Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 19

Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 19
FÖ'STUDAÓUR Í.\1AI 'l"$ 9 635 LÍFIÐ í LANDINU L j Sigurður Bogi Sæuarsson skrifar Landogþjóð Undirskriftin fræga. Þegar íslensk erfðagreining undirritaði samninga við erlenda fjárfesta, fyrr á þessu ári, var viðvera Daviðs Oddssonar forsætis- ráðherra þar mörgum undrunarefni. Spurt er um það sem vikur að ætt- og erfðafræði; hverjar voru meiningar Stefáns Jónssonar, frétta- og alþingis- manns, föður Kára Stefánssonar, um að ættir Davíðs mætti rekja til erlendra manna? Listaverkið. Þetta listaverk stendur skammt austan við Eyrarbakka, en það var reist til heiðurs magarínframleiðanda og bókaútgefanda sem er minnst m.a. minnst fyrir að hafa gefið listaverka- safn sitt til „heildarsamtaka íslenskra erfiðis- manna “ einsog segir á stöpli verksins. Hver var maðurinn og hver eru samtökin sem um ræðir, en það voru þau sem reistu listaverkið umræddum manni til heiðurs? Forsöngvarinn. Hann hefur í áratugi verið for- ystumaður í tónlistarlífi Skagfirðinga með for- mennsku sinni I karlakór sem er i raun einkennis- tákn héraðins. Hver er kórinn sem sést i baksýn þess manns sem spurt er hvað heiti og hvar búi? Jakinn. Guðmundur J. Guðmundsson lagði gjörva hönd á margt um dagana, þó nafn hans rísi hæst sakir áratugalangra afskipta hans af verka- lýðsmálum. En við hvaða listaverkagerð var Guð- mundur fyrirmynd Einars Jónssonar myndhöggv- ara og hvar er það listaverk niður komið í dag? Vinstri stjórnin. Árið 1978 var mynduð ríkisstjórn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknar- flokks. Hver þessara flokka var það sem vann stórsigur í kosningunum þetta ár, sem síðan bar - að margra mati - skarðan hlut frá borði, þegar i stjórnarsamstarf var komið? l.Hver var kappinn sá sem fæddur var á Bjargi í Miðfirði, sem seinna varð svo út- Iagi á eyðieyju? 2.1 líðandi viku var gert heyrinkunnugt hvert yrði gjaldið fyrir að aka um Hvalfjarðar- göng. Að minnsta kosti einu sinni áður hefur innheimtu vegatolla verið beitt hér á landi; hvar var það? 3. Hann fæddist í Reykjavík fyrir tæpum fimmtíu árum og er Norðmaður í föðurætt. Hann er KR-ingur í húð og hár, konan hans er ofan af Akranesi, og um dagana hefur þessi maður víða komið við, var meðal annars á Mogganum um skeið. En nú er hann kominn í hóp landsfeðranna - og hver er hann? 4. Hvaða firðir fyrir austan eru á milli Reyð- arfjarðar og Seyðisfjarðar? 5. Hvaða á landsins er stundum nefnd Fúli- Iækur? ó.Stundum er sagt að sr. Einar sálmaskáld í Eydölum sé ættsælasti maður á Islandi fyrr og sfðar. En annar íslenskur kennimaður hefur einnig verið nefndur í þessu sam- hengi; prestur sem uppi var á Islandi um siðaskipti og hlaut umtalaðan dauðdaga, ásamt sonum sínum tveimur. Hver er hann? 7. Á fimmta áratugnum reisti Tryggvi Ofeigs- son, útgerðarmaður, gríðarstórt frystihús á besta stað í Reykjavík og var þar gert að fiski um langt skeið. En síðar var þessu húsi fundið annað hlutverk. Hvert er það? 8. Hvar á landinu er Lambatindur? 9. Hvaðan af landinu er Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ? 10. Hvar á landinu er bærinn Blikalón? Svör: ■JJtABpBJS -jBpmStg BpujauoAS rnpuajs 8o njjajs -B>p]BJ[3^\I E JSJÁU J3 UO[B\|!