Dagur - 04.03.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 04.03.1998, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 4.MARS 1998 - 23 D^wr LÍFIÐ í LANDINU fYsega. fólkið Einsog nýgift þráttfyrir skiinað Jsa Marie Presley og Michael ackson skildu fyrir tveimur irum en ástin virðist enn ríkja nilli þeirra. Um daginn sást til >eirra á veitingastað í Beverly dills og þar kysstust þau og öðmuðust. Ekki sást í Michael dlan því hann var með grímu yrir andliti, sjálfsagt verið að afna sig eftir enn eina lýtaað- ;erðina. Ættingjar og vinir Lisu Mariu hafa miklar áhyggjur af nánu sambandi þeirra skötuhjúa og óttast að Michael muni nýta sér hlýjar tilfinningar Lisu Mariu í hans garð og plata hana til að selja sér fyrirtækið sem sér um útgáfu á verkum Eivis Presley, en það fyrirtæki erfði Lisa Maria fyrir nokkrum dögum þegar hún varð þrftug. Ekki er að sjá að Lisa Marie og Michael hafi skilið fyrír tveimur árum. Hún frá Húsavík - hann frá Akureyri „Man ekki hvar ég sá hann fyrsf það voru að minnsta kosti ekki neinarþær aðstæður sem eru nér sérstaklega minnisstæðar, “ segir Þórunn Harðardóttir, sem hér er ásamt Tómasi Inga Jónssyni, eiginmanni sinum. (Ijósmyndast Páls, Akureyri.) „Tómas er héðan frá Akureyri en ég er austan frá Húsavík, en er búin að búa hér á Akureyri síðan 1982. Við erum búin að vera saman frá 1989 og ákváðum síð- an að láta verða af því að gifta okkur með pomp og pragt síð- asta sumar. Okkur fannst sá tími einmitt vera hentugur," segir Þórunn Harðardóttir. Þann 12. júlí á síðastliðnu ári gaf séra Birgir Snæbjörnsson þau Þór- unni og Tómas Inga Jónsson saman í heilagt hjónaband við hátíðlega athöfn í Akureyrar- kirkju. A eftir var giftingarveisla á heimili foreldra hans. „Eg man ekki hvar ég sá hann fyrst, það voru að minnsta kosti ekki neinar þær aðstæður sem eru mér sérstaklega minnisstæð- ar,“ segir Þórunn. Þau Tómas eiga saman tvo stráka, þá Róbert Inga fjögurra ára og Arnór Orra, sem er 11 ára. Þórunn starfar í dag - og hefur gert síðastliðin tvö ár - sem sölumaður hjá AKO-plasti, en Tómas hjá Sand- blástri og málmhúðun á Akur- eyri, en það fyrirtæki er í eigu Ijölskyldu hans. „Giftingarveisla okkar var haldin á heimili forelda Tómas- ar og ætli gestir hafi ekki verið um 50 talsins. A eftir fórum við í svolitla brúðkaupsferð að Ytri- Vík á Arskógsströnd þar sem við dvöldumst í þrjár nætur - og átt- um góða daga,“ segir Þórunn Harðardóttir. -SBS. Lísa Kristín og Eyjólfur Gefin voru saman þann 6. des- ember á sl. ári af séra Ægi Fr. Sigurgeirssyni þau Lísa Kristín Gunnarsdóttir og Eyjólfur Gísla- son. Þau eru til heimilis að Holtagerði 42 í Kópavogi. (Ljós- myndast. MYND, Hafnarfirði.) Jacqueiline og Guðmundur Gefin voru saman þann 8. nóv- ember á sl. ári, af séra Jakobi Rolland, þau Jacqueiline Becker og Guðmundur Asmundsson. Heimili þeirra er að Jöklafold 37 í Reykjavík. (Barna- og fjöl- skylduljósmyndir, Gunnar Leifur Jónasson.) P I RT ÁN ABYRGÐAR Kvikniyndir hafa áhrif Tvær konur voru handteknar eftir að hafa rænt kjörbúð í Bandaríkjunum. Þær voru vopn- aðar byssum og notuðu féð til að greiða sektir vegna inni- stæðulausra tékka. Þegar þær voru yfírheyrðar sögðust þær hafa horft á myndina „Set it off‘ þar sem sagan snýst um fjórar konur er ræna banka. Gott að hafa kreditkort forsetans Leyniþjónustumenn handtóku Michael Robinson íyrir að hafa notað kreditkort Jimmy Carter til að kaupa geisladiska að and- virði 45$. Robinson komst yfir númerið á kreditkortinu þegar hann var að vinna á stað sem er f um 10 mílna Ijarlægð frá heimabæ Carters. Carter borð- aði þar iðulega og greiddi með kreditkorti sínu. Verði Robinson sakfelldur, gæti refsing hans orðið þriggja ára fangelsisvist. Eldur, eldur Hinn 19 ára gamli Keith Porter var alveg ákveðinn í því að vinna fyrir sér með skólanum og gerð- ist sjálfboðaliði í slökkviliðinu. Svo ákveðinn var hann, að hann kveikti elda hér og þar til að hafa meira að gera og vinna sér inn meira fé. Hann var ákærður fyrir 11 íkveikjur og gæti þurft að eyða 115 árum f fangelsi og greiða 200 þúsund dollara í sektir. Sjálfboðaliðar fá um 5 dollara á tímann í slökkviliiðinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.