Dagur - 09.05.1998, Síða 10

Dagur - 09.05.1998, Síða 10
ÞJÓÐMÁL Þroskaþjálfi óskast á leikskólann Krummakot í Eyjafjarðarsveit. Krummakot er staðsett við Hrafnagilsskóla í 12 km fjarlægð frá Akureyri. Umsóknarfrestur er til 22. maí og skal umsóknum skilað á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Syðra-Laugalandi, 601 Akureyri. Upplýsingar veitir Anna Gunnbjörnsdóttir leikskólastjóri í vinnusíma 463 1231 og heimasíma 463 1160. Sveitarstjórinn í Eyjafjarðarsveit. AKUREYRARBÆR Fræðslu og frístundasvið Forstöðumaður sumarvistunar í Glerárskóla. Forstöðumann vantar til að sjá um sumarvistun í Glerárskóla fyrir 7- 10 ára böm. Sumarvistunin verður opin frá 4. júní til 14. ágúst 1998. Óskað er eftir aðila með leikskólakennara- og/eða aðra uppeldis- menntun. ( sumarvistuninni verður einnig þjónusta við fatlaða einstaklinga og því er æskilegt að viðkomandi hafi þekkingu á og reynslu af starfi með fötluðum. Laun skv. kjarasamningi Félags ísl. Leikskólakennara / STAK við Launanefnd sveitarfélaga. Upplýsingar um starfið veitir skólastjóri í síma 461-2666. Upplýsing- ar um kaup og kjör veitir starfsmannadeild í síma 462-1000Umsókn- um skal skila til starfsmannadeildar Geislagötu 9, á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 15.maí 1998. Menntamálaráðuneytið Laust starf Staða forstjóra Námsgagnastofnunar samkvæmt 4. gr. laga nr. 23/1990 um Námsgagnastofnun er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. júlí 1998 til fimm ára. Gerð er krafa um háskóla- menntun, sérþekkingu á verkefnum stofnunarinnar og stjórnunar- lega þekkingu. Forstjóri fer með stjórn stofnunarinnar, mótar stefnu í störfum hennar og ber ábyrgð á fjárhagslegum rekstri. Laun forstjóra eru ákvörðuð af kjaranefnd. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, eigi síðar en 1. júní nk. Umsóknir þar sem óskað er nafnleyndar verða ekki teknar til greina. Nánari upplýsingar eru veittar í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 8. maí 1998. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnakosninga 23. maí 1998 stendur yfir í Fjöl- brautaskólanum Ármúla og er opið þar alla daga frá kl. 10.00- 12.00, 14.00-18.00 og frá 20.00-22.00. Sími sýslumanns á kjör- staðnum er 588 6607, opinn á sama tíma. Vinsamlegast athugið að hringja ekki í síma fjölbrautaskólans. Kjörstaðir verða opnaðir í Hlégarði, Mosfellsbæ og á lögreglu- stöðinni Eiðistorgi, Seltjarnarnesi næstkomandi mánudag 11. maí og verður opið á þeim stöðum frá kl. 17.00-19.00 alla daga. Kjósendum er bent á að þeir þurfa að gera grein fyrir sér með því að framvísa nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt. Sýslumaðurinn í Reykjavík. Vinnan, fj ölskyld an og framtíoin HALLDÓR GRÖNVOLD SKRIFSTOFUSTJÖRI ASl SKRIFAR Hér á landi verður umræðan um mikilvægi þess að samræma bet- ur þær aðstæður sem fólki eru búnar á vinnumarkaði og mögu- leikum til fjölskyldulífs stöðugt meira áberandi. Þessi umræða endurspeglar sömu þróun og er að eiga sér stað í nágrannalönd- um okkar og út um alla Evrópu. Ungt fólk gerir kröfur til þess að því séu sköpuð skilyrði til að skapa börnum sínum