Dagur - 05.05.1998, Blaðsíða 5
ÞRIÐJVItAGVR 5. MAÍ 199V - 5
Xkgwir
FRÉTTIR 1
á
Alvarlegar ásakanir
Sverrir Hermannsson hefur engum hlíft í ásökunum sínum, eftir að
hann hætti sem bankastjóri Landsbankans.
Frá því Sverrir Her-
maimsson, fymun
Landsbankastjóri,
tjáði sig fyrst um
Landsbankamálið hef-
ur bann verið óspar á
alvarlegar ásákanir í
garð nafngreindra og
ónafngreindra ein-
staklinga. Hér eru
þær alvarlegustu.
1. Landsbankamálið er pólitísk
aðför að Sverri. „Mér var sagt að
Kjartan Gunnarsson sé, ásamt
Finni Ingólfssyni, höfuðpaurinn
í aðförinni að mér í Landsbanka-
málinu."
2. Ríkisendurskoðandi laut „í
einu og öllu“ leiðsögn Finns og
Helga S. Guðmundssonar og
margbraut á Sverri „lögverndað-
an rétt hans til varna í máli, sem
hann átti æru sína og starf und-
ir“.
3. Jóhanna Sigurðardóttir „var
send inn á Alþingi til þess að
hafa af mér mannorðið... af svik-
urum í bankakerfinu".
4. Bankaráðsmenn hófu við-
skiptin við Bálk ehf., laxveiðifé-
lag Sverris. Halldór Guðbjarnar-
son veiddi í Hrútu 1991 og 1992
„með svo nánum félögum sínum
að erfitt myndi að kalla það við-
skiptaferðir".
Gömul gjaldþrotamál
dregin upp
5. Helgi S. Guðmundsson reyndi
„með einni handsveiflu" að flytja
„allar tryggingar Landsbankans
yfir í“ VÍS.
6. Gjaldþrot Lindar, upp á nær
800 milljónir króna, var „skelfi-
legt mál og greinilegt spillingar-
mál, eins og þau mál gerast
verst“. Finnur var samkvæmt
Sverri sérstakur ráðgjafi Þórðar
Ingva
Guð-
munds-
sonar um
útboðslaus
kaup á
þunga-
vinnuvél-
um af
Toyota fyr-
ir 130
milljónir
króna. Til
að „rétta
við eigin
fjárhag,
flokks og
félaga".
7. Opinber
rannsókn
ætti að -
fara fram á „stórfúlgu tapi, sem
Landsbankinn mátti sitja uppi
með... vegna viðskipta við Al-
þýðubandalagið". Sverrir gefur
sterklega í skyn að núverandi for-
seti Islands, hafi þar komið ná-
Iægt óeðlilegum málum.
8. Gjaldþrota framsóknarmanni
var „seld Ióð í eigu LÍ fyrir rúmar
30 milljónir króna. Þessum
samningi rifti Sverrir Hermanns-
son og seldi lóðina á útboði fyrir
rúmar 70 milljónir króna“. Finn-
ur lofaði manninum þessu „fyrir
kosningar ef hann fengi aðstöðu
til“.
9. Pétur Blöndal þingmaður lét
af andstöðu sinni við fjár-
magnstekjuskattinn þegar „hon-
um var boðið að fella alveg niður
skatta af arði hans af öllum
hlutabréfunum sem hann sefur
á“.
Þingmenn í vomlurn málum
10. Sturla Böðvarsson þingmað-
ur, sem stjórnarmaður Finns í
Járnblendinu, fór í laxveiði á
kostnað fyrirtækisins og bauð
Sverri með.
11. Hjálmar Árnason þingmaður
krafðist þess að fá skip og veiði-
heimildir frá Landsbankanum á
240 milljóna króna afslætti.
12. Þróunarfélag Islands rak
Gunnlaug Sigmundsson, núver-
andi þingmann, sem fram-
kvæmdastjóra eftir að í ljós kom
að hann hafði selt sjálfum sér
hlutabréf í fyrirtækinu. Gunn-
laugur er orðinn „eignamaður
upp á 100 milljónir króna á örfá-
um árum upp á flokksins pung“.
13. Einar Kr. Guðfinnsson þing-
maður „nuddaði" í Kjartani
Gunnarssyni um að „Landsbank-
inn gæfi sér eftir háa fjárhæð
sem hvíldi á höllinni hans
vestra".
14. Eimskipamennirnir Hörður
og Indriði þrýstu með pólitísku
offorsi á um að Landsbankinn
setti samkeppnisaðilann Sam-
skip í gjaldþrot.
Þær stöllur Ásta R. Jóhannesdóttir og
Svanfríður Jónasdóttir gætu átt eftir að
sitja lengi enn i þingsal ef ekki næst
samkomulag um lokin á þingha/dinu í
vor.
Þrngið
ræður engu
„Á þessari stundu sé ég ekki fyr-
ir mér hvenær þingfrestun getur
farið fram. Við höldum áfram
með þessi mál sem ríkisstjórnin
hefur sett í forgangsröð, það eru
hálendisfrumvörpin þrjú og
frumvarpið um húsnæðismálin.
segir Olafur G. Einarsson, for-
seti Alþingis.
