Dagur - 09.05.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 09.05.1998, Blaðsíða 12
12- LAUGARDAGUS 9. MAÍ 1998 átt von á góðum Degi I hverri viku eru dregnir út bíómiðar og aðrir ankaviiniingar ÍÞRÓTTIR Ríkharður átti stórleik Ríkharöux með tvö mörk fyrir Viking. Tryggvi lagði upp vítaspymu fyrir Tromsö. Rúnar Krist- insson með Lil- leström á ný. Ríkharður Daðason átti stórleik í norska boltanum á fimmtudaginn og skoraði 2 mörk fyrir Viking í 3- 2 sigri á Haugasund. Ríkharður fékk einkunnina 6 sem var næst hæsta einkunn Vikinganna. Það voru fleiri gleðitíðindi fyrir Is- lendinga í norska boltanum á fimmtudaginn, Rúnar Kristins- son lék sinn fyrsta leik fyrir Lille- ström. Hann kom inn á á 70. mínútu og þótti standa sig vel. Heiðar Helguson lék ekki með Lilleström sem vann Strömgod- set 2-3. Oskar Hrafn Þorvalds- son lék með Godset og fékk 3 í einkunn. Tryggvi Guðmundsson átti fínan leik með Tromsö sem vann Brann, 1-0. Tryggvi átti fyr- irgjöfina sem gaf Tromsö víta- spyrnuna sem réð úrslitum og fékk 5 fyrir sinn leik. Agúst Gylfason fékk 3 fyrir leik sinn með Brann. Bjarki Gunnlaugsson kom inn á á 67. mínútu í 6-0 sigri Molde á Moss. Bjarki var ekki meðal markaskorara og fékk ekki eink- unn. Með stórsigri sínum náði Molde toppsæti deildarinnar frá Rosenborg sem náði aðeins jafn- tefli á heimavelli gegn Stabæk. Helgi Sigurðsson var ekki í liði Stabæk. Válerenga, sem lék án Brynjars Gunnarssonar, missti unninn leik í 2-2 jafntefli á síð- ustu mínútunum. Menn eru allt annað en ánægðir með árangur þjálfaranna Lars Tjærnás hjá Válerenga og Dags Vidar Kristoffersen hjá Godset. Þeir verða að fara að koma með eitt- hvað nýtt í leik liða sinna ef þeir ætla sér að klára tímabilið við stjórnvölinn. Úrslitin úr 6. umferð urðu þessi: Kongsvinger-Sogndal 3-2 Molde-Moss 6-0 Rosenborg-Stabæk 2-2 Strömsgodset-Lilleström 2-3 Tromsö-Brann 1-0 Viking-Haugesund 3-1 Válerenga-Bodö/Glimt 2-2 - GÞÖ Lestu blaðið og taktuþátt ileiknum! 550 oooo Þú greiðír eJJtert umfrarn venjule^t símtal Ecre/irbic Hörkugóð spennumynd frá Barry Levison. Myndin er byggð á bók Michael Crighton höfundar Juragarðsins, E.R. og Twiater. - “TERROR RUNS DEEP“ Megastjörnurnar Sharon Stone, Dustin Hoffman og Samuel L Jackson í aðalhlutverki http://WWW.NET. IS/BORGARBÍÓ DIGIT/X.L SOUND S Y S T E M ýáff íþróttafélagið Þór AÐALFUNDUR miðvikudagskvöldið 20. maí í Hamri kl. 20.00 Venjuleg aðalfundarstörf. Mætum öll. stjórnin. Útboð Húsavíkurbær óskar eftir tilboði í byggingu stjórnsýsluhúss á Húsavík. Um er að ræða breytingar á núverandi skrifstofuhúsnæði bæjarins og breytingar á Ketilsbraut 7 (áður Trésm. Borg hf.). Útboð þetta sem telst vera 1. og 2. áfangi felst í endurbyggingu á Ketilsbraut 7 eingöngu. Verkið felst m.a. í að innrétta húsið, ein- angra að utan og múrhúða. Áætlaður skilatími á frágangi utanhúss er 1. nóvember 1998 en 1. ágúst 1999 á heildarverkinu. Útboðsgögn verða afhent hjá Tækniþjónustunni Garðarsbraut 18, frá og með mánudeginum 11. maí nk. gegn 5.000,- kr. skilagjaldi. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Húsavíkurbæjar, Ketilsbraut 9, þriðjudaginn 2. júní nk. kl. 11.00 Á SKJÁNUM Laugardagur 9. maí SJÓNVARPIÐ Kl. 10.55 Kappakstur Formúla 1 frá Barcelona Kl. 13.25 Fótbolti Þýski-boltinn Rostock - Karlsruhe Kl. 16.00 Fótbolti Meistarakeppni KSI ÍBV - ÍBK SÝN Kl. 13.55 Fótbolti Reykjavíkurmótið Valur - Fram Kl. 17.00 Íshokkí NHL-deildin Philadelphia - Buffalo Phoenix - Detroit Sunnudagur 10. maí SJÓNVARPIÐ Kl. 11.40 Kappakstur Formula 1 frá Barcelona STÖÐ 2 Kl. 13.05 Körfubolti NBA-deildin Miami - NewYork Kl. 14.00 Fótbolti Italski boltinn Juventus - Bologna Kl. 23.35 Körfubolti Úrslitakeppni NBA LA Lakers - Seattle SÝN Kl. 14.00 Golf Golfmót í Bandaríkjunum Kl. 14.55 Fótbolti Enski boltinn Chelsea - Bolton Kl. 17.25 Fótbolti Spænski boltinn Atl. Madrid - Barcelona Kl. 19.15 Fótbolti Italski boltinn Bari - Inter Milan

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.