Dagur - 28.02.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 28.02.1998, Blaðsíða 9
8- LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 Forréttur: Laxajn-enna Nýr, grafinn og reylitur. Aðalréttur: Glóðarsteikt kjötjjrenna á teini. Lamf), naut og svín á hrísgrjónabeði. Desert: ísjjrenna. Vanilluís, súkk ulaðiís og jarðarberjaís. Kaííi Verðkr. 1.650,- Okkar vinsæla kaffiblaðborð alla sunnudaga. LinJin Leiruvegi s. 4Ó1 3008 AKUREYRARBÆR LEIKSKÓLAKENNARAR Akureyrarbær óskar eftir að ráða leikskólakennara við eftirtalda leikskóla: Leikskólinn Árholt 50% staða (eftir hádegi) leikskólakennara með deildarstjórn, 4 heilar og 1 hálf staða almennra leikskólakennara. Upplýsingar veitir Jónína Hauksdóttir, leikskólastjóri, sími 462 3676 Leikskólinn Iðavöllur 1 heil staða leikskólakennara með deildarstjórn, 3 heilar stöður almennra leikskólakennara. Upplýsingar veitir Kristlaug Svavarsdóttir, leikskólastjóri, sími 462 3849 Leikskólinn Lundarsel 1 heil staða leikskólakennara með deildarstjórn og stöður almennra leikskólakennara. Upplýsingar veitir Erla Böðvarsdóttir, leikskólastjóri, sími 462 5883 Leikskólinn Flúðir 50% (eftir hádegi) staða leikskólakennara með deildarstjórn, 4 heilar stöður almennra leikskólakennara, 3 hálfar stöður (eftir hádegi) almennra leikskólakennara, 1 hálf staða (fyrir hádegi) almenns leikskólakennara, Upplýsingar veitir Elva Haraldsdóttir, leikskólastjóri, sími 462 6602. Leikskólinn Síðusel 2 heilar stöður almennra leikskólakennara og 3 hálfar (eftir hádegi) stöður almennra leikskólakennara. Upplýsingar veitir Snjólaug Pálsdóttir, leikskólastjóri, sími 462 3034. Leikskólinn Holtakot 1 heil staða aðstoðarleikskólastjóra, 1 heil staða leikskólkennara með deildarstjórn, 3 heilar stöður almennra leikskólakennara, Upplýsingar veitir Sigríður Gísladóttir, leikskólastjóri, sími 462 7081. Leikskólinn Páimholt 3 heilar stöður almennra leikskólakennara. Upplýsingar veitir Sigrún Jónsdóttir, leikskólastjóri, sími 462 3911. Leikskólinn Krógaból 2 heilar stöður almennra leikskólakennara og 2 hálfar (eftir hádegi) stöður almennra leikskólakennara. Upplýsingar veitir Anna R. Árnadóttir, leikskólastjóri, sími 462 7060. Leikskólinn Klappir 3 heilar stöður almennra leikskólakennara. Upplýsingar veitir Aðalheiður Hreiðarsdóttir, leikskólastjóri, sími 462 7041. Laun samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra leikskólakennara eða STAK við Launanefnd sveitarfélaga. Upplýsingar um kaup og kjör veitir starfsmannastjóri í síma 462 1000. Umsóknum skal skilað til starfsmannadeildar Akureyrarbæjar Geisla- götu 9 á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 1998. Starfsmannastjóri /-----------------------------------\ RAUTT LjÓS þif&in- RAUTT IffÓS yUMFERÐAR RÁÐ \____________________________________/ -Dj&pr '-MWVÍvO" rDgptr— FRÉTTASKÝRING Laitgar mest til að skjóta þá! í fjðrða skipti er verið að taka mál fyrir dóm- stólum þar sem Alfreð Magnússon öryrki leit- ar réttar síns. Fagaðil- ar styðja frásögn hans, en allt hefur komið fyrir ekki. Alfreð Magnússon, íbúi í Grund- arfirði og fyrrum skipstjóri, er ör- yrki á sjötugsaldri og hefur staðið í tæplega 13 ára baráttu við dóms- kerfið eftir að hann slasaðist við vinnu sína. Hratt hefur gengið á fé Alfreðs og fjölskyldu eftir slysið og er hann furðu lostinn yfir fjandsamlegum dómstólum sem fimm sinnum hafa hafnað kröfum hans. I mars nk. verður mál Andr- ésar gegn fyrrum vinnuveitanda tekið fyrir öðru sinni í Hæstarétti og benda umsagnir fagaðila til að hann eigi loks möguleika á sigri. Lítil þúfa Þáttaskil urðu í Iífi Alfreðs 8. maí árið 1985 þegar hann var 54 ára gamall. ITann var þá við störf hjá fýrirtækinu Sæfangi í Grundar- firði sem ökumaður á vörubíl, auk þess sem hann greip í önnur