Dagur - 02.04.1998, Qupperneq 12

Dagur - 02.04.1998, Qupperneq 12
12-FIMMTUDAGUR 2.APRÍL 1998 Xfc^wr ÍÞRÓTTIR Slagurinn hefst í kvöld Undanúrslit íslandsmótsins í karlaflokki hefjast I kvöld þegar KA-menn taka á móti Val. Leikir þessara Hða hafa verið tvísýnir á undanförnum árum og ekki er ástæða til annars en að ætla að svo verði einnig í kvö/d. Myndin er tekin úr lokaumferð deildar- keppninnar, en þá ski/du liðin jöfn að HHðarenda. mynd: Pjetur sig. KA stendur best að vígi í baráttiiiiiii iini íslandsmeistaratitil- inn. Meistarahefðin er með Valsmönnum. Fram hefiir verið í stöðugri framför síð- an á síðasta ári. Lee þarf að verja tuttugu skot ef FH ætlar áfram. Undanúrslit Islandsmótsins í handbolta hefjast í kvöld. Meist- arar KA og bikarmeistarar Vals hefja slaginn á Akureyri. Annað kvöld mæta síðan meintir bikar- meistarar Fram Hafnarfjarðar- stórveldinu FH í Safamýrinni. KA og Valur unnu andstæðinga sína í átta liða úrslitunum 2-0 en Fram og FH þurftu þrjá hörku- leiki til að útkljá viðureignir sín- ar, Fram við Eyjamenn og FH við nágranna sína í Haukum. Odda- leikur Hafnarfjarðarliðanna í Kaplakrika er tvimælalaust ein- hver mest spennandi leikur sem fram hefur farið á þessari leiktíð og jafnframt sá erfiðasti fyrir Ieikmennina. FH sigraði með tveggja marka mun, eftir fram- lengingu, fyrir framan 2500 áhorfendur, troðfullan Krikann. Leikur liðanna var Handbolta- leikur með stóru Hái og vonandi fyrirboði þess sem koma skal í úr- slitunum. Dagur fékk Einar Þorvarðar- son, þjálfara Fylkis og fyrrum landsliðsmarkvörð, til að greina liðin í undanúrslitunum. Aldurinn vininir með Fram „Það er engin spurning að Fram hefur verið að leika hvað jafnast í vetur,“ sagði Einar. „Þeir voru með bikarmeistaratitilinn í hönd- unum en klúðruðu honum. Þeir voru Iíka með deildarmeistaratit- ilinn í höndunum og klikkuðu þar líka. Framliðið er aldurslega mjög gott. Liðið hefur verið að þroskast í þrjú ár og bætt við sig allan tímann. Ekkert bakslag hef- ur komið í liðið og að þessu leyti eru Framarar betur staddir en FH. Eg tel að ef viðureignir þeirra fari í þrjá leiki standi Fram betur að vígi þvf leikmannahópur liðsins er yngri en FH. Þeir ættu því að þola mikið álag betur. Einnig hafa þeir heimavöllinn með sér í oddaleiknum. Fram hefur tapað mjög fáum leikjum í Safamýrinni sem kemur til með að hjálpa þeim mjög mikið. Reynsluleysi gæti þó orðið Fram að falli. Þeir hafa brugðist þegar mest á reynir og báðir titl- arnir, sem þeir höfðu komið annarri höndinni á, runnu þeim úr greipum. Þeim gengur illa að ná sínu besta fram þegar mest ríður á.“ Markvarsla og vöm sterkasta vopnFH „FH er lið sem í raun hefur náð Iengra en búist var við í vetur. Juventus lagði Monaco 4:1 í fyrri leik liðanna í undanúrslit- um í Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu, sem háður var í Torino í gærkvöld. Allessandro Del Piero var í aðalhlutverki hjá Juventus en hann skoraði þrjú mörk í leiknum og Zidane Zida- ne eitt. Mark Monaco skoraði Da Costa. Leik Real Madrid og Borussia Dortmund var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun en spánska liðið leiddi 1:0 í leikhléi með marki Morientes. Kristjáni hefur tekist mjög vel upp með liðið. Hann hefur feng- ið gömlu jaxlana inn aftur í mun betra formi en þeir voru í á síð- asta ári. Guðjón Arnason er prímus mótor í þessu Iiði og það Einar Þorvarðarson hallast helst að því að annað hvort Valur eða KA hreppi íslandsmeistaratitilinn. stendur dálítið og fellur með því hvernig hann stjórnar sóknarleik þeirra. FH liðið byggist þó fyrst og fremst upp á mjög sterkum markmanni og góðri vörn, sem Kristján hefur bundið saman. Þessir þættir leiða til þess að lið- Víkmgur lagði Haukana Víkingur lagði Hauka 22:19 í fyrsta leik liðanna í undanúrslit- um í úrslitakeppni kvenna, en leikurinn fór fram í íþróttahús- inu við Strandgötu. Haukar Ieiddu í leikhléi 9:8, en Víkings- stúlkur náðu að snúa Ieiknum sér í hag snemma í síðari hálf- leiknum og uppskáru sigur. Vík- ingur getur tryggt sér sæti í úr- slitaleiknum með sigri í Víkinni annað kvöld. Valur og Stjarnan leika annan leik sinn í úrslitakeppninni í kvöld Id. 20, en Ieikið er að Hlíðarenda. ið er að skora átta til tólf mörk úr hraðaupphlaupum sem er þeirra aðalvopn í dag. Til þess að FH vinni Fram í einvíginu þarf Lee að verja 20 skot og þeir þurfa á mörgum hraðaupphlaupum að halda.