Dagur - 09.05.1998, Page 19
LÍFIÐ í LANDINU
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 - 35
Sigurður Bogi
Sævarsson
skrifar
Landogþjóð
Sögumaður og skrásetjari. Kappar þeir, sem
hér sjást á mynd, áttu með sér farsælt samstarf
við ritun þriggja binda ævisögu þess manns sem
til hægri sést á þessari mynd. Hver er hann og
hver er skrásetjarinn, sem reyndar ætti að vera
öllum þekktur?
Flugfélagið. Hér sést á mynd ein afDC-3 flug-
vélum Flugfélags íslands, en þær voru um ára-
tugaskeið uppistaðan i innanlandsflugflota félags-
ins. Hvaða eftirnafn báru flugvélar FÍ foruðum
daga, samanber að vélar Flugleiða eru i dag
kallaðar Dísir?
Fögur kirkja. Hver er kirkjan sú sem hér sést á
mynd og hvert er sálmaskáldið sem við hana er
kennt?
Á fornu frægðarsetri. Hér sést á mynd sr.
Sváfnir Sveinbjarnarson, prestur á Breiðabólstað I
Fljótshlíð, sem lengst landsins presta hefur gegnt
þjónustu. En hver var faðir sr. Sváfnis, sem lengi
gegndi prestsþjónustu á Breiðabólstað, og fyrir
hvað flokk átti hann sæti á Alþingi?
Skipið stóra. Hvert er það skip sem hér sést,
stærsta skip islenska skipastólsins og hver er eig-
andiþess?
1. í botni hvaða tveggja fjarða eru mörk hins
forna Vestlendingafjórðungs?
2. Hvar á Suðurlandi eru Snæfoksstaðir og
við hvað er fengist þar í dag?
3.Spurt er um skáld sem ól sinn aldur í
Reykjavík og setti svip sinn á borgina um
miðbik þessarar aldar. Hann starfaði Iengst
af við verkamannavinnu en síðar blóma-
sölu, en var; „...konungur í skuggaríki fá-
tækra og drykkfelldra utangarðsmanna,"
einsog Helgi Sæmundsson sagði. Skáldið
gaf úr fjórar ljóðabækur; Næturljóð, Vort
daglega brauð, Sól og menn og Blóð og
vín? Hver var hann?
4. Hvað hét lagið sem Pálmi Gunnarsson
söng árið 1981, lag sem eftirminnilega
sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins það
ár?
5. Hann þótti einn fræknasti jarðvísindamað-
ur sinnar samtíðar - og var öllum
harmdauði þegar hann lést árið 1947 er
hann varð fyrir glóandi hraunsteini sem
féll úr Hekluhrauninu sem þá rann fram.
Hvað hét maðurinn og hver var tengdafað-
ir hans?
ó.Hvar á Iandinu bjó Guðrún frá Lundi, sem
þekktust er fyrir hækur sínar Dalalíf?
7.Hvaða kauptún Iandsins stendur undir
Spákonufelli.
8.Snarpur jarðskjálfti skók húsi í kauptúni
einu á Norðurlandi illilega snemma 2. júní
1934 og hlutust af miklar skemmdir. Alls
35 hús eyðilögðust og voru ný hús byggð
þeirra í stað. Hvert er þetta kauptún?
9. Hvar á landinu er Deildartunguhver og fyr-
ir hitaveitu hvaða kaupstaðar er þar teldð
vatn?
10. Fyrir hverra hluta sakir voru síðutogar-
arnir sem komu til Islands á eftirstríðsár-
unum og voru við lýði allt fram yfir 1970
nefndir Nýsköpunartogarar?
