Dagur - 19.05.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 19.05.1998, Blaðsíða 3
T X^MT_ LÍFIÐ í LANDINU ÞRIÐJUDAGUR 19.MAÍ 1998 - 19 ’7 ; „Ég er þeirrar skoðunar að meiri Iíkur en minni séu á því að Reykjavíkurlistinn vinni í kosn- ingunum í Reykjavík," segir Halldór Asgrímsson, formaður Framsóknarflokksins. „Á hinn bóginn tel ég og á von á að munurinn verði Iítill. Það er og mjög slæmt ef langstærsta kosn- ingamálið í Reykjavík eru þær perspónulegu ávirðingar sem bornar hafa verið á þá Helga Hjörvar og Hrannar um peningamál þeirra. Það þykir mér vera ósæmi- Iegt.“ - Hall- dór segist telja að kannanir þær Halldór: Það er og sem gerðar m'jög slæmt ef lu^a yerið í langstærsta kosn- Reykjavík á ingamálið i Reykja- peirra vík eru þær pers- rramb°ða ónulegu ávirðingar sem Par eru sem bornar hafa seu , öruggar> verið á þá Helga tu . u:emls fr Hjörvar og Hrannar. miðað sé við ------ þær sem gerðar voru fyrir síðustu kosningar. I grein á þjóðmálasíðu í blað- inu í dag segir Halldór: „Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri í Reykjavík, nýtur fyllsta trausts Framsóknarmanna enda hefur hún reynst farsæll leið- togi, sem ber að tryggja önnur Ijögur ár til að koma fram enn frekari umbótum í borginni.11 Jakob er vinsæll Halldór fylgist með baráttunni á landsbyggðinni Iíka, var á fundi með framsóknarmönnum fyrir norðan um helgina og víkur að stöðunni í bæjarpólítíkinni á Ak- ureyri. Þar kveðst hann bjart- sýnn fyrir hönd sinna flokks- manna - og telur að flokkurinn Hvererstaðan í höfuðborginni þegarsíðasta helginfyrirkosningarer lið- in? Skoðanakannanir lýsa mismiklum yfirburðum Ingibjargar Sólrúnar og félaga, en erskugginn afþriðja manninnum bjartasta vonÁma?Halldór, Sighvatur og Margrét Frímanns telja aðlngibjörg Sólrún hafi það. eigi góð sóknarfæri á þeim tíma sem er fram að kosningum. „Ég var staddur á Akureyri í gær og heyrði ég á fólki að Jakob Björnsson, bæjarstjóri, er vin- sæll meðal Akureyringa. Það styrkir það að Framsóknarflokk- urinn fái góða kosningu í bæn- um. FólM ofbýður „Ég tel að Reykjavíkurlistinn hafi afger- andi forystu í borginni og fái átta eða níu fulltrúa kjörna," seg- ir Sighvatur Björgvins- son, formað- ur Alþýðu- Sighvatur: Almennt flokksins. Þó tel ég að fólki of- dregið hafi bjóði þessi aðferð saman með að ganga að fram- Reykjavíkur- bjóðendum með listanum og persónulegum hætti Sjálfstæðis- kortéri fyrir flokknum á kosningar. síðustu dög- um telur hann það ekki óeðlilegt, slíkt gerist yfirleitt þegar tvær fylk- ingar keppa sín í milli. „Ég tel það tvíbent hvort sú umræða um fjármái Hrannars B. Arnar- sonar og Helga Hjörvar hafi áhrif á stöðu Reykjavíkurlistans. Almennt tel ég að fólki ofbjóði þessi aðferð að ganga að fram- bjóðendum með persónulegum hætti kortéri fyrir kosningar.“ „Ég verð að gera þá játningu að vegna ástandsins hef ég lítið sem ekkert getað kynnt mér hvernig landið liggur nú í að- draganda sveitarstjórnarkosning- anna,“ segir Sighvatur. „Við for- menn A-flokkanna höfðum ráð- gert að fara út um land og ræða við okkar fólk, sem nú býður víðast hvar fram sameiginlega, en þar sem enn hefur ekki verið gert hlé á þingstöfum höfum við ekki komist til þess. En þar sem ég hef komið skynja ég góða samstöðu meðal fólks, til dæmis í Reykjanesbæ þar sem ég