Dagur - 02.04.1998, Side 4
4 -FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998
Dagur
FRÉTTIR
Dagbjört leiðir D-listaim
Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir, hjúkrunarforstjóri,
skipar 1. sæti D-listans á Húsavík. I 2. sæti er Mar-
grét María Sigurðardóttir lögfræðingur. Þetta mun
vera í fyrsta sinn sem konur skipa 2 efstu sætin á
framboðslista á Húsavík. Sigurjón Benediktsson,
bæjarfulltrúi, skipar 3. sætið og kemur nokkuð á
óvart, því fyrirfram var reiknað með að Sigurjón
ieiddi listann. „Við getum sagt að þetta sé baráttu-
sætið og við ætlum okkur stóra hluti í komandi kosn- þorvarðardóttir.
ingum og teljum okkur hafa unnið fyrir því með ----
verkum okkar,“ sagði Sigurjón við Víkurblaðið.
I 4. sæti er Gunnlaugur Hreinsson, framkvæmdastjóri, og vekur
það nokkra athygli þvf hann gaf kost á sér í skoðanakönnun Húsavík-
urlistans fyrir skömmu. Rannveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri, er í
5. sæti, Sigurgeir Höskuldsson, matvælafræðingur, í 6. og Aðalgeir
Sigurðsson, stjórnmálafræðingur, í 7. sæti.
Breski sendiherraim gaf bækur
Sendiherra Breta á Islandi,
James McCulloch, kom fær-
andi hendi og afhenti bókagjaf-
ir í Borgarhólsskóla og Fram-
haldsskólanum á Húsavík í
fyrri viku. Hann sagði tilgang
ferðarinnar að styrkja vináttu
þjóðanna og stuðla að aukinni
þekkingu íslenskra nemenda á
F.v. Guðmundur Birkir, James McCul/och, Bretlandi og bresku þjóðlífi.
Margaret og Andrew McCulloch, Janice Guðmundur Birkir Þorkelsson
Dennis og André Fournier kennarar. afhenti gestum góðar gjafir,
glæsilega hvali sem nemendur í
verknámi höfðu unnið, og lýsti sendiherrann mikilli ánægju með
gjafirnar og lofaði listfengi nemenda.
INNLENT
Laxveiöi minnkar
Nýtt veiðitímabil hófst í gær og
byijar að venju í sjóbirtingsám. Við
úrvinnslu veiðiskýrslna fyrir lax- og
silungsveiði 1997 kemur fram að í
stangveiði voru skráðir 28.640 lax-
ar. 1.558 var sleppt þannig að
landaður afli var 27.082 laxar.
Þetta er 2,7% minni afli en árið á
undan og stangveiðin er 19,3% minni en meðaltalsveiði áranna
1974-1996. Flestir laxar veiddust á Vesturlandi eða 13.411. Af ein-
stökum ám voru Rangárnar aflahæstar (2.960) Norðurá í öðru sæti
(1.899) og þriðja sætinu deildu Þverá og Kjarrá (1.633 laxar).
Skráðir voru í veiðiskýrslur 51.970 silungar í fyrra, 22.490 urriðar
og 29.480 bleikjur. Af einstökum ám veiddust flestir urriðar í Laxá í
Þingeyjarsýslu ofan Brúa, 4005, og flestar bleikjur í Eyjafjarðará.
Skráð silungsveiði var svipuð og árið á undan en eitthvað vantar á að
öll silungsveiði sé skráð.
Mjólkurbú Flóamanna í góðum
málum
Hagnaður af rekstri Mjólkurbús Flóamanna varð 146 millj. kr. á sl.
ári, á móti 115 millj. kr. hagnaði árið 1996. Hagnaður ársins fyrir
fjármagnsliði var 111 millj. kr. Heildartekjur MBF námu 2.352 millj.
kr og jukust um 7,2% milli ára. Innlögð mjólk var 38,3 millj. lítra og
jókst um 1,8 millj. lítra frá árinu áður. Aukningin skýrist að mestu
leyti með því að 1. janúar 1997 stækkaði samlagssvæðið allt austur
að Þvottá í Alftafirði í Suður-Múlasýslu. Innleggjendur MBF um sl.
áramót voru 444 talsins og hafði þá fækkað um 25 á árinu. í frétt frá
MBF segir að afkoma sl. árs sé betri en gert hafi verið ráð fyrir - og
þrátt fyrir birgðasöfnun eftir verkfall hjá MS í ársbyijun. Hagræð-
ingaraðgerðir af ýmsum toga geri það að verkum að hægt sé að greiða
framleiðendum 51 millj. kr.' arð. — SBS
Gísli Sverrir efstur
Gísli Sverrir Arnason, forseti bæjarstjórnar Hornafjarðarbæjar, hlaut
bindandi kosningu í efsta sæti Kríulistans í prófkjöri sem fram fór
um sl. helgi. Hann hlaut 150 atkvæðí í efsta sætið, af 189 atkvæðum
alls. Kosningu í 2. sæti fékk Eyjólfur Guðmundsson, Sigrún I. Svein-
björnsdóttir var kosin í 3. sæti, Þorbjörg Arnórsdóttir í 4. og Kristín
Gestsdóttir í 5. Kosning f fimm efstu sætin var bindandi. I 6. sæti
lenti Björg Svavarsdóttir, Gísli Siguijón Jónsson f 7. og Þorkell Kol-
beins í 8. sætinu.
Halldór Árnason, framkvæmdastjóri Borgeyjar á Höfn. Stjórnendur fyrirtæk/sins reyna hvað þeir geta til að styrkja hráefnisöflun
fyrirtækisins sem mátti þola mörg boðaföll í fyrra.
