Dagur - 09.05.1998, Side 1

Dagur - 09.05.1998, Side 1
Segir 14 milljarða útlánatap eðlilegt Fiimiir lngólfsson gagnrýnir ekki ríkis- banka fyrir utlánatap. Ari Skúlason, fram- kvæmdastjóri ASÍ, spyr hver veðin séu og hann segir málið hreinlega galið. Eins og skýrt hefur verið frá í Degi tapaði Landsbankinn 10,6 milljörðum króna á árunum 1993 til 1997. Búnaðarbankinn tapaði 3,1 milljarði og sam- kvæmt upplýsingum frá banka- eftirlitinu tapaði Islandsbanki 6,3 milljörðum króna þetta sama tímabil. Og til að átta sig á um- svifum bankanna voru niður- stöðutölur efnahagsreiknings Landsbankans árið 1996 110 milljarðar, Islandsbanka 69,4 milljarðar og Búnaðarbanka 54,4 milljarðar króna. Hlutfalls- lega er því tap Landsbanka og Is- landsbanka svipað en Búnaðar- bankans lang minnst. „Fjórtán milljarðar króna er vissulega há upphæð og ekki nema von að fólki bregði í brún þegar það horfir á það að þetta fé sé tapað. En til þess að geta gert sér grein fyrir því hvort þetta er hátt eða lágt tap þá þarf að gera samanburð á því hvernig þetta er hjá öðrum þjóðum. Það er þum- alputtaregla hjá bönkum um all- an heim að taka þá áhættu að tapa 1% af útlánum. Ég hef að vísu ekki nákvæma tölu en 14 milljarðar eru ekki mikið yfir 1 % af útlánum bankanna þessi 5 umræddu ár,“ sagði Finnur Ing- ólfsson viðskiptaráðherra, þegar álits hans var leitað á 14 millj- arða króna útlánstapi Lands- banka og Búnaðarbanka árin 1993 til 1997, sem skýrt hefur verið frá. „Það sem nú er aftur á móti að gerast er að úr þeim hef- ur stórlega dregið. Það sem bankarnir setja nú til hliðar í af- skriftir er komið talsvert niður fyrir 1% af heildarútlánum á sama tíma og erlendir bankar láta 1% í sína afskriftasjóði. Það Bankamálaráðherra segir útlánatap rík- isbanka ekki óeðlilega mikið. er aldrei hægt að horfa á málin þannig að þegar lánaðir eru út peningar séu menn hundrað prósent öruggir á að fá þá alla til baka aftur. Menn eru alltaf í ákveðnum áhætturekstri,“ sagði Finnur Engar skýringar „Þetta eru ótrúlega háar tölur og hér er um langan tíma að ræða. Þess vegna hlýtur maðurinn á götunni að spytja sjálfan sig af hverju þurfti þetta að vera svona. Þeir sem stjórna þessum bönk- um, bæði pólitískt og fram- kvæmdalega, fá gríðarlega vel greitt fyrir og greiðslurnar eru varðar með því að þeir beri svo milda ábyrgð. Síðan týnast millj- arðar og maður fær engar skyn- samlegar skýringar fyrir ástæð- unni,“ sagði Ari Skúlason, hag- fræðingur og framkvæmdastjóri Alþýðusambands Islands. Hann segir að vissulega hafi árferði verið erfitt á hluta þess tíma sem útlánatöpin ná yfir. En á móti komi að bankar á Islandi hafi aldrei lánað einstaklingum krónu án þess að trygg veð væru til staðar. „Þess vegna hlýtur maður að spyrja hvar voru tryggu veðin í þessum tilvikum öllum saman. Af hveiju er þetta svona? Þegar maður horfir á þessar tölur hlýt- ur venjulegum manni að þykja þetta galið," sagði Ari Skúlason. - S.DÓR Forseta- hjónin fyr- ir austan Forsetahjónunum, Olafi Ragnari Grímssyni og Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, var forkunnarvel tekið í gær þegar þau komu ak- andi yfir í V-Skaftafellssýslu. Fyrirmenni og Iúðraveit tóku á móti forsetahjónunum í heldur kuldalegu veðri en heldur hlýn- aði eftir því sem á leið. Guðrún Katrín kom við í Hrífunesi þar sem hún var sex sumur í sveit en á þessum slóðum á hún mikinn frændgarð. Hún sagði blaða- manni Dags að hún hefði margt nytsamlegt lært í sveitinni. Heimsóknin er sú fyrsta í V- Skaftafellssýslu hjá forseta Is- lands allt frá tímum Asgeirs As- geirssonar. Víða mátti sjá fána við hún og í Vík beið fólk og veifaði. - JBP Forsetahjónunum var vei fagnað við komuna til V-Skaftafellssýslu. Eins og sjá má á myndinni var sýslumaðurinn Sigurður Gunnarsson í fullum einkennisklæðum og hátíðarstemmning i allra hjörtum. - mynd: jbp Páll van- hæfur? Páll Pétursson lætur kanna hvort hann sé vanhæfur í Húnaþingsmál- inu. „Ég vil sem minnst um mál- ið segja á þessu stigi. Ég læt skoða það hvort ég er vanhæfur og þurfi að víkja sæti í málinu en það er ekki al- veg komið að þessu,“ sagði Páll Pétursson félagsmálaráð- herra um Húnaþings- nafnið sem sent hefur verið til hans til úrskurðar. Um er að ræða að nýja sam- einaða sveitarfélagið í V-Húna- vatnssýslu leggur til að nýtt nafn á sveitarfélagið verði Húnaþing. Þessu hafna A-Húnvetningar al- farið og hafa sent málið til fé- lagsmálaráðherra til úrskurðar. Og hugsanleg vanhæfni Páls Péturssonar byggist á því að hann er frá Höllustöðum sem eru í austursýslunni. — S.DÓR Hálendið helgað Allsheijargoð- inn Jörmundur Ingi mun helga allt hálendi Is- lands til ævar- andi eignar og notkunar allra Islendinga, nú um helgina. Til- efni þessarar helgunar eru hálendisfrum- vörp ríkisstjórn- arinnar. Höfuðástæðuna fyrir helguninni segir allsherjargoði vera lögfræðilega. Lögfræðingar segi sér að með þessu geti hann að íslenskum lögum átt formlega aðkomu að málinu á svipuðum grundvelli og sveitarfélögin og forsætisráðherra. I samtali við Dag sagði Jör- mundur að helgunarathöfnin myndi fara fram sem næst miðju hálendisins, helst við Beinakerl- ingu á Sprengisandi. Hann sagði athöfnina verða nokkuð stutta en tilkomumikla þar sem kveikt yrði bál og farið með þulur. Alls verður farið á fimm bílum inn á hálendið og þess gætt að spilla ekki landi. BBC sjónvarps- stöðin hefur haft samband við Jörmund vegna málsins og mun reyna að dekka það á einhvern hátt. - BG Jörmundur Ingi hyggst helga þjóðinni hálendið. Handverkfæri SINDRI ^ -sterkur í verki 1 BORGARTLINI 31 • SÍMI 562 7222 T

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.