þroskavæn- legt umhverfi og til að geta varið tfma með þeim á mikilvægustu tímabilunum í uppvexti þeirra. Þá gerir ungt Iaunafólk stöðugt meiri kröfur til þess að njóta samveru með börnum sínum og fjölskyldu og eiga frístundir sam- an. Þetta er eðlileg og jákvæð þróun og það er ánægjulegt að ungir feður eru í vaxandi mæli að átta sig á ábyrgð sinni í þessum efnum. Ónýtt réttindakerfi Verkalýðshreyfingin hér á landi eins og annars staðar í Evrópu hefur í vaxandi mæli lagt áherslu á kröfuna um að vinnumarkaður- inn taki tillit til þarfa fjölskyld- unnar. Hún hefur bæði sett fram gagnrýni á núverandi aðstæður en jafnframt beitt sér íyrir róttækum breytingum í þessum efnum. Ljóst er að núverandi staða mála hér á landi er með öllu óá- sættanleg lengur. Þetta birtist á öllum sviðum. Svo dæmi sé tekið er réttur foreldra til fæðingaror- lofs hér á landi aðeins 28 vikur og er þá allt með talið. Þetta er mun lakari réttur en þekkist á hinum Norðurlöndunum og öðr- um þeim Iöndum sem við viljum bera okkur saman við. Þar við bætist að greiðslur í fæðingaror- lofí eru á almennum vinnumark- aði langt undir því sem annar „Þá gerir ungt launafólk stödugt meiri kröfur til þess að njóta samveru með börnum sínum og fjölskyldu og eiga frístundir saman, “ segir Halldór Grönvold m.a. i grein sinni. staðar þekkist, jafnvel svo að for- eldrar hafa af fjárhagsástæðum ekki efni á að nýta sér þó þann takmarkaða rétt sem til staðar er. Þá er kerfíð hér á landi einkar ósveigjanlegt sem enn dregur úr gildi þess og möguleikum for- eldra. Síðast en ekki síst er launafólki svo gróflega mismun- að þegar kemur að réttinum til fæðingarorlofs og greiðsla tengd- um því að ekki verður lengur við það unað, auk þess sem kerfíð er allt orðið eins og illa bætt flík sem engu skýlir. Samningar uiu foreldraorlof Verkalýðshreyfíngin hefur nú sett baráttuna fyrir fjölskylduvænni vinnumarkaði á oddinn. Mikil- vægur áfangi í þeirri baráttu náð- ist með þeim samningum sem gerðir voru á vinnumarkaðinum á liðnu ári um gildistöku vinnu- tímatilskipunar Evrópusam- bandsins þar sem settar voru reglur um lágmarkshvíld og há- marks vinnutíma. Vinnutímatil- skipunin var einmitt gerð að kröfu evrópskrar verkalýðshreyf- ingar, ekki síst sem liður í fjöl- skyldustefnu hennar, enda ljóst að hóflegur vinnutími er ein mik- ilvægasta stoðin undir Ijölskyldu- vænan vinnumarkað. Nú hefur annað mikilvægt skref verið stig- ið í þessum efnum. Fyrir baráttu verkalýðshreyfingarinnar hefur á Evrópuvettvangi verið gengið frá samningi um rétt foreldra til for- eldraorlofs, að viðbættu fæðing- arorlofi. Þessi fyrsti evrópski kjarasamningur hefur nú verið gerður bindandi fyrir öll aðildar- ríki EES. Þannig eru nú íslensk stjórnvöld skuldbundin til að tryggja að íslenskir foreldrar fá í framtfðinni rétt til töku foreldra- orlofs, að lágmarki þijá mánuði fyrir hvort foreldri vegna hvers barns. Fjölskyldustefna ASÍ Alþýðusambandið hefur nú um nokkurt skeið unnið að undir- búningi þess að foreldraorlofið verið tekið upp á íslenskum vinnumarkaði. I þessari vinnu hefur verið Iögð áhersla á að nota það tilefni sem nú