|g UUUæg '0[ •Butjput b Jnpnjj n8uo[ jijXj jo uo ‘uinpoAJESuBy b uui -jBddn 8o jnppæj jo uossuiojsjocJ JBjpjg-g •ipjtjnsáajpisyy jn joa jsas 8o uinpuojjg B BSojjBpjou jo jnpuijBquiBy8 •p!puBquiB§ iiiáj jnjojsjijqs i isnqijsájj jn jjÁojq SnjBJB tun jijáj jba nuisnq uo BquBqspuBjsj jBApojs -pnjoq 8Ep i nio ‘qjABfqÁog i ipiÍBsnfqjrq B jo uios ‘jbuossSiojo baSSÁjx isnqijsÁij [ v •[BpBjjÉfpj J dnqsiqBjpjq ‘uos -Bjy uof jo piA jjb ja jpq uias uuidmjsig'9 •Jn88aj luuoq bjj uias njÁjBjqof jBjjjiunBp jdjbs ‘jn -qæjijnj pujou puaA Jnjoq uinpunjs uios ipuBSBUipqjps B BSjnqof piA JJB 13 JpH'S •jnpjpfjlpf[\[ 8o ipjJJBQJBfjpjOfv] -p •spjBBH H JPO £ •uuiSnjEJB Epunofs UEfpiui uin uui8oajnqiABjjoyj b p8oj jba eóáojs -uisjs jb8oc| jpuiisquui niOA jBjjojBSayyj •uosjBpunuisy jijjsjo • [ '6Á6I uinpnuBuijsnBq b jBuóssauuBq -of sjejo ujpfjsspju njnjq Jiacj pB ssacj jij pjBA UI3S JJo8 UBJ13J BJJ pf>[3 Jl3cj æq UII3cj B uinuuoui Ijjpcj nUIJJEJSUIBSJBUjpfjS i ua ‘8Á6I uinunSuiusoq t jn8is bjssui uuis uuba ui3s uuunqqojjnpÁcjjY jba pBq •nfjjjnjsuiuSjjBH J J3 uids psijyj-nsaf jb nSæjj BunjjÁjs i\uo8 uueq jE8Dcj BJEASSoq -pUÁUI JBUOSSUOf SJBUig pUÁUIJIJÁj JBA ‘uupjBf ‘uosspunuipno 'f jnpunuipno •ipJlJBSBJJS I JIDASJnqjApW i um -pojsnjiDjg B JÁq uuBq ud ‘siuiidh sutsjpq -BJJByj JIlpBUUOJ ‘UOSSJBJJSQ 'O JnpjBA -JOcj jd jjnds jd uin uids ÚuubaSuosjoj * •BJBUI8 l [UÁSSUof uBu8By sjnpioq jij spuBjsj puBquiBsnpÁcj -jy ijsidj \)iic| 8o UEjjyj Jijioq piqjOABjsiq # 'suBjjoqpBJ uimjqoj uimjqop 8o uinmjqojq i -B’ui Bunjddn bssdc] ojjdui JSIEfS -sdpjs ipUBJJS i ipuBj B Jpq BSOJÁJUUI pjBA UI3S SUUBUIofs SpUDJJD [IJ JBUOSSppQ SpiAEQ Jljjæ BÖJDJ i8dui -B-UI pB uossupf uejdjs jnpjoq ijjBfj BjÁDjq \>y luupjoq j * Fluguvciðar að sumrí (65) I vor rætist draumurinn, þú verður fluguveiðimaður! Fyrir byrjendur (I) Fyrsti maí. Elliðavatn verður opnað í dag, háskóli fluguveiðimanna, þeir sem veiða þar, geta veitt alls staðar. Við þökkum fé- Iaga Sigurdóri fyrir að halda uppi skrifum í minn stað meðan ég kannaði kóralrifin og fiskalífið við þau. Nú standa kappar á bökkum vatnsins og reyna fyrir sér. Þeir færustu telja að urriðinn gefi sig einkum fyrst, og hann sé stærstur í Helluvatni. Geir Thorsteinsson sem oft hefur miðlað fróðleik um vatnið er Iöngu búinn að áminna okkur um að vaða ekki of langt út í fyrstu, urriðinn snuddar uppi við land. Og hann tekur straumflugur þessa dagana, bregði hann ekki venju, Micky Finn númer 2 er talin sterk. Fluguveiðihandbókin sem kom út fyrir jólin er með helling af góðum hugmyndum fyrir Elliðavatnsunn- endur. Góða skemmtun! Tími til að byrja Þessa maípistla ætla ég að helga byrjend- um. Þeir sem lengi hafa ætlað sér að taka loksins skrefið örlagaríka munu gera það nú, eða ekki fyrr en að ári. Byrjend- ur: þetta eru ykkar pistlar! 1) Konur Mig grunar að margir tvístígandi verðandi fluguveiðimenn séu konur. Hér er mitt ráð: byrjið. Fluguveiði er sérlega gott kvennasport - ef við látum eftir okkur að nota svo óhátíðlegt orð. Innsæi kvenna er mikilvægara en kappsemi karla þegar fiskar eru annars vegar. Konur: ykkar tími er kominn. 