Dagur - 29.04.1998, Blaðsíða 13

Dagur - 29.04.1998, Blaðsíða 13
Xfe^ur ÍÞRÓTTIR L Nokkrir keppenda i kvennafiokki á bikarmóti Jódósambandsins. Berglind Asgeirsdóttir er þriðja frá vinstri, standandi. - myndir:gg Vemharð bestur í opna flokknum Vernharð Þorleifsson júdókappi frá Akureyri sigraði í opnum flokki á bikarmóti Júdósambands Islands, sem fram fór á Akureyri um helgina. Mikill uppgangur er nú hjá júdómönnum á Akureyri og voru þeir mjög sigursælir á mótinu. Sérstaka athygli vakti að fleiri konur voru nú meðal þátt- takenda en oft áður og að sögn Verðharðs Þorleifssonar, þjálfara KA, er það að þakka sérstöku átaki, sem gert var í uppbyggingu kvennaflokkanna þar. „Mikill áhugi er nú fyrir júdóíþróttinni og margir ungir og efnilegir júdó- menn að koma inn. Hér á Akur- eyri er í gangi mikil uppbygging og sem dæmi, var nú keppt í tveimur flokkum kvenna. Áður voru það aðeins 2-3 konur sem tóku þátt í keppnum," sagði Vernharð. Unga fólkið stóð sig mjög vel og var Brynjar Ásgeirsson KA án efa maður mótsins. Brynjar sem enn keppir í flokki 15-17 ára, sigraði þar í -66 kg flokki og gerði sér síðan lítið fyrir og sigraði einnig í flokki -21 árs og í full- orðinsflokki. Annar ungur og efnilegur júdókappi er Omar Örn Karlsson KA, sem sigraði í - 55 kg flokki 15-17 ára. Ómar sem er aðeins 15 ára þykir mikið efni og varð hann einnig í öðru sæti í -60 kg flokki -21 árs og í þriðja sæti í fullorðinsflokki. Meðal keppenda í kvenna- flokki var Berglind Andrésdóttir, sem keppir fyrir ÍCA. I +66 kg flokki varð hún í 2. sæti á eftir Gígju Gunnarsdóttur. Hún er Fljótsdælingur en er við hjúkrun- I/ernharð Þor/eifsson sigraði i opnum flokki. arnám við HA. Ekki er algengt að konur stundi júdó en Berglind segir að þetta sé fþrótt sem bæði kyn geti vel stundað. „Við erum ekki margar konurn- ar sem stundum júdó, en ég vil miklu frekar vera í þessu en ein- hverri boltaíþrótt eins og t.d. handbolta. Eg er eina stelpan hér sem er í meistaraflokki en þær sem ég hef verið að æfa með koma upp úr 2. flokki næsta haust og vonandi fjölgar stelpun- um líka eitthvað. Ég hef verið að glíma við strákana til þess að fá eitthvað út úr þessu, og strákarn- ir eru meira en tilbúnir til þess fyrir mig. Ég tók þátt í móti í Grindavík í haust og það var ágætt til þess að komast í einhverja keppni. Von- andi verða fleiri mót næsta vetur og fleiri keppendur,11 segir Berg- lind Andrésdóttir. Sigurvegarar í einstökum floldcum: Karlaflokkar: 11-14 ára -35 kg Daði Snær Jóhannsson, UMFG -40 kg Heimir Kjartansson, Árm. -46 kg Örn Arnarson, JFR +46 kg Karel Ólafsson, KA 15-17 ára -55 kg Ómar Örn Karlsson, KA -66 kg Brynjar Asgeirsson, KA +66 kg Jón K. Sigurðsson, KA -21 árs -60 kg Einar Sveinsson, UMFG -66 kg Brynjar Ásgeirsson, KA -73 kg Víðir Guðmundsson, KA +73 kg Bjarni Skúlason, Self. Fullorðnir -60 kg Höskuldur Einarsson, Árm. -66 kg. Brynjar Ásgeirsson, KA -73 kg Sævar Sigursteinsson, KA -81 kg Bjarni Skúlason, Self. -90 kg Þorvaldur Blöndal, Arm. -100 kg Vernharð Þorleifsson, KA + 100 kg Gísli Jón Magnússon, Árm. Opinn flokkur: Vernharð Þorleifsson, KA Kvennaflokkar: 11-14 ára -40 kg Dagný Friðriksdóttir, KA -50 kg Elva Jónsdóttir, KA Fullorðnar -66 kg Birna Baldursdóttir, KA +66 kg Gígja Gunnarsdóttir, KA. Örvar meistari í snóker íslandsmeistaramót 21 árs og yngri f snóker fór fram á Knatt- borðsstofunni Kjuðanum um síð- ustu helgi. Keppnin var mjög jöfn og spennandi og spiluðu í undanúrslitum, annars vegar þeir Örvar Guðmundsson og Jakob Hrafnsson og hins vegar þeir Þor- björn Atli Sveinsson (knatt- spyrnukappi) og Davíð Már Gunnarsson. Leikur þeirra Örvars og Jakobs var mjög spennandi og sigraði Örvar 4-3, eftir að hafa verið 0-3 undir. I hinum leiknum sigraði Þorbjörn Atli með yfirburðum 4-0 og spilaði því til úrslita við Örvar Guðmundsson. I úrslitaleiknum komst Þorbjörn Atli í 2-0, en Örv- ar kom þá mjög sterkur inn í leik- inn og sigraði Þorbjörn Atla eftir mikinn barning 5-3. Guðni Magnússon íslands- meistari öldunga Um helgina fór einnig fram ís- Iandsmót öldunga, 40 ára og eldri. Mótið fór fram á Knatt- borðstofunni Klöpp og léku í undanúrslitum þeir Guðni Magn- ússon gegn Óskari Kristinssyni og Jónas P. Erlingsson gegn Kristjáni Ágústssyni. Guðni sigraði Óskar 3-1 og Jónas sigraði Kristján ein- nig 3-1. Urslitaleikurinn milli Guðna og Jónasar var hníljafn og spennandi og á endanum stóð Guðni Magnússon uppi sem Is- landsmeistari eftir 4-3 sigur. MÍÐVIÉUDAGVR 29. APRtt 1998 - 13 Vortónleikar Söngfélagsins Sálubótar verða í Stórutjarnaskóla að kvöldi fimmtudagsins 30. apríl kl. 21.00 og í Skjólbrekku þriðjudagskvöldið 5. maí kl. 21.00. Undirleikari: Magnús G. Gunnarsson. Einsöngvari: Dagný Pétursdóttir. Stjórnandi: Svanbjörg Sverrisdóttir. Að tónleikunum í Stórutjarnaskóla loknum stíga kórfélagar og lysthafendur aðrir dans. Sér hljómsveitin Nefndin um að haida uppi fjörinu fram á rauða nótt. Kópavogsbær Lindarskóli Laus störf Lindarskóli er nýr skóli í Kópavogi sem hóf starfsemi sína síðastlið- ið haust. Næsta skólaár verður kennt í 1 .-6. bekk. Við skólann vantar eftirtalið starfsfólk: Aðstoðarskólastjóra Almenna kennara í 1 .-6. bekk Sérkennara (þróttakennara Hannyrðakennara Tónmenntakennara Myndmenntakennara Heimilisfræðikennara Umsóknarfrestur er til 28. apríl nk. Upplýsingar gefur skólastjóri, Gunnsteinn Sigurðsson í síma 554 3900, heimasími 554 5577. Starfsmannastjóri. Kópavogsbær Nýr leikskóli, Dalur v/Funalind Kópavogsbær auglýsir stöður við nýjan 4ra deilda leikskóla, sem áætlað er að taki til starfa í maí. Auglýst er eftir: Leikskólakennurum með deildarstjórn. Leikskólakennurum í heilar stöður og hlutastöður. Leikskólakennara, þroskaþjálfa eða starfsmanni með aðra uppeldismenntun, í hlutastarf vegna sérkennslu. Matráði í 100%. Aðstoðarmanni í eldhús í 75% starf. Upplýsingar gefa leikskólastjóri, Sóley Gyða Jörundsdóttir í símum 564 1419 og 554 1988 eða aðstoðarleikskólastjóri, María B. Pét- ursdóttir í símum 564 2931 og 554 1988. Einnig veita leikskólafulltrúi og leikskólaráðgjafi upplýsingar í síma 554 1988. Umsóknum skal skilað á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu Fræðslu- og menningarsviðs, Fannborg 2, 2. hæð. Umsóknarfrestur er til 28. apríl. Starfsmannastjórí.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.