Dagur - 05.05.1998, Blaðsíða 10
10 -ÞRIDJUDAGVR 5. MAÍ 199B
Kjörskrár við
sveitarstjórnarkosningar 1998
Kjörskrár skal leggja fram almenningi til
sýnis á skrifstofu sveitarstjórna eða öðrum
hentugum stað eigi síðar en 13. maí nk.
Sveitarstjórnir auglýsa hvar kjörskrá liggur frammi
í viðkomandi sveitarfélagi.
Unnt er að koma á framfæri athugasemdum við
kjörskrá við viðkomandi sveitarstjórn og skulu at-
hugasemdir berast sveitarstjórninni
fyrir kjördag.
Félagsmálaráðuneytið, 8. maí 1998.
Aðalfundur Félags hárgreiðslu- og hár-
skerasveina verður haldinn miðvikudag-
inn 6. maí nk. kl. 20.00 í Baðstofunni Ing-
ólfsbæ, Ingólfsstræti 5.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Lagabreytingar.
Tillaga um úrsögn úr ÞSÍ ásamt allsherjaratkvæða-
greiðslu.
Tillaga um inngöngu í Samiðn.
Organisti
Sóknarnefnd Lögmannshlíðarsóknar Akureyri auglýsir starf
organista við sóknina laust til umsóknar. Auk
umsjónar með tónlist við athafnir í samstarfi við
sóknarprest, sr. Gunnlaug Garðarsson, skal organisti sjá um
að stjórna kirkjukór og barnakór Glerárkirkju.
Starfið veitist frá og með 1. september nk. Laun samkv. taxta
Félags íslenskra organista eða eftir nánara
samkomulagi. Nánari upplýsignar gefur
gjaldkeri sóknarinnar, Hermann R. Jónsson,
Búðasíðu 7, Ak., hs. 462 5025, vs. 462 1878.
Umsóknum skal fylgja ítarleg skrá um
menntun og fyrri störf.
Umsóknum skal skilað eigi síðar en
20. maí nk. í lokuðu umslagi merktu:
Glerárprestakall - organisti
c/o hr. Hermann R. Jónsson,
Glerárkirkju v/Bugðusíðu,
603 Akureyri.
HEILBRIÐGÐIS- OG
TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ-----
REYKJAVÍK
Embætti landlæknis
Embætti landlæknis er hér með auglýst laust til umsóknar.
Landlæknir er ráðunautur ráðherra og ríkisstjórnar um allt er
varðar heilbrigðismál og annast framkvæmd tiltekinna mála-
flokka f.h. ráðherra samkvæmt lögum, reglum og venjum, er
þar um gilda. Hann hefur eftirlit með starfi og starfsaðstöðu
heilbrigðisstétta, skipuleggur skýrslugerð og annast útgáfu
heilbrigðisskýrslna ásamt heilbrigðisráðuneytinu.
Landlæknir veitir embætti landlæknis forstöðu.
Samkvæmt lögum nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu skipar
heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra landlækni til fimm ára
í senn. Landlæknir skal vera embættislæknir eða hafa aðra
sérfræðimenntun ásamt víðtækri
reynslu á sviði stjórnunar.
Kjör eru samkvæmt ákvörðun kjaranefndar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf,
sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi
116, 150 Reykjavík, eigi síðar en 1. júní nk.
Embætti landlæknis verður veitt
frá og með 1. desember 1998.
Nánari upplýsingar um embættið veitir ráðuneytisstjóri í
heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu í síma 560 9700.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
Reykjavík, 30. apríl 1998.
F R É TTIR
rD^r
Réðust á sjotugan
mami í miðbæmun
Talið er að á tíunda þúsund hafi tekið þátt i kröfugöngu og dagskrá af tilefni 1. maf
í Reykjavík og fór allt vel fram. Hins vegar var einnig fjölmennt í miðborginni nótt-
ina áður og nokkuð annríki hjá lögreglunni.
Aimríki var við lög-
gæslu um helgina
samkvæmt dagbók
lögreglunuar í
Reykjavík.
