Dagur - 04.03.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 04.03.1998, Blaðsíða 5
 MIDVIKUDAGUR 4 .MARS 1998 - 21 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU „Meðan Ijóðelskur almenningur I landinu les skáldskap Sigurðar Breiðfjörs Hfir hann í vitund þjóðarinnar. Og um leið er hann ekki vanmetinn, “ segir Þðrarinn Eldjárn um skáldið sem er 200 ára í dag. Allt bendir til að Þórarinn Eldjárn muni hylla Sigurð Breiðfjörð með frumortum rímum sínum. Sigurður Breiöfj örö - 200 ára afmæli SigurðurBreiðfjörð á 200 ára afmæli í dag. í kvöld klukkan 20.30 verður dagskrá um skáldið í húsa- kynnum Rithöfunda- sambandsins að Dyngjuvegi 8. Þar mun Hjörtur Pálsson flytja erindi um Sigurð, Ragnheiður Tryggvadóttir les úr kvaeðum hans, kvæðamenn úr kvæða- mannafélaginu Iðunni kveða vísur og Þórarinn Eldjárn minn- ist skáldsins. I kynningu á dagskránni segir að Þórarinn muni hylla afmælis- barnið með sínum hætti. Þórar- inn var spurður hvers eðlis sú hylling yrði. „Eg ætla að hylla Sigurð Breiðljörð en það er spurning Leikritið Trainspotting verður frumsýnt í Loftkastalanum í kvöld. Leikritið er byggt á met- sölubók breska rithöfundarins Irvine Welsh. Þar segir frá ungu fólki sem alist hefur upp við mikla fátækt í Skotlandi. At- vinnuleysi og eymd einkennir Iíf fólksins sem virðist ekki eiga sér neina framtíð. En það þykist hafa fundið von um betra líf í eiturlyfjum. Sú hamingja reynist einungis tímabundin. Trainspotting var upphaflega sett upp af litlum leikflokki í Ed- inborg og frumsýnt árið 1994. Þaðan lá leiðin upp á við og á síð- asta leiktímabili var það sýnt fyrir fullu húsi í Ambassador leikhús- inu á West End í London. Islenska uppfærslan verður fyrsta uppfærslan á Norðurlönd- um en verið er að setja upp verkið vítt og breitt um heiminn, hvort ég geri það með mínum hætti, sennilega mun ég frekar hylla hann með hans hætti,“ svaraði Þórarinn. Hann var spurður hvort hann myndi fara með frumortar rímur eftir sjálf- an sig. „Já, trúlega,“ svaraði hann. Og þegar hann var spurð- ur hvort rímurnar séu um af- mælisbarnið kom svarið: „Þær eru einhvern veginn utan í því.“ Því hefur löngum verið haldið fram að Sigurður Breiðfjörð hafi verið leirskáld. Þórarinn tekur engan veginn undir þá skoðun. „Það er bara eins og hver önnur vitleysa," segir hann. „Auðvitað orti Sigurður Breiðljörð misvel um ævina, en menn sem eru orðnir 200 ára eiga rétt á því að vera metnir fyrir það sem þeir gerðu best. Þótt Sigurður hafi orðið skotspónn manna sem stóðu fyrir aðra kveðskapar- stefnu þá eignaðist hann sína meðhaldsmenn. Einar Bene- diktsson vann það afrek að fá úrval af ljóðum Sigurðar Breið- ljörðs útgefið hjá Gyldendal og kynnti hann fyrir forsvarsmönn- til dæmis í Hamborg, Berlín, París, Madríd, Brussel, Astraliu, Buenois Aires og í undirbúningi er uppsetning í Chicago sem ætlunin er að færa á Broadway. Kvikmyndin sem gerð var eftir verkinu var ein vinsælasta myndin sem sýnd var í kvik- myndahúsum hér á landi á ár- inu 1996 en tæplega 30 þús- und manns sáu myndina. Myndin er ein af aðsóknar- mestu kvik- myndum Breta fyrr og síðar. Handrit mynd- arinnar var til- nefnt til Ósk- arsverðlauna í fyrra. um forlagsins sem Robert Burns íslands.