Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 14

Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 14
30 - FÖSTVDAGUR 1. MAÍ 1998 HEILSULÍFIÐ í LANDINU -Tk&pr ISSHrjf mma Guðrún Rut Guðmundsdóttir tannlæknir segir að ekkert komi í stað tannþráðar við nauðsynlega tannhirðu. mynd: bös í veg fyrir skemmdir á milli tannanna nema tannþráðurinn. „Þegar tannþráður er notaður á að byrja á bitfleti og fara þétt upp með tönnunum til ná á milli þeirra. Það á ekki að nota þráð- inn fram og til baka heldur upp og niður. Eftir það er farið niður undir tannholdið, það er laust um 3 mm, til að hreinsa sýkil sem myndar tannstein. Þarna þarf að hreinsa vel og vandlega og ég ítreka að börnin þurfa líka að nota tannþráð eins og þeir full- orðnu.“ Ekkert í stað tann- þráðar Það á að bursta tennumar tvisvará dag. Nota tannþráð einu sinni á dag. Bursta með mjúk- um bursta og nota tannkrem með flúor. Þetta segir tannlæknirinn Guðrún Rut Guðmundsdóttir þegar hún er spurð um nauðsynlega tannhirðu. „Það á að bursta tenn- urnar eftir morgunmatinn og eftir síðustu máltíðina á kvöldin, þannig að tennurnar séu hreinar í svefninum. Það er alveg nóg. Gæðin á burstuninni eru nefnilega mikilvægari en tíðnin." Guðrún segir að fólk bursti tennurnar almennt ekki nógu vel og hún leggur áherslu á að börnum upp að átta til tíu ára aldri sé hjálpað við burstunina. Hún mælir með að fólk noti mjúkan tannbursta með lítið burstahöfuð. Fólk eigi það nefnilega til að bursta fast og það geti bæði sært tannhold- ið og slitið tönnunum. Þegar burstað er á að nudda tennurnar létt en ekki skrúbba þær. Endurnýja skal tannburstann þegar hárin eru ekki lengur bein, á u.þ.b. 3 mánaða fresti. Allir eiga að nota tannþráð Notkun tannþráðar er mikilvæg í daglegri hirðu tannanna. Nóg er að nota tannþráðinn einu sinni á dag, á kvöldin áður en farið er að sofa. „Flestir ná að bursta þokkalega vel með tannburstan- um en nenna ekki að nota þráðinn. Þó burstað sé 100 prósent vel þá er aldrei hægt að bursta nema 60-70 prósent af flötum tann- anna. Til að hreinsa hin 30-40 prósentin þarf að nota tannþráð. Það er ekki hægt öðruvísi." Ef tannþráðurinn er ekki notaður reglulega koma skemmdir milli tannanna, undir snertipunkti þeirra. Einnig safnast fyrir óhreinindi sem geta valdið bólgum í tannholdi vegna ertingar. Ef fólk á við tannholdsvandamál að stríða mælir Guðrún með því að notaðir séu litlir flöskuburstar en það er ekkert sem nær að koma Passa skal tannkremin Þegar Guðrún er spurð um tannkrem segir hún að velja eigi tannkrem sem innihaldi rétt magn af flúor, flúor sé jú vítamín tannanna. Börn þurfi yfirleitt minna af flúor og gott sé að kaupa barnatannkrem fyrir þau. Einnig sé best að kaupa tannkrem frá þekktum framleiðanda. „Það eru tannkrem á markaðnum í dag sem auglýst eru til að ná af blettum eða reykingalit af tönnum. Það má passa sig á þessum tannkremum því þau eru með grófari slípikornum en önnur tannkrem til að ná óhreinindunum af. Með notkun þessara tannkrema slitnar yfirborð tannanna og verður rennislétt. En þannig á það ekki að vera. Tennurnar eiga að vera hrjúfar til að fá á sig eðlilegt ljósbrot. Þannig eru þær fal- legastar." hbg Þetta er hroki! Hroki er magnað fyrirbæri sem flestir kynnast einhvern tímann á Iífsleiðinni, í flestum tilfellum hjá öðrum og sjaldnast í eigin barmi þó að auðvitað geti hann leynst þar eins og annars staðar. Þjóðin hefur reyndar fengið að kynnast hroka í beinni útsendingu í sjónvarpinu og orðið hneyksluð. Þrátt fyrir þessa sýnikennslu gera fæstir sér grein fýrir því hvaða tilfinn- ingar, hvers konar framkomu eða sam- skipti orðið hroki nær yfir enda tilfinning- arnar oft eitthvað sem við bara vitum, höf- um „á tilfinningunni", án þess að við get- um bent nákvæmlega á þær og sagt: þetta er hroki. Iþróttasálfræðingurinn Jóhann Ingi Gunnarsson var nýlega með námskeið hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands og í námskeiðsgögnunum hans Ieyndust athyglisverðar upplýsingar um hroka. Þar má segja að sé sett jafnaðarmerki hroka og tillitsleysis enda ættu þessar tilfinningar að minnsta kosti að vera nátengdar. Sam- kvæmt honum er hroki þegar einstakling- ur á erfitt með að virða viðmælendur sína, setja sig í spor annarra og gefa af sér. Við- komandi gerir kröfur til annarra og er til- búinn til að misnota aðra til að koma sér og sínum viðhorfum á framfæri og lengra en það. Sá hrokafulli skipar fyrir og niðurlægir. Hann er í stuttu máli árásargjarn og hann