Dagur - 29.04.1998, Blaðsíða 1
FÍB segir gj aldskrá
Spalar vekj a furðu
Frainkvæmdastjóri
FÍB telur að gjaldtaka
um Hvalfjarðagöng sé
aUt of há. Spölur seg-
ir að lánveitendur
leyfi ekki lægri gjald-
skrá.
„Þessi gjaldskrá vekur furðu.
Þegar umræðan um Hvalfjarðar-
göngin fór í gang á sínum tíma
var rætt um að hæsta gjaldið yrði
það sama og nú hefur komið í
Ijós að verður lægsta gjald. Við
erum undrandi yfir þessari háu
gjaldtöku. 1000 krónur eru allt
of mikið fyrir eina ferð í fólks-
bíl,“ segir Runólfur Ólafsson,
framkvæmdastjóri Félags ís-
lenskra bifreiðaeigenda.
Grefur sér gröf?
Runólfur reiknaði út aukakostn-
aðinn sem fylgir því að fara inn í
botn Hvalljarðar. Munurinn er
42 kílómetrar fyrir aðra en Akur-
nesinga og fyrir venjulegan fólks-
bíl þýðir aukakostnaðurinn á
kílómetra um 15 krónur og tekur
þá Runólfur tillit til allra þátta.
Bensíns, viðhalds, viðgerða, hjól-
barða og lægra endursöluverðs.
„Við fáum út töluna 630 krónur
og það er einmitt nálægt þeirri
gjaldtöku sem menn voru að tala
um. Tímasparnaðurinn er innan
við 20 mínútur þannig að maður
spyr sig hvort forsvarsmenn fyr-
irtækisins reikni dæmið ekki vit-
laust. Akveðinn hvati hefur orðið
fyrir landsmenn að fara frekar
inn í Botn vegna þessarar okur-
verðskrár. Eru menn ekki mark-
aðslega að grafa sér gröf?“ spyr
Runólfur.
Þrautpindir fyrir
Ein af forsendum þess að sátt
skapaðist á sínum tíma um fram-
kvæmdina var gjaldtökufjárhæð
sem oftast var nefnd 600-700.
Runólfur segir bíleigendur á Is-
landi nógu þrautpínda fyrir. „Þeir
Runólfur Ólafsson, framkvst. FÍB segir
630 kr. eðlilegt gjald í göngin.
borga um 25 milljarða kr. á ári í
skatta fyrir og ef álögur aukast
enn vegna sjálfsagðra samgöngu-
bóta sem þegar hefur verið greitt
fyrir verða menn hreinlega klum-
sa. Það er jafnframt verið að
setja höft á tekjulægstu hópana
að komast þarna í gegn.“
Hvers virði er tímiim?
Stefán Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Spalar, vísar gagn-
rýni Runólfs á bug. „Þetta er
ekkert hærri fjárhæð en það sem
lá fyrir í undirbúningsgögnum.
Þá er ég að tala um meðaltalið
sem við áætlum að komi út úr
þessu. Menn verða lílca að taka
tímasparnaðinn með í reikning-
inn. Hæsta gjald er 1000 krónur
og Runólfur reiknar út 630 krón-
ur sem sparast. Hvers virði meta
menn tíma sinn?“ spyr Stefán.
Skyldur við lánveitendur
Framkvæmdastjóri Spalar segir
að neðar verði ekki farið í gjald-
skránni. „Við eigum mjög erfitt
með að lækka hana frá því sem
nú er, einfaldlega vegna samn-
inga okkar við lánveitendur. Eg
vil benda á að við gefum færi á
afsláttarkjörum niður í 600
krónur á ferð og við erum að
vonast til að sem flestir nýti sér
þau.“ — BÞ
Samvinna
Armaims
og Þróttar
Glímufélagið Ármann og Kuatt-
spyrnufélagið Þróttur hafa
ákveðið að stofna til samvinnu á
starfssvæðum félagana. Þá mun
Ungmennafélagið Fjölnir taka að
sér íþrótta- og ungmennastarf í
Borgarholtshverfi þegar ljóst
þykir að Glímufélagið Armann
mun ekki flytja þangað. Höfuð-
stöðvar Fjölnis verða í Iþrótta-
miðstöðinni í Grafarvogi. I sam-
starfssamningi Ármanns og
Þróttar við borgina sem var til
umljöllunar í borgarráði í gær
kemur m.a. fram að aðalforsend-
an fyrir góðu og nánu samstarfi
félagana í Laugardal er m.a.
bygging Ijölnota íþróttahúss við
Laugardalshöll. Þá mun Armann
fá afnotarétt á húsnæði því sem
byggt verður fyrir Þrótt við gervi-
grasvöllinn í Laugardal.
Nú rennur upp sá tími að veðurblíðan glepur huga þeirra sem sitja í próflestri. Sara Elísa Þórðardóttir, nemi á 2. ári í Mennta-
skólanum í Reykjavík, lét veðurblíðuna ekki trufla sig, heldur einbeitti sér að undirbúningi fyrir efnafræðipróf. Það er líka eins
víst að þeir verði fleiri góðviðrisdagarnir en atrennurnar að prófinu. mynd: bo
Á Lágheið/. Ekki mjög sumarlegt, en
hlýtur að batna, ekki versnar það.
For á fjíill-
vegiim
Helstu fjallvegir landsins, þó
ekki hálendisvegir, eru að verða
færir en víða er mikil aurbleyta
og varla fólksbílafært. Þannig er
t.d. með Lágheiði milli Fljóta-
hrepps og Ólafsfjarðar. Há-
marksöxulþungi er 3 tonn en
drullupyttirnir eru alls staðar.
Öxarljarðarheiði er ekki opin, er
eitt drulludý og vegurinn austan
Jökulsár á Fjöllum er lokaður en
samt eru alltaf einhverjir að læð-
ast um hann, festa bílana og
skemma veginn enn frekar. Snjór
er á Mývatns- og Möðrudalsör-
æfum, Hellisheiði eystri lokaðist
á mánudag vegna snjóa og snjór
er á Vopnafjarðar- og Sandvíkur-
heiðum.
Hrafnseyrarheiði fyrir vestan
er orðin fær og því bílfært milli
ísafjarðar og Vesturbyggðar. A
Ströndum er þæfingur vestur í
Bjarnarfjörð. Veðurstofan gerir
ráð fyrir breytingum á fimmtu-
dag úr norðaustanátt í hæga suð-
vestanátt með dumbungi vestan
og sunnan til um helgina en
bjartviðri austan- og norðaustan-
lands. - GG
Ekkert svar
Bankaráð Islandsbanka hefur
synjað ósk Guðmundar Arna
Stefánssonar alþingismanns um
að veita upplýsingar um laxveiði-
og risnukostnað bankans. Vill Is-
landsbanki ekki að sér sé bland-
að inn í umræður um vandamál
stærsta samkeppnisaðilans. Auk
þess kveðst bankinn halda uppi
ströngu kostnaðarefirliti. Guð-
mundur Árni segir það vera
mikil vonbrigði að bankaráð hafi
ekki viljað svara fyrirspurn sinni
og rökstuðningur bankans lítil-
vægur. Þetta sýni hins vegar að
nauðsjmlegt sé að breyta hlutafé-
Iagalögum til að ná upplýsingum
af þessu tagi fram.
1
i
!
I
I
I
l
1
BUCK&DECKER
Handverkfæri
SINDRI V.
-sterkur í verki
BORGARTÚNI 31 • SÍMI 562 7222 • BRÉFASÍMI 562 1024
T