum hernaði við Persaflóann. Þannig studdi t.d. mikill meirihluti málið í þinginu og spurningin var aðeins með hvaða hætti bein þátttaka Dana yrði. En efasemdarmenn eru hér ekki síður en annars staðar. Enda málið alls ekki sjálfgefið. Efasemdir í fyrsta Iagi er ástæða til að efast um að hægt verði að ná þeim markmiðum sem menn vilja með hervaldi. Þúsundum mannslífa verði þannig hugsan- lega fórnað án þess að staðan breytist í grundvallaratriðum. I öðru lagi er sannleikurinn auðvitað sá að Saddam Hussein og hans menn eru ekkert líklegri nú en við lok Flóabardaga hins fyrri til að breyta um stíl og hætta að framleiða efna- og eit- urvopn ef þeir ná að sitja áfram á valdastól. f þriðja lagi er raunveruleg hætta á að Saddam endurgjaldi árásaraðilum árásina með hermdarverkum, beiti t.d. sýkla- eða efnavopnum í heimaíandi einhvers árásaraðilans. Hótunin liggur fyrir og viðurkennt er að mjög erfitt væri að verjast slíkri árás, sem einn hermdarverka- maður gæti hæglega fram- kvæmt. í fjórða lagi er öldungis óvíst hvaða áhrif árás hefði fyrir sam- skipti landa á milli í heiminum almennt. Fyrir liggur að and- staða er veruleg við Ioftárásir, m.a. hjá Rússum og í Arabaríkj- unum. Það er því vel hugsanlegt að Ioftárásir kæmu af stað keðjuverkandi illindum í hinu alþjóðlega samfélagi, sem eng- inn leið er að sjá fyrir hvernig myndu enda. Hver er valkostumm? Efasemdarmenn hafa því mikið til síns máls þegar þeir fordæma hugmyndir um loftárásir og benda á Saddam Hussein sé ekki sá sem muni farast í sprengingunum, heldur saklaus- ir írakskir borgarar - menn, kon- ur og börn. En hver er valkost- urinn? Það er alkunna að Saddam Hussein svífst einskis. Um- hyggja hans fyrir þjóð sinni er sýndarmennska - hann heldur henni í gíslingu - og notar sjúk börn í áróðursskyni. Hann bygg- ir forsetahallir í staðinn fyrir að létta fólki áhrif viðskiptabanns- ins. Undanþágur frá viðskipta- banninu varðandi mat og lyf eru ekki nýttar að fullu. Vopnaeftir- litsnefndin sem verið hefur að störfum í Irak og er í sviðsljósi átakanna hefur fundið ótrúleg- an fjölda vopna og vopnafram- Ieiðslutækja. Sýklavopn, efna- vopn og fleira og fleira. Það kom almennt nokkuð á óvart hversu umfangsmikil þessi framleiðsla er og hefur verið þegar breski varnarmálaráðherrann George Robertson birti skýrslu um mál- ið í síðustu viku. Og allri þessari framleiðslu átti jú að vera hætt samkvæmt friðarskilmálunum sem Saddam sjálfur hafði skrif- að undir. Svik og blekkingar eru reglan en ekki undantekningin á þessum bæ. Frændþjórtir saman Frændþjóðirnar Danir og ís- lendingar hafa skipað sér með afgerandi hætti í þá fylkingu sem sett hefur Saddam Flussein úrslitakosti og hljóta auðvitað að standa við þá ákvörðun sína. Það er hins vegar nauðsynlegt og eðlilegt að menn hiki og reyni til hins allra ftrasta að finna ein- hverjar pólitískar lausnir. Heim- sókn Kofi Annan til Iraks er ein- mitt eitt síðasta hálmstráið á þeirri leið. Það þarf að gefa öll- um tilraunum tækifæri. En þrýstingurinn vex - vegna hótun- arinnar um beitingu hervalds. Og jafnvel þó takist að sefa að- eins meinta „gikk-gleði“ Amerík- ana og Breta getur auðvitað svo farið að menn þurfa að standa við hótunina um að beita her- valdi. Aðalatriðið er, að ef til þess kémur séu allir fullkomlega sannfærðir um að búið væri að reyna aðrar lausnir til þrautar. SýMavopnin notuö Þegar maður veltir því fyrir sér að saklausir borgarar gætu orð- ið fórnarlömb loftárása hlýtur sú spurning hins vegar líka að vakna hvort ekki sé þegar búið að stilla upp saklausum borgur- um á þetta taflborð. Trúir því einhver að þessi endalausa framleiðsla af sýkla- og efna- vopnum sé til þess gerð að þau verði aldrei notuð? Tæplega. Jafnvel þótt sú leið væri farin að reyna að friðþægja Saddam Hussein og gefa eftir, eru sterk- ar líkur til að menn væru hvort eð er að kalla skelfilegan dauð- daga með eiturvopnum yfir al- menna borgara síðar. Til viðbót- ar hefðu alþjóðalög beðið skip- hrot og einræðisherrar heimsins og sérstaklega Saddam Hussein stæðu miklu sterkari eftir. Ef menn búa til slíkt ástand í hinu alþjóðlega samfélagi í tilfinn- ingahita gegn stríðsrekstri, er hættan einfaldlega sú að fljót- lega muni menn standa frammi fyrir enn stærri og óþjálli vanda - en þá með báða fætur steypta niður í kólnaðri tólgarhellu!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.