Dagur - 09.05.1998, Side 11

Dagur - 09.05.1998, Side 11
l>^wr LABGARDAG'UR 9 . M‘A‘l 19 9 8 -> 11 ERLENDAR FRÉTTIR í. Krabbameinsrannsóknir. Vísindamenn segjast hafa verið að lækna krabbamein í músum áratugum saman. Óhófleg hjartsýni Vísmdamenn segja allt of miklar voiiir bundnar við nýju krabbameinslyfm. Um síðustu helgi birti New York Times forsíðufrétt þar sem sagt var frá tveimur nýjum lyfjum, angiostatín og endostatín, sem þykja lofa góðu í baráttunni við krabbamein. Fréttin vakti mikla athygli og stöðugur straumur sjúklinga hefur verið til krabba- meinslækna í Bandaríkjunum og e.t.v. víðar í von um að fá að prófa þessi lyf. Læknar og vísindamenn eru þó sammála um að ekki verði hægt að taka lyfin í notkun fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkur ár, ef nokkurn tímann, og reyndar sé bjartsýnin í kringum þessi lyf alltof mikil. Fjölmörg svipuð lyf hafa áður verið reynd á músum og lofað góðum árangri, en hann hefur ekki skilað sér þegar til- raunir hafa verið gerðar á mönn- um. „Þetta er ekkert penisilUn“ Nú er t.d. verið að gera tilraunir með ekki færri en níu önnur Iyf á mönnum, sem öll byggja á sömu grundvallarhugmyndinni - og öll lækna þau krabbamein í músum eins og ekkert sé en virð- ast hingað til ekki ætla að skila sama árangri í mönnum. „Þetta er ekkert penisiliín," sagði dr. Lee Rosen, sem starfar við krabbameinsrannsóknir við Kali- forníuháskóla í Los Angeles. Læknar segja margir hverjir að fréttir á borð við þessa séu verst- ar fyrir krabbameinssjúklingana sjálfa. „Þeir reyna í örvæntingu sinni að finna eitthvað sem gæti verið auðveld Ieið út úr erfiðleik- unum,“ sagði dr. Philip DiScaia, aðstoðarframkvæmdastjóri krabbameinsrannsóknardeildar við Kaliforníuháskóla í Irvine. „Eg hef miklar áhyggjur af sjúkl- ingum sem fá falskar vonir um að eitthvað geti komið út úr þessu strax, þegar það er ekki rétt.“ „Saga krabbameinsrannsókna hefur verið saga krabbameins- lækninga hjá músum,“ sagði dr. Richard Klausner, framkvæmda- stjóri Krabbameinsstofnunar Bandaríkjanna. „Við höfum verið að lækna mýs af krabbameini áratugum saman - og það ein- faldlega virkaði ekki á menn.“ Tók 25 ár að sannfæra aðra Nýja „kraftaverkalækningin" byggir á hugmynd sem F. Judah Folkman, þá ungur læknir við barnaspítala í Boston, fékk fyrir meira en 30 árum. Þá komst hann að því að æxli framleiða efnasambönd sem örva vöxt æða sem flytja blóð inn f æxlið sjálft. An næringar frá þessum æðum geta æxlin ekki stækkað og verða aldrei nema örlitlir frumuklasar. Folkmann ályktaði sem svo að með lyfjum, sem stöðva fram- leiðslu æxlanna á efnasambönd- unum sem örva vöxt æðanna, væri hægt að koma í veg fyrir að æxlin stækkuðu. En það tók hann meira en aldaríjórðung að sannfæra aðra vísindamenn á sviði krabbameinsrannsókna um að þessi hugmynd gæti gengið upp. Thalidómíð vaknar til lífs- ins Nú nýlega hefur þessi hugmynd hins vegar náð töluverðum \dn- sældum meðal þeirra sem fást við krabbameinsrannsóknir, og eru bundnar miklar vonir við að hún skili árangri. Sem stendur virðist vera sem yfir hundrað há- skólarannsóknarstofur og 40 líf- tæknifyrirtæki séu að vinna að því að þróa slík Iyf. Nú þegar er byrjað að gera til- raunir með sum þeirra á mönn- um. Eitt þessara lyfja er reyndar hið alræmda thalidomíð, sem olli alvarlegri vansköpun á útlimum barna sem fæddust eftir að mæður tóku lyfið á meðgöngu- tíma. Allir eru þeir sem stunda þess- ar rannsóknir afar bjartsýnir á nýju lyfin, vegna þess að flest þeirra eru talin hafa - öfugt við eldri krabbameinslyf - engar aukaverkanir. Og vegna þess að þau verka á æðarnar en ekki æxl- in sjálf þá virðast krabbameins- frumur ekki mynda varnir