var á sunnudag." Sighvatur kveðst vera sáttur við þann stuðning sem sameig- inlega framboð félagshyggju- fólks hafa verið að fá í skoðana- könnunum að undanförnu. Þau hafí verið að mælast með 35 til 40% fylgi „...og eru þegar orðin einn af stóru flokkunum og fylgi á þessum nótum er alls ekki slærnt." Dapurlegt „Kosningabaráttan í ReykjaWk er farin að snúast um eitthvað allt annað en hún á að gera,“ segir Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins. „Ég er hinsvegar viss um að Reykja- víkurlistinn mun sigra í þessum kosningum og það með þónokkrum mun. Sú dapurlega umræða sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefur sett af stað um mál- efni þeirra Hrannars B. Arnar- sonar og Helga Hjörvar hefur auðvitað áhrif; hún getur skaðað en einnig haft áhrif í hina áttina þar sem mörgum ofbjóða þessi vinnubrögð." Margrét segir að mál- efnastaða Reykjavíkur- Iistans sé sterk. „Þau hafa unnið vel á þessu kjörtímabili Margrét: Sú dapur- og margir lega umræða sem öflugir ein- Sjálfstæðisflokkur- staklingar inn hefur sett af skipa listann stað um málefni nú þannig að þeirra Hrannars B. sigurinn ætti Arnarsonar og að vera vís. Helga Hjörvar hefur Það er auð- auðvitað áhrif. vitað mikil- vægt að framboð fé- lagshyggjufólks, um land allt, nái góðum árangri," segir Mar- grét, „og getur haft mikið að segja um hvort samstaða næst um breiðfylkingu félagshyggju- fólks fyrir næstu þingkosningar. Viljinn er ótvíræður." „Það hefur ríkt ákveðin deyfð á vissum stöðum á landinu," segir Margrét. „Stjórnarmeiri- hlutinn á þingi hefur gert það sem í hans valdi hefur staðið til þess að draga úr vægi sveitar- kosninganna, með því að keyra þingstörf áfram nú síðustu vik- una fyrir kosningar. Með þessu er jafnframt verið að sýna sveit- arstjórnarmönnum vanvirð- ingu.“ Ingibjörg Sólrún stcndur sterk „Staðan í Reykjavík er orðin spennandi núna og út frá því sjónarmiði er þetta alvöru kosn- ingabarátta. En ég held að það sé engin spurning að Reykjavík- urlistinn hefur þetta,“ sagði Guðný Guðbjörnsdóttir, formað- ur þingflokks Kvennalista. - Sú umræða sem verið hefur síðustu daga um fjármál Hrannars B. Arnarssonar segir Guðný að sé annarsvegar leðjuslagur og hins- vegar „... eitthvað sem tilefni er til. En það er afskaplega erfitt að meta áhrifin af því, mér finn- ast skoðanakannanir ekki vera nægilega skýrar hvað það snert- ir,“ segir Guðný, sem segir það sitt mat að Hrannarsmálið sé dæmi um mjög vonda tegund af kosningabaráttu - þar sem menn noti sér að velta sér upp úr mál- um eins tiltekins einstaklings. En hvað mun ráða úr- slitum á kjör- dag? „Ingi- björg Sólrún stendur sterk og að mínu mati á hún að leggja áherslu á Guðný. Og ég held sína pólitík að fólki vilji gefa °g það sem henni tækifæri til Reykjavíkur- þess að sýna áfram listinn stend- hvað í henni býr. ur fyrir. Það mun ráða úr- slitum. Það er almennt rfkjandi mikil ánægja með störf Ingibjargar og fyrir fíórum árum, þegar Reykjavíkurlistinn sigraði, var kominn tími á breytingar í borginni. Og ég held að fólk vilji gefa henni tækifæri til þess að sýna áfram hvað í henni býr.“ Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, sá sér ekki fært að ræða þessi mál við Dag í gær vegna anna við störf. -SBS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.