Dagur - 26.03.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 26.03.1998, Blaðsíða 2
18- FIMMTUDAGUR 26.MARS 1998 Auðvitað hefur unga fólkið skiptar skoðanir á því hvernig það vill vera klætt á ferming- ardaginn en almennt virðist það herralega og kvenlega vera ríkjandi. Það er hægt að út- færa það á ólíkan hátt. Sumir vilja vera penir en aðrir meira grúví. Sumir í notuðum fötum en aðrir í nýjum. Dagur fékk tvö fermingarbörn, strák og stelpu, til að velja sér fermingarfatnað að eig- in ósk, alls óháð kostnaði. Fermingardrengurinn, Eiríkur Bjarki Jóhannesson, býr í Reykjavík og kaus að fara í verslunina Sautján í Kringlunni. Fermingarstúlkan, Heiða Björk Ingvarsdóttir, býr aftur á móti á Akureyri og vildi fara í tískuverslunina Parið. Feimingaifatnaðuiinn hans Eiríkur Bjarki fór inn í verslunina Sautján með það í huga að velja sér sparilegan fatn- að sem hann gæti einnig notað eftir ferminguna og við önnur tilefni. Hann hafði ná- kvæmlega enga skoðun á því fyrirfram hvers Iags föt hann vildi og gekk því um versl- unina til að leita að því rétta. I Sautján var áberandi hversu mikið úrval var af fötum fyrir fermingarbörnin en þau föt sem Eiríkur kom sér niður á að lokum voru í raun það eina sem hann var virkilega til í að eignast. Þetta voru stakar buxur og jakki sem ganga vel saman, en eru jafnframt hentug til að nota ein og sér. Hann valdi við fötin bláa skyrtu, sem virðist vera ríkjandi hjá fermingardrengjunum, og eitthvert bindi sem passaði vel við og frískaði upp á föt- in. Grófir skór voru þeir einu sem Eiríkur Bjarki vildi, hentugir, enda ganga þeir auð- veldlega sem hversdagsskór seinna, þeir eru ekki fínni en svo. I heildina kosta fötin sem Eiríkur valdi 31 þúsund krónur. Sá kostnaður deilist þan- nig að buxurnar eru á 4.900, jakkinn á 9.900, skyrtan á 4.900, bindið á 3.500 og skórn- ir á 7.900. Þegar litið er á annan klæðnað hjá strákunum þá er nokkuð um það að leigður sé ís- lenski hátíðarbúningurinn. Leigan á honum er rúmar 6 þúsund krónur. Ferniingaifötin hemiar Heiða Björk fór í Parið á Akureyri, alveg viss hvað hún vildi fá sér. Kínakjól. Það er ekki langt síðan hún keypti sér fermingarfötin, einmitt í Parinu, og hún var ákveðin í því að hún vildi engan annan kjól en þann sem hún var búin að kaupa sér. Síðan, fremur þröngan, úr glansefni með kínakraga. I Parinu var áberandi hversu kjólarnir sem stelp- urnar eru að fá sér eru kvenlegir en jafnframt fjölbreyttir og í fallegum litum. Heiða gekk strax að sínum. Henni finnst viðeigandi að vera í sparilegum klæðnaði á þessum degi en jafnframt valdi hún sér kjól þess eðlis að hún gæti notað hann aftur seinna. Það var eins með skóna, hún vildi geta notað þá við fleira en kjólinn og fékk sér þ\i' hvíta strigaskó með þykkum sóla. I Parinu urðu hins vegar n.k. sandalar fyrir valinu, svartir, sem Heiða var alveg til í að eiga. A fermingardaginn ætlar Heiða að vera í jakka yfir kjólinn. Hún var hins vegar ákveð- in í því að fá hann Iánaðan því hún var viss um það að hún myndi ekki nota hann aft- ur. Jakki var því ekki á óskalistanum hjá Heiðu og hún kaus að vera eingöngu í kjóln- um. KjóIIinn og skórnir sem Heiða valdi sér kosta því í heildina rúmlega 14 þúsund krón- ur. Kjólinn er á 8.900 og skórnir á 5.500. 8.900, FERMINGARLIFIÐ I LANDINU Fermingarfötin þeirra Strákamireru herralegir. Stelpumarkvenlegar. Það eralmenntþað semfermingarbömin í árvilja og hafa í huga. Vera nógufínt og sætt klædd á eftirminnilegum degi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.