Svör
•sroqx
sjbjq pæsjoj Jtpun /,^61 IP FF6I JES
uias' ‘sip[0[jngX<jjY 80 s>[>[0[[i;jsi[rjso§
‘sspjojjsiQæjsjjefs reujoftssp[u ‘npujau
-oas j n u u i j t; u j pþ s j e u n do>[ sÁ |vj i[[ijs
-[tj jtjXf jpdXa>[ njOA Jissacj JBjeSop '01
•ssauieSjog 80 ssauejjfy ruiaAepq
jijXj ujea ppjaj Ja Jecj 80 igjgjeSjog
i [epsj[oi[>[Xag i ja j3At[n8unjjep[iaQ-6
1D|BG'8
•puojjseSeqg-^
•i>[OJ>[jegneg y -9
■ngupj bjj jeseupf jnuosepSuaj jÉa
80 uuunpeui jag uosspjnSjs jopuiajs'g
•ejsiau uinjjij jyp
•ijioqe^s ejj pieqs jnui[efij[iA'e
eSuisaujy sSejajjejqæj
-Spqs uin8aA pe jqæjSpqs pnpunjs puaA
piaqseSnjeje uin mjaq jecj ua ‘njsXs
-saujy 1 isousuijjq 1 rua Jipejssqojæus • Z
•jepjefjejnjjg
jujoq 1 upiou 1 80 !ujoqjepjefj[BAp| 1
s3unpjptje3uipua[jso/y qjoui ma upns j • j
•dppung n8ia 1 gecj ja 80 suisjpjsedpfs
eqsuajsi drsjs ejsjæjs ja ssojjenjg •
•eSuigaj
-jjtnjs-jnjso/y pioqs uin 80 e8uiæ8ueg
jnpeui8uicj uias ‘uuijpjogjeuqpsuiejg
jijáj i8uicj e ijæs i8ua[ ijje uias ‘uos
-eulojq ujofquiaAS jba siujbas ’JS JJgeg •
■pupjjsjepjefjptAj j f efqjiqjefæqjnes
ja puÁui e jsas jaq uias ejSbj uefqjryj •
'Id JBjaASng njOA jiuiexcj .
ónSjoqjpq uejsiaui iqbjjjs
sueq n8os ua ‘iqu jeuig jnpujaujjij
‘umKaeuueuijsa/y 1 uosspjnSjs Jeuig ja
puXui e uSæq ]ij jsas uias es uuiddeyj •
FLuguveiðar að suinri (66)
Við Kári köttur vorum að snudda. Hann
haltur eftir skæðan slag við einhvern að-
komukött sem mfgur utan í okkar óðal,
ég með hugann við aðra afkomendur úr
dýraríkinu. Þá hringir bjallan. Frammi á
stigagangi heyrist kallað: „Kolbeinn hér“.
Sá gamli mættur úr Hlíðarvatni. Þegar ég
bregð mér af bæ er Kolbeinn Grímsson
„butler“ hjá Kára, sem nú var allt
í einu óhaltur við að heyra vel-
gjörðarmann sinn kominn heim.
Veiðihárin risu á okkur báðum.
Kolbeinn lyfti 56 sm. bleikju úr
Hlíðarvatni. Flugnahöfðinginn
byrjaði vertíðina með stæl. Kári
sleikti kampana og iðaði í loðnu
skinninu.
Já, hún er byrjuð vertíðin. í El-
liðavatni sér maður hann vaka
nærri landi, fyrir norðan er enn
of kalt, en fuglalífið á eyrunum við Poll-
inn þegar fjarar segir að allt sé að vakna.
Nú styttist óðfluga í fyrsta fískinn hjá
mörgum. Og þá talar maður nú ekki af
smá virðingu um fyrsta flugufískinn.
Síðast fór ég yfír brýnustu nauðsynjar
til að gerast fluguveiðlmaður á þessu vori.
Nú förum við á veiðar.
Við göngum út frá að skilyrðum síðasta
þáttar hafi verið fullnægt, þú búin(n) að
fá leiðsögn um köst, og ná þér í einfaldar
en góðar græjur, stöng, hjól, línu og flug-
ur til að byija. Við skulum ekki tefja okk-
ur á því að ræða hvernig allt er græjað,
frá hjóli og fram í flugu, því það lærir þú
af öðrum. Að setja stöng rétt saman,
þræða línu, setja upp taum - það er lítið
mál, sem þú færð hjálp við.
Veiðileyfi
A þessum síðustu og verstu tímum þorir
maður varla að anda orðinu. En þú þarft
veiðileyfí. Margir gera þau mistök að
halda jólin strax, fara „i fína á“ því það er
jú draumurinn. Það eru mikil mistök að
fórna peningum í dýr leyfi sem maður er
ekki veiðimaður til að nýta almennilega.
Odýr silungsleyfi fást um allt land, nú
þegar. Þeir sem lengst ganga vilja meina
að maður eigi að æfa köst í vötnum þar
sem enginn fiskur sé, því þá trufli ekki
veiðivon. Svo langt geng ég ekki. Farðu
mörg góð kvöld í silung, vötn eða smá-
sprænur sem ekki kosta mikið, og æfðu
þig að kasta, bregða við fiski, landa og
njóta lífsins. Þá færðu mun meira út úr
veiðiferðinni þegar, og ef, þú skyldir vilja
á dýrari mið. Sem er alls ekki víst.
