Dagur - 09.05.1998, Side 9
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 - 25
Þorleifsson biskup á Hólum, Jón
Þorláksson sýslumaður í Múla-
sýslu og Lárus Gottrup á Þing-
eyrum. Þeir þóttu ansi harðir í
horn að taka og bændur kvört-
uðu mikið undan þeim,“ segir
Guðrún. „Það eru leiguliðar sem
kvarta, margir þokkalega stæðir,
og það eru enn betur stæðir
menn sem skrifa fyrir þá. Arni
tekur málstað smælingjanna, er
heiðarlegur í embættisrekstri og
lætur vinskap ekki afvegaleiða
sig. Þótt Jón Þorláksson sé vinur
hans þá sendir hann honum
harðorð bréf þar sem hann átel-
ur hann fyrir meðferð á málum
og segir hann ekki fara rétt að
lögum. Hið sama á við samskipti
hans við Björn, sem eins og Jón
var honum innan handar við
handritasöfnun, en í bréfi til
hans segist Arni fyrst og fremst
vera embættismaður konungs og
honum beri að sinna því starfi
þrátt fyrir þeirra vináttu."
Galdrar á Ströndum
Guðrún lítur á klukkuna, kveður
blaðamann og hraðar sér inn á
vinnusvæði sitt. Blaðamaður
þykist nokkuð fróðari um fræði-
mennskuna á safninu en áður
en haldið er heim á leið bregður
hún sér á kaffiteríuna. Þar situr
Sigurður Gylfi á tali við Jón
Jónsson sem er í MA námi í
sagnfræði. Þegar Jón er spurður
um erindi sitt í Þjóðarbókhlöð-
una segist hann vera að vinna að
„litla verkefninu sínu“ sem er
undirbúningur fyrir sagnasýn-
ingu um galdra og galdramenn
sem verður á Ströndum á næsta
ári. Síðustu vikur hefur Jón búið
um sig á handritadeildinni en
þar er að finna gamlar galdra-
skruddur, uppskriftir af galdra-
kverum, teikningar af galdra-
stöfum og útskýringar á virkni
þeirra og verkum. „Ég er að
reyna að koma mynd á hug-
myndafræði galdraheimsins og
safna myndefni," segir Jón.
En þetta er einungis litla verk-
efnið, eins og Jón segir. Stóra
verkefnið er MA ritgerð um
förumennsku á Islandi, frá mið-
öldum fram á 19. öld. „Þar eru
átök, alvöru atburðir og óvenju-
legt fólk,“ segir Jón.
Ekki er þó allt upptalið af af-
rekum Jóns því hann er í vinnu
hjá Búnaðarsambandi Stranda-
manna við samningu bókar sem
ber heitir Strandir 1 og kemur
út í sumar. Þar verður að finna
æviskrár ábúenda Strandasýslu
síðustu 50 árin og lýsingar á
hverri jörð.
Blaðamaður kveður sagnfræð-
ingana og heldur heim á leið.
Orð fyrrum Þjóðviljaritstjóra
Árni Björnsson var að viða að sér heimi/dum um Wagner og íslendingasögur en Kjartan
Ólafsson harðneitaði að gefa upp erindi sitt.
Sigurður Gylfi Magnússon kannar dagbókarskrif mannsins sem varð að
Ólafi Kárasyni.
Guðrún Bjarnadóttir, kennari og bóndakona úr Húnavatnssýslu, er orðin æði fróð um
klögumál sem bárustÁrna Magnússyni.
koma upp í hugann og um stund
virðist fáfengileiki blaðamanna-
starfsins augljós í samanburði
við fræðistörfin. En þau eru
mörg verkin sem þarf að vinna
og þvf gufa hugrenningarnar
fljótlega upp. Það þarf að koma
út blaði.
Aðalgeir Kristjánsson er dagiegur gestur og iigguryfir bréfum og skjölum sem varpa ijósi á iif ísiendinga í Kaupmannahöfn á 19. öld.