Aföll hjá Borgey
Ríflega 200 milljóna
króna tap hjá Borgey
á Höfn. Engum sagt
upp. Loönufrysting
fjórfaldaðist. Millj-
arða kvóti.
„Það er enginn af okkar fasta
starfsfólki sem missir vinnuna
sérstaklega út af þessu. Hinsveg-
ar eru starfsmenn mismargir eft-
ir árstímum og vertíðum,“ segir
Halldór Arnason, ffamkvæmda-
stjóri Borgeyjar á Höfn í Horna-
firði.
Um 290 milljóna króna halli
varð á reglulegri starfsemi
Borgeyjar í fyrra. Sé tekið tillit til
sölu eigna og áhrifa dótturfélags
nam tapið 209 milljónum króna.
Aftur á móti er búist við að 45
milljóna króna hagnaður verði á
rekstri fyrirtækisins á þessu ári
þótt áætlanir geri ráð fyrir 30
milljóna króna tapí á fyrri helm-
ingi ársins.
Tapreksturinn má rekja til
þess að fyrirtækið varð fyrir áfalli
í nær öllum greinum sem það
leggur stund á. Síðasta ár byrj-
aði með gæftaleysi og illa gekk
að afla loðnu til frystingar á Jap-
ansmarkað. Þá brást humarver-
tíðin alveg í fyrra og sömuleiðis
síldveiðar á haustvertíð. A sama
tíma var lítið verkað f salt vegna
lítils afla frá netabátum. Til að
treysta hag fyrirtækisins er m.a.
unnið að því að styrkja hráefnis-
öflun þess. Þá verða áfram kann-
aðir möguleikar á samruna út-
gerða við Borgey þótt þau áform
hafi ekki gengið upp um sl. ára-
mót.
Kvóti fyrir 2,5 miHjarða
króna
Bókfært eigið fé Borgeyjar rýrn-
aði úr 567 milljónum króna í árs-
byrjun 1997 f 346 milljónir
króna f lok ársins. Kvóti fyrir-
tækisins er bókfærður á 431
millj. króna en markaðsverð hans
er hinsvegar metið á 2,5 milljarð
króna. Hjá Borgarey starfa að
jafnaði um 200 manns en fastir
starfsmenn eru um 100. — GRH
Vilja sendiráð
í Japan og Kanada
Nefnd sem kannaði
hvemig efla megi ut-
anríkisþj ónustuua
lagði íram tiUögur
sem kosta niimu 300
miUjónir króua á ári
verði þær samþykktar.
Nefnd sem falið var að kanna
hvernig efla megi utanríkisþjón-
ustuna leggur til að skrifstofur
utanríkisráðuneytisins hér
heima verði styrktar, starfs-
mönnum þess verði fjölgað,
tæknivæðing aukin, samstarf
ráðuneyta eflt, verkefnum for-
gangsraðað og viðskiptaþjónust-
an þróuð enn frekar. Halldór
Asgrímsson utanríkisráðherra
skýrði frá þessu á Alþingi í fyrra-
dag.
Halldór Ásgrimsson.
Einnig er lagt til að opnuð
verði tvö ný sendiráð, annað í
Kanada og hitt í Japan. Jafn-
framt að opnuð verði fastanefnd
hjá Oryggis- og samvinnustofn-
un Evrópu f Vínarborg, sem
einnig yrði sendiráð í Austurríki
og nágrannaríkjum þess. Þá er
lagt til að kjörræðismönnum
verði veittur meiri stuðningur.
Kostnaðuriim 300 milljónir
Breytingar þessar eru taldar
kosta a.m.k. 300 milljónum
króna á ári, miðað við að allar
tillögurnar komi til fram-
kvæmda. Það þýðir um fjórð-
ungsaukningu á fjárveitingum til
utanrfkisþjónustunnar.
Margrét Frímannsdóttir, for-
maður Alþýðubandalagsins,
sagði í sinni ræðu að hún teldi
starf og tillögur nefndarinnar að-
eins yfirlit yfir stöðu mála eins
og hún er nú. Gerð hafi verið til-
raun til að kortleggja hvað þurfi
að bæta. Mikið starf sé óunnið í
utanríkisþjónustunni og skýrsla
nefndarinnar aðeins upphafið.
- S.DÓR
Afkoma KEA batnar
Rekstur Kaupfélags Eyfirðinga
og dótturfélaga skilaði 19 millj-
óna króna hagnaði á sl. ári sem
er um 100 milljóna króna minni
hagnaður en árið 1996. Rekstur
móðurfélagsins batnaði þó veru-
Iega á árinu. Tap dótturfélaga
KEAjókst hins vegar úr 18 millj-
ónum króna 1996 í 75 milljónir
króna á sl. ári.
Brúttóvelta KEA nam 10.531
milljónum króna og jókst um
12% milli ára. Rekstrartekjur
námu 9.717 milljónum króna en
rekstrargjöld 9.465 milljónum
króna. Rekstrartap samstæðu
fyrir hlutdeild nam 25 milljónum
króna en hreinn rekstrarhagnað-
ur nam 19 milljónum króna.
Rekstrartekjur móðurfélagsins
námu 7.316 milljónum króna og
lækkuðu um 67 milljónir króna
milli ára. Rekstrargjöld námu
7.052 milljónum króna og lækk-
uðu um 246 milljónir króna.
Hagnaður af reglulegri starfsemi
nam 64 milljónum króna. Arið
1997 var ár mikilla breytinga hjá
KEA sem gerir samanburð nokk-
uð erfiðan. Móðurfélagið flutti
starfsemi sína í sjávarútvegi yfir í
dótturfélagið Snæfell og auk
þess sameinuðust Gunnarstind-
ur, Snæfellingur, Njörður og Út-
gerðarfélag Dalvíkinga Snæfelli.
- GG
i