Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 21
LÍFIÐ í LANDINU
FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1998 - 37
I
i
NORÐURLAND
Bréfberinn í Borgarbíói
Kvikmyndaklúbbur Akureyrar mun
nú um helgina sýna norsku kvik-
myndina „Junk Mail“, eöa Bréfber-
inn. Þetta er kolsvört gamanmynd
um ást, blóðpeninga og karaokee,
og segir frá bréfberanum Roy, sem
les póstinn sem hann ber út, hendir
því sem hann langar ekki til að af-
henda viðtakanda, og er almennt illa
liðinn. Myndin er frumraun leikstjór-
ans Pál Sletaune. Nánari upplýsingar
um myndina má fá á internetinu:
http://www.nett.is/~vilst/kvak/Sýnt
verður sunnudaginn 3. maí kl. 17.00
og mánudaginn 4. kl. 18.30.
Miðaverð í almenn sæti er 550 kr.,
en ellilífeyrisþegar og skólafólk
borga 450 kr. Þess má geta að
happdrættismiði fylgir hverjum
bíómiða, og verður dregið í hléi um
stórglæsilega vinninga. Sýnt er í
Borgarbíói og eru allir velkomnir.
Söngskemmtun í
Svarfaðardal
Samkór Svarfdæla heldur söng-
skemmtun í kvöld kl. 21.00 að Rim-
um í Svarfaðardal. Söngskemmtun í
léttum dúr, kórsöngur, einsöngur, tví-
söngur, kvartett, trúbadúrar. Kynnir:
Þórarinn Hjartarson.
Kóramót í Þelamörk
Þrír norðlenskir grunnskólakórar, Kór
Borgarhólsskóla á Húsavík, Lauga-
þrestir úr Reykjadal og kór Lundar-
skóla á Akureyri, hafa verið að stilla
saman raddir sínar á kóramóti í
Þelamerkurskóla og á Akureyri. Móti
kóranna lýkur með tónleikum í Lóni
við Hrísalund kl. 17.30 í dag.
Ljósmyndakompan
Laugardaginn 2. maí kl. 21.00 opnar
Sigurdís Harpa Árnadóttir sýningu í
Ljósmyndakompunni á Akureyri.
Sigurdís leikur sér að viðfangsefninu
sjálfri sér og öðrum til ánægju. Hún
kannar hin ýmsu efni í listsköpun
sinni og að þessu sinni Ijósmyndir.
Opið alla daga nema sunnudaga og
mánudaga, kl. 14.00 og 17.00 til og
með 30. maí.
Grafík í Samlaginu
[ dag kl. 14 hefst kynning á verkum
Elsu Maríu Guðmundsdóttur í Sam-
laginu, Kaupvangsstræti 12 á Akur-
eyri. Þar verða grafíkverk unnin
1996-7, tólf verk, trérista, einþrykk
og koparþrykk. Kynningin stendur til
8. maí. Opið alla daga kl. 14-18.
Ijóðatónleikar
Ljóðadeild Tónlistarskólans á Akur-
eyri stendur fyrir Ijóðatónleikum á sal
skólans í dag kl. 17.00. Á tónleikun-
um verða flutt norræn söngljóð, ensk
og þýsk. Fimm nemendur koma
fram og með þeim píanóleikararnir
Helga Bryndís Magnúsdóttir og Ric-
hard Simm.
Leirker og skúlptúrar
Magnús Þorgrímsson myndlistar-
maður opnar á morgun kl. 15.00
sýningu á leirlist í Gallerí Svartfugli
við Kaupvangsstræti á Akureyri. Á
sýningunni eru hvort tveggja hefð-
bundin leirker og skúlptúrar unnin í
steinleir. Opið alla daga nema mánu-
daga kl. 14-18 til 17. maí.
Skákfélag Akureyrar
Bikarmót í kvöld kl. 20.00 í Skák-
heimilinu Þingvallastræti 18 á Akur-
eyri. Tefldar verða 25 mín. skákir og
fellur keppandi úr leik við þrjú töp.
Framhald verður sunnudaginn 3.
maí.
Myndlistarskóli Arnar Inga
Sunnudaginn 3. maf kl. 14-19 verður
sýning á úrvali verka 20 nemenda í
Myndlistarskóla Arnar Inga að
Klettagerði 6 á Akureyri. Verkin eru
unnin með olíu- og pastellitum.
Einnig verða á sýningunni 10 örinn-
setningar sem byggjast á persónu-
legu sálarjafnvægi og lífsgleði.
