Dagur - 29.04.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 29.04.1998, Blaðsíða 2
• ! ° '?. > V V V. iv . i'. C y. >, » t. Cv\J / ' l Ci \ \i 2 -MIBVIKUDAGUR 29.APRÍL 1998 FRÉTTIR Skólayfirvöld Fjölbrautaskólans á Akranesi héldu að Hvalfjarðargöng myndu auðvelda þeim mannaráðningar næsta vetur. Svo virðist ekki vera. Fullyrt er í heita pottinum að á Rcykjavíkurlistanum bíða menn nú eftirvæntingarfullir eftir því að Morgunblaðið hafi samband við borgarstjóra til að svara spum- ingum lesenda fyrir kosningar. Meðan Sjálfstæðisflokkuriiui átti borgina var þessum sið haldið, og fyrir síðustu kosningar hafnaði blaðið gjörsam- lega að leyfa Ingibjörgu Sólrúnu að taka þátt í þessari þjónustu með Áma Sigfússyni, enda haim „embættismaður" íþjónustuborgara, enhúnbara frambjóðandi. Hvað nú, ó fijálslyndi Moggi, sem brotið hefur af þér bönd kalda stríðsins? Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir. Fáir sóttu uin keimara- stðður þrátt fyrir göngm Framhaldsskólamir eru að missa keimara í tækni- greinum sem fá boð 11111 gull og græna skóga frá öðrum, m.a. vegna 2000- vandamálanna í tölvu- heiminum. „Fyrstu lausu stöðurnar eftir göng“ auglýsti nýlega Fjölbrautaskólinn á Akranesi, sem vantar fjölda kennara fyrir haustið. „Við auglýstum svona til að vekja athygli á þessum möguleika og erum bjartsýn á að göngin muni létta okkur Iífið. Það var a.m.k. í tveim til- fellum spurt mjög ákveðið um þennan möguleika, þannig að það er fólk sem sækir um sem ætlar sér raunverulega að aka á milli daglega, sem er nýtt,“ sagði Þórir Ólafsson skólameistari. „Það verða samt að teljast vonbrigði hvað fáir sóttu um. Við fengum nokkr- ar ágætar umsóknir, en alls ekki svo að við gætum lokið ráðningum, Iangt í frá. Það er erfiður róður í raungreinum og tæknigreinum, sem því miður Iéttist ekki þótt göngum sé Iofað.“ (lnll og grænir skógar Þórir segir skólana í Reykjavík raunar auglýsa mikið eftir þessu sama fólki. „Það er mjög erfiður róður í raungrein- um og tæknigreinum. Til dæmis er mjög erfitt að fá fólk til starfa í rafvirkj- un. Allir slíkir eru umsetnir að ekki sé nú talað um ef þeir kunna líka á tölvu. Þá eru gull og grænir skógar í boði. Það er mikið að gera í þessum bransa núna og togað mjög í starfsfólk. Ég er búinn að missa tvo afburðamenn úr þessum tæknigeira bara núna í vor,“ sagði Þórir. Það væri bara boðið í þá. Miklar annir vegna vandræða f sam- bandi við árið 2000 auki enn á eftir- spurnina. „Við erum í mjög vondri stöðu þegar svona kemur upp.“ Gangagjaldið um 24.000 kr. á mánuði Eftir að göngin verða opnuð segir Þór- ir Akranes að nokkru leyti tengjast hinu stóra vinnusvæði Reykja- vík/Reykjanes. „Þá verður þetta svipuð fjarlægð og á milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Og það er þó nokkuð stór hópur kennara í Fjölbrautaskóla Suð- urnesja sem býr á höfuðborgarsvæð- inu.“ Að sjálfsögðu sé mestur akkur í því að hafa starfsmenn búsetta á staðnum. „En þegar við erum að leita að fólki finnum við að það er oft hindr- unin að makinn er í starfi í Reykjavík. Sá þröskuldur lækkar nú verulega með göngunum.“ Er þá ekki hætt við að fólk setji fyrir sig kostnaðinn? „Við vitum ekki enn hver kostnaðurinn verður með rútu/strætó. En gangagjald fyrir 20 vinnudaga í mánuði verður um 24 þús. kr. fyrir þann sem ekur einn í bíl, en lægri ef fleiri ferðast saman. Við mundum væntanlega búa okkur undir að taka einhvern þátt í kostnaðinum ef það hentaði skólanum," sagði skóla- meistari. FRÉTTAVIÐ TALIÐ Umræður í heita pottinum í Skagafiröi mótast orðið mjög af pólitíkinni. Pottverjar segja það enga tilviljun að Ómar Stefáns- son, sem til skamms tíma hefur verið verslunarstjóri Skagfirð- ingabúðar, sé nú kominn í sér- verkefni hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga. Sérverkefnum fylgir sá ann- marki að þeim lýkur innan tíðar og þessu verkefni gæti lokið í næsta mánuði. Þá sé leiðin greið fyrir Ómar í stól bæjarstjóra hins nýja svcitarfélags, ef faðir hans, Stefán Guðmundsson, og