Dagur - 19.05.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 19.05.1998, Blaðsíða 4
r 20-ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 LÍFIÐ í LANDINU UMBUÐA- LAUST Guðmundur Andri Thorsson skrifar Fjölnismenn voru allir „óreiðumenn í fjármál- um“ og urðu allir gjald- þrota, meira að segja Brynjólfur Péturs- son sem var í vellaunaðri stöðu. Almennt er þó talið að þeir hafi átt erindi í íslensk stjórnmál. Finnur Magnússon prófessor og leyndarskjalavörður konungs, maður í háum stöðum, skildi eftir sjg þrotabú. Samt er hann talinn hafa verið þjóðþrifa- maður. Og Jón Sigurðsson varð gjald- þrota, enda „óreiðumaður í fjármálum". Þann mann höfum við kallað Sóma Is- lands, sverð og skjöld. Ég er ekki að Iíkja Hrannari Birni Arnar- syni, frambjóðanda Reykjavíkurlistans við sjálfstæðishetjurnar góðu. Hins vegar myndu hinir splunkunýju siðferðismæli- kvarðar Sjálfstæðisflokksins sem gilda bara hér í Reykjavík hafa útilokað alla þessa menn frá afskiptum af þjóðmálum. Engum þeirra hefði Þuríður Pálsdóttir treyst til áhrifa. Allir skildu eftir sig slóða vanskila og óreiðu svo að augljóst var að þarna var um mynstur að ræða, persónu- Ieikabrest. Þeirra dæmi ættu að sýna að ekki er einhlítt samhengi milli farsældar í stjórnmálastarfi annars vegar og svo aftur ráðdeildarsemi og aðgæslu í Ijármálum. Að minnsta kosti var ekki svo á síðustu öld þegar stjórnmál snerust um hugsjónir og hugmyndir. Hvað er það nákvæmlega sem Hrannar Bjöm hefur gert sig sekan um? Hefur hann hlaupist frá skuldum sínum að hætti svo margra íslenskra athaf’namannar Nei. Hef- ur hann brotið lög? Nei. Hver er þá glæpur hans? Þegar hann var um tvítugt vegnaði honum illa í fyrirtækjarekstri. Svo illa að síðan hefur þetta verið bölvað basl. Hver var iðja þessa þokkapilts? Hann var að reyna að pranga inn á fólk ljóðum Jónasar Hallgrímssonar, Mannkynssögu AB, Sturl- ungu og þvílíku. Það er ekki eins og dreng- urinn hafi verið að selja einhvern óþverra - þetta var menningarstarfsemi. Á þeim árum þegar hann lenti í erfiðleikum með bóksölufyrirtæki sitt dundu mikil ósköp yfir í íslenskri bókaútgáfu. Svart á hvítu fór á hausinn. Almenna bókafélagið riðaði til falls og fór loks á hausinn hægt og lengi. Om og Orlygur fór á hausinn og dró Prent- stofu G. Ben með sér í fallinu. Og þannig mætti lengi telja. *** Þegar prófkjör Reykjavíkurlistans var „Árangur sinn get- ur Hrannar Björn þakkað því að kjósendur mundu vel framtak hans fyrir rúmum fjórum árum þegar hann vann mjög ötullega að því að sameina vinstri flokkana um eitt framboð, og voru þó gríðarleg Ijón í veginum." Afram- hald- andi við- reisn haldið snerist baráttan enn um stjórnmál. Arangur sinn getur Hrannar Björn þakk- að því að kjósendur mundu vel framtak hans fyrir rúmum fjórum árum þegar hann vann mjög ötullega að því að sam- eina vinstri flokkana um eitt framboð, og voru þó gríðarleg Ijón í veginum. Hann lét þá kanna hug kjósenda til mögulegs framboðs og þegar niðurstöður þeirrar könnunar lágu fyrir var ekki lengur hægt að þverskallast við vilja fólksins. I þessu efni sýndi Hrannar áræði og hugkvæmni í stjórnmálastarfi og fyrir það verðlaunuðu kjósendur hann nú. Þótt fjármálaumsvif hans mættu að sönnu vera glæstari hafa hins vegar stjórnmálaafskipti hans til þessa verið á þann veg að ástæða er til að ætla að þar geti hann látið gott af sér leiða. *** Sjálfstæðismenn stunda það sem Verka- mannaflokkurinn breski hefur verið sak- aður um - að taka stefnu andstæðingsins og gera að sinni. Flokkurinn sem mark- visst dritaði hjólbarðaverkstæðum með- fram sundunum vill nú skyndilega ekki heyra á það minnst að fyrirtæki og íbúða- byggð geti átt samleið á Geldinganesi. Flokkurinn sem trassaði uppbyggingu á leikskólum