Tónleikar á Húsavík
Þriðjudaginn 5. maí verða haldnir
tónleikar nemenda á tréblásturs-
hljóðfæri í Hvammi kl. 20.00. Þar
koma fram nemendur frá Húsavík,
Kópaskeri, Laugum og Hafralækjar-
skóla. Fjölbreytt dagskrá. Aðgangur
ókeypis.
VESTURLAND
Bandalag íslenskra
leikfélaga
[ tengslum við aðalfund Bandalags ís-
lenskra leikfélaga, verður þann 1. maí
haldin einþáttungahátíð þar sem
sýndir verða 9 einþáttungar aðildarfé-
laganna allsstaðar að af landinu.
Gestgjafar að þessu sinnu eru félagar
í leikfélaginu Grímni í Stykkishólmi.
SUDURLAND
Vísnatónleikar í Hótel Björk
[ kvöld stendur Tónlistarfélag Hvera-
gerðis og Ölfuss fyrir vísnatónleikum
í Hótel Björk í Hveragerði kl. 21 - 23.
Nýtt gallerí á Hellu
Laugardaginn 2. maí verður nýtt
gallerí, Gallerí Kambur opnað.
Myndir eftir listamanninn og einfar-
ann Kíkó Korríró (Þórð G. Valdimars-
son) verða sýndar við opnunina.
Sýningin er opin frá 2. maí til 2. júní,
lokað miðvikudaga.
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Hópkeyrsla Sniglanna
Bifhjólasamtök Lýðveldisins (Sniglar)
munu standa fyrir sinni árlegu vor-
hópkeyrslu í dag. Lagt verður upp
frá Kaffivagninum Grandagarði kl.
14.00. Ferðarlok verða við íþrótta-
húsið Digranesi I Kópavogi, þar sem
nú um helgina verður haldin bifhjóla-
sýning.
Færeyska sjómannaheimilið
Sunnudaginn 3. maí kl. 15.00-18.00
verður hin árlega kaffisala í Fær-
eyska sjómannaheimilinu að Braut-
arholti 29. Allur ágóði fer í að klára
uppbyggingu sjómannaheimilisins
sem nú er á lokastigi. Allir velkomnir.
Ljósmyndasýning í Ráðhúsi
Dagana 2. - 13. maí næstkomandi
mun Inga Margrét Róbertsdóttir
sjúkraþjálfari halda sína fyrstu Ijós-
myndasýningu í Tjarnarsal Ráðhúss
Reykjavíkur. Ljósmyndasýningin er
frá dvöl Ingu Margrétar þar sem hún
var við störf á vegum Rauða Kross
fslands í Afganistan þar sem hún
stjórnaði ásamt stoðtækjasmi, gervi-
lima- og endurhæfingarstöð.
Hafnarfjörður 90 ára
f sumar heldur Hafnarfjarðarbær upp
á 90 ára kaupstaðarafmæli. Af því
tilefni mun Byggðasafn Hafnarfjarðar
opna veglega afmælissýningu í sýn-
ingarsalnum Smiðjunni, Strandgötu
50, í dag. Opið alla daga vikunnar kl.
13-17.
Tónleikar í Digraneskirkju
Mánudaginn 4. maí kl. 20.30 verða
Unnur María Ingólfsdóttir fiðluleikari
og Míklos Dalmay, píanóleikari með
tónleika í Digraneskirkju í Kópavogi.
Þorsteinn Gauti í
Hafnarborg
Mánudaginn 4. maí kl. 20.30 verða í
Hafnarborg píanótónleikar Þorsteins
Gauta Sigurðssonar. Tónleikarnir eru
liður í tónleikaröð á afmælisári í til-
efni af 90 ára afmæli Hafnarfjarðar-
kaupstaðar og 15 ára afmæli Hafn-
arborgar.
Jass- og blúshátíð
Þriðja landlæga jass- og blúshátíð
SÁÁ verður haldin 4. maí nk. í Borg-
arleikhúsinu og hefst hún kl. 20.30.
Ágóði af sýningunni rennur til Ungs
Fólks í SÁÁ sem heldur uppi öflugu
félagsstarfi fyrir yngri kynslóðina.
Rauður 1. maí
[ Ferðafélagshúsinu í Mörkinni 6
verður haldinn Rauður 1. Maí ‘98.
Húsið opnar kl. 20.00 en dagskrá
hefst kl. 20.30.
Ferðafélag íslands
Föstudagur 1. maí: kl. 10.30, Hengill,
göngu- og skíðaferð. Kl. 13.00,
hellaskoðunarferð í Arnarker. Brott-
för frá BSl og Mörkinni.