Nokkurt annríki var hjá Iöggæslu-
mönnum um helgina. Mjög ijöl-
mennt var í miðbænum aðfara-
nótt 1. maí og voru verkefni lög-
reglu mörg þá nóttina en minna
hinar næturnar. Lögreglumaður
slasaðist við handtöku og rúða var
brotin í miðborgarstöðinni. Tals-
vert af unglingum var flutt í sér-
stakt athvarf sem borgaryfirvöld,
félagsmálastofnun og lögreglan
starfrækja.
Um helgina voru 24 ökumenn
stöðvaðir vegna gruns um ölvun-
arakstur. Þá voru 44 kærðir vegna
hraðaksturs og 4 fyrir að aka bif-
reið án tilskilinna réttinda.
Maður var handtekinn á stoln-
um bíl síðla nætur á föstudag.
Maður þessi hefur margoft komið
við sögu í hlíðstæðum afbrotum.
Hann neitaði að hlýða fyrirmæl-
um um að stöðva bifreiðina og
eftir að hann var kominn á öfug-
an vegarhelming á Sæbraut
skammt austan Höfðatúns tók
lögreglan á það ráð að stöðva
aksturinn með því að aka á bifreið
hans. Enginn slasaðist við það og
litlar skemmdir urðu.
Harður árekstur
Um miðjan föstudag varð harður
árekstur á Suðurlandsvegi við
Rauðhóla. Flytja varð ökumann
og farþega á slysadeild með
sjúkrabifreið. Slökkvilið gerði ráð-
stafanir vegna bensínleka á vett-
vangi.
Rúmlega átta á laugardagskvöld
varð umferðarslys á Bústaðavegi
við Kringlumýrarbraut er tvö öku-
tæki skullu saman. Þrennt var
flutt á slysadeild með sjúkrabif-
reið.
Karlmaður var handtekinn á
föstudag eftir að hafa brotist inn í
íbúð í Breiðholti. Hann hafði
unnið þar einhverjar skemmdir en
maðurinn var í annarlegu ástandi
er hann var fluttur í fangageymsl-
ur lögreglu.
Tveir 16 ára piltar voru hand-
teknir á föstudag er þeir framvís-
uðu fölsuðum peningaseðlum.
Karlmaður var handtekinn í
Bankastræti eftir að hann hafði
slegið mann í andlitið og ógnað
með hnífi. Við handtökuna fund-
ust á honum ætluð fíkniefni.
Hinn slasaði hafði áverka á höfði.
Lögreglu var tilkynnt að fækk-
un hefði orðið á húsbúnaði eftir
veisluhöld í íbúð í austurborginni
á Iaugardag. Svo virðist sem einn
gestanna hafí haft á brott með sér
sjónvarp, örbylgjuofn og seðla-
veski í eigu húsráðanda.
Tveir piltar voru handteknir eft-
ir miðnætti á laugardag í mið-
borginni vegna tilkynningar um
að þeir hefðu stóran hníf í fórum
sínum og ógnað fólki með hon-
um. Við handtökuna fannst á pilt-
unum 45 cm löng sveðja og bar-
efli. Piltarnir sem eru 16 og 17
ára voru fluttir á lögreglustöð og
síðan sóttir af foreldrum. Lagt var
hald á vopnin sem eru ólögmæt.
A laugardag var Iögreglu til-
kynnt að stolið hefði verið þremur
nuddpottum og vélsleðakerru sem
voru til sýnis framan við bygging-
arvöruverslun í austurborginni.
Þeir sem geta gefið upplýsingar
um málið eru vinsamlegast beðn-
ir að hafa samband við lögreglu.
Réðust á sjötugau mann
Að morgni sunnudags réðust þrír
unglingar á rúmlega sjötugan
mann sem var á göngu á Snorra-
braut. Tvær konur sem reyndu að
koma manninum til aðstoðar
urðu einnig fyrir áverkum af völd-
um unglinganna sem voru hand-
teknir af lögreglu. Meiðsl manns-
ins eru ekki talin alvarleg. Tveir
árásarmannanna voru vistaðir í
fangageymslu en einn sóttur af
foreldrum vegna ungs aldurs.
