Dagur - 12.05.1998, Síða 11

Dagur - 12.05.1998, Síða 11
LÍFIÐ í LANDINU ÞRIDJUDAGUR S.MAÍ 19 9 8 - 27 R A D D I R FÚLKSIIMS • Fyrir meinhyrn- ing dagsins er Laugavegurinn í Reykjavík hámark leiðindanna. Hví- líkt rask, hvílík læti, hvílíkt vesen þegar maður geng- ur niður þessa ann- ars fínu götu. Stöðugt verktakar og vinnumenn að bora og grafa og byggja og vesenast svo að skórnir verða strax skítugir og maður verður að klöngrast upp á palla og niður palla. Hvílík mæða! Nei, það er ekki gaman að lifa í henni Reykjavík. • Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði er löngu sprungin og tími til kominn að byggja stóra, al- mennilega keppn- issundlaug í bæn- um. I Firðinum er stærsta og fremsta sundfélag Iandsins og sundmennirnir þar þurfa góða að- stöðu. Það er Iíka óttaleg pína fyrir sundáhugamenn að fara í þrengslin og skítinn í Suðurbæj- arlaug. Laugin er löngu sprungin og það sem verra er, hún er alltof illa þrifin. Sérstaklega karlaklefarnir. • Tískan er óþol- andi núna. Bara hægt að fá níð- þrönga stutterma- holi í búðunum, sem passa engan veginn öllum. „Hlutverki sveitarstjórnarmanns ætti að fylgja ýmislegt auk valdanna - sem okkur finnst nú mörgum býsna sæt. Því verður að fylgja virðing fyrir röddum íbúanna, víðsýni og það að vera reiðubúinn að skoða mál frá sem flestum hliðum..." Mín bamslega, pólitlska einfeldni BRÉF FRfl HRAFNAGILI HELGA ÁGÚSTSDÓTTIR SKRIFAR Lítið hef ég gert af því að skipta mér af stjórn- málum, ef frá er talin ungæðisleg hugsjón menntaskólaáranna og einhver innri tilfinning þess að til sé nóg handa öllum, sé því bróðurlega skipt af kærleika. Þessar tilfinningar taka nú raunar á sig þær myndir á köflum að ég hef fyrir löngu fundið ráð til að allir meðbræður mínir og systur á þessari jörð fái mat, húsaskjól og föt - og fái auk þess að læra að Iesa! En ég er ekki viss um að allir samþykktu að fórna því sem ég vil fórna á altari þessa. Og ugglaust yrði mér brigslað um verulegan barnaskap ef lýðum yrði Ijóst að ég held endilega að þetta með að sá sem á tvennt af ein- hverju, ætti að gefa þeim sem ekkert á, sé í fullu gildi. Að ekki sé nú minnst á þann sparnað sem ég sé í að hætta hreinlega að framleiða allt sem tengist vígbúnaði. Ég fæ blátt áfram glýju í aug- un \áð tilhugsunina um það sem fyrir þá Ijármuni mætti gera! Ja hvílíkur barna- skapur býst ég við að margir hugsi. Og það er allt í lagi frá minni hálfu. Eg er bara svo barnaleg að ég held að mann- kynið hljóti að eiga að fara að æfa sig í að lifa í samlyndi, samkennd og kær- leika. Svo Iengi hefur það duðrað við að æfa sig í andstæðum þessa. Strandgötu 31, 600, Akureyri Þverholti 14,105 Reykjavík Síminn lesendaþjónustu: 460 6111 Netfang: ritstjori@dagur.is Símbréf: 460 6171/551 6270 Óskaö er eftir að bréf til blaðsins séu aö jafnaði hálf til ein vélrituö blaðsíöa, 1000-1200 tölvuslög. Dagur áskilur sér rétt til að stytta lengrí bréf. Ástædur framboðs En það voru nú ekki heims- málin sem ég ætlaði að gera að umræðuefni hér, þótt ég gæti auðvitað ekki stillt mig um að koma þessu að. Nei, það eru yfirvofandi sveita- stjórnarkosningar, sem ég hef verið að velta fyrir mér undanfarið. - Oft hefur mig langað að vita hvaða raun- verulegar ástæður liggja að baki framboða fólks. Svörin yrðu nú ugglaust eins mörg og þeir sem í hlut eiga eða hátt í það. En ótrúlega margir láta í veðri vaka að þeir séu nú bara að þessu vegna þess að það hafi verið lagt svo hart að þeim. Og mig sem hefur alltaf langað svo að heyra rödd sem segir: „ég býð mig fram af því ég hef áhuga og vilja til að sinna þessum málum og ég vona að mér takist að gera það af víð- sýni og heiðarleika, fordómalaust". Já, minn barnaskapur ríður nú ekki við einteyming, hafi einhver haldið það! - En getur átt sér stað að stundum gleym- ist að í sveitarstjórn er um þjónustu að ræða; þjónustu við hagsmuni byggðar- lags og íbúa þess? Virðing, vísýni og völd Hlutverki sveitarstjórnarmanns ætti að fylgja jrnislegt auk valdanna - sem okk- ur fínnst nú mörgum býsna sæt. Því verður að fylgja virðing fyrir röddum íbúanna, víðsýni og það að vera reiðu- búinn að skoða mál frá sem flestum hliðum; láta fordóma og/eða tengsl lönd og leið. Sennilega er ég að tala um rétt- sýni og heiðarleika samfara skilningi á hagsmunum heildarinnar, til lengri tíma litið. Þarna verða persónulegir hags- munir og illdeilur að víkja, menn þurfa að kynna sér leikreglurnar - og fara eftir þeim. Það