gegn þeim. - Los Angeles Times Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 11. maí 1998 kl. 20- 22 verða bæjarfulltrúarnir Þórarinn E. Sveinsson og Sigríður Stefáns- dóttir til viðtals á skrifstofu bæjar- stjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem að- stæður leyfa. Síminn er 462 1000. HEIMURINN Limdimabúar viljja borgarstjóra BRETLAND - Mikill meirihluti kjósenda greiddi atkvæði með því að sett verði á stofn embætti borgarstjóra í London sem kosinn verði í almennum kosningum. Kosningaþátttakan í atkvæðagreiðslunni sem fram fór á fimmtudag var reyndar ekki mikil, aðeins 34%, en af þeim voru 72% fylgjandi borgarstjóraembættinu en 28% á móti. Kofi Annan baðst afsökunar RUANDA - Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, baðst í gær afsökunar á því að ríki heims hefðu ekki gert nægar ráð- stafanir til að koma í veg fyrir þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994. „Við verðum að viðurkenna að heimurinn sveik Rúanda á þessum erfiða tíma,“ sagði Annan, en hann er nú staddur í Rúanda og hefur sætt þar verulegri gagnrýni fyrir að hafa ekki brugðist nógu hart við á sín- um tíma. Skammt í nýja stjóm FÆREYJAR - Stjórnarmyndunan'iðræður Anfinns Kallsberg í Fær- eyjum hafa gengið vel og bendir allt til þess að ný stjórn verði orðin að veruleika áður en langt um líður. Að stjórninni standa væntanlega Þjóðveldisflokkurinn, Fólkaflokkurinn og Sjálfstýriflokkurinn, sem allir hafa það að markmiði að auka sjálfstæði Færeyja. Talið er að stutt verði því í að viðræður heljist milli Færeyinga og Dana um að Færeyjar verði fullvalda ríki, en þó væntanlega með konungssam- bandi við Danmörku. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhugvið andlát og útför eiginmanns míns og föður KRISTJÁNS GUÐMUNDSSONAR frá Ásbjarnarstöðum. Guðrún Halldórsdóttir, Vigdís Kristjánsdóttir. Reykjavíkiiifcorg Borgarskipulag Fiskslóð, deiliskipulag í samræmi við 1. og 2. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar deiliskipulag reits sem markast af Fiskislóð, Grunnslóð og Grandagarði. Kynningin fer fram í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00-16.15 og stendur til 5. júní 1998. Ábendingum og athugasemdum, ef einhverjar eru vegna ofan- greindrar kynningar, skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur, eigi síðar en 19. júní 1998. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reylgavíkurborg; Borgarskipulag Aðalstræti 12-18, Túngata 2-4, breyting á deiliskipulagi ( samræmi við 1. og 2. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar breytt deiliskipulag við Aðalstræti 12-18 og Túngötu 2-4. Kynningin fer fram í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00-16.15 og stendurtil 5. júní 1998. Ábendingum og athugasemdum, ef einhverjar eru vegna ofangreindrar kynningar, skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur, eigi síðar en 19. júní 1998. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast sam- þykkja tillöguna. ÁRVIRKNI ÁRVIRKNI ehf. - NorSurlandsvegi 4 - 540 Blönduós - S: 452 4750 - F: 452 4755 Óskum eftir að ráða nú þegar Bifvélavirkja Menntunar og hæfniskröfur. • Full réttindi í bifvélavirkjun • Leitað er að manni með alhliða reynslu af viðgerðum á bifreiðum og vinnuvélum. • Æskilegt að hafa reynslu af stillitölvum. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar er að hafa á skrifstofu Mannvals, Austurstræti 17 3. hæð og á Internetinu: http://www.islandia.is/mannval Umsóknarfrestur er til 15. maí n.k. MANP, SemrtiKtnmuem^ etg- réðmlngflsttffflái AU5TUR5TRÆTI 17 • 3. HÆÐ • 101 REYKJAVÍK 5ÍIV1I 5B1 5858 • FAX 5B1 5859

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.