Dagur - 02.04.1998, Side 2

Dagur - 02.04.1998, Side 2
2 -FIMMTUDAGUR 2.APRÍL 1998 Djg^ttr FRÉTTIR „Sennilega er þarna um að ræða veikt fóik sem gerir svona nokkuð, eða einhvern sem er illa við ketti. Þetta er óhugguiegt mál," sagði Sigríður um kattadrápin að undanförnu. Tugir katta verið drepnir imdanfarið Um tuttugu kettir hurfu frá sömu götu í Mosfells- bæ, - og uúna hverfa kettir úr Sundahverfi svo tugum skiptir. Tugir katta hafa horfið sporlaust á höf- uðborgarsvæðinu undanfarnar vikur og mánuði. Telja má víst að margir þeirra hafi verið drepnir. Tveir kettir fundust drepnir í Sundahverfinu í Reykjavík um síðustu helgi og hafði verið troðið ofan í öskutunnur. Áður hefur borið á dularfullu kattahvarfi í hverfinu. Ekkert hefur verið upplýst varðandi kattadrápið að sögn Geiijóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í Reykja- vík, í gær, en málið er lögreglumál og verður rannsakað. Fjórir frá sömu fjölskyldu horfnir Kettirnir sem fundust dauðir um helg- ina eru frá sömu fjölskyldu í Vogunum. FRÉTTAVIÐ TALIÐ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þaðan hverfa kettir. Tveir hurfu í fyrra og komu aldrei fram. I næstu húsum hef- ur sama gerst. Kettir hverfa í sífellu, nærri 30 á stuttum tíma. Og enginn verður vitni að kattamorðum. Á heim- ilunum ríkir mikill ótti vegna þessara voðaverka og harmur ríkir hjá börnun- um og reyndar hinum fullorðnu líka. Kattadráp eru tilkynnt Dýraspítalan- um en síðan eru dýrin krufin á til- raunastöðinni að Keídum. Ekki feng- ust upplýsingar þar í gær um hvernig dýrin voru drepin. Katrín Harðardóttir dýralæknir sagði í gær að kattadráp og misþyrming á köttum kæmi alltaf fyrir annað slagið. „Hingað komu með stuttu millibili tveir kettir í vetur sem virtust hafa ver- ið skornir á háls. Okkur tókst að bjarga báðum, tókst að sauma þá aftur,“ sagði Katrín. Köttunum hafði verið mis- þyrmt með viku millibili í miðborginni. Katrín sagði að furðulegt mætti telja að menn gætu drepið ketti eða mis- þyrmt þeim án þess að sæi á fólkinu. Kettir verðust grimmilega. Óhuggulegur kattahani Frá heimilum í götunni Hamratanga í Mosfellsbæ hurfu í lok síðasta árs yfir 20 kettir. Frá sama heimilinu fóru þrír kettir að heita má sama daginn að sögn Sigríðar Heiðberg hjá Kattholti. „Mér sýnist að núna hafi horfið ótrú- lega margir kettir frá heimilum í Sund- unum í Reykjavík, Skipasundi, Efsta- sundi, Kleppsvegi og Langholtsvegi. Þetta eru að mér sýnist nærri þrjátíu kettir. Eflaust er lögreglan að skoða málið,“ sagði Sigríður Heiðberg. „Sennilega er þarna um að ræða veikt fólk sem gerir svona nokkuð, eða ein- hvem sem er illa við ketti. Þetta er óhuggulegt mál,“ sagði Sigríður. „Svona nokkuð gerist auðvitað ekki öðruvísi en að einhver utanaðkomandi láti kettina hverfa. Hjá fólki sem stend- ur í svona nokkru, er áreiðanlega ekki allt í góðu lagi, jafnvei þótt kettir geti valdið einhverju ónæði í umhverfi, þá eru takmörk fyrir öllu,“ sagði Helga Finnsdóttir dýralæknir í gær, en hún rekur stofu í hverfinu þar sem ósköpin hafa átt sér stað undanfarið. -JBP Skagfirskir pottverjar eru famir að bollaleggja um eftirmann Stef- áns Guðmundssonar eftir að fréttist að hann væri á útleið úr landsmálapólitíkinni og hyggðist leggja sveitarstjómarmál fyrir sig. Hefð er fyrir þvl að í Norður- Árni Gunnars- landskjördæmi vestra eigi Fram- son' a„dstoda.r~ J ° maður heil- sóknarflokkurinn tvo þingmenn; brigðisráðherra. einn Húnvetning og amian Skag- firðing. Búist er við að Húnvetningurinn frá Höllustöðum, Páll Pétursson, muni sitja áfram svo nú vantar Skagfirðinga. Tvö nöfn þing- mannsefna heyrðust nefnd í gær, nöfn Herdísar Sæmundsdóttur á Sauðárkróki og Áma Gunn- arsson frá Flatatungu á Kjálka, aðstoðarmanns Páls á Höllustöðum. Reyndar hefur Ámi oft áður verið nefndur í þessu samhengi og næsta víst að hann er ekki fráleitt þingmannsefni að margra mati. Ekki fer sögum af heimboði Helga Hjörvar til Áma Sigfússonar um að hittast og ræða kappræð- umar. Þeir hljóta að ná saman fyrir kosningar. Karl Th. Birgis- son Karl Th. Birgisson