Dagur - 02.04.1998, Page 8
U- FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998
Thypr
Dayur.
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 - 9
FRETTASKYRING
Reykjavík faer mest frá ríkinu
HEIDUK
HELGA
DOTTIR
SKRIFAR
Fjölgun ríldsstarfs-
maima hefur öll verið
í Reykjavík imdanfar-
in ár. Opinber starf-
semi á landsbyggðiimi
hefur þróast þveröf-
ugt við stefnu og sam-
þykktir Alþingis.
„Þessi góðu áform Alþingis hafa
ekki gengið fram - nema síður
sé,“ sagði Egill Jónsson, stjórnar-
formaður Byggðastofnunar. I
stefnumótandi byggðaáætlun
fyrir 1994-97, sem Alþingi sam-
þykkti samhijóða árið 1994, seg-
ir m.a.: „Opinber þjónusta og
starfsemi opinberra stofnana
verði aukin á landsbyggðinni en
dregin saman á höfuðborgar-
svæðinu að sama skapi.“ Reynd-
in er þveröfug, samkvæmt nýrri
skýrslu á vegum Byggðastofnun-
ar, þar sem kannað var hvernig
til tókst. Frá 1994 til 1996 fjölg-
aði stöðugildum hjá ríkisstofn-
unum í A-hluta um nær 240 í
Reykjavík en fækkaði aftur á
móti um nærri þrjá tugi í öllum
öðrum kjördæmum samtals.
Þannig fækkaði t.d. heilbrigðis-
starfsfólki á landsbyggðinni um
110 Qölgaði hins vegar á annan
tug í Reykjavík.
Aðalfundur
Aðalfundur Jökuls hf. verður haldinn í Hótel Norðurljósum, Raufar-
höfn, laugardaginn 25. apríl 1998 og hefst kl. 14.00
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 13. gr.
samþykkta félagsins.
Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á eigin
hlutabréfum í félaginu.
Önnur mál löglega upp borin.
Ársreikningar fólagsins fyrir árið 1997 ásamt þeim tillögum sem
liggja fyrir fundinum verða hluthöfum til sýnis á skrifstofu fólagsins
Aðalbraut 4-6, Raufarhöfn.
Raufarhöfn 31. mars 1998
Stjórn Jökuls hf.
Um 63% allra ríkisstarfs-
mairna í Reykjavík
Af næstum 24 þúsund stöðugild-
um hjá ríkinu (A, B, C, D, og E
hluta) eru um 15 þúsund (63%)
í Reykjavík, en aðeins rúmlega 6
þúsund (26%) utan Reykjaness-
kjördæmanna. Tekið skal fram
að í skýrslunni er grunnskólinn
ekki talinn með í fjölda stöðu-
gilda, en meðtalinn í kostnaðar-
tölum. I Reykjavík eru 142
stöðugildi á hverja 1.000 borgar-
búa. Það þýðir að hátt í þriðj-
ungur allra starfandi borgarbúa
gæti fengið laun sín frá ríkis-
stofnunum eða ríkisfyrirtækjum.
A Iandsbyggðinni eru stöðugild-
in hlutfallslega meira en helm-
ingi færri, eða um 66 á hveija
1.000 íbúa, og aðeins 39 á
hverja 1.000 íbúa í Reykjanes-
kjördæmi.
Fjölgun í öllum ráduneytum
nema heUbrigðisráðuneyti
Uttekt á fjölda og skiptingu
stöðugilda á vegum ráðuneyta og
ríkisstofnana f A-hluta ríkissjóðs
sýnir að stöðugildum fjölgaði
mest hjá ráðuneytum félagsmála
(79), umhverfis (73) og
dóms/kirkjumála (46). Fækkun
varð einungis hjá heilbrigðis-
ráðuneyti.
Skýrslan sýnir sömuleiðis
skiptingu rfkisútgjalda í A-hluta
og hækkun þeirra 1994-96.
Samsvarandi upplýsingar koma
fram varðandi stofnanir, sjóði og
fyrirtæki sem ríkið á að hálfu eða
öllu leyti, sem teljast til B-, C-,
D- og E-hluta ríkisins, sam-
kvæmt nýjum lögum um íjár-
reiður ríkisins. Þetta eru m.a.
ríkisbankarnir og aðrar opinber-
ar Iánastofnanir og sjóðir,
Landsvirkjun og fleiri. Sérstök
skoðun er gerð á stuðningi ríkis-
ins við húsnæðiskerfið, ýmsar
opinberar styrkveitingar og út-
lánatöp ríkisbankanna og opin-
berra sjóða 1994-96. Leitað var
bréflegra upplýsinga frá 160 að-
ilum fyrir skýrslugerðina, og bár-
ust svör frá þeim öllum.