„Eg þori engu að spá. Það hef-
ur ekkert samkomulag verið gert
milli stjórnar og stjórnarand-
stöðu um þinglok. Ég fæ ekki
betur séð en ríkisstjómin sé
búin að taka völdin í Alþingis-
húsinu. Við í stjórnarandstöð-
unni og stjórn þingsins ráðum
engu lengur. Ríkisstjórn hefur
ákveðið að fá þessi Ijögur frum-
vörp afgreidd fyrir þingfrestun
og taka til þess þann tíma sem
þarf. Það verður langur tími,“
segir Svavar Gestsson, formaður
þingflokks Alþýðubandalagsins.
-S.DÓR
Ragnar í Kreditkortm
Ragnar Önundarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá
Europay-Kredikortum í stað Gunnars Bæringssonar. Ragnar var áður
einn af framkvæmdastjórum hjá íslands-
banka.
Runólfur gegn háu
gangagjaldi
Vegna fyrirsagnar á frétt í blaðinu fyrir
helgi þar um að Runólfur Ólafsson hjá FIB
væri nú sammála Speli, er rétt að undir-
strika að fyrirsögnin vísaði til þess að út-
reikningar FIB og Spalar á meðalgjaldi
væru ekki ósvipaðir. FIB telur hins vegar
að gjaldið fyrir fólksbíla og minni bíla allt
of hátt þannig að stærsti hluti bíleigenda sé Runólfur Ólafsson, fram-
í raun að greiða niður verðið fyrir hina. kvæmdastjóri FÍB.
Sendiherrahjón/n Juri og Nina Resitov ásamt Davið Oddssyni forsætisráðherra.
Júri kveður
Rússneski sendiherrann Júri Resitov og kona hans Nina Resetov
héldu um helgina kveðjuhóf fyrir vini og samstarfsmenn á Islandi, en
þau eru nú á förum heim eftir farsælt starf á Islandi. Þau hjónin eru
miklir íslandsvinir eins og fjöldi gestanna í veislunni bar með sér.
VIS bauð ekkl í
tryggmgamar
Bankaráð Landsbauk-
aus ræddi ítarlega um
kaup á tryggingum af
VÍS en ekkert varð úr
])ví bankastjómin
ákvað að bjóða út.
Samkvæmt traustum heimildum
Dags var ítarlega rætt um það á
bankaráðsfundum Landsbank-
ans að kaupa tryggingar af Vá-
tryggingafélagi Islands (VIS), þar
sem Helgi S. Guðmundsson nú-
verandi bankaráðsformaður er
sölustjóri. Ekkert varð þó úr því
að verslað yrði við VIS, því
bankastjórnin tók þá ákvörðun
að bjóða tryggingarnar út meðal
Ijögurra tryggingafélaga, þar á
Helgi S. Guðmundsson.
meðal VÍS, en ekkert tilboð barst
þaðan.
Sverrir Hermannsson, fyrrum
Landsbankstjóri, hefur haldið
því fram í Morgunblaðinu að
Helgi S. Guðmundsson hafi
reynt „með einni handsveiflu" að
flytja „allar tryggingar Lands-
bankans yfir í Vátryggingafélag-
ið“ og auk þess hefur Sverrir gef-
ið í skyn að Helgi hafi haft frjár-
hagslegra hagsmuna að gæta
vegna sölulauna. Helgi hefur
sagt að þetta sé ósatt og í samtali
við Dag vildi hann ekkert tjá sig
nánar um tryggingarnar.
Dagur hefur hins vegar fyrir
því traustar heimildir að eftir
kaup bankans á helmingi hluta-
bréfa í VÍS hafi bankaráðið ítar-
lega rætt um tryggingakaup af
VIS, en bankinn hefur aídrei
tryggt innbú sitt. Þegar banka-
stjórnin ákvað að endingu að
leita tilboða hjá Ijórum trygg-
ingafélögum bar svo við að VIS
sendi ekki inn tilboð. - FÞG
Tregari áfengissala
Áfengissala dregst
saman í höndum
heHdsala þrátt fyrir
gódæri.
Tekjur af áfengisgjaldi urðu 280
milljónum króna minni árið
1997 heldur en Ijárlög gerðu ráð
fyrir og m.a.s. 80 milljönum
króna minni heldur en árið þar
áður, samkvæmt skýrslu íjár-
málaráðherra um ríkisfjármál
árið 1997. Virðist þetta athyglis-
verð þróun í ljósi stóraukins
kaupmáttar á árinu, sem oftast
hefur Ieitt til aukinnar sölu en
ekki samdráttar. Lækkunina rek-
ur ráðuneytið m.a. til minnkandi
sölu, sem er einkar athyglisvert í
ljósi verulegrar kaupmáttaraukn-
ingar á árinu, sem jafnan hefur
leitt til aukinnar sölu en ekki
samdráttar. En jafnframt hafi
aukinn innflutningur á bjór, á
kostnað sterkra drykkja, haft
áhrif til lækkunar áfengisgjalds-
ins.
Afengisgjaldið 6% undir
áætlun
Við fjárlagagerðina fyrir 1997 var
áætlað að' tekjur af áfengisgjaldi
mundu aukast í takt við almenn-
ar veltubreytingar, en í reynd
urðu þær rúmlega 6% minni en
fjárlög gerðu ráð fyrir. I fjárlög-
um yfirstandandi árs er aftur gert
ráð fyrir að tekjur af áfengisgjaldi
aukist í takt við almennar veltu-
breytingar, í 4,8 milljarða - þ.e.
aftur sömu upphæð og áætluð
var í fjárlögum ársins áður. Frelsi
umboðsmanna til áfengisinn-
flutnings virðist því síður en svo
hafa leitt til aukins innflutnings,
eins og ýmsir höfðu óttast. - HEl