Dagur - 29.04.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 29.04.1998, Blaðsíða 12
12 - MIDVIKUDAGVR 29. APRÍL 1998 X^«r Frá yfirkjörstjórn í Mosfellsbæ Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga, sem fram skulu fara 23. maí 1998 er til kl. 12.00 laugardaginn 2. maí 1998. Yfirkjörstjóm verður til viðtals á skrifstofum bæjarstjórnar 4. hæð í Kjarna, Þverholti 2, frá kl. 11.00 til 12.00 þann dag. Mosfellsbæ 28. apríl 1998. Yfirkjörstjórn í Mosfellsbæ, Björn Ásmundsson, Leifur Jóhannesson, Magnús Lárusson. A Kópavogsbær Salir - breyting á aðalskipulagi Tillaga að breyttu aðalskipulagi Kópavogs 1992-2012 auglýsist hér með skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Hádegishólum og byggð í Lindum í vestur, lögsögumörkum Kópavogs og Reykjavíkur í norð- ur, mörkum Vatnsendalands og Fífuhvammslands, við Markastein í austur og Rjúpnahlíð og Hnoðraholt í suður. Breytingin felst í eftirfarandi: 1. Arnarnesvegur er færður norðar og tengibraut felld út allt frá Leirdalsbotni að bæjarmörkum Reykjavíkur og Kópavogs á móts við Jaðarsel. 2. Verslunar- og þjónustusvæði í Leirdalsbotni er fellt út. 3. Iðnaðarsvæði í Rjúpnadal er fellt út. 4. Gert er ráð fyrir 9 holu golfvelli í Litla-Leirdal. 5. Afmörkun fyrirhugaðs kirkjugarðs í Leirdal er breytt og hann stækkaður. 6. Afmörkun bæjarverndar í Háteigshólum er breytt með tilvísan í ítarlegri afmörkun. 7. Afmörkun íþrótta- og skólasvæðis breytist. 8. Afmörkun íbúðarsvæðis vestast á svæðinu breytist. Milli þess og íþróttasvæðisins er gert ráð fyrir hverfisþjónustu og leikskóla. 9. Afmörkun íbúðarsvæðis austast á svæðinu breytist og það fært norðaustur. Sjá jafnframt lið þrjú hér að ofan. 10. Göngu- og reiðleiðir breytast. Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega til Bæjarskipu- lags eigi síðar en kl. 15.00 föstudaginn 8. maí nk. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innap tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Skipulagsstjóri Kópavogs. IÞROTTIR Keppa uni sæti á meðal þeirra bestu Tveir af bestu snókerspilurum íslands, á undanförnum misser- um, þeir Kristján Helgason og Jóhannes B. Jóhannesson taka þátt í úrtökumóti fyrir evrópsku atvinnumannamótaröðina í snóker sem hefst á morgun. Keppt er um sex laus sæti á þessari sterkustu mótaröð heims og fer úrtökumótið fram í Antwerpen í Belgíu. Keppt er í þremur átta manna riðlum og komast tveir efstu menn í hvor- um riðli áfram. Þeim er síðan skipt í tvo þriggja manna riðla, þar sem efstu menn spila til úr- slita. Mótaröðin samanstendur af níu stigamótum og auk þeirra sex, sem vinna sér þátttökurétt á mótinu í Antwerpen, þá keppa þar 186 bestu atvinnumennirnir f snóker. Að sögn Björgvins Hólms Jó- hannessonar, formanns Billiard- og snókersambands Islands, öðl- ast menn þátttökurétt á úrtöku- mótinu, með því að ná tilsettum árangri í undankeppnum. „Við íslendingar fengum okkar eigið mót, sem kallað var „Iceland open“. Það mót var haldið á knattborðstofunni Klöpp, þar sem Kristján Helgason sigraði Jóhannes B. Jóhannesson í úr- slitum. Með þeim árangri unnu þeir félagar sér rétt til keppni, en aðeins tveir aðrir Norður- landabúar, báðir frá Finnlandi, náðu sama árangri. Það er því til mikils að vinna fyrir þá félaga, Jóhanrtes B. Jóhannesson og Kristján Helgason keppa aö sæti á evrópsku móta- rööinni, sem fiest allir bestu snókermenn heimsins keppa á. - mynd: ek að keppa gegn sterkustu snókerspilurum heims. Strák- arnir eiga sfna möguleika, en þeir hafa báðir staðið sig vel á mótum erlendis," sagði Björg- vin. Þess má geta að Kristján Helgason er íslandsmeistari síð- ustu þriggja ára og hann varð einnig heimsmeistari unglinga 1993. Jóhannes er stigameistari í ár og náði þriðja sæti á heims- meistaramóti unglinga 1993 og ‘94. Hann tók á síðasta ári þátt í heimsmeistaramóti atvinnu- og áhugamanna í Zimbabve og komst þar í 16 manna úrslit. Hann tapaði þar íyrir sjálfum heimsmeistaranum eftir spenn- andi keppni. Strax eftir úrtökumótið halda þeir félagar til Finnlands, þar sem þeir taka þátt í Evrópu- meistarmótinu, sem haldið .er í Helsinki 7.