Dagur - 29.04.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 29.04.1998, Blaðsíða 4
> » - V ' . I I 4 -MIÐVIKUDAGUR 29 APRÍL f ; *■ 19 9 8 FRETTIR D-listinn á Austur-Héraði Listi sjálfstæðismanna í Austur-Héraði, nýju sveitarfélagi á Austur- landi, hefur verið Iagður fram. I þremur efstu sætum Iistans eru kon- ur, þær Sigrún Harðardóttir, Eiðahreppi, Soffía Lárusdóttir, Egilsstöð- um og Ágústa Björnsdóttir, Egilsstöðum. Síðan koma Bernharð Boga- son, Egilsstöðum, Hannes Snorri Helgason, Egilsstöðum, Magnús Jón- asson, Egilsstöðum, Kjartan Benediktsson, Egilsstöðum, Jökull Hlöðversson, Skriðdalshreppi, Gunnhildur Sigþórsdóttir, Hjaltastaða- hreppi og Sóley But Isleifsdóttir, Skriðdalshreppi. Krían á Homafirði Prófkjör fór nýlega fram hjá Kríunni á Hornafirði um skipan framboðs- lista og voru niðurstöður bindandi fyrir fimm efstu sætin. Krían er sam- tök fólks sem aðhyllast jafnaðar- og félagshyggju og hefur listinn boðið fram tvisvar áður. Krían á 3 fulltrúa í bæjarstjórn Hornafjarðar, en nú verður kosið til sveitarstjórnar í nýju sveitarfélagi sem nær til þeirra fjögurra sveitarfélaga sem mynda Austur-Skaftafellssýslu. I fimm efstu sætunum verða Gísli Sverrir Árnason, Eyjólfur Guðmundsson, Sigrún I. Sveinbjörnsdóttir, Þorbjörg Arnórsdóttir og Kristfn Gestsdóttir. Kvótaþing á Homafirði Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur samþykkt eftirfarandi tillögu: Sam- kvæmt nýsamþykktum lögum frá Alþingi sem sett voru til að binda enda á verkfall sjómanna stendur til að setja á stofn Kvótaþing sem hef- ur það hlutverk að annast tilboðsmarkað fyrir öll viðskipti með afla- mark skipa. Einnig Verðlagsstofu skiptaverðs en tilgangur hennar er að fylgjast með fiskverði og uppgjöri á aflahlut sjómanna. Bæjarstjórn Hornafjarðar beinir þeim tilmælum til stjórnvalda að staðsetja Kvóta- þing og Verðlagsstofu skiptaverðs á Höfn í Hornafirði. SkaftfeUingabvggð eða Hornaíjörðiir Sævar Kr. Jónsson, bæjarfulítrúi á Höfn, segir að ekki sé einhugur um nafnið Hornafjörð á nýja sveitarfélagið í Austur-Skaftafellssýslu, m.a. sættir hreppsnefnd Hofshrepps sig ekki við það. Lögð hafi verið niður sveitarfélög og stofnað nýtt og finna hefði átt nýtt nafn á sveitarfélag- ið. Hreppsnefnd Hofshrepps hefur lagt til að kosið verði milli nafnanna Skaftfellingabyggð og Hornafjörður. Fjarðálistinii í „Austurríki66 Framboðslisti Fjarðalistans, samtaka félagshyggjufólks í hinu nýja sveitarfélagi á Mið-Austurlandi, sem stundum er nefnt Austurríki, hef- ur verið birtur. Að Iistanum standa Alþýðu- og Alþýðubandalagsfélögin á Eskifirði, Reyðarfirði og Neskaupstað auk óflokksbundins fólks. Framboðslistann leiðir Smári Geirsson, framhaldsskólakennari á Nes- kaupstað og forseti bæjarstjórnar Neskaupstaðar. I næstu sætum koma Elísabet Benediktsdóttir, Reyðarfirði, Ásbjörn Guðjónsson, Eskifirði, Guðmundur R. Gíslason, Neskaupstað, Guðrún M. Óladóttir, Eski- firði, Þorvaldur Jónsson, Reyðarfirði, Petrún Bj. Jónsdóttir, Neskaup- stað, Ásta Einarsdóttir, Reyðarfirði, Aðalsteinn Valdimarsson, Eskifirði og Heiðrún Helga Snæbjömsdóttir, Neskaupstað. — GG Auglýsing frá Kjörstjórn Húsavíkur Framboðsfrestur til sveitarstjórnakosninga 23. maí 1998 rennur út á hádegi laugardaginn 2. maí 1998. Kjörstjórn Húsavíkur tekur á móti framboðslistum á skrifstofum Húsavíkurkaupstaðar milli kl. 10.00 og 12.00 laugardaginn 2. maí 1998. Gæta skal þess um öll fram- boð að tilgreina skýrlega fullt nafn frambjóðanda, kenni- tölu hans, stöðu og heimili, til þess að enginn vafi geti leik- ið á því hverjir í kjöri eru. Hverjum framboðslista skal fylgja skrifleg til- kynning frá frambjóðendum listans um það hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans. Til þess að framboðslisti teljist réttilega fram bor- inn þarf tiltekinn fjöldi kjósenda að mæla með listanum, í sveitarfélagi með 2001-10.000 íbúa alls 40 meðmælendur. Hámarkstala meðmæl- enda skal vera tvöföld tilskilin lágmarkstala. Hver kjósandi má