Fjármagnið fylgir fólMnu -
suður
Egill Jónsson, stjórnarformaður
Byggðastofnunar, telur skýrsl-
una einkum staðfesta tvennt: I
fyrsta lagi hreki hún það að
landsbyggðin dragi til sín óhóf-
lega mikið fjármagn, jafnvel síst
þau kjördæmi sem eiga í vök að
verjast í byggðalegu tilliti. Það
Vísbending
Lestu bladið og taktuþdtt íleiknum!
550 oooo
Þú greiðir ekkert umfram venjulegt simtal
Stöðugildi Utgjöld Ibúatala
8,0%
34% 3,7% ||
9,2% 9^/o
I r
ÍE
8’4% 7,6%
Reykjanes- ' Vesturland : Vestfirðir 1 Norðurland ' Norðurland ' Austurland > Suðurland
kjördæmi vestra eystra
Myndin sýnir hvernig stöðugiidi og ríkisútgjöld hjá A-hluta ríkissjóðs dreifast hlutfallslega milli kjördæma og h/utfall landsmanna í hverju kjördæmi. Sjá má að stöðugildi eru lægra hlutfall en íbúarnir í öllum kjördæmum nema
Reykjavlk, sem nýturlangsamlega stærstu bitanna af þessum „ríkisins gæðum".
ayir
gagnstæða komi í ljós í skýrsl-
unni, m.a.s. þótt miðað sé við
íbúatölu. „Hin meginniðurstað-
an er sú, að fjármagnið eltir fólk-
ið. Fólksstraumurinn utan af
landi kallar eftir viðbrögðum hér
í Reykjavík. Það kemur m.a.
fram í auknum Ríkisútgjöldum.
Eg hef ekki séð það lagt fyrir
með eins skjTum hætti í öðru til-
viki og þessari skýrslu."
Ódýrara aö nýta fjárfestrng-
araar á landsbyggðinni?
Egill segir skýrsluna þess vegna
afar mikilvæga. „Niðurstöður
hennar hljóta að beina huganum
að því hvort ekki sé ódýrara að
skapa aðstæður fyrir fólk til að
búa við sínar eigur og við þá fjár-
festingu sem lögð hefur verið í
landsbyggðina. Það teljum við að
hægt sé að gera og bendum á
margar leiðir í þeim efnum í
nýrri ályktun um stefnumótandi
byggðaáætlun, sem við höfum
gengið frá og afhent forsætisráð-
herra og væntum að verði Iögð
fram á Alþingi innan fárra daga.
Sú ályktun hefur metnaðarfull
áform fyrir hönd okkar verkefnis
og dreifðra byggða landsins.
Hún er meðal annars byggð á því
fyrirheiti, að fólki fari nú á nýjan
leik að fjölga úti á landsbyggð-
inni.“ Ætlunin er að skýrslan
verði framvegis endurskoðuð á
tveggja ára fresti til að fylgjast
með þróuninni.
Viðbótin að mestu tU
Reykjavíkur
Ríkisútgjöldin skiptast eftir svip-
uðu munstri og stöðugildin. Af
alls 127 milljarða ríkisútgjöldum
í A-hluta 1996 fór drjúgur helm-
ingurinn til Reykjavíkur og enn
hærra hlutfall af nærri 40 millj-
arða útgjöldum stofnana og fyr-
irtækja í C-, D- og E-hluta eða
rúmlega 60%. Milli 1994 og
1996 hækkuðu ríkisútgjöld í A-
hluta (reiknuð á föstu verðlagi)
um rúmlega 10 milljarða króna.
Af þeim fóru rúmlega 6 milljarð-
ar til Reykjavíkur, þar sem 39%
landsmanna eru búsett, en ein-
ungis rúmir 2 milljarðar til allra
landsbyggðarkjördæmanna, utan
Reykjaness, þar sem 35% lands-
manna búa, þannig að munur-
inn var næstum þrefaldur. I raun
var hann þó ennþá meiri því að
sögn Egils stafaði stór hluti
þessa útgjaldaauka til lands-
byggðarinnar af því að greidd var
upp 1,4 milljarða skuld við eitt
fyrirtæki á landsbyggðinni.
Rikisútgjöldin 845.000 kr.
á mann í höfuðstaðnum
Heildarútgjöld (167 milljarðar)
ríkissjóðs og stofnana og fyrir-
tækja í eigu ríkisins voru árið
1996 um 845.000 kr. á hvern
íbúa í Reykjavík, rúmlega
600.000 kr. á íbúa í landsbyggð-
arkjördæmunum og aðeins
300.000 kr. á hvern fbúa
Reykjaneskjördæmi.