störf. Alfreð var þennan dag beðinn um að standsetja vörubíl fyrir aðal- skoðun en felguró hafði vantað um skeið á hægra framhjólið. Fól verkstjórinn honum, samkvæmt frásögn Alfreðs, að herða nýja ró sem teldn hafði verið af bifreið sömu tegundar sem lagt hafði ver- ið skammt frá til niðurrifs. „Vél- stjórinn kom með hana til mfn ol- íuborna og burstaði boltann á felgunni. Eg fór að herða en eftir skamma stund gaf allt eftir, ég datt og þríbraut á mér löppina, opið brot. Eg fór á sjúkrahúsið í Stykkishólmi og var frá í 7-8 mán- uði en byrjaði þá að vinna. Það reyndist mér erfitt og mér hrakaði ört, fékk alltaf sár á fótinn. I stór- um dráttum hætti ég svo alveg vinnu í mars 1993 og hef ekkert starfað síðan,“ segir Alfreð. Ásakaður um þjösnaskap Alfreð fær bætur sem 30% öryrki í dag og fékk gagngert eftir slysið um 600.000 kr. í heildarbætur. Það er hins vegar ekki mikil fjár- hæð þegar tekið er tillit til um- skiptanna á lífi Alfreðs og þegar ljóst varð hvað stefndi í, sótti hann mál gegn vinnuveitanda sín- um, enda segir Alfreð að forstjóri Sæfangs hafi sagt, að hann fengi ekkert út úr þeim án þess að fara í mál. Alfreð hélt þvi fram að van- ræksla hefði verið orsök slyssins og átti sýslumaðurinn í Stykkis- hólmi, Jón Magnússon, að dæma í málinu. Hins vegar hafði Alfreð verið viðriðinn löggæslustörf í Grundarfirði og var sýslumaður því talinn vanhæfur. Málið var flutt til Reykjavíkur og lauk með tapi Alfreðs. „Mér var alfarið kennt um og sagt að ég hefði beitt ; M O - v *N"Í' ' i . Alfreð Magnússon er enn með sár á hægri fótlegg eftir vinnuslys sem hann lenti I árið 1985. Hann segir kerfið með eindæmum óvilhallt sér. - myndir: ohr afli og sprengt róna með þjösna- skap. Eg vildi ekki una þessu og vfsaði málinu til Hæstaréttar en hann komst að sömu niðurstöðu og Héraðsdómur árið 1994.“ Illa ranusakað mál Þegar hér var komið sögu telur Al- freð að fyrir utan vinnutapið hafi hann verið búinn að greiða um hálfa milljón króna í kostnað vegna málarekstrarins, þannig að hann var nánast á sléttu. Hann hafi verið nálægt því að gefast upp en vegna sérálits eins af dómend- um Hæstaréttar hafi lögmaður hans séð að málið var ekki nógu vel rannsakað. Róin sem brast hefði nefnilega aldrei verið full- könnuð með tæknilegum aðferð- um. Sannarlega gölluð ró Lögmaður Alfreðs fór því með róna til Iðntæknistofnunar og lét rannsaka hana. Samkvæmt vott- orði stofnunarinnar kom í ljós að róin hafði verið gölluð. Með þess- ar nýju upplýsingar bað Alfreð um upptöku málsins fyrir Hæstarétti en því var neitað. Alfreð sendi róna einnig til Rannsóknastofn- unar byggingaiðnaðarins og þeir athugðu hve mikið átak þyrfti til að brjóta gallalausa ró. 28 tonn þurfti til og er því ekki á mann- legu valdi að sprengja slíkan grip öðruvísi en eitthvað sé athuga- vert, skv. frásögn Alfreðs. Verkalýðsfélagið blandar sér í leikinn Verkalýðsfélagið í Grundafirði ákvað nú að styðja við bakið á Al- freð og hefur síðan rekið mál hans. Félagið skrifaði Hæstarétti bréf og bað aftur um upptöku en fékk synjun líkt og Alfreð. Þá var ákveðið að fara í persónulegt mál gegn verkstjóranum sem skipaði honum að \ánna verkið á sínum tíma. Það tapaðist fyrir Héraðs- dómi Vesturlands en var skotið til Hæstaréttar þar sem ákvörðun liggur fyrir innan tíðar eins og fyrr segir. lngólfur Þorbjörnsson frá Iðntæknistofnun mun m.a. hafa vitnað í þessu máli og staðhæft að gömul sprunga með mikilli tær- ingu hafi verið í rónni. Langar að draga fram haglabyssuna Alfreð Mrtist þokkalega stemmdur í viðtalinu við blaðið þrátt fyrir allt, en hann er reiður. Hann á konu og fimm uppkomin börn og lífið hefur verið erfitt síðari ár fyr- ir mann sem áður bauð Ægi byrg- inn og gætti laga og réttar þess á milli. Fjárhagslegir erfiðleikar hafa