Dagur - 05.05.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 05.05.1998, Blaðsíða 7
ÞRIBJUDAGUR S. MAÍ 1998 - 7 Tfe^ur ÞJÓÐMÁL Þðrf á sameiginlegu átáki allra þjóða IJALLPOR ASGRIMS- SON utanrIkisráðherra SKRtFAR Mannkynið stendur nú frammi fyrir mörgum vandamálum, sem ekki verða leyst nema með sameiginlegu átaki allra þjóða. Má þar nefna umhverfismeng- un, sem þekkir engin landa- mæri, vímuefnavandann, rányrkju á auðlindum jarðar, vanþróun og misrétti. Þótt fá- tækt, sjúkdómar og aðrar hörm- ungar herji aðallega á þróunar- ríkin, getur margskonar vá knú- ið dyra hjá þjóðum, sem nú njóta velmegunar. Við upphaf nýrrar aldar er mikilvægi Sam- einuðu þjóðanna æ augljósara, því aðeins á vettvangi þeirra geta þjóðir heims, sem búa við mismunandi aðstæður, fundið leiðir til úrbóta, sem eru öllum í hag. Við íslendingar getum ekki skorast úr leik í þessum efnum. Þátttakan í starfi Sameinuðu þjóðanna hefur verið Islandi afar mikilvæg, ekki síst til að tryggja yfirráð yfir auðlindum sjávar umhverfis landið. Því miður getum við ekki tekið þátt í öllum þeim verkefnum, sem samtökin standa að, og vert væri að sinna. Islendingar hafa því reynt að beina kröftum sín- um innan Sameinuðu þjóðanna að þeim verkefhum, sem brýn- ust eru í starfi þeirra og þar sem framlag okkar skiptir mestu máli. I samræmi við það tók Is- land fyrir nokkrum árum sæti í nefnd um sjálfbæra þróun, sem heyrir undir Efnahags- og fé- lagsmálaráð samtakanna (ECOSOC), og beitti sér sér- staklega fyrir málefnum hafsins og vörnum gegn mengun sjávar. Þátttaka í ECOSOC styrkir stöðu íslands tnnan SÞ Einnig var ákveðið að sækjast eftir kjöri til Efnahags- og fé- lagsmálaráðsins, til að styrkja stöðu Islands innan Sameinuðu þjóðanna með nánara samstarfi við ríki, sem eiga sömu hags- muna að gaeta, t.d. varðandi stefnumörkun á sviði hafréttar- mála. Þátttaka í ráðinu gefur okkur góða möguleika til að láta til okkar taka í ýmsum hags- munamálum okkar, en fyrst og fremst veitir hún tækifæri til styrkja framlag Islands til helstu velferðarmála alls mann- kyns. Akvörðun um framboð til ráðsins tengdist einnig umræð- um um breytingar á samvinnu Norðurlanda innan Sameinuðu þjóðanna, í kjölfar inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í ESB, og þörfinni á því að við Islend- ingar styrktum alþjóðlega stöðu okkar vegna hinna miklu breyt- inga sem nú eiga sér stað í al- þjóðastjórnmálum. „íslensk stjórnöald munu áfram aðstoða þróunarríkin til sjálfshjálpar, eins og sfðustu ákvarðanir ríkisstjórnarinnar um aukin framlög tii þróunarmá/a bera vott um., “ segir Halldór Ásgrímsson m.a. í grein sinni. fsland fékk sæti í ráðinu í árs- byijun í fyrra og heldur því til ársloka 1999. Frá upphafi að- ildar að Sameinuðu þjóðunum höfum við aðeins einu sinni áður átt sæti í Efnahags- og fé- lagsmálaráðinu, en það var á ár- unum 1985-1987. Fimmtíu og fjögur ríki sitja í ráðinu á hveij- um tíma. Þótt Efnahags- og félags- málaráðið sé ein af höfuðstofn- unum Sameinuðu þjóðanna, hefur það að mörgu leyti fallið í skuggann af þekktari stofnun- um samtakanna, eins og alls- heijarþinginu og öryggisráðinu. í stuttu máli vinnur ráðið í anda sáttmála SÞ um alþjóðasam- vinnu í efnahags- og félagsmál- um (55. gr.), einkanlega