Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 15

Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1998 - 31 LÍFIÐ í LANDINU Þau búa áAkureyri oggeta eklti valið borgarstjóra höfuðborgarinnar. Það þýðir sarnt ekki að þau spái ekki ífrarnbjóðendumaÁma oglngi- björgu Sólrúnu. Hvað ætliþau lesi úrþeirn myndum sern við sjáurn afborgarstjóraefnunurn ífjölmiðlurn?HallgrírnurIngólfsson innanhús- sarkitektog Sigríður Sunneva Vigfúsdóttirfatahönnuðurrýndu í myndimar. Ami Sigfásson Þau byrjuðu á því að horfa á Arna. Stóru stúdíómyndina með brúna bakgrunninum sem þau voru sammála um að væri engan veginn sá rétti. Hallgrími fannst hann allt of ryðgaður og Arni alls ekki klæddur í samræmi við hann. „Eg hefði ekki haft hann í þessum grá-bláu fötum. Miklu frekar í selskinnsjakka frá Sunnevu. Þarna þyrfti hann kóngabláan bakgrunn. Eg skil þetta ekki alveg. Samt kann ég vel við hann. Þessi drengur virkar ekki illa á mig en kosningabaráttan er hins vegar óttalega klaufaleg." Sunnevu fannst bakgrunnurinn „natural" og vistvænn - Iit- laus. „Það þarf að poppa þetta allt saman upp. Árni er alltof ljós og huggulegur á þessari mynd og hann vantar bara tennisspað- ann. Hann hefði átt að vera í flauelsjakkafötum." Hún bætti því við að hann væri alls ekki sigurviss á þessari mynd. Hálf lúpu- legur miðað við það hvað hann væri vinalegur og „gúddí“. Engin glamor-glans ímynd Þau voru á þeirri skoðun að glans-glamor ímyndin sem fylgt hefði Sjálfstæðisflokknum væri hvergi sjáanleg á Arna. Þetta stífa og oft „steríla11 útlit á frambjóðendum. Árni virtist virkilega vilja vera f fjölskyldustemmningunni og það fannst Hallgrími og Sunnevu hið besta mál. Þegar hinar myndirnar voru skoðaðar var niðurstaðan sú að þeim fannst Árni í raun eiga að vera í Reykjavíkur- listanum. Hann væri eitthvað svo mannlegur og félags- hyggjuvænn. „Köflótta skyrtan bendir til að hann sé alltaf að gefa eitthvað af sér,“ sagði Hallgrímur. „Hann er til í að vera í heimilisfötunum opinberlega." Sunneva sagði að það væri augljóst að hann væri einlæglega tilbúinn til þess. „Hann klæðir sig samt eftir ákveðinni formúlu sem hentar flokknum," sagði Hallgrímur og Sunneva bætti við: „Árni virðist vera tilbúinn til að prófa ýmislegt til að flokkurinn verði betri. Hann er samt með ímyndina á hreinu, létt Hugo Boss útlit en reynir ekki að vera of stíf- Ingibjðrg Sólrún Hallgrímur og Sunneva horfðu lengi á stóru svart-hvítu myndina af borgarstjóranum. Hallgrfmur rauf þögnina og sagði „þetta er ekki góð mynd. Það er alltof mikill glamor í henni sem er ekki alveg hún. Það er líka búið að taka einum of mikið af misfellum úr and- litinu þannig að vissu leyti er hún smá barbíleg og það er ekki hennar karakter. Hún þarf enga glansímynd því hún er falleg eins og hún er.“ Sunnevu fannst sú staðreynd að myndin væri í svörtu og hvítu hið besta mál en var sammála Hallgrími að myndin væri of mikið unnin. Birtan í húðinni væri of mikil og augun of tindrandi. „Hún er svolítið sigurviss á myndinni sem fer henni ekki vel. Samt er hún alls ekki hrokafull. Hún segir bara hér er ég og ég er tilbúin til að leiða ykkur inn í 20. öldina „without any trouble". Þetta er ekki beint væmið en næsti bær við.“ Ekki dragtakona Sunneva átti eitt orð yfir Ingibjörgu Sólrúnu á minni mynd- unum. „Hún er krúsuleg. Hefur sjálfsöryggi til að vera alltaf hún sjálf. Klædd á þann hátt sem henni sýnist. Sportleg í lágbotna skóm ef henni hentar, í hælum ef hún er í stuði. Ekki kona í verslunarleiðangri heldur borgarstjórinn okkar.“ Hallgrímur var hlynntur þessari afstöðu Sunnevu. Sagði að hann hefði þessa ímynd af henni sem borgarstjóra og móð- ur. „Hún er sterk og tekur afstöðu. Setur sig ekki í sérstakan bás. Gerir og þorir.“ Þegar Hallgrímur hafði horft á vel á myndirnar og spáð í þær sagði hann allt í einu. „Mér finnst ég aldrei taka eftir því í hverju hún er. Það er yfirbragðið sem maður tekur eftir. Hún er ekki klædd eins og sjálfstæðiskona í lögfræðinga- stétt. Svona dragtakona. Hún sækir ekki í amerískt for- setalúkk. Það er annað með Árna.“ „... já, undarlegt nokk,“ heyrðist bara í Sunnevu. „Yfirleitt er þessu öfugt farið. Það er frekar tekið eftir klæðnaði kvennanna. Þetta er merki- legt.“ Árni og Ingibjörg Sólrún fengu góða dóma af þessum opinberu myndum. Þau virkuðu vel á Hall- grím og Sunnevu og þeim fannst ímynd þeirra við hæfi. Augljóst fannst þeim þó hversu ólík þau væru, en bæði voru þau á því að þarna færu heilsteyptir karakterar og ágætur manneskjur. HBG s’-<.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.