gefst, til að endurskoða allt réttindakerfí for- eldra á vinnumarkaðinum frá grunni. Markmiðið með þessari vinnu er skýrt, að byggja upp heildstætt réttindakerfi sem svar- ar þörfum og áherslu foreldra á að samræma atvinnuþátttöku og fjölskyldulíf. Að skapa fjölskyldu- vænni \innumarkað sem tryggir foreldrum rétt og raunverulega möguleika á að njóta samveru með börnum sfnum í upphafí og á mikilvægum tímamótum í upp- vexti þeirra. ASI mun kynna helstu áherslur í fjölskyldustefnu sinni á opinni ráðstefnu 12. maí. 400.000 JC félagar SVALA STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR Á morgun, sunnudaginn 10. maí, er JC dagur. JC eða Junior Chamber er félagsskapur ungs fólks á aldrinum 18 til 40 ára. Fólk sem er komið til að taka þátt í starfi sem miðar að því einu að þroska einstaklinginn og gera úr honum betri þjóðfélags- þegn. Junior Chamber skapar tækifæri fyrir fólk sem vill efla hæfileika sína og sjálfstraust, efla Ieíðtogahæfileika og styrkja mannleg samskipti. Hreyfingin býður upp á námskeið sem stuðla að því, að hver og einn nái þeim markmiðum sem hann hef- ur sett sér innan Junior Cham- ber, í vinnu og einkalífi. Á fund- um og í verkefnum færðu síðan tækifæri til að fá þjálfun f því sem þú varst að læra. Þannig heldur þú þekkingunni við. Eins og áður hefur komið fram er Junior Chamber alþjóðlegur félagsskapur. Félagsskapur sem inniheldur um 400.000 einstakl- inga víðsvegar um heim. Haldin eru landsþing, svæðaþing og heimsþing. Þess er skemmst að minnast að í júní síðastliðnum var haldið Evrópuþing í Reykja- vík. Þar gafst íslendingum kostur á að taka þátt í alþjóðlegum at- burðum án þess að fara út fyrir landsteinana, og nú í ár eru um 30 JC félagar á leiðinni til Monaco þar sem Evrópuþing JC verður haldið í ár. I ágúst síðastliðnum fór yfirrit- uð til Gautaborgar á námskeið fyrir verðandi aðildarfélagsfor- seta Junior Chamber í Evrópu. Námskeiðið var styrkt af Volvo verksmiðjunum. Þarna voru samankomnir 96 þátttakendur frá 36 þjóðlöndum víðs vegar frá Evrópu. Námskeiðið stóð í nokkra daga og allan tímann var maður að kynnast nýju fólki frá ólíkum löndum. En allir höfðu eitt sameiginlegt áhugamál, JC. Raunar var þetta eins og stórt ættarmót allir töluðu sama mál og allir voru komnir til að læra, kynnast og eignast vini víðsvegar um Evrópu. Að loknu námskeið- inu var algengasta kveðjan, sjá- umst á Evrópuþingi í Monte Carlo næsta sumar. Já heimur- inn er lítill og er orðinn enn minni nú, með allri þeirri sam- skiptatækni sem komin er á mörg heimili. Nú setjast menn niður og hafa samband við aðra JC fé- laga víðsvegar um veröld í gegn- um Internetið. JC félaga sem þeir hafa kynnst á þingum, nám- skeiðum eða í gegnum netið. Fólk sem gengur í Junior Chamber er það ekki bara að ganga í aðildarfélag sem telur 20 -40 einstaklinga eða landshreyf- ingu með um 300 manns heldur eru þeir að tengjast aðþjóða- hreyfingu sem eru í um 400.000 einstaklingar. Spurningin er: Vilt þú eignast 400.000 félaga víðsvegar um heiminn. (Hafðu þd sambamd í stma 462-7551 Svala eða t stma 462-5508 Jón).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.