Dagur - 04.03.1998, Blaðsíða 6
22 - MIÐVIKUDAGUR 4.MARS 1998
Dwptr
HEIMJLISLIFIÐ I LANDINU
L
/ húsinu er mikiö af listaverkum eftir Grétar og hér má sjá nokkur þeirra sem hanga uppi í sjónvarpsholinu. myndir þök.
Listaverkin
máluð
beint á vegginn
Það erdálítið öðruvísi að búa
í kúlu enfemingi. Sumir
segja það mannbætandi eða
alla vega heilsubætandi.
í kúluhúsi í Hafnarfirði býr listamaður-
inn Tarnús, Grétar Magnús Guðmunds-
son, ásamt konu sinni Katrínu Jensdóttur
og tveimur börnum. „Við fluttum inn
1986,“ segir Grétar. „Þá voru aðstæður
okkar þannig að við bjuggum í ieiguhús-
næði sem var selt nær fyrirvaralaust og
við urðum að flytja strax í þetta hús og
við gerðum það, þó það ætti langt í land
með að verða tilbúið. Það tók okkur um
tíu daga að reisa húsið, sem búið er til úr
fyrirfram smíðuðum þríhyrningum."
Sett saman úr þríhymingiun
Einar Þorsteinn Asgeirsson teiknaði hús-
ið, en kúluhúsin hans eru á nokkrum
stöðum á Iandinu. Þessi hugmynd, að
nota þríhyrninga til að setja saman kúlu
er mjög skemmtileg og hægt að hafa hús-
ið í nærri hvaða stærð sem er. Húsið í
Hafnarfirðinum er um 150 fermetrar að
grunnfleti og það er að hluta til á tveimur
hæðum.
„Uppi er meðal annars hjónaherbergið,
en efri hæðin er um 50 fermetrar," segir
Grétar. „Við ætlum að loka Ioftinu yfir
eldhúsinu Iíka, bæði til að hitinn leiti
ekki eins mikið upp og líka til þess að það
sé hlýlegra andrúmsloft í eldhúsinu."
Óregluleg herbergi
Gluggarnir í húsinu eru þríhyrndir, glerið
er einfaldlega sett í eins marga þríhyrn-
inga og gluggarnir eiga að vera margir og
opnanieg fög sett þar sem þörf krefur.
„Eg myndi ekki gera gluggana á sama
hátt nú,“ segir Grétar, „heldur byggja þá
Kúluhús eru búin til úr þrihyrndum flekum.
aðeins út og hafa þá ferkantaða.“
„Já,“ segir Katrín, kona hans. „Það er
alveg ómögulegt að útbúa gardínur fyrir
þessa glugga, bæði vegna lagsins á þeim
og svo vegna þess að veggimir halla og
því vont að fá gardínur til að hanga. Það
verður að festa þær bæði að ofan og neð-
an.“
Eins og gefur að skilja eru herbergin
óregluleg í lögun og engin tvö eins. Bað-
herbergið er í miðju hússins og mjög
rúmgott, eins og raunar húsið allt. I eld-
húsinu er sérsmíðuð innrétting sem Grét-
ar bæði teiknaði og smíðaði og Iætur
hann bogalögun hússins endurspeglast í
skúffum og hurðum innréttingarinnar.
„Innréttingin er ekki alveg tilbúin," segir
hann. „Það á eftir að smfða hluta af
henni sem kemur fram í eldhúsið og þar
verður eldavélin og háfur fyrir ofan
hana.“
Ódýrara í byggingu
I stofunni eru tveir veggir heilmálaðir
sem málverk. „Það hefur sína kosti að
eiga listamann fyrir eiginmann," segir
Katrín „Veggirnir voru ekki nógu góðir
þama, svo ég bara
málaði mynd þar,“ segir Grétar.
„Við áttum von á gestum f þorrablót og
vildum svona í og með koma þeim á óvart
með þessu, en hugmyndin kom vel út.“
Annars eru verk Grétars um allt húsið og
af ýmsum toga. Bæði ný listaverk sem
bera ákveðinn keim teiknimynda og eldri
verk sem eru meira hefðbundin. Húsið
gegnir að nokkru leytr
hlutverki Iistasafns, því
gestir koma iðulega í
beimsókn og fara fram
á að kaupa eitthvert
verkið eða panta verk
hjá Grétari.
„Þó húsið sé ekki full-
klárað enn og eigi svo-
lítið langt í land með
það, þá líður okkur vel í
því og ég er þess fullviss
að það er heilsu manna
hollt að búa í kúluhúsi,"
segir Grétar. Það er ekld
verra að húsið er tals-
vert ódýrara í byggingu
en samsvarandi stærð af
húsi
sem byggt er á hefðbundinn hátt og líka
mjög stöðugt þó blási vindar. Vindurinn
nær engu taki á slíku húsi og ein af af-
leiðingum þess er sú að það kólnar minna
og er því ódýrara í hitun en það væri ann-
ars. -VS
Grétarog Katrin í holinu, við eitt verka Grétars. Þarna er kósíhorn
fjölskyldunnar.