hótar og beitir valdi ef honum svo býður við að horfa. Hann velur fyrir aðra, spyr ekki en grípur fram í og veður áfram. Hann er gífuryrtur og hávær. Hann upp- nefnir aðra í málflutningi sínum og er sjálfhælinn. Hann bendir á viðmælanda sinn, hefur gjarnan stingandi augnaráð og horfir niður til fólksins í kring. Hann er spenntur á tauginni og hefur sem mark- mið að niðurlægja aðra og drottna, þó að auðvitað myndi hann neita því væri það borið undir hann. Fyrir þann hrokafulla skiptir réttur annarra ekki máli. Of brátt sáðlát Bráðasáðlát er vandi sem hrjáir einkum yngri menn. Betra orð yfir þetta vandamál er líklega ótímabært sáðlát. Með ótímabæru sáðláti er átt við það þegar sáðlosunin verður fyrr en ætlað er í kynmökunum, jafnvel um leið og kóngurinn snertir sköp konunnar, fer inn í leggöngin eða eins og oft vill verða, eftir gælur í forleiknum, jafnvel áður en limur- inn kemur nálægt kynfærum konunnar. Strax og sáðlátið hefur átt sér stað verður Iimurinn slappur og er það einstaklings- bundið hversu Iangan tíma það tekur manninn að ná reisn aftur, en gerist þó yf- irleitt fyrr hjá ungum mönnum. Þessi kvilli hijáir oftar taugaspennta og tilfinningaríka menn. Sáðlát getur líka borið of brátt að eftir langvarandi skírlífi, í návist nýs rekkju- nautar eða við óvenju kröftuga örvun. Þetta er hinsvegar vandi sem hægt er að ráða bót á. Hjón/pör þurfa að hafa fulla samvinnu við lausn vandans. Karlmaður- inn þarf að geta rætt opið við konuna um hvað hann teiur gagnast sér í þessari bar- áttu svo sem hvaða stellingar við samfarir gefa honum vald til að stjórna sáðlátinu. Ýmsar æfúigar Sett hafa verið saman ýmis æfingakerfi fyrir menn sem eiga við þennan vanda að stríða. Eins og alltaf í kynlífsmeðferð er frumskilyrði að rekkjunauturinn sé sam- þykkur öllum æfingunum sem gerðar eru og geri sér fyllilega grein fyrir hvað hver æfing felur í sér. Oft er talað um þríþætta Með ótímabæru sáðiáti er átt við það þegar sáð- losunin verður fyrr en ætlað er í kynmökunum. aðferð eða æfingar til að ná stjórn á sáð- látinu. I fyrsta lagi að hafa samfarir án örvunar eða sáðláts. I öðru Iagi samfarir með örvun, en án sáðláts og í þriðja Iagi lengdar samfarir sem karlinn hefur stjórn á án örvunar og sáðláts. Kynfræðingarnir Master og Johnson þróuðu aðferð sem kölluð hefur verið kreistimeðferðin. Þessi aðferð hefur verið notuð til að endurþjálfa karlmenn í að ná stjórn á sáðláti. Þetta er æfing sem karlinn getur gert einn eða með rekkjunaut. Lim- urinn er ertur þar til hann rís. Þegar karl- maðurinn finnur fyrir sáðfallsþörf, kreistir hann Iimbroddinn í nokkrar sekúndur með því að leggja fingur á forhúðarhaftið neðan á limnum og brún forhúðarinnar og kóngsins ofan á limnum. Þegar sáðfalls- hvötin er Iiðin hjá, byrjar hann aftur á ert- ingu. Þetta er síðan hægt að endurtaka í 10-15 mínútur áður en endanleg fullnæg- ing fæst. Við þetta nær maðurinn stjórn á sáðlátinu. Ráðlegt er að tæma þvagblöðr- una áður en æfingarnar hefjast. Eigi menn við vanda af þessu tagi að stríða, geta þeir leitað lausna í samráði við sér- fræðing í þvagfæraskurðlækningum. Eg vil einnig benda fólki á bókina „Betra kynlíf" eftir Barböru Keesling sem gefin var út af Erni og Örlygi hf. 1991, en í henni er að finna ýmsar gagnlegar æfingar og fróðleik er tengjast kynlífi og vandamálum því tengdu. Halldóra Bjamadóttir er hjúkrunar- fræðingur og skrifar um kynlíf fyrir Dag. Því miður er hroki neikvæður eiginleiki, ekkert síður fyrir þann hrokafulla en þá sem hrokinn bitnar á. Sá hrokafulli nær sínu ef til vill fram um stund en hann finnur ekki til verðleika og mikil hætta er á að hann einangrist. Smám saman getur hann fundið sig læstan í búri einmana- leika og tortryggni. Þessir eiginleikar og þessi framkoma, sem hér er lýst, geta átt að hluta til, en kannski sjaldnast að öllu leyti, við hvern þann hrokafulla einstakling sem menn hitta á lífsleiðinni. En sjálfsagt má segja að því meira af þessum eiginleikum þvi ör- uggara er að um hrokafullan einstakling er að ræða. Spurningin er hvernig þeir, sem verða fyrir barðinu á hrok- anum, eiga að bregð- ast við. Eiga þeir að halda ró sinni og reyna að ná stjórn á kringumstæð- um eða eiga þeir að æsa sig upp úr öllu valdi? Auð- vitað er alltaf best að halda ró sinni, undir öllum kringumstæðum, en síðan gildir sjálfsagt gullna reglan: Það verð- ur hver að finna sinn veg. Gleðilegt sum- ar. Guðrún Helga Sigurðardóttir. ghs@ff.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.