Dagur - 29.04.1998, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 29.APRÍL 1998 - S
l^MT'
FRÉTTIR
Fæðmgarorlof karla
er betra en kvenna
Samræmdar reglur
sveitarfélaga og ríkis.
Laimanefnd óttast af-
leiðingamar. Óeðli-
legt og jafnvel ólög-
legt. Fáir karlar í fæð-
ingarorlof hjá horg.
„Við vorum að benda á að afleið-
ingin væri sú að sennilega risu
ASI-konurnar upp og vildu fá fá
það sama og karlarnir. Við tókum
því ekki afstöðu heldur vísuðum
því til ákvarðanatöku í hveiju
sveitarfélagi," segir Lúðvik Hjalti
Jónsson hjá Launanefnd sveitar-
félaga.
Leiðbeinandi reglur launa-
nefndar til sveitarfélaga um
greiðslur í fæðingarorlofi karla
eru samhljóða reglum ríkis og
borgar. I grófum dráttum kveða
þær á um það að allir feður, óháð
stéttarfélagsaðild, halda óskert-
um dagvinnulaunum í fæðingar-
orlofi. Til viðbótar halda þeir
50% af yfirvinnu. Sem kunnugt
er eiga feður rétt á tveggja vikna
fæðingarorlofi sem þeir geta tek-
ið hvenær sem er fyrstu átta vik-
urnar eftir fæðingu eða heim-
komu barns.
Ólöglegt?
Launanefndin vakti hinsvegar
athygli sveitarfélaga á því að með
því að fara sömu leið og borg og
ríki væri verið að mismuna
starfsmönnum eftir kyni. Það
stafar m.a. af því að karlmenn
utan opinberra stéttarfélaga nytu
hærri greiðslna í fæðingarorlofi
en konur í sömu stéttarfélögum
vegna þess að miðað er við laun.
Nefndin telur einnig að slík mis-
munun hljóti að vera óeðlileg og
jafnvel ólögleg. Með því væru
sveitarfélögin auk þess að taka á
sig greiðslubyrði sem að öðrum
kosti lenti á Tryggingastofnun.
Jafnframt væri hætt við því að
stofnunin mundi neita að greiða
hlutdeild í slíkum fæðingaror-
lofsgreiðslum.
Þá gæti þetta leitt til þess að
konur í þessum stéttarfélögum
gætu krafist sömu greiðslna og
karlar. I það minnsta í tvær vikur
og hugsanlega allan fæðingaror-
lofstímann. Launanefndin bend-
ir á að slík niðurstaða myndi
Jón Kristjánsson, starfsmannastjóri
Reykjavíkurborgar, segir mismunun
hafa verið tii staðar áður.
hafa í för með sér að Trygginga-
stofnun myndi líklega neita að
greiða það sem hún greiðir í dag
vegna þessara kvenna. Greiðslur
allra launa í fæðingarorlofi
myndu því lenda á sveitarfélag-
inu.
Mismunim
Jón Kristjánsson, starfsmanna-
stjóri Reykjavíkurborgar, segir að
mismunun hafi verið til staðar
gagnvart opinberum starfsmönn-
um annars vegar og félags-
mönnum aðildarfélaga ASI hins
vegar áður en borgin samþykkti
reglur um feðragreiðslur í fæð-
ingarorlofi. I því sambandi bend-
ir hann á að opinberir starfs-
menn fengu hvorki greiðslur frá
Tryggingastofnun né frá vinnu-
veitanda.
„Spurningin er því hvort þetta
sé meiri mismunun að taka inn
alla opinbera starfsmenn, þótt
það komi þarna fram mismunur
á milli karla og kvenna í aðildar-
félögum ASI,“ segir starfs-
mannastjóri borgarinnar.
Sjálfur telur hann brýnt að
tekið verði heildstætt á fæðing-
arorlofsgreiðslum óháð kjmi og
stéttarfélagsaðild. Hann segir að
örfáir feður meðal borgarstarfs-
manna hafi notfært sér þennan
rétt til fæðingarorlofs frá síðustu
áramótum þegar lögin tóku gildi.
-GRH
Árni Sigfússon spurði um sjálfsvíg í
Borgarráði.
6 sjálfs-
vígstilvik
„I fljótu bragði komu upp í hug-
ann 6 sjálfsvígstilvik á sl. ári,“
segir í svari Félagsmálastofnun-
ar Reykjavfkur við fyrirspurn
Arna Sigfússonar sem lögð var
fram í borgarráði í gær. I svarinu
kemur fram að ekki liggja fyrir
staðfestar eða kerfisbundnar
upplýsingar um sjálfsvíg skjól-
stæðinga stofnunarinnar þrjú
árin þar á undan. A sama hátt
liggja ekki fyrir upplýsingar um
hversu margir þeir einstaklingar
eru af annarri og þriðju kynslóð
fjölskyldna sem notið hafa fjár-
hagsaðstoðar stofnunarinnar
eins og spurt var um.
119
milljoiiir í
Gullmbni
Borgarráð samþykkti í gær að
taka sameiginlegu tilboði þriggja
verkatakafyrirtækja í tvöföldun
Gullinbrúar. Þarna eiga hlut að
máli Háfell, AN-verktakar og
Borgartak sem buðu rúmar 119
milljónir króna í verkið, eða
91,2% af kostnaðaráætlun.