HJÁSKÓLIMM
AAKUREYRI
Lausar eru til umsóknar tvær stöður
háskólakennara
Háskólinn á Akureyri óskar eftir að ráða í tvær stöður háskóla-
kennara (loketora eða dósenta) í stærðfræði / tölfræði / eðlisfræði.
Starfsvettvangur verður aðallega í kennaradeild, rekstrardeild og
sjávarútvegsdeild.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um
vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar, rannsóknir, kennslu-
störf, stjórnunarstörf svo og námsferil sinn og önnur störf. Með
umsóknum skulu send eintök af þeim vísindalegu ritum sem um-
sækjendur vilja láta taka tillit til.
Einnig er nauðsynlegt að í umsókn komi fram hvaða verkefnum
umsækjendur hafa unnið að, hverju þeir eru að sinna og hver eru
áform þeirra ef til ráðningar kemur. Ennfremur er ætlast til þess að
umsækjendur láti fylgja nöfn og heimilisföng minnst tveggja aðila
sem leita má til um meðmæli.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara á Akur-
eyri. Upplýsingar um starfið gefa forstöðumenn viðkomandi deilda
eða rektor háskólans í síma 463 0900.
Umsóknir skulu hafa borist Háskólanum á Akureyri fyrir 1. júní nk.
Rektor.
HÁSKQLIMM
AAKUREYRI
Auglýsing um innritun nýnema
Heilbrigðisdeild:
Kennaradeild:
Rekstrardeild:
Sjávarútvegsdeild:
Hjúkrunarfræði
Iðjuþjálfun
Grunnskólakennaranám
Leikskólakennaranám
Viðbótarnám til B.Ed. gráðu
fyrir leikskólakennara
Rekstrartræöl
Iðnrekstrarfræði
Framhaldsnám í gæðastjórnun
Tölvu- og upplýsingatækni
Ferðaþjónusta
Sjávarútvegsfræði
Matvælaframleiðsla
Reglulegri innritun nýnema lýkur 1. júní nk.
Með umsókn á að fylgja staðfest afrit af prófskírteinum. Ef prófum er ekki
lokið skal senda skírteini um leið og þau liggja fyrir. Við innritun ber að
greiða staðfestingargjald, kr. 6.000,- sem er óafturkræft fyrir þá nemendur
sem veitt er skólavist. Bent er á að auðveldast er að leggja þessa upphæð
inn á ávísanareikning Háskólans á Akureyri, í Landsbanka (slands, reikn-
ingsnúmer 0162-26-610 og láta kvittun fyrir greiðslunni fylgja umsókn.
Gjalddagi eftirstöðva skrásetningargjalds er 1. ágúst. Skilyrði fyrir innritun í
háskólann er stúdentspróf eða annað nám sem stjórn háskólans metur
jafngilt. í framhaldsnám í gæðastjórnun gilda þó sérstök inntökuskilyrði um
B.Sc. gráðu í rekstrarfræði eða annað nám sem stjórn háskólans metur
jafngilt. Á fyrsta ári í heilbrigðisdeild er gert ráð fyrir að fjöldatakmörkunum
verði beitt.
Ath: Nýtt námsframboð haustið 1998
Kennaradeild: Viðbótarnám til B.Ed. gráðu fyrir leikskólakennara.
Rekstrardeiid: 90 eininga B.Sc. nám í ferðaþjónustu.
90 eininga B.Sc. nám í tölvu- og upplýsingatækni.
(fjöldatakmarkanir, hámark 15 nemendur).
Umsóknarfrestur um húsnæði á vegum Félagsstofnunar stúdenta á Akur-
eyri er til 20. júní 1998.
Umsóknareyðublöð og upplýsingar eru veittar á skrifstofu háskólans að
Sólborg, 600 Akureyri, sími 463 0900, frá klukkan 8.00 til 16.00.
Upplýsingar um húsnæði á vegum Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri
veitir Jónas Steingrímsson í síma 894 0787 og 463 0968.
____________________________________ Háskólinn á Akureyri.
Askriftarsíminn er
8oo 7080