hefur gerst - og það ekki alls fyrir löngu - að sveitarstjórn nokkur neitaði að ræða við fjölmennan hóp starfsmanna sinna um málefni sem varðar starf þeirra. Taldi ekki ástæðu til þess að hitta hópinn saman kominn, þrátt fyrir ítrekaðar óskir hans. Það hlyti að vera nóg að ræða við fulltrúa þeirra eða sambærilega persónu, sem átti sæti í nefnd. En ef starfsmenn telja ástæðu til að biðja um fund til að ræða málefn- in, sem þeir vinna að, er þá bara í lagi og eðlilegt að hundsa þá? Hvað segir slík afstaða um Hðhorf til valdaaðstöðu? - Nei, \að val til setu f sveitastjórnum þurfa kjósendur að hafa í huga að þar séu á ferð einstaklingar sem vilja vinna fyrir sveitarfélagið af heilindum og virð- ingu fyrir íbúum þess - ekki bara njóta þess að RAÐA. Og \ið val í sérhverja nefnd verður að gæta þess að vaidir séu hæfir einstaklingar, sem hafa þekkingu og áhuga á því málefni sem um ræðir í hverju tilviki, en mæta ekki til leiks á valdagræðginni einni fata. Og hananú! MEIIMHORNIÐ Siðleysi er skaðvaldur ALBERTJENSEN SKRIFAR „Sýnist ykkur þetta vera andlit morðingja?" spurði Pol Pot fréttamenn í sínu síðasta við- tali, en hann var einn af ill- ræmdustu fjöldamorðingum veraldarsögunnar. „Ég er saklaus og sé engu eftir sem ég hef gert," sagði „Það hefur margsannast að viðsjá- verðir tímar gefa viðsjáverðum mönnum gullin tækifæri sem ekki gæfust við venjulegar aðstæður“ þessi vesæli grimmdarseggur um leið og hann horfði á við- mælendur sína. Menn verða alveg agndofa við að heyra um slíkt siðleysi. Svo ótrúlegt sem það er, sá hann ekkert athugavert við að myrða meira en helming þjóð- ar sinnar. Hver sem er, hvar sem er, sem vinnur í smáu eða stóru gegn hagsmunum þess sem falið hefur honum trúnaðar- störf, virðist líklegur til að láta sér líða vel með því. Ótrúlega margir menn eru til sem ekki geta verið heilir í starfi, taka greiðslu umfram aðra fyrir ábyrgð sem þeir reyna svo að skjóta sér undan þegar illa fer. Það hefur margsannast að viðsjáverðir tfmar gefa viðsjá- verðum mönnum gullin tæki- færi sem ekki gæfust við venjulegar aðstæður. Sið- blindir menn gera ekki mun á réttu og röngu. Kannski er siðleysi ólæknandi sjúkdómur. A þá að leifa þeim að fara sínu fram? Að sjálfsögðu gengur slíkt ekki og eru smá- menni ekki látin komast upp með slíkt. Oðru máli gegnir ef þeim hefur lánast að slá sig til riddara með einum eða öðrum hætti. Sumir slysast til auðs og valda fyrir aðgæslu- Ieysi fólksins sem haldið er endalausri trúgirni og er ég þá ekki að tala um guðstrú. Tru á stjómniálameiui A Islandi trúir fólk á stjórn- málamenn. Það er alveg sama hvað loforð þeirra glatast oft og auðveldlega. Alveg sama þó þeir vinni á móti hagsmunum ákveðins hóps, hann styður þá samt. Vegna gleymsku fólks- ins og barnslegrar trúar verða til stórmenni með litlar sálir. Gagnslausir öllum og ábyrgð verður bara hismið eitt. Mönnum er eflaust í minni þegar þingmaður nokkur gekk út úr þinginu sem bankastjóri Landsbankans en á fullum launum á báðum stöðum. Þó undarlegt sé, var það löglegt. Illa útfærð lög gerðu manninnum þetta mögulegt. Drengskaparmaðurinn Bene- dikt Gröndal nýtti sér ekki lagalega annmarka biðlauna. Ljóst hlýtur öllum að mál bankastjóra Landsbankans er bara toppurinn á ísjakanum. Hvað um alla afskrifuðu millj- arðana. I núverandi bankaráði eru menn úr fyrrverandi bankaráði og þeir bera fuila ábyrgð og það veit þjóðin. Það er því, í allri alvöru málsins, grátbroslegt hvað hæstvirtur forsætisráðherra rembist við að verja allt þessu viðkomandi, nema auð\itað bankastjórana. Hann hefur Ifka varið ráðherra bankamála og sá aftur varið bankaráð af þvílíkri sannfæringu að jafn- vel trúgjörnustu sálum blöskr- ar. A Islandi er slíkt landlægur hagræðingarmáti stjórnenda. Svörtu breytt í hvítt. Og það mun takast ef að líkum lætur. Það hefur marg- sannast að barnsleg trúgirni okkar Islendinga kemur þeim best, sem eru okkur verst. N ámskeið Vinnueftirlit ríkisins fyrirhugar að halda námskeið dagana 27. og 28. maí nk. á Akureyri fyrir stjórnendur fyrirtækja, deildarstjóra og verkstjóra ef næg þátttaka fæst. Fjallað verður m.a. um markmið vinnuverndar, ábyrgð og skyldur, húsnæði vinnustaða, starfsumhverfið, vinnuslys o.fl. Nánari upplýsingar og skráning hjá Vinnueftirliti ríkisins í síma 462 5868 milli kl. 13 og 17 virka daga. Athugið að þátttökutilkynning þarf að berast fyrir 20. maí.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.