Vorfagnaðurí
Hallgrímskirkju
Sunnudaginn 3. maí verður vorfagn-
aður sunnudagaskólans á sama tíma
og messugjörðin kl. 11.00 árdegis.
Landsbankakórinn
Landsbankakórinn heldur sína ár-
legu vortónleika í Langholtskirkju
sunnudaginn 3. maí kl. 16.00.
Samspil manns og náttúru í
Perlunni
Kynningarsýning verður á vistvæn-
um, umhverfisvænum, lífrænum og
náttúruvænum vörum og þjónustu í
Perlunni 1.-3. maí.
Jassklúbburinn Múlinn
Á sunnudagskvöld verða tónleikar á
vegum jassklúbbsins Múlans í
Sölvasal á 2. hæð Sólons íslandusar,
með kvartetti Ómars Einarssonar og
munu þeir m.a. leika þekkt jasslög.
Vinafélag Blindrabóka-
félagsins
Aðalfundur vinafélags BlindraPóka-
félags (slands verður haldinn í Skál-
anum, 2. hæð Hótel Sögu, fimmtu-
daginn 30. apríl kl. 20.30.
Félag eldri borgara
Kópavogi
Spiluð verður félagsvist að Fannborg
8 (Gjábakka) föstudaginn 1. maí kl.
20.30. Húsið öllum opið.
Kvenfélag Háteigssóknar
Kvenfélag Háteigssóknar heldur sína
árlegu kaffisölu sunnudaginn 3. mai,
kl.14.30 í safnaðarheimili Háteigs-
kirkju. Tekið verður á móti kökum og
öðru meðlæti frá kl. 12 þann dag.
Barnakór Háteigskirkju syngur.
Tombóla fyrir alla aldurshópa. Mánu-
daginn 4. maí, kl. 20.00 heimsækja
félagskonur Kvenfélagið í Laugar-
nessókn. Þriðjudaginn 5. maí, kl.
20.30 verður venjulegur félagsfund-
ur. Guðrún Nielsen kemur í heim-
sókn.
Hana-nú Kópavogi
Leikhúsferð á „Sex í sveit“ - Borgar-
leikhúsinu - fimmtudag 2T. maí kl.
20.00. Engin rúta. Pantanir í Gjá-
bakka. Sími 554 3400.
Barnakóramót
Hafnarfjaröar
Annað barnakóramót Hafnarfjarðar
verður haldið í Víðistaðakirkju 2. maí
kl. 17.00. Þar koma fram 7 kórar
með um 200 kórfélögum. Kórarnir
munu syngja hver fyrir sig en sam-
einast að lokum og flytja saman þrjú
lög.
Sýning á Jómfrúnni
4. maí mun listamaðurinn Greiþar
Ægis opna sýningu á nýju einstæðu
alíslensku listformi á Jómfrúnni,
Lækjargötu 4. Sýningin mun standa
yfir í mánuð.
Karlakórinn Þrestir
Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði held-
ur tónleika og flytur fjölbreytta efnis-
skrá íslenskra sönglaga og erlendra
tónverka við íslenska texta. Tónleik-
arnir verða haldnir í Víðistaðakirkju
1. maí kl. 17.00 og í Bústaðakirkju 2.
maí kl. 17.00. Miðasala við inngang-
inn.
Vorhátíö í Listaklúbbi
4. maí kl. 20.30 halda nokkrir úrvals
listamenn hátíð í tilefni vorsins í
Listaklúbbi Leikhúskjallarans. Afar
fjölbreytt dagskrá er í boði.
Norræna húsið
Katrín H. Ágústsdóttir sýnir vatnslita-
myndir á göngum Norræna hússins í
Reykjavík dagana 30. apríl til 18.
maí. Myndefni sitt sækir Katrín að
þessu sinni í landslagsstemmingar
og Fóstbræðrasögu.
Félag kennara á
eftirlaunum
2. mai kl. 14.00 verður síðasti
skemmtifundur vetrarins sem einnig
verður aðalfundur FKE í Kennara-
húsinu við Laufásveg.
Tónleikar í Grensáskirkju
2. maí verða tónleikar í Grensás-
kirkju kl. 17 og 20. Flytjendur eru þrír
kórar, 160 söngkonur á aldrinum 14
- 80 ára.
Félag eldri borgara Rvík
Félagsvist í Risinu í dag kl. 14.