hvað snertir að bæta Iífskjör, tryggja atvinnu, stuðla að félagslegri þróun og umhverfisvernd, heil- brigði, sinna menningar- og menntunarmálum og mannrétt- indum og finna lausn á vanda- málum er lúta að þessu. Ráðið fylgist einnig með framkvæmd niðurstaðna hinna alþjóðlegu stórráðstefna, sem haldnar hafa verið á vegum samtakanna á undanförnum árum. Af þessu má ráða að starfsemi ráðsins er afar umfangsmikil. Undir það falla fjölmargar nefndir og sérfræðingahópar um efnahags- og félagsmál og flestar sérstofnanir samtakanna heyra stjórnskipulega undir ráð- ið. Það kemur m.a. í hlut ráðs- ins á hveijum tíma að kjósa stjórnarnefndir mikilvægra stofnana, eins og Rannsóknar- og þjálfunarstöðvar kvenna, Barnahjálparinnar, Þróunará- ætlunar SÞ, Umhverfismálaá- ætlunarinnar, Fólksfjöldaáætl- unarinnar, Alþjóðamatvælaá- ætlunarinnar, Alþjóðamatvæla- ráðsins, Alþjóðlegu fíkniefna- varnarnefndarinnar og Eyðni- varnaráætlunar SÞ. Skynsamleg nýting lifandi auðlinda sjávai mikilvæg fyrir fæðuöryggi alls heims- ins Á árfundi ráðsins sl. sumar voru þróunarmál, aðallega með tilliti til tjármagnsflæðis, íjárfestinga og viðskipta, eitt meginvið- fangsefnið. I umræðunum lögð- um við áherslu á nauðsyn þess að skapa í þróunarríkjunum hagstætt umhverfi fyrir þróun- arsamstarf, eðlilega starfsemi fyrirtækja og afnám verslunar- hafta, samhliða uppbyggingu á sem flestum sviðum samfélags- ins, m.a. í menningarmálum, heilsugæslu, félagslegri þjón- ustu og jafnréttismálum. I þessu sambandi vöktum við Is- lendingar sérstaklega athygli á mikilvægi skynsamlegrar nýt- ingar lífrænna auðlinda sjávar og þýðingu hennar fyrir fæðu- öryggi í heiminum, ekki síst fyr- ir þróunarlöndin. Islensk stjórnöald munu áfram aðstoða þróunarrfkin til sjálfshjálpar, eins og síðustu ákvarðanir ríkisstjórnarinnar um aukin framlög til þróunar- mála bera vott um. Ahersla verður lögð á þau svið, þar sem við búum yfir sérþekkingu, eins og í fiskiðnaði, jarðhita og tækni. A síðustu misserum hafa verið teknar ýmsar aðrar ákvarðanir til að styrkja þróun- arstarf Islands, t.d. stofnun Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi, ný verk- efni Þróunarsamvinnustofnun- ar, framlag til Bosníuaðstoðar, einkanlega á sviði heilbrigðis- mála, og þátttöku í þróunar- nefnd Alþjóðabankans. Áhugi í þróuuarlöndum á Sj ávarútvegsskólanum I umræðum um málefni Há- skóla Sameinuðu þjóðanna gerðum við grein fyrir helstu þáttum í starfsemi hins nýja Sjávarútvegsskóla, sem tekur til starfa síðar á árinu. Rektor Há- skóla SÞ, Heitor Gurgulino de Souza, þakkaði Islendingum fyrir góða samvinnu við skólann og ákvörðun um að efna til starfsemi Sjávarútvegsskóla á Islandi, til viðbótar við starf- semi Jarðhitaskólans, sem starf- að hefur hér á landi síðan 1979. Þegar hefur komið fram mikill áhugi á starfsemi Sjávarútvegs- skólans í ýmsum þróunarlönd- um, enda mun starfsemi hans gefa fólki frá þessum löndum ómetanlegt tækifæri til að öðl- ast menntun og reynslu á öllum sviðum sjávarútvegs, í veiðum jafnt sem markaðssetningu. ísland á sæti í nefnd uiii endumýjanlega orkugjafa Orkumál og möguleikar á nýt- ingu endurnýjanlegrar orku eru að verða æ mikilvægara mál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. A ársfundi