Dagur - 04.03.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 04.03.1998, Blaðsíða 1
15 til 20 þúsund kveðjur á nærri fimm árum. Þegar kveðjubunkanum erstaflað þarf aldeílis að halda við. Þetta eru margar rúllur af faxpaþír, 15 handskrifaðar stílabækur og fullur kassi af bréfum. mynd: gs. Kastar sonur. kveðjum Hún móðirmín á margrn, margra ára af- mæli í dag og hún verður voða, voða ung. Mamma mín vertu eins ogþú ert og hef- ur alltafverið. Þinn eini og víttelskaði Hver kannast ekki við afmæliskveðjurn- ar í Hvítum mávum hjá Gesti Ein- ari. Hverjum gæti hins vegar dottið í hug að hann hefði geymt hverja og eina afmælis- kveðju frá árinu 1993. Um 15 til 20 þúsund kveðjur í allt. Fáum getur maður ímyndað sér. En svona er þetta víst með hann. IJmhverfisv.Tim útvarps- maður Gestur er sem sagt umhverfis- vænn útvarpsmaður sem fannst ekki hægt að henda öllum þessum pappír sem kom inn til hans í hverjum þætti. „Mér fannst mun skynsamlegra að safna öllu saman og senda pappírinn einhvern tímann í end- urvinnslu. Ég byrjaði ekki á þessu strax en mig minnir að Arnar Páll, forstöðumaður Rúvak, hafi hvatt mig til þess.“ Gestur segir að það hafi bara æxlast þannig að hann henti aldrei kveðjubunkanum eftir árið. „Þetta hrúgaðist bara upp við hliðina á skrifborðinu mínu. Þangað lagði ég papp- írinn eftir hvern þátt, allt á sinn stað, og kveðj- urnar söfnuðust saman.“ Þegar hann fór að líta fyrir al- vöru á staflann þá var þetta orðið ansi mikið og hann hugsaði með sér að hann þyrfti að gera eitthvað í málunum. Tími komiim á endurvinnslu Þessi sleðaskapur hans, eða kannski frekar árátta, hefur aldrei hneykslað neinn samstarfsmanninn sem hefur fyl- gst með kveðjubunkanum vaxa. „Þeir eru farnir að spyrja mig að jm' núna hvenær ég ætli að henda þessu blaða- fargani. Þetta er nefnilega ekki alveg nógu gott því að ég þarf orðið að geyma þetta inni á skrifstofu hjá Arnari Páli. Eg hef ekki pláss fyrir þetta í básnum mínum." Mau eftir sumiiin kveöjunum Gestur fær upp undir 40 kveðjur á fax- inu á dag í Hvíta máva, fyrir utan allar þær sem hann handskrifar sjálfur. Pappírsmagnið er því ansi mikið. Marg- ar rúllur af faxpappír og 15 handskrif- aðar stílabækur. Þegar Gestur lítur yfir kveðjuflóðið, tekur eitt og eitt bréf úr hrúgunni og les, þá er ekki laust við að hann muni eftir þessum kveðjum. „Eg man eftir þessum skondnu og sniðugu kveðjum. Sérstaklega þeim sem fylgja skemmtilegar vísur. Þær eru margar góðar en auðvitað margar mjög slæmar líka. Það er náttúrulega synd að henda öllum þessum kveðskap en það er ekki séns að ég geti farið í gegnum þetta. Það tæki mig margar vikur.“ Það er ýmislegt lagt í bréfin sem ber- ast Gesti og þegar nokkur þeirra eru skoðuð má sjá mörg hver fagurlega skreytt blómum, sumum fylgja myndir af afmælisbarninu, öðrum ljóð og vísur. Töluvert er um að bréf og kveðjur ber- ist frá útlöndum í gegnum tölvupóstinn og segir Gestur að það hafi aukist mik- ið eftir að Útvarpið hóf að senda út á internetinu. En má Gestur henda öllum þessum pappír? Eru þetta gögn sem hann þyrfti að skila af sér? „Það er nefnilega það sem ég veit ekki. Eg þyrfti að hringja í skjalavörð til að athuga málið.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.