Ekki er vitað um tilefni árásarinn-
ar.
Þá var lögreglu tilkynnt að brot-
ist hefði verið inn í þrjá sumarbú-
staði við Nesjavallarveg. Nokkru
var stolið og skemmdir unnar á
bústöðunum.
Tveir piltar og tvær stúlkur voru
handtekin eftir að piltamir höfðu
brotist inní fyrirtæki í austurborg-
inni. Þar höfðu þeir safnað saman
nokkru magni af hlutum til að
hafa á brott með sér er lögreglan
kom á vettvang.
Alvarlegt umferð-
arslys á Aknreyri
Að mestu rólegt
samkvæmt dagbók
lögregluimar á Akiir
eyri.
Þrátt fyrir rólega viku urðu hér á
Akureyri alvarleg umferðarslys.
Vörubíll og Iítill sendibíll, svokall-
að „bitabox", Ientu í árekstri á
gatnamótum Hörgárbrautar og
Hlíðarbrautar. Þeir sem voru í
Iitla bílnum slösuðust talsvert en
þó fór betur en á horfðist en einn
þurfti að flytja á sjúkrahús til
Reykjavíkur. A þessum gatnamót-
um hafa margir árekstrar orðið en
til stendur að setja þar upp um-
ferðarljós í sumar. Umferðarljós
kosta mikla peninga en margir
telja að þarna hefðu átt að vera
komin ljós fyrir löngu því margir
af þeim árekstrum sem þarna
hafa orðið síðustu árin hafa vafa-
laust slagað hátt í kostnað við
umferðarljós. Það má því spytja
sig hvort tryggingafélögin gætu
ekki séð sér hag í að styrkja kostn-
að við uppsetningu umferðarljósa
á tjónamestu gatnamótunum
þannig að þau mætti setja upp
fyrr en ella þar sem bæjaryfirvöld
hafa takmörkuð fjárráð til þessara
hluta og bundin af Iangtímaáætl-
unum á sviði umferðaröryggis-
mála. Allt frá því að Hlíðarbraut
var tengd Hörgárbraut hafa orðið
þar fjölmargir árekstrar og nokkur
slys orðið á fólki.
Umferðarlagabrot voru þó
nokkur í þessari viku. Þrjátíu og
tveir voru teknir fyrir of hraðan
akstur en enginn var þó á svipt-
ingarhraða. Þessir ökumenn fá
auk sektar refsipunkta sem geta
endað með sviptingu ökuleyfis ef
brot halda áfram. Númer voru
klippt af ellefu bifreiðum sem
ekki höfðu verið greidd Iögboðin
gjöld af en Iisti þeirra sem enn
hafa ekki gert skil styttist óðum
en þó eru eftir nokkrir og er
ástæða til að hvetja þá til að
greiða hið fyrsta svo komast megi
hjá frekari óþægindum.
Ölvtin við akstur
Einn var tekinn fyrir meinta ölv-
un við akstur og tveir fyrir að
virða ekki stöðvunarskyldu. Sjö
voru kærðir fyrir að nota ekki ör-
yggisbelti. Þá voru nokkrir öku-
menn vörubifreiða kærðir fyrir of
mikinn þunga, brot á hvíldartíma-
ákvæðum og notkun ökurita.
Þá voru einnig kærð auðgunar-
brot til lögreglunnar en alls voru
kærðir sextán þjófnaðir. Átta
eignaspjöll minniháttar voru
kærð og eitt meiriháttar.
Lögreglumenn á Akureyri eru
til þess hvattir að fylgjast vel með
að lög og reglur séu í heiðri hafð-
ar og þeir eiga að vera afskipta-
samir þegar þeir sjá að ökumenn
og aðrir fara ekki að settum regl-
um. Hjá okkur er umferðarvika á
hveijum degi og bæjarbúar geta
því búist við afskiptum lögregl-
unnar hvenær sem er. Það er
óþarfi að til lögregluafskipta þurfi
að koma, en það er auðvitað und-
ir bæjarbúum sjálfum komið.
— ÓÁ