“ Sigurður Breiðíjörð varð fórn- arlamb eins frægasta ritdóms ís- Iandssögunnar, en þar var Jónas Hallgrímsson að verki og vand- aði Sigurði ekki kveðjurnar. „Dómurinn var merkur og skilj- anlegur á sínum tíma en um leið afskaplega ósanngjarn og yfir- fullur af fúkyrðum og lélegum bröndurum," segir Þórarinn og bætir við: „Stundum hefur verið látið að því Iiggja að eftir dóm Jónasar hafi Sigurður séð að sér, bætt ráð sitt og ort Númarímur, sem voru það langbesta sem hann orti. En að því er mér skilst voru þær ortar áður en hann leit þennan dóm augum." I lokin liggur beinast við að spyija hvort Sigurður Breiðljörð sé vanmetið skáld. „Það getur vel verið að fáir bókmenntafræðingar í Háskól- anum séu að skrifa um hann rit- gerðir. Ef matið liggur þar er hann sjálfsagt vanmetinn,“ svar- ar Þórarinn. „En meðan ljóð- elskur almenningur f landinu Ies I uppfærslu Loftkastalans fara Ing\'ar Sigurðsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Gunnar Helgason og Þrúður Vilhjálmsdóttir með helstu hlutverk. Leikstjóri er Bjarni Haukur Þórsson og meistari Megas á heiðurinn af þýðingunni. skáldskap Sigurðar Breiðfjörs lifir hann í vitund þjóðarinnar. Og um Ieið er hann ekki van- metinn." Leikfélag Dalvíkur sýnlr Að eilífu eftir Árna Ibsen. Leikstjóri Oddur Bjarni Þorkelsson. Sýningar: Fimmtudaginn 5. mars kl. 20.00. Laugardaginn 7. mars kl. 21.00. Fimmtudaginn 12. mars ki. 21.00 Föstudaginn 13. mars kl. 21.00 Laugadaginn 14. mars kl. 21.00 Allra síðustu sýningar. Miðapantanir frá kl. 18-19 sýningardaga. Nánari upplýsingar í síma 466 1900. Leikfélag Dalvíkur. Um þrjátiu þúsund manns sáu kv/kmyndina Trainspotting. Nú er að vita hvort leikritið laði að í svipuðum mæli. Tálsýn og eiturlyf Leikfélag Akureyrar Söngvaseiður Tlte Sotiud ofMusic Leikhandrit: H. Lindsay og R. Crouse Söngtextar: Oscar Hammerstein annar Tónlist: Richard Rodgers Þýðing: Flosi Ólafsson Útsetningar: Hákon Leifsson Lýsing: Ingvar Björnsson Leikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir Hljómsveitarstjóm: Guðmundur Óli Gunnarsson Leikstjóm: Auður Bjamadóttir í hlutverkunum: María: Þóra Einarsdótlir Georg von Trapp: Hinrik Ólafsson Auk þeirra: Hrönn ílafliðadóttir Jóna Fanney Svavarsdóttir, Rósa Kristín Baldursdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Unnur Helga Möller, Inga Bára Ragnarsdóttir, Ingimar Davíðsson, Hildur Þóra Franklín, Hclga Valborg Steinarsdóttir, Helga Margrét Clarke, Rakcl Hinriksdóttir, Vilhjálmur B. Bragason, Baldur Hjörleifsson, Audrey Freyja Clarke, Erika Mist Arnarsdóttir Guðbjörg Thoroddsen, Þráinn Karlsson, Marinó Þorsteinsson, Hildur Tryggvadóttir, Sigrún Arngrímsdóttir, Þuríður Vilhjálmsdóttir, Jón Júlíusson, Hjalti Valþórsson, Jónsteinn Aðalsteinsson, Manfred Lemke. Fjórtán félagar úr Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands. Frumsýning í Samkomuhúsinu 6. mars kl. 20.30. Uppselt. 2. frumsýning laugardaginn 7. mars. kl. 20.30. UPPSIiLT 3. sýning sunnudaginn 8. mars. kl. 16.00 Orfá sæti laus 4. sýning föstudaginn 13. mars kl. 20.30 5. sýning laugardaginn 14. mars kl. 20.30 6. sýning sunnudaginn IS.marskl. 16.00 Gjafakort í leikhúsið. Gjöf sem gleður. Kortasala í miðasölu Leikfclagsins, í Blómabúð Akure>Tar og á Café Karólínu. Miðasalan í Samkomuhúsinu cr opin þriðjudaga til föstudaga kl. 13.00 - 17.00. Svningardaga fram að sýningu. Sími: 462 - 1400 Símsvari allan sólarhringinn, Lamlshanki lsLiiuls vcitir hantllifífum Gull- debet korta 25% afslátt er styrktaraöili Leikfélags Akureyrar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.