Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 17

Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 17
f'ÖsTVda’giír i! M 'Á I 1 9 $ 8 - 33 LÍFIÐ í LANDINU Stór og geislavirk fj ölskylda Efnilegasti körfuknatt- leiksmaður landsins er ungurog stór. Baldur Ólafsson er 19 ára og 2.06 metraráhæð. Hæðina hefurhann frá foreldrum ogfjöl- skyldu sem hann segir að sé hálfgeislavirk í þessu tilliti. Þegar fylgst er með Baldri í körfuboltanum hjá KR er ljóst að þar fer ungur maður með hæfíleika og hæð í farteskinu. Það hefur hann nýtt sér vel á undanförnum mánuðum með þeim glæsilega árangri að standa uppi sem efnilegasti leikmaður úrvalsdeildarinnar síðasta keppnistímabil. Hann neitar því ekki að það sé gaman að bera þennan titil. „Það voru margir góðir nýliðar í deildinni í vetur þannig að þetta er sérstaklega mikill heiður fyrir mig. Það voru miklu fleiri áberandi en ég, sér- staklega hann Orlygur Sturluson í Njarðvík, en við spiluðum báð- ir ágætlega í úrslitakeppninni." Baldur hafði ekkert hugsað út í möguleikana á titlinum fyrr en í lok mótsins að leikmenn úr- valsdeildarinnar áttu að velja besta og efnilegasta leikmann- inn. „Þá áttaði ég mig á því að ég ætti möguleika enda margir búnir að nefna það við mig.“ Slys að bæta sig ekki Það er varla síðra að vera valinn efnilegasti leikmaður deildarinn- ar en sá besti þar sem titillinn ætti að þýða að framtíðin sé björt. „Það er rétt. Þetta þýðir að vísu Iíka að ég verð að halda áfram að bæta mig frá ári til árs. Nú er tekið eftir mér og ég álit- inn efnilegur. Það er búist við ákveðnum hlutum af mér.“ Hann tekur því, að eigin sögn, ósköp rólega, segir það enga sér- staka pressu, og hann ætli bara að halda áfram að hafa gaman af körfunni. Haldi Baldur áfram að bæta sig sem körfuboltamaður er út- litið bjart um atvinnumennsku, en þangað stefnir hugurinn. „Eg hef verið að velta því fyrir mér að fara til Bandaríkjanna í há- skólanám. Reyna að fá fullan styrk út á körfuboltann. Það yrði mjög sterkt. Möguleikarnir ættu Iíka að vera góðir.“ Hann hefur þegar neitað þremur skólum sem honum var komið á fram- færi við, þeir hentuðu honum ekki þar sem engin var heima- vistin. „Það er slys ef maður bætir sig ekki sem leikmaður á Ijórum árum í bandarískum háskóla. Ef maður fær að spila sæmilega mikið, er undir stjórn þriggja eða fjögurra þjálfara sem alltaf eru að kenna manni eitthvað, þá getur maður ekki annað. Það er annað hérna heima. Þá er mætt á æfingar, hitað upp, teygt og farið í gegnum kerfi. Með því áframhaldi get ég alveg haldið Baldur hefur hæfileikana og hæðina sem þarfí körfuboltann. Framtíðin er að komast til Bandaríkjanna í skóla og spila körfu. Verða ennþá betri og komast í atvinnumensku. mynd:eól áfram að bæta mig en miklu mun hægar en gerist ef ég kemst út.“ Baldur bætir þó við að erlend- ir leikmenn sem hingað komi gefi stundum af sér á þann hátt að kenna þeim sem yngri séu og óreyndari. Þannig sé hægt að læra þó nokkuð. Alltaf glæta með NBA Þeim leikmönnum hefur fjölgað hér á landi sem gera atvinnu- mannasamninga við erlend félög og Belgía hefur verið ofarlega á blaði. Þegar Baldur er spurður að því hvort Bandaríkin og NBA boltinn sé ekki meira spennandi en Belgía segir hann... „Jú, en NBA er bara draumur. Ég hugsa mér að fara til Bandaríkjanna í háskólanám því ég veit að eftir það kemst ég nokkurn veginn pottþétt i atvinnumennsku í Evrópu. Því vil ég halda fram sjálfur. Möguleikarnir