Dagur - 09.05.1998, Qupperneq 6

Dagur - 09.05.1998, Qupperneq 6
6 LAITGARDAGUR 9. UA'l 19 9 8 ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefán jón hafstein ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu si, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: i.oso KR. A mAnuði Lausasöluverð: íso KR. OG 200 KR. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar auglýsingadeildar: creykjavík)563-1615 Amundi Amundason CAKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Simbréf ritstjórnar: teo 617icakureyri) 55i 6270 creykjavík) Uppsagnir kemtara I fyrsta lagi Meirihluti réttindakennara á Akureyri sagði upp störfum í gær. Ovissa sem í kringum þessar uppsagnir skapast kemur niður á einbeitingu og trú nemenda og foreldra á skólanum og fram- kallar neikvæð viðhorf til hans. Þess vegna er þessi baráttuað- ferð óheppileg. Þó kennarar á Akureyri hafi verið í sviðsljósinu í gær þá má búast við svipuðum aðgerðum víðar um land á næstunni, ef marka má fréttir. Engum dettur í hug að segja að kennarar frekar en aðrir launamenn séu of sælir af launum sínum. Hins vegar er nauðsynlegt að fram komi að þjóðarsátt náðist um það í kennaraverkfallinu í haust að þeir fengju Iaunahækkanir umfram það sem almennt gerðist. Sú sátt náð- ist í von um kennslufrið og festu í skólastarfi. Sú von og sú sátt fýkur nú út um gluggann. í öðru lagi En kennarar sem segja upp eru ekki einu sökudólgarnir í þessu máli. Launanefnd sveitarfélaga hefur verið í sérkenni- legum lögregluleik við að ávíta þær sveitastjórnir sem gert hafa sérsamninga við kennara og skora á aðrar að slaka ekki á klón- ni. Það lá hins vegar fyrir strax eftir samningana í haust að ekki var tekið á fjölmörgum spurningum sem vörðuðu starfs- kjör kennara og vinnutilhögun. Það var skilið eftir til úrlausn- ar heima í héraði og víða hefur einmitt verið farið út á þær brautir með góðum árangri. Aðrar sveitarstjórnir hafa hins vegar kosið aðgerðarleysið í skjóli launanefndarinnar. 1 þriðja lagi Séu kennarar óánægðir með viðbrögð fræðsluyfirvalda í héraði er kjörið tækifæri til að láta það í ljós í komandi kosningum. Það er hins vegar Ijótur leikur að stofna til enn eins uppnáms í skólastarfi barnanna okkar með uppsögnum, til að gera kjara- mál kennara að kosningamáli. Það eru til aðrar leiðir til að koma málum á dagskrá. Hér eru kennarar á hættulegri leið sem vísast gæti orðið til að spilla trú manna á stéttinni og því að hægt sé að ná fram skynsamlegum breytingum á launakjör- um og vinnufyrirkomulagi. Birgir Guðmimdsson Útgáfufélag: DAGSPRENT Fymdar viimuvélar og milljarða tap Garri hefur aldrei rekið fyrir- tæki og alltaf verið sannfærður um að það hlyti að vera ákaf- lega vandasamt verk. Það get- ur svo margt farið úrskeiðis. Starfsfólk er eilíft með kröfur um hærri laun og betri aðbún- að, meira þetta og meira hitt. Svo eru það sveiflur í gengi, efnahagskreppa í Asíu og guð má vita hvað sem getur gert mönnum erfitt fyrir sem eru að reyna að reka fyrirtæki sitt eftir bestu vit- und og getu. En Garri hafði ekki gert sér grein fyrir hversu áhættusamur fyrirtækja- rekstur 1' raun- inni er fyrr en hann las við- talið við Þórð Ingva Guð- mundsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra eignaleigufyrir- tækisins Lindar, í Degi í gær. Lind var í eigu Landsbankans og fór á hausinn með braki og brestum fyrir margt löngu og bankinn tapaði hundruðum milljóna. Ballið búið Þórður upplýsir sem sé að þetta sé allt endurskoðendum að kenna eða réttara sagt fyrndum vinnuvélum. Stjórn- endur Lindar ætluðu í góðri trú að afskrifa vinnuvélar sínar á sjö árum en endurskoðendur fyrirtækisins vildu flýtifyrna tækin - eins og það heitir í bransanum - á þremur árum. Og þar með var ballið búið eins og Þórður segir orðrétt. Rándýrar vinnuvélar voru íyrndar á 3 árum en ekki 7 og Landsbankinn og fleiri töpuðu mörgum, mörgum, mörgum milljónum króna. Svona geta fyrningarreglur, sem meira að segja vel reyndir menn í við- skiptalífinu áttuðu sig ekki á, velt þungu hlassi. Skilin milli feigs og ófeigs í viðskiptalífinu. Og svona er vald endurskoð- enda mikið. Töpuð útlán Það skildi þó aldrei vera að svipaðar skýr- ingar séu á því að Lands- bankinn og Búnaðarbank- inn hafa þurft að afskrifa út- lán upp á 14 milljarða und- anfarin fimm ár eins og upplýst hefur verið í svari við enn einni fyrirspurn Jóhönnu Sigurðar um bankana. Það skyldi þó aldrei vera að endurskoðendur þeirra hafi heimtað að vinnuvélar, skip, fiskieldisstöðvar og ýmislegt af því tagi yrði fyrnt á sárafáum árum og ballið þar með búið hjá viðkomandi fyrirtækjum. Með hörmulegum afleiðingum fyrir ríkisbankana, land vort og þjóð. Þetta gengur ekki leng- ur. Garri vill að það verði lög- fest að vinnuvélar verði ekki fyrndar á minna en sjö árum. Þannig má fyrirbyggja að góð og gegn fyrirtæki eins og Lind fari á hausinn í framtíðinni. GARRI. ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON skrifar Átveislan inikla Talsmenn vinnuveitenda hafa gífurlegar áhyggjur af því þessa dagana að alþýða manna á ís- landi hafi það of gott. Kaupið hefur hækkað alltof mikið, segja þeir, og svo eru menn jafnvel að heimta meira! Það er vissulega rétt að al- mennt launafólk í landinu er Ioksins að fá hlut í góðærinu, eftir að hafa mátt búa við skert kjör um árabil. Góðærið fór fyrst til fyrirtækjanna og hins opin- bera; það er fyrst núna sem ai- þýða manna fær að njótá þess Iíka. En að vísu í misjafnlega miklum mæli. Náttúrulðgmálið Það þarf til dæmis að leggja sam- an kjarabætur ansi margra laun- þega á Iægstu töxtunum til að slaga upp í eina Iaxveiðiferð á vegum Landsbankans - að ekki sé nú talað um kostnað við að- eins einn af þessum sérstöku „kruðerí“-veiðitúrum Kol- brabbans. Og þær þúsundir manna sem enn hafa ekki atvinnu þrátt fyrir góðærið fá auðvitað lítinn bita af stækkandi þjóðarköku. Slíkt heldur hins vegar ekki vöku fyrir neinum í herbúðum vinnuveit- enda þar sem gjarnan er litið á „hæfilegt" atvinnuleysi sem nátt- úrulögmál. Slíkt fólk hefur ekk- ert að gera við góðærisborðið. Gómsætir bitar Lægstu Iaun í Iandinu er enn skammarlega Iág. Það er því al- veg óþarfi fyrir kvótakónga, kol- krabba og aðra ráðamenn í röð- um vinnuveitenda að hafa miklar áhyggjur af þeim kjarabótum sem almennt launafólk hefur loksins tekist að kría út. Á aðalfundi sínum voru vinnu- veitendur hins vegar ekki aðeins að hafa áhyggjur af alþýðunni. Þeir beindu augum sínum Iíka að þeim gómsætu bitum sem enn er að finna hjá ríkinu og þeir vilja endilega fá að læsa kol- krabbakrumlum sínum í sem allra fyrst. Einkavæða! Einka- væða! Einkavæða! Þannig hrópa þeir og vilja fyrst fá að „kaupa“ ríkisbankana en síðan afganginn af arðvænlegum ríkisfyrirtækjun- um. Þannig ætla vinnuveitendur að halda mikla veislu fyrir sjálfa sig. Og á meðan þeir éta yfir sig af gróðavænlegum ríkisfyrirtækjum munu þeir vafalaust af mann- gæsku sinni halda áfram að hafa gríðarlegar áhyggjur af óhófleg- um kjarabótum láglaunafólksins. -X^MT svairad Ætlarþú aðfylgjast með Eurovision- keppninni í Sjónvarp- inu í kvöld? Jónas Ingimundarson píanóleikarí. „Ég verð bara ekki heima svo ég missi af keppninni. Nei, ég hef svo sem ekki Iagt mig eftir því á undan- förnum árum að horfa á Eurovision, en hún hefur svo sem sést í mínu sjónvarpi einsog á öðrum heimil- um, og ég veit því svona um hvað keppnin snýst. Ég hef að annar- ari og öðruvísi tónlist að hverfa og læt mér hana nægja.“ Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusönghma. „Nei, ég á nú ekki von á því. Ég er með hugann við músík alla daga og öll kvöld og ég hef ekki einu sinni leitt hugann að þessari Euruvisionkeppni. Það má þó vel vera ef stund gefst og ég heima þá muni ég horfa á keppnina - en þetta er ekki efst á blaði." Rangar Bjamason söngvarí. „Ég er að fara út að borða og ætli ég taki þetta bara ekki upp á vídeó- ið og horfi á þetta þegar ég hef tíma. Mér finnst alltaf gaman að þessari keppni, það er mikið í hana lagt og þarna fær fjöldi tónlistarmanna og söngvara tækifæri til að láta Ijós sitt skína fyrir hundruð milljóna manna - og sumir slá í gegn.“ Sigrún Eva Armannsdóttir söngkona ogjymtm Euruvision-farí. „Nei, ég verð að vinna þetta kvöld. Ég næ reyndar byrj- unni á keppninni og get horft á hana - en síðan þarf ég sjálf að fara að syngja á Hótel Sögu. Jú, það var rosalega gam- an að taka þátt í þessari keppni á sínum tíma, þegar við Sigga Beinteins sungum Iagið Nei eða já í Malmö í Svíþjóð árið 1992. En ég fylgist ekki jafn vel með keppninni í dag og ég gerði áður fyrr.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.