Dagur - 29.04.1998, Blaðsíða 3
MIDVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 - 3
FRÉTTIR
L i
Ólafur Öm á móti
hálendisfnimvarpi
Stund milli stríða í kaffistofu Alþingis en þeir eiga annasama daga fyrir höndum Friðrik Sophusson, fyrrverandi fjármálaráðherra,
og Jón Kristjánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, því fjölmörg mál bíða afgreiðslu á þinginu.
Allir ílokkar nema
þingflokkur jafnaðar-
manna standa að af-
greiðslu framvarps
iini stjómsýslu nokk-
urra sveitarfélaga á
hálendinu. Ólafur
Öm Haraldsson, for-
maðiir tmihverlis
nefndar hyggst sitja
hjá.
Önnur umræða um 3 frumvörp
sem varða eignarhald og skipu-
lag á hálendinu hófst á Alþingi í
gær. Umdeildast er frumvarp til
sveitastjórnarlaga en þar er lcveð-
ið á um að allt Iandið skiptist í
sveitarfélög ekki einvörðungu
byggðin og afréttir. Samkvæmt
því verður stjórnsýsla á miðhá-
íendinu á hendi 42 aðliggjandi
hreppa. Eins og fram hefur kom-
ið í Degi er um það samkomulag
að breyta ákvæðum skipulags og
byggingarlaga til að tryggja að
miðhálendið verði skipulagt sem
heild, þótt margir fari með
stjórnsýslu þar.
Þetta samkomulag gerði það
að verkum að víðtækt samkomu-
lag tókst um frumvarpið f félags-
málanefnd og mæla fulltrúar
allra flokka nema þingflokks
jafnaðarmanna með samþykkt
þess með nokkrum breytingum.
Fjórir af átta í meirihlutanum
skrifa þó undir álit nefndarinnar
með fyrirvara. Ólafur Örn Har-
aldsson, formaður umhverfis-
nefndar lýsti því yfir í gær að
hann teldi frumvarpið ekki
ganga nægjanlega langt til að
fullnægja sjónarmiðum þéttbýl-
isbúa eða eins langt og hann hafi
haldið að það myndi gera. Því
myndi hann ekki styðja málið og
sitja hjá við atkvæðagreiðslur um
það.
Ýmsir fyrirvarar
I fyrirvara Siíjar Friðleifsdóttur
og Péturs Blöndal kemur fram
að þau telja það rangt að skipta
skipulags- og byggingarmálum
miðhálendisins upp á milli 42
sveitarfélaga. Réttara væri að
skipuleggja miðhálendið ávallt
sem eina heild og að fulltrúar
allra landsmanna komi að því
verki.
Krístín Astgeirsdóttir og Ög-
mundur Jónasson skrifa einnig
undir nefndarálitið með fyrirvara
og segja að fyrirhugaðar breyt-
ingar á skipulags- og byggingar-
lögum verði að fela það afdrátt-
arlaust í sér að miðhálendið
verði skipulagt sem ein heild og
fleiri komi að því en aðliggjandi
sveitarfélög.
Ein á móti
Rannveig Guðmundsdóttir er
ein í minnihluta í félagsmála-
nefnd en í séráliti hennar segir
að Jafnaðarmenn telji frumvarp-
ið grófa atlögu að almannarétti.
Með því sé sveitarfélögum sem
liggja að hálendinu falið fram-
kvæmdavald á nærri helmingi
landsins. Það verði aðeins lítill
hluti þjóðarinnar sem taki or-
lagaríkar ákvarðanir um öræfi Is-
Iands, en það telja jafnaðarmenn
algjörlega óviðunandi og vilja
fela einni landskjörinni stjórn
umsjón með miðhálendinu. Allir
landsmenn verði að geta treyst
því að almannaréttur ráði þar
ferðinni en ekki hagsmunir fá-
mennra sveitarfélaga. — VJ
Benedikt Kristjánsson hefur nú selt
allar Vöruvals- verslanirnar á Isafirði.
Formaður
semur við
drottna
Benedikt Kristjánsson, formaður
Kaupmannasamtakanna, vinnur
þessa dagana að samningum við
lánardrottna um greiðslu skulda
gegn niðurfellingu þeirra að
hluta. Hann hefur þegar selt
þrjár verslanir sínar af fjórum,
allar Vöruvals-verslanirnar á Isa-
firði.
Benedikt rekur nú aðeins eina
verslun, Vöruval á Bolungarvík.
