Dagur - 09.05.1998, Page 11

Dagur - 09.05.1998, Page 11
LAVGARDAGUR 9. MAÍ 1998 - 27 l MA TARLÍFIÐ í LANDINU I í tilefni stofnunar Vínklúbbs Akureyrar gefégídagupp- skriftir afeinfóldum oggóðum drykkjum sem henta við marg- vísleg tækifæri. Vínldúbbur Akureyrar var stofnaður 31. mars af veitinga- og framreiðslumönnum. Markmið klúbbsins er að efla þekkingu fagfólks og starfsmanna veitingahúsa á léttum vínum, áfengum drykkjum og meðferð þeirra. Uppskriftirnar hér á eftir eru bæði af áfengum og óáfengum drykkjum sem auðvelt er að útbúa og ekki ætti að vera erfitt að fá hráefni í. Þorkell F. Sigurðs- son, varaformaður klúbbsins, hefur að- stoðað mig við gerð drykkjanna en þess má geta að hann hefur tekið þátt í fjöl- mörgum fagkeppnum í blöndun áfengra drykkja. urnar, sítrónurnar og ananassafann í kæli þannig að drykkurinn verði ferskur og svalandi um leið og hann er útbúinn. Kreistið safann úr appelsínunum og sítrónunum í rafmagnssafapressu, eða þessari gömlu góðu handvirku, hellið safanum í könnu, blandið ananassafan- um saman við og hrærið vel. Einnig má nota ferskan ananas í staðinn fyrir safann en þá er hann flysjaður, kjarninn íjar- Iægður og ávöxturinn síðan maukaður vel í matvinnsluvél áður en honum er bland- að út í appelsínu- og sítrónusafann. Drykknum er síðan hellt yfir ísmola í kokteilglas á fæti, hann skreyttur með appesínusneið, sítrónusneið og ananas- bita eða kokteilberi og borinn fram með röri. SUMARSVEIFLA Fyrir einn 3 cl Captain Morgan 2 cl Sauthem comfort 1 cl Malibu 9 cl ananassafi Halla Bára Gestsdóltir umsjón ÍSTE Fyrir fjóra 1 I sjóðandi vatn 5 tepokar (blanda af berjatei og svörtu tei) 2-3 msk. hunang 2 msk. sykur 4 msk. sítrónusafi ísmolar, sítrónusneiðar, rör og 4 stór glös Leysið sykurinn og hunangið upp í vatn- inu áður en því er hellt í teketil eða góða könnu með loki, setjið tepokana og sítrónusafann út í og látið standa í tíu mínútur áður en pokarnir eru Ijarlægðir og ísteið kælt áfram í kæliskáp. Þegar bera á drykkinn fram er teinu hellt yfir ísmola í stóru glasi, það skreytt með sítrónusneið og rör sett í. ALEXANDER Fyrir einn 2 cl Remy Martini v.s.o.p. 2 cl Creme de cacao „Bols“ 2 cl ijómi hnífsoddur múskat ísmolar _______________J__________________ Setjið koníakið, líkjörinn og rjómann saman í koktelhristara ásamt ísmolum og hristið vel. Hellið síðan af klakanum í kampavínsskál og stráið múskati yfir og berið fram strax, þessi drykkur er til dæmis góður á undan máltíð. FERSKUR ÁVAXTA DRYKKUR Fyrir íjóra 3 appelsínur 1 sítróna 2 dl ananassafi ísmolar appelsínusneiðar, sítrónusneiðar, ananas eða kokteilber til skrauts, kokteilglös á fæti Gott er að byija á því að geyma appelsín- ísmolar appelsínusneið, kokteilber og mjótt hátt glas Setjið áfengið ásamt ísmolum og ananas- safa í kokteilhristarann og hristið vel, hellið af ísnum í kalt hátt glas, skreytið með sítrónusneið og kokteilberi og berið fram vel kalt. ÍSKAFFI 20 cl kalt sterkt kaffi Svartur Rúbin 5 cl ijómi (e.t.v sykur í kaffið) ísmolar stórt glas eins og fyrir íste Blandið kaffinu og rjómanum í kokteil- hristara ásamt ísmolum og hristið vel. Hellið drykknum yfir ísmola í stórt glas og berið fram með röri. Ferskur ávaxtadrykkur. Sumarsveifla. STERKUR RÚBÍN 4 cl Remy Martini v.s.o.p. 2 cl Galliano 1 / dl kaffi Svartur Rúbin 1 tsk. púðursykur (eða eftir smekk) léttþeyttur ijómi súkkulaðispænir Setjið sykurinn í kaffikrús eða glas, hellið áfenginu yfir og síðan kaffinu, hrærið létt í til að drykkurinn blandist vel. Setjið ijómann ofan á drykkinn en varist að gera það of harkalega, rjóminn á ekki að blandast drykknum, að lokum er súkkulaðispæninum sáldrað ofan á rjómann og drykkurinn borinn fram með góðum súkkulaðimolum. Þessi drykkur er afar góður á eftir máltíð eða að loknum köldum degi. Um leið og ég þakka Þorkeli fyrir hjálp- ina vona ég að þessar uppskriftir komi að góðum notum. Verði ykkur að góðu.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.