er hættur sem ritstjóri Mannhfs, sem seint ætl- ar að verða friður um. Við skýrð- um frá þvl um daginn að Hall- dóri Blöndal hefði ekki verið skemmt útaf umfjöllun um meinta koníaksdrykkju hans áður en hann ók í gegnum Hval- fjaröargöngin. Ekki stóð á þvi að ritstjóramir vildu bæta fyrir, þvl aðdróttunin var ah svakalegri en efni stóðu til. Þetta mál fór lúns vegar ekki gegnum þá, heldur aðalritstjóra Fróða sem var í útlöndum og fékk þar símtal frá ekki minni mönnum en nefndum Halldóri, og... merkilegt nokk, Sfyrmi Gunnarssyni ritstjóra Moggans. Þar í blaði birtist svo yfirlýsing og Karli Th. þótti yfir sig valtað og kvaddi. Ákvað að verða við ósk fjölniargra Skagfirðmga Stefán Guð- mundsson alþingismaður. Eftir tuttugu áraþing- mennsku hefurStefán Guð- mundsson áhveðið að láta af því starfi á næsta ári en gefa kost á sér í sveitarstjómar- málin í Skagafirði í vor. Hann segir ótímahært að ræða það hvorthann verði bæjarstjóraefni B-listans í Skagafirði í vor. - Hvers vegna tókstu þd dkvörðun að láta af þingmennsku að ári? „Ég ákvað að verða við þeirri ósk fjöl- margra heima í Skagafirði að taka 3. sætið á lista Framsóknarflokksins við sveitarstjórn- arkosningarnar í vor. Þá um leið tók ég þá ákvörðun að gefa ekki kost á mér til þing- mennsku áfram eftir næstu kosningar. - Ertu bæjarstjóraefni flokksins ef þið myndið meirihluta? „Eg var spurður þessarar sömu spurning- ar í morgun og svaraði því þá og svara enn að það mál hefur ekkert verið rætt hjá okk- ur og er ekki á dagskrá að ræða það á þess- ari stundu. Fyrst þarf að telja upp úr köss- unum áður en menn fara að ræða um bæj- arstjóramál." - Þið háðuð harða keppni um 1. sætið á lista Framsóknarflokksins á Norðurlandi vestra, þú og Páll Pétursson, við síðustu kosningar. Þú beiðst lægri hlut. Spilar það eitthvað inn í þá ákvörðun þína að hætta? „Nei, alls ekki, ekki á nokkurn hátt. Eg er ekki þeirrar gerðar að geta ekki tekið ósigri eins og maður.“ - Veistu hvaða starf þú tekur þér fyrir hendur þegar þú hættir þingmennsku? „Þetta er nú svo nýtilkomið að ég hef ekki verið að velta neinu slíku fyrir mér. Eg hafði nokkra daga til að svara því hvort ég vildi taka sæti á Iistanum í vor og notaði þá til að gera upp hug minn um það eit,t en um meira hefur ekki verið hugsað." - Hvenær komstu fyrst inn á þing? „Eg kom fyrst inn sem varamaður 1978 en var svo kjörinn þingmaður 1979 og hef því setið slétt 20 ár á Alþingi þegar ég hætti á næsta ári. Mér hefur líkað þingmanns- starfið afar vel og það er vissulega eftirsjá að því að láta af því starfi. Mér finnst líka ég geta litið sáttur um öxl þegar upp verður staðið. Mér finnst ég hafa orðið víða að liði og komið að mörgum góðum málum. Auð- vitað er það alltaf svo að eitthvað er eftir, annað væri óeðlilegt." - Hvaða mál sem þú hefur leitt í gegn- um þingið ertu ánægðastur með? „Þessari spurningu er auðvitað ekki auð- velt að svara því maður hefur komið að fjöl- mörgum málum. Eg var formaður sjávarút- vegsnefndar þegar Halldór Ásgrímsson var sjávarútvegsráðherra og lögin um stjórn fiskveiða (kvótalögin) voru samþykkt á Al- þingi. Ég hef líka komið ýmsum málum í gegnum Alþingi sem voru til hagsbóta bæði fyrir mitt kjördæmi og á landsvísu og er ánægður með þau. Ég hef verið formaður iðnaðarnefndar þetta kjörtímabil. Það hefur mikið verið um að vera á því sviði og ég hef haft gaman af þeim málum. Sjálfur er ég menntaður iðnaðarmaður, húsasmíðameist- ari, og stofnaði sem ungur maður Trésmiðj- una Borg á Sauðárkróki, þannig að ég hef vissulega haft gaman af að starfa í iðnaðar- nefnd." - Áttu þetta fyrirtæki enn? „Hann er nú orðinn lítill hluturinn minn í fyrirtækinu. Eftir að við stofnuðum tré- smiðjuna, þrír saman, var ég framkvæmda- stjóri í 10 ár. Síðan tók ég við sem fyrsti framkvæmdastjóri Utgerðarfélags Skagfirð- inga og sinntí því þar til ég var kjörinn á þing 1979. Jafnframt framkvæmdastjóra- starfinu var ég bæjarfulltrúi á Sauðárkróki frá 1966 og er því ekki ókunnugur þeim málum.“ -S.DÓR

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.