Flugan
Kannski aðal málið. Þú spyrst fyrir um
góða flugu íyrir það vatn sem þú ætlar að
veiða í. Og færð ábendingar. En eitt
gleymist. Að segja þér hvaða stærð á að
nota. Stærðin skiptir kannski mestu, og
flestir þeirra sem byrja kjósa of stórar
flugur. Það er nefnilega þægilegra að
hnýta þær á, og svo getur fiskurinn ekki
viljað eitthvað „svona lítið". Silungar
borða ótrúlega smáar lirfur og flugur.
Farðu heldur niður í #14 þótt þér fínnist
þægilegra að hnýta á #10. Og svo er ann-
að: „flugur“ eru ekki bara þessar flugur
með vængjum og stéli. Sjáðu peacock.
Einfaldara getur agn ekki verið, en er
ekki beint „fluga“. Mörgum byrjanda veit-
ist erfítt að skilja að einfaldar púpur og
lirfur, mjög smáar, geta verið besta agnið.
Því sölumenn eru duglegir að selja þær
skrautlegustu.
Brögð
Það sem menn læra alltof seint. „Eg er bú-
inn að standa í allan dag, kasta og kasta,
það er fískur um allt en hann tekur bara
ekki“. Þessi algenga kvörtun fluguveiði-
manna er byggð á misskilningi. Ef
fískurinn er „um allt“ þá tekur
hann. Hann þarf bara að sjá rétta
flugu, við réttar aðstæður, boma
fram með réttum hætti. Sem sagt:
ef fiskurinn tekur ekki, þá ert þú
að gera eitthvað rangt, ekld hann.
Skiptu um veiðiaðferð. Það getur
falið í sér þetta: skipta um flugu,
skipta um stærð á flugunni sem er
undir, eða skipta bæði um stærð
og flugu. Hitt er kannski mikil-
vægara: að hreyfa fluguna rétt. Hvort sem
er í á eða vatni er mikilvægt að flugan
hreyfíst rétt. „Rétt“ getur verið hvað sem
er, og það sem er rétt núna, getur verið
rangt á eftir. Það skiptir miklu máli að láta
fluguna hreyfast á þann hátt sem vekur
áhuga físksins. Það gerir maður með því
að draga fluguna misjafnlega hratt, eða of-
boðs hægt, eða misjafnlega rykkjótt í
stöðuvatni, eða láta strauminn bera hana á
breytilegan hátt í nánu samspili við það
hvemig maður dregur línuna inn. Þetta
virkar flókið - en þú ert að VEIÐA þegar á
því stendur! Já, nú loksins ertu ekki bara
flugukastari, heldur fluguVEIÐImaður.
SveigjanleiM
Maður temur sér þennan eiginleika aldrei
nógu vel. Að vera sveigjanlegur þýðir í
mínum huga að vera sífellt að bregðast
við aðstæðum. Skipta um brögð sem
maður beitir. Vertu skapandi í hverju sem
þú gerir. í sumum gjöfulum vötnum þar
sem ég veit af fiski kasta ég sömu flug-
unni aldrei oftar en þrisvar ef hann tekur
ekki. Ef fiskurinn tekur ekki þegar ég veit
að hann er búinn að sjá hana, þá er mál
að skipta.
„Vindhiiiítar“
Eitt af þessu sem byrjendur verða fyrir. A
girnistauminn koma hnútar þegar þú
kastar. A veiðimannamáli heitar þeir
„vindhnútar“ en eru „vond köst hnútar“ í
raun. Eg ætla að spara mér fræðilegu út-
skýringuna, en þegar þeir koma á taum-
inn ertu ekki að láta stöngina vinna rétt:
línan á að leggjast bein aftur áður en þú
byrjar framkastið. Hitt er freistandi: að
Iáta þessa eilífu hnúta vera. Það er stór-
hættulegt. Hnútur á tauminum veikir
hann verulega. Margur fiskurinn á líf sitt
að þakka leti veiðimanns sem ekki skipti
um taum þegar „vindhnútur" var kominn
á. Renndu tauminum milli fingra til að
athuga reglulega hvort allt sé í lagi. At-
hugaðu í Ieiðinni hvort flugan sé á, heil
og ósködduð. Byrjendur eiga til að slá
henni niður fyrir aftan sig, eða slá henni
af með of snöggum rykkjum. Já, margt er
bölið við veiðar. Ekki batnar það þegar
hann tekur - í næstu viku.