á því að verða NBA leikmaður eru rosa- lega fjarlægir. Það er alltaf ein- hver glæta ef manni fer gríðar- lega fram og það yrði náttúru- lega frábærast af öllu. En fyrir Islendinga að spila hjá góðu liði í Evrópu við góðan orðstýr upp- fyllir hluta draumsins." Ekki Valsari inn við beinið Baldur byrjaði ekki að spila körfubolta fyrr en á fermingar- aldri og hefur því ekki spilað nema f sex ár. Gjarnan hefur heyrst að hann sé uppalinn Vals- ari sem hafi farið í KR en því er hann ekki sammála enda segist hann aldrei hafa litið þannig á sig þrátt fyrir að hafa hafið feril- inn hjá Val. Þar hafi hann ein- ungis verið í tvö ár, þá eitt hjá KR, eitt ár í Bandaríkjunum og nú aftur með KR. Hann segir það hafa verið pirrandi í upphafi vetrar hve gengi KR-inga hafi verið rysjótt. „Ég var ekkert að velta mér upp úr því þar sem ég var að ná mér upp úr meiðslum. Þetta er leið- inlegt móralskt séð, leikmenn pirrast á smáhlutum, en þetta reddaðist allt saman. Sem betur fer.“ KR náði betri árangri í vetur en nokkur gat búist við, fór alla leið í úrslitakeppnina þar sem spilað var á móti Njarðvík. En allir leikirnir töpuðust. „Það var rosalega svekkjandi. Eiginlega hrikalega leiðinlegt. Við vorum búnir að sjá það á þessari sigur- braut að við ættum að geta þetta. En við lentum á móti ofjörlum okkar. Þeir voru betra liðið, það var alltaf einhver neisti hjá þeim sem vantaði hjá okkur.“ Hæð og hæfileikar Hæðin er hans sérkenni. Ansi áberandi fyrir þá sem mæta honum á götu og þekkja hann ekki. Hann er líka mældur 2,06 metrar í skóm, gefur sig út sem 2,05 metra. Þessi mikla hæð er ættgeng. „Þetta er fjölskyldan. Hún er öll, eins og við segjum, geislavirk. Pabbi er tæplega 2 metrar á hæð, mamma 1,80, all- ar systur pabba 1,80. Þannig að þetta er í genunum. Ég hef alltaf verið lang stærstur, þyngstur og mestur. Er vanur því.“ Baldur segir hæðina aldrei hafa háð sér sérstaklega. Hann hafi að vísu verið mikill klunni sem barn og eftir að teygðist ennþá meira úr honum hafi bak- ið farið að segja til sín. Tognaði í fyrsta skipti í baki 12 eða 13 ára. Hann veit alltaf af því og passar sig. En auðvitað var það hæðin sem dró Baldur í körfuna á sín- um tfma og á henni græðir hann. „Karfan var eitthvað fyrir mig enda ég alltaf stærri en allir aðrir. Það er sterkt að vera svona hár og ég græði á því hér heima. Möguleikarnir á atvinnu- mennsku eru líka meiri.“ Engin stjamfræðileg hæð Aðspurður um það hvernig sé að vera svona hár segir hann að sumir séu með stæla, sumir taki kipp. „Það versta við hæðina er sennilega það að ég á gjörsam- lega ómögulegt með að kaupa á mig föt hér heima. Þegar ég var í Bandaríkjunum náði ég að byrgja mig þokkalega upp, en maður dettur niður á einstaka flík. Skóna panta ég síðan í gegnum umboðin. Þau eru til í að hjálpa enda erfitt að fá skó í 46 til 50.“ Hann er hættur að stækka. „Ég á alla vegana að vera það samkvæmt öllum mælingum. Ég er feginn, en einn sentimetri í viðbót myndi samt ekki skipta öllu máli,“ bætir hann við. Baldur fór á sínum tíma til læknis vegna hæðarinnar og mældist 198,3 sentimetrar. Vaxtalínan var þá að lokast og búist var við einum fimm senti- metrum í viðbót sem hann tók út og vel það. „Þar sem ekki stefndi í einhverja stjarnfræði- lega hæð kom ekki til greina að stöðva vöxtinn. Hann var ekki óviðráðanlegur fyrir mig og verð- ur ekki. I dag græði ég á hæð- inni.“ HBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.