aörir frain- sóknannenn verða í meirihluta í Skagafirði... Pottormar eru komnir á þá skoöun að kosninga- baráttan sé að heíjast fyrir alvöru í borgiimi. Síð- asta vetrardag efndu ungir sjálfstæðismenn til fagnaðar í kosningamiðstöðinni í ísafoldarhúsinu við Austurvöll. Þar var ungu fólki boðið upp á ókeypis bjór og herma sögur að vegna manneklu við dyravörslu hafi óheyrilega ungir krakkar sloppið inn í veisluna og fengiö mjöð. Aðvífandi Reykjavíkurlistamamii þótti nóg uin og lét lög- regluna vita, en engir laganna veröir voru þó send- ir á vettvang. Lögreglumaðurinn í pottinum veitti þær upplýsingar að ekki hafi verið ljóst hvort vín- veitingalcyfi hafi verið fengið fyrir kosningagleð- inni... V_______ Stefán Guð- mundsson. Vaxandi félagsleg deyfð Halldór Bjoms- son nýkjörínnformaður hjá Dagsbrún - Framsóhn. Dagsbriín og Framsókn heyra sögunni til eftiraðal- fundi kvöldsins. Leitað verð- urskýringa á lélegri kjör- sókn. Út á vinnustaðina. Uni 19 atkvæðagreiðslur og skoðanakannanir á tveimur árum. — Hvað veldur því að innan við 20% taka þútt í stjórnarkjöri í Dagsbrún- Fratnsókn? „Ég hef engar haldbærar skýringar á þessu. Þetta er eitthvað sem Ieita þarf skýr- inga á og það munum við reyna að gera. Þannig að þetta mun hvetja okkur til dáða til að komast að því hvað sé að. Það var unn- ið mjög vel þessa fáu daga frá því framboð- ið kom fram og til kosninga. Meðal annars var farið á alla vinnustaði, dreift pésum og bældingum og síðan voru mikil fundahöld síðustu þrjá dagana fyrir kosningarnar. Við vorum einnig með bíla til taks og samkomu- lag var við atvinnurekendur um að fóik fengi að fara til að kjósa. Síðan voru 20 manns í úthringingum báða kosningadagana." — Hefur þessi félagslega deyfðfarið vax- andi? „Já, það mundi ég segja. Það er t.d. miklu meiri fjöldi í félaginu en áður var með sam- einingunni við Framsókn. Það hefði kannski verið hægt að kyngja því að fá 1100 atkvæði með Dagsbrún eina, þ.e. með sína 3600 félagsmenn. Hinsvegar er erfitt að sætta sig almennilega við það að þessi fjölg- un skuli ekki skila sér á kjörstað. A hinn bóginn fengum við reyndar nokkru áður 1600 svör úr póstatkvæðagreiðslunni, eða í kringum 30%. Fólk er kannski orðið hund- leitt á kosningum jrví við erum búin að vera með atkvæðagreiðslur og skoðanakannanir í 19 skipti á aðeins tveimur árum.“ — Er ekki óþægilegt að vera formaður í félagi sem félagsmenn hafa engan áhuga á? „Nei, ég segi það nú ekki. Ég held að mað- ur væri ekki í félagsstörfum ef maður léti þetta setja sig úr skorðum. Menn segja líka gjarnan við mig svona til að hugga mig að þetta sé svona allsstaðar. Ég er hinsvegar ekkert sáttur við það og því munum við fara nákvæmlega ofan í þetta mál. Við munum t.d. fara út á vinnustaðina til þess að fá að vita hvað sé að. Ég trúi því jafnframt ekki að félagsfólki sé nákvæmlega sama um félagið sitt“. — Er þessi félagslega deyfð almenn í verkalýðshreyfingunni? „Það heyrist mér. Hinsvegar bendi ég á að við höfum rekið hérna mjög kröftuga skrif- stofu, enda orðið gjörbylting á umhverfí hennar. Þá höfum við líka verið með um- fangsmikla útgáfustarfsemi og gefið út átta félagsblöð á tveimur árum. Við höfum kannski gleymt þeim þætti að fara og tala við fólk til að vekja upp meiri áhuga. Þegar farið er í gegnum kosningasögu Dagsbrúnar þá er kosningaþátttakan sjaldnast yfir 30% nema þá í rosalegum átakakosningum. Við vitum hinsvegar að þjóðfélagið hefur breyst alveg gífurlega, fjölbreytt afþreying og mik- ið sem glepur.“ — Hver eru helstu mál á aðalfundi Dagsbrúnar í kvöld? „Þetta er síðasti aðalfundur félagsins. Það má því segja að þetta séu lokin á 92 ára sögu félagsins og á rúmlega 80 ára sögu Fram- sóknar sem halda þessa síðustu aðalfundi sfna á sama tíma í Kiwanishúsinu. Þetta verður því svona formlegur fundur þar sem öllum reikningum og öðru verður lokað jafnframt því sem við hefjum nýja göngu á sameiginlegum vettvangi Dagsbrúnar-Fram- sóknar.“ -GRH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.