Dagur - 09.05.1998, Side 8
24 - LAVGARDAGVR 9. MAÍ 1998
TXg^or
LÍFID í LANDINU
Þjóðarbókhladan, musteri fræðanna, I allrí sinni dýrð.
Þjóðarbókhlaðan ermusteri fræðanna og helgustu vé hennareru þjóðdeild
oghandritadeild. Þarsitjafræðingamirog rýna ífom handritog bækur.
BlaðamaðurDags brá sérá vettvang og tók nokkragesti tali.
Þegar komið er
inn í þjóðdeild
Landsbókasafns
á fyrstu hæð í
Þjóðarbókhlöð-
unni blasir við
stórt gler. Innan
þess er lestrar-
salur handrita-
deildar og þjóð-
deildar og þar
hafa fræðimennirnir aðsetur.
„Mig langar til að tala við gömlu
kallana sem sitja þarna inni,“
segir blaðamaður við Kristínu
Indriðadóttur, forstöðumann
þjóðdeildar. Andlit hennar verð-
ur að stóru spurningamerki og
eftir nokkrar viðræður kemur f
Ijós að blaðamaður hefur gert
sér allnokkrar ranghugmyndir
um fastagesti safnsins.' Sá hópur
samanstendur ekki af öldnum,
önuglyndum sérvitringum þótt
einhverjir slíkir finnist vafalaust
í hópnum. Þarna eru karlar og
konur á öllum aldri og ólíkrar
gerðar. Eftir nokkrar viðræður
samþykkir Kristín að leiða
nokkra fræðimenn fram fyrir
blaðamann.
Fánýti blaðameimskiumar
„Maður er eilífur húskross hér á
starfsfólkinu," segir hinn kunni
fræðimaður Aðalgeir Kristjáns-
son sem er einn af fastasgestum
safnsins. „Eg þykist vera að gera
eitthvað og þessa dagana er ég
að yfirfara handrit sem ég hef
dundað mér við að skrifa síðast-
liðin fimm ár. Þetta er bókar-
handrit um líf Islendinga í
Kaupmannahöfn á íyrri hluta
19. aldar, en hvort það sér
nokkurn tímann dagsins ljós vita
guðirnir einir.“
„Hvernig vita menn hvar þeir
eiga að leita að heimildum?"
spyr blaðamaður og fer um leið
ögn hjá sér vegna spurningar
sem hljómar ekki beint gáfulega.
En það er ekki að sjá á Aðalgeiri
að honum þyki spurningin fávís-
leg. „Það kemur bara af sjálfu
sér þegar maður bytjar, eitt
bendir á annað,“ segir hann.
,Annars leiðist mér alltaf að lesa
prentaðar bækur þegar ég er í
heimildaröflun, en mér finnst
alltaf gaman að lesa bréf og skjöl
því þá veit maður aldrei hvað
maður hittir fyrir. Þegar maður
fer í óprentaðar heimildir þá er
alltaf von til þess að maður geti
bætt einhverju nýju við það sem
áður er vitað."
Aðalgeir hverfur inn í það
allra helgasta en blaðamaður
kastar kveðju á Árna Björnsson
og Kjartan Olafsson, sem hvísl-
ast á við afgreiðsluborðið, og
spyr að erindi þeirra á staðinn.
Árni svarar Ijúfmannlega og
segist vera í rannsóknarleyfi við
að skoða tengsl Wagners og ís-
lenskra fornbókmennta. Gamli
Þjóðviljaritstjórinn er afundn-
ari í svörum og úfinn að sjá, en
um leið karlmannlega sjarmer-
andi, þegar hann ráðleggur
blaðamanni að hætta í blaða-
mennsku sem sé fánýtt starf og
snúa sér að alvarlegri viðfangs-
efnum.
Maðurinn sem varð að
Ólafi Kárasyni
Kjartan hefur varla sleppt orð-
inu þegar Kristín leiðir fram á
svið Sigurð Gylfa Magnússon
sagnfræðing. Þjóðarbókhlaðan
er hans önnur heimkynni þessa
dagana og þar dvelur hann frá
átta að morgni til sjö að kvöldi.
Hann er að vinna að bók sem
væntanlega kemur út í haust.
Bókin fjallar um Magnús H. J.
Magnússon, sem Laxness gerði
ódauðlegan sem Olaf Kárason
og Gunnar M. Magnús kynnti
fyrir Islendingum í bók sinni
skáldið á Þröm. I bók Sigurðar
Gylfa verða birt sýnishorn úr
dagbókarfærslum Magnúsar sem
eru alls um 5000 blaðsíður og
gríðarlega áhugaverðar að sögn
Sigurðar Gylfa.
Menn hafa deilt um það hvort
Ólafur Kárason hafi verið gott
skáld. Það liggur því beinast við
að spyrja Sigurð Gylfa hvort fyr-
irmyndin, Magnús H. J. Magn-
ússon sem lést árið 1916 og orti
á ævi sinni 11.000 kvæði, hafi
verið skáld fyrir ofan meðallag.
„Hann var þekkt alþýðuskáld
en mér finnst hann ekki vera
áberandi gott skáld," segir Sig-
urður Gylfi. „Megnið af skáld-
skap hans er reyndar ægilegt
hnoð. En hann hafði ákafa löng-
un til að yrkja og honum tekst
best upp þegar eymdin er sem
mest, og þá verða til Ijóð sem
eru glettilega falleg.“
Talið berst aftur að Heimsljósi
Laxness. „Það er greinilegt að
Laxness hefur notfært sér dag-
bókarfærslur Magnúsar ótæpi-
lega við gerð Heimsljóss," segir
Sigurður Gylfi, „en sem sagn-
fræðingur er ég að komast að því
hversu Laxness hefur verið gríð-
arlega vel að sér í sögu 19. og
20. aldar hér á landi og það er
með ólíkindum hversu næmur
hann er á strauma og stefnur í
lífi alþýðumanna á þeim tíma.
Það er einnig fróðlegt að bera
saman hver þeirra þriggja, Hall-
dór, Gunnar eða Magnús lýsir
lífinu af mestri næmni. Ég er
ekki í vafa um að það er Lax-
ness.“
Klagað til Áma Magnússonar
Sigurður Gylfi hverfur inn til
anna sinna en Guðrún Bjarna-
dóttir snýr ffá sínu starfi til að
rabba við blaðamann. Guðrún er
59 ára gömul, búsett á Guðrún-
arstöðum í Vatnsdal. Eftir 27 ára
starf sem kennari fór hún í
sagnfræðinám í Háskólann og er
nú að skrifa BA ritgerð um
kvartanir almúgans til Árna
Magnússonar prófessors. Meðan
bóndi hennar sér um búið dvel-
ur Guðrún í Reykjavík og situr í
Þjóðarbókblöðunni flesta daga
fram á kvöld við vinnslu á rit-
gerð sinni. Frumheimildir fær
hún á Árnastofnun en vinnur úr
þeim á lestrarsal handrita- og
þjóðdeildar. Þar gluggar hún
einnig í bréfabækur Árna Magn-
ússonar.
„I ritgerðinni fjalla ég mest
um þrjá auðmenn sem mikið er
kvartað undan. Það eru Bjöm