Efnahags- og félags- málaráðsins í sumar gafst tæki- færi til að upplýsa um orkumál Islendinga, möguleika á nýt- ingu orku hér á landi og þá þekkingu sem við höfum aflað okkur á sviði endurnýjanlegrar orku. I fyrravor var fulltrúi Is- lands kosinn í sérfræðinga- nefnd um nýja og endurnýjan- lega orkugjafa í þágu þróunar, sem er ráðgefandi gagnvart ECOSOC. Fram eru komnar hugmyndir um að halda heims- ráðstefnu um orku fyrir 21. öld- ina um aldamótin og er mikil- vægt fyrir Islendinga að fylgjast vel með þessu starfi. Þátttaka í orkunefndinni styrkir einnig starf Islands að orkumálum, tækniþekkingu til útflutnings og viðskiptum á því sviði. Nefndin Ijallar m.a. um tengsl orku og verndunar andrúms- loftsins og sjálfbæra orku í þró- unaraðstoð. Talið er að um tveir milljarðar manna í þróunarríkj- unum hafi ekki aðgang að raf- orku og hamlar það framförum á sviði efnahags- og félagsmála. Undir ECOSOC starfar einnig nefnd um náttúruauðlindir. Hún er m.a. ráðgefandi um nýt- ingu vatns, en ferskvatnsvanda- mál er eitt viðkvæmasta vanda- málið í þróunarlöndunum. Vemd mannréttinda er for- gangsatriði Innan ráðsins lætur Island einnig til sin taka í umræðum um mannréttindamál. Við leggj- um áherslu á að vernd mann- réttinda er forgangsatriði og að öllum ríkjum beri skylda til að styrkja grundvallarréttindi. Mikilvægt er að halda þessum málflutningi áfram, ekki síst með það í huga að í ár er þess minnst að 50 ár eru liðin frá samþykkt mannréttindayfirlýs- ingar Sameinuðu þjóðanna. I þessu sambandi má geta þess, að innan Mannréttindaráðsins, sem er ein af starfsnefndum ECOSOC og fjallar um alþjóð- lega mannréttindasamninga og meint brot ýjegn ákvæðum þeirra, hefur Island gerst aðili að fjölmörgum ályktunum um mannréttindabrot í einstökum ríkjum. Við leggjum áherslu á rétt- indabaráttu kvenna og nauðsyn þess að veita jafnréttisbarátt- unni lið á alþjóðavettvangi. Réttindi barna eru einnig verð- ugt viðfangsefni, sem mikilvægt er að leggja lið á vettvangi ECOSOC, auk þess sem tæki- færi gefst til að sinna betur málefnum fatlaðra, aldraðs fólks og æskunnar á alþjóða- vettvangi. Fjölmörg málefni koma til kasta ráðsins og er rétt að beina kröftunum að því sem mestu máli skiptir. Má þar nefna starf þess að fíkniefnavörnum. Is- lendingar þurfa að sinna meira alþjóðlegu starfi að þessu, ekki síst með fyrirhugað aukaalls- herjarþing SÞ í júní nk. um fíkniefnavandann í huga, og leitast við að tengja það átaki gegn vímuefnaneyslu á Islandi á meðal ungs fólks. Þess má geta að fíkniefnanefnd SÞ er ráðgefandi gagnvart ECOSOC um fíkniefnavarnir. Henni er meðal annars ætlað að fylgjast með útfærslu alþjóðlegrar fram- kvæmdaáætlunar á þessu sviði og framvindu alþjóðlegs áratug- ar gegn fíkniefnamisnotkun 1991-2000. Það er von mín að þetta yfir- lit gefi nokkra hugmynd um hið víðtæka starf Efnahags- og fé- lagsmálaráðsins. Arangurinn af fyrsta starfsári Islands í ráðinu er okkur hvatning til frekari verka á þessum vettvangi innan Sameinuðu þjóðanna. A þann hátt nýtum við þá möguleika, sem alþjóðasamstarf Samein- uðu þjóðanna veitir í þágu landsmanna, og leggjum jafn- framt fram okkar skerf til vel- ferðarmála alls mannkyns.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.