magnast. „Eg átti húsið nán- ast skuldlaust þegar þetta gerðist en nú skuldum við rúmar þrjár milljónir og höfum þó sýnt að- hald. Ætli þetta endi ekki með því að ég missi allt. Eg get ekki sagt að ég sé hrifinn af þessu kerfi sem við búum við. Mig langar mest til að draga fram haglabyssuna og skjóta þessa menn, þótt ég yrði í tugthúsinu það sem eftir væri æv- innar,“ segir Alfreð, en hlær þó að orðum sínum. Frelsissviptingin er honum þungbær. Hann hefur skipstjórnarréttindi og reyndi að fara á sjóinn eftir slysið, en gafst upp. Krafa Alfreðs er rúmar 4.8 milljónir fyrir dómstólum, en hann er líka að reyna að endur- heimta virðingu sína. Sæver hefur fengið nýtt nafn en stjórnarformaður þess vildi ekki ræða málið, enda kæmi það þeim ekki lengur viö. Fymerandi verk- 13 ára kerfisbaráttu Alfreðs og fjölskyldu lýkur á næstu dögum. Vinnuslys gerði hann stjóri Alfreðs sagði einnig að ekk- að öryrkja og ef stríðsgæfan gerir ekki vart við sig, segist Alfreð stefna igjaldþrot. ert væri um málið að segja. Eiginkona hans er Kristín Friðfinnsdóttir. vooi- o r tj o n mm uc mmu i - TTrvr LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 - 9 AKUREYRARBÆR Búsetu og öldrunardeild Deildarstjóri heimahjúkrunar Laus er til umsóknar staða deildarstjóra heimahjúkrunar. Deildarstjórinn starfar á Heilsugæslustöðinni á Akureyri, en í nánu samstarfi við aðra stjórnendur heimaþjónustu bæjarins. Hlutverk hans er að skipuleggja og stjórna heimahjúkrun í um- dæmi Heilsugæslustöðvarinnar. Heimaþjónusta hjá Akureyrar- bæ er hluti af reynsluverkefnum skv. samningi við Heilbrigðis- ráðuneytið og er því hér um þróunarverkefni að ræða. Leitað er að hjúkrunarfræðingi með reynslu af heilsugæslu og/eða stjórnun, sem er tilbúinn að taka þátt í uppbyggingar- og þróunarstarfi. Áhersla er lögð á mikla lipurð í mannlegum samskiptum. Um er að ræða fullt starf sem veitist frá 1. apríl 1998. Laun skv. kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Upplýsingar um starfið veitir deildarstjóri Margrét Guðjóns- dóttir í síma 460-4600 og upplýsíngar um kaup og kjör veitir starfsmannastjóri í síma 462-1000. Umsóknum skal skila til starfsmannadeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 15. mars 1998. Starfsmannastjóri EYÞING Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum - Strandgötu 29 - 600 Akureyri - Sími 461 2733 - Fax 461 2729 kt. 561192-2199 - Netfang: eything@nett.is Framkvæmdastjóri EYPING - Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum óskar að ráða framkvæmdastjóra. Skrifstofa framkvæmdastjóra er staðsett á Akureyri. Starfið er laust frá 1. maí næstkomandi. Umsóknir sendist til Eyþings fyrir 20. mars 1998. Upplýsingar um starfið veitir Sigfríður Þorsteinsdóttir, stjórnarfor- maður í síma 462-4031 og Hjalti Jóhannesson, framkvæmdastjóri í síma 461-2733. EYÞING, Strandgötu 29, 600 Akureyri Vinabæjavika í Álesund 20.-27. júní 1998 Helstu viðfangsefni á vinabæjavikunni verða: • Söguskoðun - kynning á sögu eigin bæjar og að kynna sér á staðnum sögu Álesund. • Útilíf fyrir ungt fólk - þar verður m.a. tekið þátt í tveggja daga ferð þar sem skiptast á ferðir á sjó og í fjöllum, með gistingu í tjöldum. Þátttaka í báðum þessum hópum er miðuð við fólk á aldrin- um 16-20 ára. Dagskráin fyrir hópana er lögð upp þannig að fatlaðir hafi möguleika á þátttöku. Öll dvöl í Álesund er þátttakendum að kostnaðarlausu og ferðastyrkir eru veittir bæði af Álesund og Akureyrarbæ. Kostnaður fyrir hvern almennan þátttakanda verður því ein- ungis 8.000 kr. Umsóknarfestur er til mánudagsins 9. mars nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi í framhaldsskólunum, Kompaníinu, Hafnarstræti 73 og á skrifstofu Akureyrarbæj- ar, Glerárgötu 26.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.