“ Hefðtn með Valsmöiimim „Valur er það lið sem hefur hefð- ina með sér. Þeir hafa mesta skólann í úrslitakeppnum og það kemur þeim til góða. Einkenni Vals er að liðið vex með verkefn- unum sínum. Liðið spilar best þegar mest á reynir og ungu mennirnir þeirra virðast þola pressuna betur en leikmenn ann- arra liða. Ungir leikmenn hjá Val þroskast mjög snemma. Þegar þeir koma inn í meistaraflokkinn leika þeir eins og fullorðnir leik- menn með mikla reynslu. Uppbygging yngri flokka hjá Val hefur skilað félaginu mörgum titlum og hefðin hefur komið því á þann stall sem það er á. Valur kann að leika úrslitaleiki." KA með besta heimavöUinn „KA er núverandi Islandsmeistari og nýkrýndur deildarmeistari. Oddaleikjarétturinn er þvf með þeim alla leið sem skiptir ekki litlu máli þar sem heimavöllur þeirra er sá erfiðasti á Iandinu. Þeir eru því með pálmann í höndunum að þessu leyti. Þeir eru einnig það lið sem mest hef- ur komið á óvart í vetur og hafa verið að leika mjög vel seinni hlutann af mótinu. KA-liðið er líkt Val að því leyti að ungu strák- arnir hjá félaginu hafa staðið sig mjög vel undanfarin ár og unnið titla á hverju ári. Þá hafa KA menn ágæta hefð með sér í úr- slitaleikjum undanfarið. Liðið hefur Ieikið til úrslita bæði í Is- Iands- og bikarmótum undanfar- in ár, stundum við Val, og því þekkja þeir vel þessa baráttu. Metnaðurinn er mikill hjá KA og leikmenn liðsins sætta sig ekki við neitt annað en að vinna. KA og Valur eru því um margt svipuð Iið. Það sem hugsanlega kemur til með að ráða úrslitum í viðureign þeirra er heimavöllur- inn. Hann vinnur með KA. Það var erfitt fyrir KA að missa Vladimir Goldin en nú er hann kominn aftur sem er mikill plús fyrir liðið. Hann hefur verið að leika mjög vel, eins og á móti Stjörnunni. Þá er markmaðurinn ungi, Hafþór Einarsson, mjög efnilegur. Hann átti frábæran leik á móti Stjörnunni. Allt hjal um markmannsvandræði á Is- landi hefur slokknað með til- komu þessa stráks. KA verður því Valsmönnum ekki auðveld bráð.“ íslandsmeistarar Þegar úttekt Einars á liðunum er skoðuð nánar er ekki fráleitt að draga þá ályktun að sigurvegari í viðureign íslandsmeistara KA og bikarmeistara Vals eigi mesta möguleika á titlinum í þetta sinn. Þessi lið hafa verið bestu lið Iandsins undanfarin ár. Bæði Iiðin hafa misst fjölda góðra leikmanna en skörð þeirra hafa verið fyllt upp, mest með heimalningum á Akureyri og að Hlíðarenda. Metn- aðarfullt starf félaganna hefur skilað sér vel hingað til og fátt sem bendir til annars en í Iokin skili það enn einum stórum titli í glerskáp, annað hvort í KA-heim- ilinu eða að Hlfðarenda. - GÞÖ SUMARSTÖRF Starfsfólk óskast til almennra hótelstarfa á Hótel Eddu Akureyri frá miðjum júní til ágúst loka. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Flugleiðahótelanna í Reykjavík, sími 5050900. Stjórnarkjör Verkalýðsfélagið Eining auglýsir hér með eftir listum eða tillögum um menn í stjórnarsæti varðandi kjör stjórnar og trúnaðarráðs fyrir starfsárið 1998/1999 að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu. Ber samkvæmt því að skila lista skipuðum formanni, varaformanni, ritara og gjaldkera ásamt 50 manns í trún- aðarráð, tveimur skoðunarmönnum og einum til vara eða tillögur um menn f eitthvert, einhver eða öll stjórnar- sætin, sem kjósa skal til. Hverjum framboðslista eða till- lögu skulu fylgja meðmæli minnst 80 fullgildra félags- manna. Listum eða tillögum ber að skila á skrifstofu félagsins Skipagötu 14 eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi fímmtudaginn 16. apríl 1998. Akureyri 1. apríl 1998. Stjórn Verkalýðsfélagsins Einingar. Stórsigur Juventus

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.