Hann segir í samtali við Dag að
ekki sé hægt að tala um að hann
sé í nauðasamningum, hvað þá í
greiðslustöðvun eða að hann sé á
leið í gjaldþrot. „Það er rétt að ég
er að semja um skuldir og salan
kemur inn í það. Auðvitað getur
það hent formann Kaupmanna-
samtakanna eins og annað fólk
að Ienda í erfiðleikum. En ég
seldi verslanirnar fyrst og fremst
vegna þess að ég gat það og vildi
minnka við mig þessa gríðarlegu
vinnu og streitu sem fylgdi
þessu,“ segir Benedikt í samtali
við Dag. — fþg
Ofbeldismeim í meðferð
Rauði kross íslands, Skrifstofa
jafnréttismála og ráðuneyti fé-
lags- og heilbrigðismála hafa
hrundið af stað átaki, sem felst í
að bjóða körlum sem beita of-
beldi, upp á meðferð. Reynslan
þykir góð á Norðurlöndum, en
hér á landi er áætlað að um
1.100 konur verði árlega fyrir of-
beldi frá hendi maka eða fyrrver-
andi maka.
A blaðamannafundi sem hald-
inn var í gær til að kynna átakið
kom fram að mjög erfitt sé að
nálgast karla sem beita ofbeldi,
enda er málið viðkvæmt og eitt
best geymda leyndarmál þjóðar-
innar. Boðið verður upp á bæði
einstaklingsmeðferð og hópa-
meðferð í umsjá sálfræðinganna
Andrésar Ragnarssonar og Ein-
ars Gylfa Jónssonar. Þeir telja,
miðað við reynsluna á Norður-
löndum, að meðferð geti skilað
því að 60 til 80 prósent ofbeldis-
mannanna hætti ofbeldinu. Ingi-
björg Pálmadóttir heilbrigðisráð-
Frá blaðamannafundi i gær þar sem áformin um að aðstoða ofbeldismenn
voru kynnt.
herra sagði á fundinum að með
þessu átaki væri mikilvægt skref
stigið. Ef ekki yrði komið fyrir
rót vandans mætti í besta falli
reikna með óbreyttu ástandi.
Atakið felur í sér tilraun til tveg-
gja ára og kostar um 2,5 milljón-
ir króna á þeim tíma. — FÞG
53 miUjónir í ofbeldisbætur
Ríkissjóður greiddi þolendum
afbrota samtals rúmar 53 millj-
ónir króna í bætur á árunum
1996-’97. Þetta kemur fram í
skýrslu dómsmálaráðherra sem
lögð hefur verið fram á Alþingi.
Lög um greiðslu ríkissjóðs á
bótum til þolenda afbrota tóku
gildi um mitt ár 1996 og var
sérstakri nefnd falið að meta
umsóknir um bætur.
1996 sóttu 93 um bætur, 54
karlar og 39 konur en í fyrra
voru umsóknirnar 104, 62 frá
kcirlum og 42 frá konum. Sjö
umsóknir um bætur hafa borist
það sem af er þessu ári. Bóta-
nefndin hefur fallist á 110 um-
sóknir að hluta eða öllu leyti,
52 var hafnað, 2 afturkallaðar
og 33 eru enn til umfjöllunar.
Greiddar voru rúmar 15
milljónir króna í 43 málum
1996 eða liðlega 350 þúsund
krónur að jafnaði. I fyrra voru
heildargreiðslurnar um 38
milljónir króna í 62 málum eða
rúmar 600 þúsund krónur að
meðaltali.
Ágremingur um nafngift á nýtt
sveitarfélag
Svanhildur Arnadóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks á Dalvík, lagði
til á bæjarstjórnarfundi í gær að nöfnin Tröllavík, Dalbær og Upsa-
strönd yrðu tekin út sem kostur fyrir nýtt nafn á sveitarfélagið sem
verður til við sameininjgu sveitarfélaganna Dalvíkur, Svarfaðardals og
Árskógsstrandar í vor. I stað þeirra komi nöfnin Árdalsvík, Víkurbyggð
og Dalvíkurbær.
Tillaga Svanhildar Árnadóttur var samþykkt með 4 atkvæðum gegn
3. Óljóst er hvaða áhrif samþykktin hefur á hinar sveitarstjórnirnar,
hvort einhver sveitarstjórnarmaður tekur þær upp þar. Því er óljóst
hvort kosið verður um nafn á nýja sveitarfélagið samhliða sveitar-
stjórnarkosningunum eins og stefnt var að. — GG
Samræmdu prófunuin lokið
Unglingar voru áberandi um allt land í gær enda síðasta samræmda
prófið í 10. bekk. Krakkarnir voru að vonum fegnir að komast út í
blíðuna og hópur safnaðist við Kringluna í Reykjavík í gær.
Það bar við að vín sæist á nokkrum, en stærsti hluti hópsins var til
fyrirmyndar.