Mismunur
Höfundur skýrslunnar, Haraldur
L. Haraldsson hagfræðingur,
bendir Iíka á athyglisverðan mis-
mun í þessu sambandi. „Þau út-
gjöld ríkisins sem skapa eftir-
spurn, þ.e.a.s. þau útgjöld sem
fara til greiðslu launa, þau Ienda
að stórum hluta í Reykjavík. Ut-
gjöldin sem ekki skapa eftir-
spurn, til dæmis jarðgangagerð,
þau lenda úti á landi - væntan-
lega til að bæta búsetuskilyrðin.
En á sama tíma fækkar þó fólki
sem starfar í undirstöðugreinun-
um úti á landi.“
Af hverju eru öU ný fyrir-
tæki vestan EHiðaáa?
Dreifing starfa á höfuðborgar-
svæðinu er annað sem Haraldi
finnst umhugsunarvert. „Maður
spyr; af hverju er alltaf verið að
staðsetja allar opinberar stofn-
anir í Reykjavík. Af hverju hefur
nýjum stofnunum (Fjárfesting-
arbankanum t.d.) ekki verið
komið fyrir í Kópavogi, Hafnar-
firði eða Mosfellsbæ - og nýta
þannig fjárfestingu á þessum
svæðum betur en gert er - í stað
þess að velja öllum nýjum stofn-
unum stað í gömlu borgarhverf-
unum í Reykjavík og beina þar
með allri umferðinni niður í
miðbæinn í Reykjavík, sem kall-
ar á fleiri og dýrari umferðar-
mannvirki.“
Þeir Egill og Haraldur töldu
líka afar athyglisvert hvað
Góð áform Alþingis i byggðamálum
hafa ekki gengið eftir, nema siður sé,
segir Egill Jónsson, þingmaður og for-
maður Byggðastofnunar.
Reykjaneskjördæmið er afskipt
við útdeilingu ríkisins gæða,
jafnt stöðugilda (innan við 12%)
og ríkisútgjalda (tæp 13%), þeg-
ar litið er til þess að rúmur fjórð-
ungur landsmanna býr í kjör-
dæminu. ----- - ... . ...
Um 45% vaxtabótanna og
83% húsaleigubótanna
Skýrsluhöfundur kannaði sér-
staklega stuðning ríkissjóðs við
húsnæðiskerfið, bæði eignar- og
leiguíbúðir. Og eins og flest ann-
að fer hann að hlutfallslega
stærstum - og vaxandi - hluta til
Reykvíkinga. Þeir fá 45% allra
vaxtabóta, yfir 40% af vaxtanið-
urgreiðslum í félagslega íbúða-
kerfinu, um 83% allra húsaleigu-
bóta sem greiddar eru af ríkinu.
Þessi stuðningur nam um 4,7
milljörðum árið 1996. Þar af
fengu Reykvíkingar rúmlega 2,1
milljarð (20.000 kr. á íbúa),
Reyknesingar 1,3 milljarða
(18.600 kr. á íbúa) en íbúar
Iandsbyggðarinnar liðlega 1,2
milljarða (aðeins 13.200 kr. á
íbúa), þ.e. þriðjungi minna en
höfuðstaðarbúar. Öll lands-
byggðarkjördæmin fengu mun
Iægra hlutfall þessara „húsnæð-
isstyrkja" heldur en nemur hlut-
fallslegum íbúaQöIda þeirra.
Vísindin cru Hka
„borgarböm“
Af 355 milljóna styrkveitingum
úr Vísinda- og tæknisjóði 1996
fóru 80% til aðila með póstfang í
Reykjavík en innan við 10% út á
land. Um 97 milljóna st)Tkir til
jöfnunar á námskostnaði dreifð-
ust aftur á móti allir til annarra
kjördæma en Reykjavíkur.
FRÉTTIR
AKUREYRI
Rauði krossinn hefur gefið Fjórð-
ungssjúkrahúsinu fullkomna dúkku
til að nota við kennslu og þjálfun I
endurlífgun. - mynd: bös
Sjukrahúsið fékk dúkku
Rauði krossinn á Akureyri færði
Fjórðungssjúkrahúsinu nýlega að gjöf
dúkku til kennslu og þjálfunar í end-
urlífgun. Dúkkan er af mjög full-
kominni gerð og hefur komið að góð-
um notum við þjálfun starfsfólks FSA
og sjúkraflutningamanna, m.a. í
notkun á hálfsjálfvirku rafstuðtæki
sem komið er í sjúkrabíla Rauða
krossins. Dúkkan er í umsjá hjarta-
læknis á lyflækningadeild sjúkrahúss-
ins.