Vill samþykki foreldra
í tilefni af fréttaflutningi Stöðvar
2 fyrir skömmu, þegar tveggja
ára gamall drengur fannst nak-
inn í Grafarvogi, hefur umboðs-
maður barna, Þórhildur Líndal,
skilað áliti. Hún beinir því til
fjölmiðla að þeir sýni foreldrum
nærgætni þegar fjallað er um
persónuleg og viðkvæm mál. Þar
á meðal verði framvegis fylgt
þeirri meginreglu að birta ekki
viðtöl við börn undir sakhæfis-
aldri sem tengjast ætluðum af-
brotum og alls ekki nema með
samþykki foreldra þeirra eða
annarra forsjáraðila.
Það var Miðgarður, Fjölskyldu-
þjónusta í Grafarvogi, sem fór
fram á álit umboðsmanns barna
vegna fyrrgreinds máls. Tvær
stúlkur er Stöð 2 ræddi við sögð-
ust fyrst hafa fundið drenginn
klæðalausan, en síðar kom ann-
að á daginn. — Bl>
Fjölbreytt dagskrá
verdur á Listasumri á
Akureyri, en óvissa
með viðburði í Ketil-
húsi.
Gilfélagið á Akureyri, sem ásamt
mörgum samstarfsaðilum stend-
ur fyrir Listasumri á Akureyri,
kynnti drög að dagskrá sumars-
ins. Þetta er í sjötta sinn sem
Listasumar er haldið og hefur
það unnið sér fastan sess í bæjar-
lífinu.
Þeim sem koma að dagskrá
sumarsins fjölgar stöðugt og er
Listagilið að verða miðstöð
menningar í bænum. Fjölmargir
aðilar koma nálægt dagskrá
Listasumars s.s. Jassklúbbur Ak-
ureyrar, Sumartónleikar á Norð-
urlandi, Minjasafnið á Akureyri
og fleiri. Meðal þeirra sem koma
nýir að starfinu eru Sumarhá-
skólinn á Akureyri.
Fram kom í máli forsvars-
manna Gilfélagsins að nokkur
óvissa er með mannfagnaði sem
fyrirhugaðir eru í Ketilhúsinu, en
framkvæmdir við endurgerð þess
hafa staðið í rúmt ár.
Að sögn Sigurðar Jónssonar,
gjaldkera Gilfélagsins, eru þeir
Sigurður Jónsson, gjaldkeri Gilfélagsins, og Finnur Gunnlaugsson, starfsmaður
þess, kynntu fyrirhugað Listasumar á Akureyri næsta sumar. mynd: bös
fjármunir sem ætlaðir voru til
verksins búnir, en um 9 milljónir
vantar upp á að húsið sé löglegt
fyrir stærri mannfagnaði. Eftir-
litsmaður frá bænum hefur farið
yfir framkvæmdir í húsinu og eru
menn sammála um að vel og
sparlega hafi verið unnið að end-
urnýjun hússins. Framhald fram-
kvæmda er því í höndum bæjar-
yfirvalda. - hh
Ketilhús í óvissu
ALÞINGI
Ný lög um bæjar-
nöfn
Ný lög um bæj-
arnöfn voru
samþykkt á Al-
þingi í gær með
39 atkvæðum
gegn 2 en 4 sátu
hjá. Samkvæmt
lögunum má
ekki gefa býlum
nöfn eða breyta
gömlum nöfnum nema með sam-
þykki Ornefnanefndar og hún á
einnig að skera úr ágreiningi um
ný götunöfn og sambærileg ör-
nefni innan sveitarfélaga.
Kristinn H. Gunnarsson, Al-
þýðubandalagi, greiddi atkvgeði
gegn frumvarpinu og sagðist
treysta bændum til þess að velja
býlum sínum sómasamleg nöfn
hér eftir sem hingað til. Sigríður
Anna Þórðardóttir, formaður
menntamálanefndar, benti hins
vegar á að verið væri að breyta
eldri lögum og breytingarnar
væru allar í frjálsræðisátt.
Endurgreiðslan
bíður
Frumvarp Ingi-
bjargar Pálma-
dóttur heil-
brigðisráðherra
um heimild til
að endurgreiða
sjúklingum
kostnað vegna
sérfræðilækna
sem ekki voru á
samningi við
Tryggingastofnun bíður nú þriðju
og síðustu umræðu á Alþingi.
Heilbrigðisnefnd mælti með
samþ\’kkt frumvarpsins og annar-
ri umræðu um það er lokið. Ekki
er hægt að endurgreiða fólki fyrr
en frumvarpið er orðið að lögum.
RíMsstofnanir
lagðar niður
Nærri 20 ríkisstofnanir hafa ver-
ið lagðar niður á síðustu 10
árum, samkvæmt svari forsætis-
ráðherra við fyrirspurn Kristins
H. Gunnarssonar. I mörgum til-
vikum var um að ræða breytingar
á skipulagi þar sem aðrar stofn-
anir tóku við verkefnum þeirra
sem lagðar voru niður eins og t.d.
þegar verkefni Ríkismats sjávar-
afurða voru færð undir Fiskistofu
og rannsóknarlögregla ríkisins
lögð niður en embætti Ríkislög-
reglustjóra stofnað í staðinn.
Nokkur dæmi eru um að stofnan-
ir hafi verið sameinaðar í eina
nýja, en einnig um að stofnun
hafi verið lögð niður án þess að
aðrar ríkisstofnanir tækju við.
Það á t.d. við um Skipaútgerð rík-
isins og þrjá héraðsskóla.
Opinberar list-
skreytingar
Ný Iög um listskreytingasjóð voru
samþykkt á Alþingi í gær, en sam-
kvæmt þeim á að verja 1% af
heildarbyggingarkostnaði opin-
berrar byggingar til listskreyting-
ar og umhverfisins. Listskreyt-
ingasjóður á að standa straum af
kostnaði við listskreytingu opin-
berra bygginga sem þegar eru
fullgerðar og verður veitt fé til
hans á fjárlögum.