einvörðungu mæla með ein- um lista við hverjar kosningar. Kjörstjórn Húsavíkur. Vilja Náttúrn- vemdina norður Mývetningar bjóða Náttúruveriid ríkisins að flytja höfuðstöðv- araar norður í sveit. Framk væmdastj óri NR telur það óhag- kvæmt. Þrír ráðherrar komu saman á fund um atvinnumál í Mývatns- sveit á dögunum, þeir Halldór Blöndal, Guðmundur Bjarnason og Finnur Ingólfsson ásamt sveitarstjórnarmönnum og yfir 30 fulltrúum fyrirtækja á svæð- inu. Þar kom fram að framtíð Kísiliðjunnar er ekki björt þótt menn leiti leiða til að stækka vinnslusvæðið. Það mál sem hæst bar á dagskránni var þó Náttúruvernd ríkisins og Iögin um verndun Laxár og Mývatns. Stjómsýslulög brotin? Nær allir sem tóku til máls töldu að breyta þyrfti þessum lögum og flytja ákvörðunarvaldið heim í hérað. Þriðja grein Iaganna segir að Náttúruvernd ríkisins þurfi að samþykkja allan atvinnurekstur í Skútustaðahreppi og lýstu sumir heimamanna andstöðu sinni við þetta og töldu stangast á við stjórnsýslulög. Þeirri hugmynd var hins vegar skotið fram á fundinum að höfuðstöðvar Nátt- úruverndar ríkisins yrðu fluttar norður í Mývatnssveit. Það sam- ræmdist væntanlega vel stefnu ríkisstjórnarinnar um flutning ríkisstofnana og gerðu fundar- menn góðan róm að tillögunni. Ekki góð hugmynd Árni Bragason, framkvæmda- stjóri Náttúruverndar ríkisins, segir að við fyrstu sýn lítist hon- um ekki vel á þessa hugmynd. „Þessi stofnun hentar mjög illa til flutnings út á land vegna þess hve stjórnsýsluhlutverkið er stórt. Höfuðstöðvar fyrirtækja eins og Vegagerðar, Landsvirkj- unar, Skipulags ríkisins og fleiri lögbundinna umsagnaraðila er þess eðlis að kostnaður við flutn- inginn myndi aukast mjög mikið. Þetta eru fyrst og fremst pen- ingaleg og stjórnsýsluleg rnótrök.11 Dýrara á Egilsstöðum Árni segir að á hinn bóginn sé það aðlaðandi hugmynd að vera í nálægð við hið sérstæða og verndaða lífríki Mývatnssveitar. Margar aðrar stofnanir væru þó sannarlega hentugri til flutnings. „Það kostar verulega miklu meira að starfrækja Skógrækt ríkisins á Egilsstöðum en t.d. í Reykjavík,“ bendir Árni á. — Bl> MiMð tap á Spari- sjóði Ólafsfjarðar Eiginfjárstaða sjóðs- ins liefur aukist úr 2,1% í 8,4% með sölu hlutabréfa og uppfyll ir þar með skilyrði laga. Sparisjóður Ólafsfjarðar var rek- inn með 316 milljóna króna tapi á árinu 1997. Meginástæða taps- ins er sú að nauðsynlegt reyndist að leggja 388 milljónir króna í af- skriftarreikning útlána. Þetta er lakari afkoma en áætlað var við endurfjármögnun Sparisjóðs ÓlafsQarðar sl. haust en spari- sjóðurinn gekk í gegnum mikia erfiðleika á síðasta ári er í Ijós kom að kröfur sjóðsins sem hann var í ábyrgð fyrir voru ekki nægj- anlega tryggðar. I framhaldi af því var sparisjóðurinn endurfjár- magnaður með nýju stofnfé að Mun lakarí afkoma varö hjá Sparísjóöi Úlafsfjarðar f fyrra en spáö hafði verið. fjárhæð 201 milljón króna og Sparisjóðabanki Islands veitti sparisjóðnum víkjandi lán að upphæð 50 milljónir króna. Þessi mál hafa síðan verið til rannsóknar hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins. I árslok 1997 nam eiginfjár- hlutfall sjóðsins 2,1% en verður að vera samkvæmt Iögum 8,0%. Eiginfjárstaðan hefur að undan- förnu verið styrkt með sölu hlutabréfa í eigu sjóðsins og á eftir söluna að uppfylla skilyrði um eiginfjárstöðu. „Þrátt fyrir mikið tap á síðasta ári tel ég að sparisjóðurinn hafi alla burði til þess að skila eigend- um sínum viðunandi arði í fram- tíðinni. Sparisjóðurinn hefur hlutfallslega lágan rekstrarkostn- að, háa framlegð og ekki er ástæða til að ætla að framlag í af- skriftarreikning Sparisjóðs Ölafs- fjarðar verði lægra en hjá öðrum peningastofnunum," segir Magnús Brandsson sparisjóðs- stjóri. Stjórn Sparisjóðs Ólafsfjarðar skipa Gunnar Sigvaldason, Ás- geir Logi Ásgeirsson og Jón Hall- ur Pétursson og bæjarstjórn Ólafsfjarðar skipar Gunnar L. Jó- hannsson og Óskar Sigurbjörns- son. — GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.