Rauði krossinn hefur einnig gefið
barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri ferðafósturkassa, en það er gjörgæslumódel fyrir nýbura með
öndunarvél og ýmsum aukabúnaði.
Ópólitísk stefnuskrá
Oddur Halldórsson, sem stefnir að sérframboði á Ak-
ureyri undir nafni L-listans, segir í drögum að stefnu-
skrá að rödd hins almenna borgara verði að heyrast
inn í bæjarstjórn Akureyrar. Hann leggur áherslu á að
framboðið sé ópólitískt, þar sem að leiðarljósi verði
haft að gera góðan bæ betri.
I drögunum segir m.a. að áhersla verði lögð á upp-
byggingu skólahúsnæðis. Strax verði ráðist í byggingu
nýrrar álmu við Síðuskóla og Lundarskóla og þær
teknar í notkun haustið 1999. Þá sé þörf á að einfalda
stjórnkerfið. L-listinn styður allar tilraunir til samein-
ingar sveitarfélaga og vill að Akureyri taki frumkvæði
í viðræðum. — BÞ
Oddur Halldórs-
son, bæjarfulltrúi
Akureyri.
Athugasemd
Að gefnu tilefni sér undirritaður, lyfsali í Akureyrar apóteki, ástæðu til
að leiðrétta verðsamanburð sem fram kom í kynningargrein sem birt-
ist hér í blaðinu í tilefni opnunar Lyfjabúðar Hagkaups. Þau viðskipti
sem um er rætt áttu sér stað í Akureyrar apóteki og hljóðuðu sam-
kvæmt greininni upp á 6.284 kr., voru ekki aðeins lyf heldur nokkrar
vörutegundir til viðbótar og var því umræddur verðsamanburður
óraunhæfur. Það er fullvíst að Lyíjabúð Hagkaups mun bjóða upp á
lágt lyljaverð en við í Akureyrar apóteki munum gera okkar ítrasta til
að bjóða upp á samkeppnisfært verð og þjónustu á öllum sviðum.
F. h. Akureyrar apóteks,
Böðvar Jónsson.
Aths. blaðamanns: Aréttað skal að blaðið hafði eftir viðmælanda sín-
um upplýsingar um verðsamanburðinn. Þá kom nafn Akureyrar apó-
teks ekki fyrir í fréttinni. Bjöm Þorldksson.
REYKJAVIK
Milljónir íyrix ráðgjöf
Á kjörtímabilinu hefur borgarsjóður greitt rúmar 183 milljónir króna
vegna aðkeyptrar ráðgjafar við gerð úttekta og greinargerða vegna
stjórnsýslu borgarinnar. Þetta kemur fram í svari borgarritara sem lagt
hefur verið fram í borgarráði við fyrirspurn sjálfstæðismanna. Að frá-
dregnum endurgreiddum virðisaukaskatti af brúttókostnaði nemur
þessi kostnaður borgarsjóðs um 150-156 milljónum króna.
Lánayfirtaha hjá Félagsíbúðum
Félagsíbúðir hafa yfirtekið eldri Ián borgarsjóðs fyrir 861 millj. króna.
Ný lán vegna íbúðarkaupa sem fóru í gegnum borgarsjóð á sl. ári og
Félagsíbúðir yfirtóku nema samtals um 86 milljónum króna. Þetta
kemur fram í svari við fyrirspurn sjálfstæðismanna og bókun frá sl.
mánuði hversu mikið skuldir borgarsjóðs hefðu lækkað vegna yfirtöku
Félagsíbúða á skuldum sem áður tilheyrðu borgarsjóði.
Undirkjörstjóm á KjáLamesi
Borgarráð hefur samþykkt að yf-
irkjörstjórn í Reykjavík fari með
framkvæmd sveitarstjórnarkosn-
inganna í heild, en kjörstjórn í
Kjalarneshreppi fari með fram-
kvæmd kosningarinnar þar og
starfi sem undirkjörstjórn. Þá
þykir rétt að kjörstjómin í Kjal-
arneshreppi sjái um framkvæmd
kosninga í samstarfsráð hrepps-
ins ásamt sveitarstjórn. I sam-
þykkt um sameiningu borgar-
innar og Kjalarneshrepps eiga íbúar hreppsins að kjósa þrjá fulltrúa og
annað eins til vara til setu í samstárfsráði Kjalarness, en borgarstjórn
skipar tvo -fulltrúa og aðra tvo til vara.
Reykvikingar og Kjalnesingar samþykktu að
sameinast i fyrra og i vor kjósa þeir sér
sameiginlega borgarstjórn.