Göngu Hrólfar fara í létta göngu um
borgina kl. 10 á laugardag. Félags-
vist fellur niður í Risinu sunnudaginn
3. maí vegna sumarhátíðar eldri
borgara sem verður í Glæsibæ kl. 14
-18. Mánudaginn 4. maí er síðasta
söngvaka vetrarins kl. 20.30 í Risinu.
AKUREYRI
Kl. 13.30 verður safnast saman
við Alþýðuhúsið og kl. 14.00
lagt upp í kröfugöngu undir leik
Lúðrasveitar Akureyrar. Hátíð-
ardagskrá verður í Alþýðuhús-
inu að lokinni kröfugöngu.
Guðmundur Ómar Guðmunds-
son form. FBE flytur ávarp 1.
maí nefndar en aðalræðumaður
dagsins verður Grétar Þor-
steinsson forseti ASÍ. Jóna
Steinbergsdóttir formaður
FVSA flytur ávarp.
Boðið er uppá fjölbreytta
skemmtidagskrá þar sem m.a.
koma fram Gunnar Tiy'ggva-
son og Herdís Armannsdóttir,
kórfélagar úr Tónlistarskóla
Akureyrar, Stúlknatríó úr MA
sem tekur lagið og verður með
atriði f)TÍr börnin.
Dansleikur verður haldinn
um kvöldið frá kl. 22.00 til
03.00 þar sem Frænka hrepp-
stjórans sér um fjörið. Aðgang-
ur ókeypis.
HÚSAVÍK
Hátíðarsamkoma hefst kl.
14.00 í Félagsheimili Húsavík-
ur. Meðal þeirra sem koma
fram eru Blásturssveit Tónlist-
arskóla Húsavíkur, hljómsveit-
in íris (Valmar Vljaots, Stefán
Helgason, Ólafur Júlíusson og
Karl Ingólfsson) leikur írsk
þjóðlög, Sævar Gunnarsson
formaður Sjómannasambands
íslands flytur hátíðarræðu
dagsins, Einar Georg Einars-
son fer með gamanmál, Guð-
rún Gunnarsdóttir, E)jólfur
Kristjánsson og Ingi Gunnar
Jóhannsson spila og syngja,
Karlakór Grundartanga syngur
undir stjórn Eyþórs Jónssonar.
Að lokinni dagskrá bjóða
stéttarfélögin í Suður-Þingeyj-
arsýslu samkomugestum upp á
kaffiveitingar. Kvikmyndasýn-
ingar fyrir börn verða í Sam-
komuhúsinu kl. 14.00, 16.00
og 18.00.
REYKJAVlK
Kröfuganga verður að þessu
sinni gengin frá Hallgríms-
kirkju á Skólavörðuholti að
Ingólfstorgi, vegna þess að
Laugavegurinn er lokaður að
hluta vegna gatnafram-
kvæmda. Safnast verður sam-
an á Skólavörðuholti klukkan
13.30 og gengið sem leið ligg-
ur um Bankastræði, Lækjatorg
og Austurstræti.
Ræðumenn dagsins verða
Finnbjörn Hermannsson for-
maður Trésmiðafélags Reykja-
víkur og Kristín A. Guð-
mundsdóttir formaður Sjúkra-
Iiðafélags íslands. Ávarjr flytur
Heimir Magni Hannesson for-
maður Félags nema í matvæla-
og veitingagreinum.
HAFNARFJÖRÐUR
Kl. 13.30 verður safnast sam-
an við Ráðhúsið þaðan sem
haldið verður í kröfugöngu kl.
14.00. Gengið verður um
Reykjavíkurveg, Hverfisgötu,
Lækjargötu og Strandgötu að
planinu fyrir framan Ráðhúsið
þar sem útifundur hefst kl.
14.30.
Ávarp dagsins flytur Sigurð-
ur T. Sigurðsson, formaður
Verkamannafélagsins Hlífar.
Kristján Gunnarsson, formað-
ur Verkalýðs- og sjómannafé-
lags Kefla\Tkur flytur hátfðar-
ræðu og Linda Baldursdóttir,
formaður Verkakvennafélags-
ins Framtíðarinnar, flytur
ávarp. Fundarstjóri verður Sig-
ríður Bjarnadóttir, varafor-
maður Starfsmannafélags
Hafnarfjarðar.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar
Ieikur í kröfugöngunni og á
útifundinum. Eftir útifundinn
verður boðið upp á kaffiveit-
ingar í íþróttahúsinu við
Strandgötu. Barnagæsla á
staðnum og ýmis skemmtiat-
riði.
i
t