2) Flókið mál? Fluguveiði er sáraeinföld ef maður vill, og hún er uppfull af leyndardómum sem manni endist ekki lífið til að kanna. Mitt ráð er það sem Stefán Jónsson heitinn gaf mér: gefðu þig leyndardóminum á vald, vertu í þessu af lífi og sál, og þú munt fá mun meiri ánægju út úr því en ella. En flókið mál er þetta ekki. 3) Græjudella? Nei. En eins og næstum ailt annað sem varðar fluguveiði er svarið líka já. Græju- della getur verið hluti af flugveiði, en þarf alls ekki að vera það, og ég mæli gegn því. Ein góð stöng, eitt einfalt hjól. Og svo mikilvægir smáhlutir: veiðimanna- gleraugu (til að vernda augun), smáklipp- ur á girnistauminn, nokkrar flugur. En listinn yfir „hjálpartæki" veiðimannsins er óendanlegur og um hvert þessara tækja stendur lifandi og heit umræða. Geymdu hana. 4) Leiðsögn? Eg byrjaði sjálfur að kasta flugu sam- kvæmt bæklingi sem ég keypti í búð. Eyddi svo mörgum dýrmætum veiði- stundum eigrandi um eyðimörk fáfræð- innar. Þetta er ekki „gerðu það sjálf/ur“ athöfn. Leiðsagnarþörf er kannski helsti þröskuldurinn fyrir þá sem vilja byija. Fyrsta skrefið er að fá leiðsögn. Enn eru kastnámskeið í gangi. Og svo er hitt: fluguveiðimenn eru ótrúlega gjafmildir á ráð og hafa óendanlega gaman af þvf að miðla til annarra. Þú gerir vini eða kunn- ingja í hópi fluguveiðimanna stóran greiða með því að biðja um hjálp. 5) Kastið Það flóknasta. Því miður. Og lyk- illinn að velgengni. Undirstöðuat- riðin verða að vera á hreinu. Astæðan er ekki sú að venjulegt fólk geti ekki komið sér upp að- ferð til að slæma út flugu. Meg- inástæðan er sú að án leiðsagnar lendir maður í því að festast í óvana. Þá þróast maður afskap- lega hægt sjálfur. Framtíð þín sem fluguveiðimanns er fólgin í því að verða góður kastari. Enginn góður veiðimaður er lélegur kastari, enginn lélegur kastari er góður veiðimaður. 6) Stöngin Það mikilvægasta og það eina sem er verulega mikilvægt í græjum. Ekki ganga blindur inn í einhverja veiðibúð að biðja um „stöng“. Því miður eru ekki allir af- greiðslumenn vandanum vaxnir. Sumir eru meiri sölumenn en veiðimenn. Aðrir flækja málið um of með erfiðum spurn- ingum sem þú vissir ekki einu sinni að hægt væri að spyrja, hvað þá að svara. Eg hef mínar skoðanir á stöngum, en fer ekki út í vörumerki. Þetta má segja: Kauptu þá eins dýra stöng og þú hefur efni á - upp að vissu marki. Hægt er að fá mjög góða stöng fyrir innan \að 20 þús- und krónur - lífsförunaut. Eyddu meiru í stöng, minna í hjól. Hentug stöng fyrir ís- lenskar aðstæður, og byrjanda sem vill geta veitt lax og silung jöfnum höndum er níu - níu og hálfs - feta stöng, fyrir línu númer átta. Flóknara er málið ekld. 7) Hjól og lína Einfalt hjól gerir allt sem gera þarf. Sá af- greiðslumaður í veiðibúð er elcki mikils virði sem ekki getur leiðbeint og sett Ifn- una ujjp á hjólið fyrir þig. Flestir byija á flotlínu, og uppgötva fljótt að þeir þurfa líka sökldínu, hægtsökkvandi eða hrað- sökkvandi. Til að lina kvölina sem fylgir völinni legg ég til að þú fáir þér fyrst flot- Iínu. Á enda hennar lætur þú búðarmann setja lykkju til að auðvelda þér að skipta um tauma. Ofnir taumar eru dýrir, en einfalda þér lífið. Þú tengir ofinn taum við flugulínuna með „lykkju í Iykkju“, og framan á ofna tauminn (aftur „Iykkja í lykkju“) setur þú girnisenda (30-50 cm) þar sem flugan er hnýtt. Þegar þú veiðir uppi í yfirborði setur þú flottaum á flot- línu. Þegar þú þarft að ná flugunni nokk- ur fet niður setur þú ofinn sökktaum á flotlínuna. Þannig er hægt að komast af með eina línu til að byrja með, en til eru staðir sem krefjast sökklínu... og þá ertu að byrja að skilja að fluguveiðin er full af launhelgum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.