-17. maí. Kristján hefur afrekað það, að vera í úr- slitum þess móts s.l. tvö ár. Hann náði því í fyrra, að fara yfir eitt hundrað stig í sjö römmum og var þar með nálægt að jafna met þeirra Steve Davis og Stephen Hendry, sem er 8 yfir 100 á einu og sama mótinu. Náin sam- viima hjá Þrótti og Ármanni Glímufélagið Ármann og Knatt- spyrnufélagið Þróttur munu væntanlega ganga frá viðamikl- um samningi um samvinnu fé- laganna á sviði íþrótta- og æsku- lýðsstarfs á næstu dögum, en fé- lögin reka sem kunnugt er stór- an hluta af starfsemi sinni á svipuðum slóðum í austurbæn- um í Reykjavík. Fullbúinn samningur Iiggur nú fyrir og bíður þess að félögin veiti hon- um samþykki sitt. Knattspyrnufélagið Þróttur fluttist í Laugardalinn á síðasta ári, samkvæmt samningi félags- ins við Reykjavíkurborg, og óhætt er að segja að sá samning- ur hafi farið misvel í Armenn- inga, sem hafa verið á nokkrum hrakhólum á undanförnum árum. I þeim samningi sem nú bíður undirritunar, er gert ráð fyrir því að Armenningar fái að halda áfram starfsemi í þeim greinum, þar sem þeir eru með aðstöðu utan þess svæðis, sem félögin hafa helstu bækistöðvar sínar. Helsti ávinningur Ár- menninga, að margra mati, er aðstaðan sem opnast fyrir frjáls- íþróttafólk félagsins í Laugar- dalnum. Félögin náðu ekki samkomu- lagi um hvort þeirra starfrækti handknattleiks-, körfuknatt- Ieiks- og almenningsdeild, en ljóst er að ef viðræður félaganna bera ekki árangur, er þeim báð- um heimilt að hefja rekstur slíkra deilda. Verkaskipting milli félaganna um rekstur íþrótta- deilda verður að öðru leyti með eftirfarandi hætti: Á vegum Armanns: Frjálsíþróttadeild, fimleika- deild, sunddeild, júdódeild og aðrar sjálfsvarnaríþróttir, skíða- deild, glímudeild og lyftinga- deild. Á vegum Þróttar: Knattspyrnudeild, blakdeild, tennisdeild, pílukastdeild, snókerdeild, skautadeild og skvassdeild. ■« ■ i ERLENT Stam fær góða summu Manchester United gekk í fyrra- kvöld frá samningi við Jaap Stam og er kaupverðið talið vera á bil- inu 10-11,6 milljónir punda. Enska liðið á enn eftir að ganga frá samningi við leikmanninn, en talið er að Stam gangi frá fjög- urra eða fimm ára samningi og geti vænst þess að fá eina og hálfa milljón sterlingspunda í árslaun, eða sem samsvarar rúm- um 180 milljónum íslenskra króna. Flótti frá PSV Svo virðist sem hollenska liðið PSV Eindhoven, sem Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið á samningi hjá, missi fleiri af mátt- arstólpum sinum til annarra liða i vor. Phillip Coca sem var með útrunninn samning við félagið hefur samið við spænska liðið Barcelona til tveggja ára og Marc Degryse, belgískur landsliðsmað- ur til margra ára fer til Ghent. Sjö aðrir leikmenn kunna að vera á förum, þeirra á meðal varnar- maðurinn Arthur Numan sem mun Iíklega ganga til liðs við At- letico Madrid, sóknarmaðurinn Luc Nilis mun Iíklega fara til Glasgow Rangers og miðjumað- urinn Wim Jonk gæti einnig ver- ið á förum. Markvörður liðsins Ronald Wateraus, er með út- runninn samning, en hefur verið orðaður við þýska liðið Borussia Dortmund. Eiður Smári og Marciano Vink sem báðir hafa átt í erfiðum meiðslum, verða að öllum líkindum heldur ekki á launaskrá hollenska liðsins í sumar og ljóst er að félagið þarf að byggja upp nýtt lið fyrir haust- ið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.