áratugum saman, enda væru þeir nokkurs konar kommúnismi, er nú skyndilega farinn að gera harða hríð að borgarstjórnarmeirihlutanum fyrir að hafa ekki staðið sig með nægum myndar- brag í þeim málaflokki, jafnvel þótt allir foreldrar finni hversu vel hefur verið þar að verki staðið undir vaskri forystu Árna Þórs Sigurðssonar, sem vel að merkja er í baráttusætinu, því tíunda. Gott ef Sjálf- stæðismenn eru ekki meira að segja farn- ir að berjast á móti Ráðhúsinu hans Dav- íðs. Að minnsta kosti eru þeir að reyna að telja okkur kjósendum trú um að Guðrún Pétursdóttir sé f framboði. Það er hún naumast, hins vegar er í baráttusætinu Kjartan Magnússon, feiknarlegur heim- dellingur. Og skiptir ekki máli þótt hann sé um þessar mundir geymdur inni í skáp. Sjálfstæðismenn eru ekkert sérstaklega góðir í að leika vinstri menn, og fylgið enda eftir því. Þangað til þeir grófu upp allt baslið á Hrannari Birni. Það er brýnt að kosningarnar nú snúist ekki um erfið- leika í bókaútgáfu á fyrri hluta þessa ára- tugar, heldur áframhaldandi viðreisn. Raulað með borgarstjóra Óhætt er að segja að kosninga- barátta R-listans hafi verið kurt- eisleg en um leið full deyfðarleg enda virðist hún fram að þessu hafa tekið mið af því að listinn hafði í skoðanakönnunum um- talsvert íylgi framyfir Sjálfstæðís- flokkinn. Nú er staðan nokkuð breytt og ekki annað séð en R- listinn verði að bretta upp ermarnar ætli hann að vera ör- uggur um að halda borginni. En þrátt fyrir nokkuð lífleysi í kosningabaráttunni á R-listinn góða lýríska spretti sem af einhverjum ástæðum hafa farið hljótt en vert er að vekja athygli á. Þar er um að ræða geisladisk og bók sem sett hafa verið á markað. Ó borg mín borg er geisladiskur sem geymir átján Reykjavíkurlög. Þar flytja MEIVNINGAR VAKTIN Kolbpún Bengþórsdóttip skrifar margir af þekktustu söngvurum landsins Iög sem tengjast borg- inni. Ríó tríó, Stuðmenn, Bubbi Morthens og Hörður Torfason eru þar á meðal. Þetta er Ijúfur diskur með lögum eins og Fyrir átta árum, Við Vatnsmýrina og Fröken Reykjavík. Það er þó borgarstjór- inn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem stingur alla aðra af með flutningi sínum á Ó borg mín borg, sem ég spila þessa dag- ana minnst þrisvar á dag og fyllist eldmóði í hvert sinn. Ingibjörg Sólrún hefur ekki mikla rödd en það er slíkur sjarmi og Ijúf innlifun í flutningi hennar að ekki er hægt að komast hjá því að hrífast. Það er furðulegt að R-listinn skuli ekki nota einmitt þennan flutning í auglýsingum sínum. Borgarbúar myndu kolfalla fyrir söngnum. Bókin og geisla- diskurinn eru geðfelld innlegg í kosningabaráttu sem að sumu leyti hefur verið fremur sóðaleg. Hinar skemmtHegu Knur hér aö ofan um hanagal í Reykjavík, er aö finna i nýútkominni smóbók, Ó borg mín, borg sem Reykjavikurlistlnn hefur gefiö úl ásamt samnefndri plötu meö Reykjavíkuriögum. í bókinni ó borg mín, borg eru stuttir og fjöibreyttir textar um Reykjavík fyrr og síöar í bundnu máli og óbundnu. 0 borg min, borg er vdnduð ^ » Ó borg mín borg er einnig heitið á lít- illi bók sem geymir ljóð og umsagnir um Reykjavík. Það er Mörður Arnason sem á heiðurinn af valinu sem er sérlega fjöl- breytt og skemmtilegt. Þarna er mikill skáldskapur, gnægð af húmor og merki- legri borgarsýn. Hins vegar geri ég örlitla athugasemd við það að Mörður skuli í bókarlok birta lista yfir Reykjavfkur- meistara í knattspyrnu og veiðistaði í Elliðaánum. Það er full strákaleg niður- staða í vel unninni bók. Bókin og geisladiskurinn eru geðfelld innlegg í kosningabaráttu sem að sumu leyti hefur verið fremur sóðaleg. Þessir lýrísku sprettir R-listans eiga skilið að ná hjörtum Reykvíkinga - eins og listinn sjálfur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.